Morgunblaðið - 09.10.2013, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
F
lutningaskipið Nordic
Orion kom til Pori í
Finnlandi í gær með
73.500 tonna kolafarm.
Skipið sigldi norð-
vesturleiðina í gegnum Íshafið frá
Vancouver í Kanada til Finnlands
með farminn. Siglingin hófst í Van-
couver 6. september síðastliðinn og
tók því rúman mánuð.
Nordic Orion varð þar með
fyrsta búlkaskipið (bulk carrier) til
að sigla þessa leið milli Kanada og
Finnlands vegna farmflutninga.
Norðvesturleiðin er þúsund sjómíl-
um (1.852 km) styttri en ef farið er
um Panamaskurðinn. Skipið kom
fjórum til fimm dögum fyrr á
áfangastað en ef lengri leiðin hefði
verið valin. Einnig gat skipið siglt
fulllestað og þar með flutt fjórðungi
meiri farm en hefði það farið um Pa-
namaskurð. Ástæðan er sú að há-
marks djúprista skipa í skipaskurð-
inum er 11,5 metrar en fulllestað
ristir Nordic Orion 14 metra. Vegna
styttri siglingaleiðar sparaðist elds-
neyti að andvirði um 80.000 banda-
ríkjadala (9,7 milljónir ÍKR). Auk
þess þýddi eldsneytissparnaðurinn
minni losun gróðurhúsalofttegunda.
Christian Bonfils, fram-
kvæmdastjóri útgerðarinnar Nordic
Bulk Carriers A/S, sem gerir út
Nordic Orion, sagði í tilkynningu að
þeir hefðu verið mjög spenntir
vegna hinnar sögulegu siglingar
skipsins. Hún hefði verið draumur
þeirra og keppikefli um árabil.
Augljós áhugi Kanadamanna
Hann sagði einnig að siglingin
hefði verið skipulögð í nánu sam-
starfi við kanadísk samgönguyfir-
völd og kanadísku strandgæsluna til
að tryggja fullkomið öryggi. Skipið
fékk m.a. sérstaka mengunarvarna-
vottun frá samgönguyfirvöldum í
Kanada.
National Post í Kanada greindi
frá því að kanadísk stjórnvöld hefðu
stutt siglinguna og hvatt til hennar.
Meðal annars báru kanadísk stjórn-
völd kostnaðinn af fylgd ísbrjóts í
gegnum ísilögð hafsvæði norðan
Kanada. Sem kunnugt er hafa rúss-
nesk stjórnvöld lagt mikla vinnu og
fjármuni í að byggja upp norðaust-
ursiglingaleiðina um Norður-
Íshafið milli Atlantshafs og Kyrra-
hafs. Það kann að skýra áhuga Kan-
adamanna á að opna
norðvesturleiðina fyrir skipaum-
ferð, þegar aðstæður leyfa.
Nordic Orion er sérstaklega
smíðað til siglinga í ís og uppfyllir
kröfur 1A um slík skip. Talið er að
norðvesturleiðin geti verið opin fyr-
ir flutningaskip í um tvo mánuði á
ári, en það ræðst af veðri og ástandi
hafíssins á svæðinu á hverjum tíma.
Söguleg sigling um
norðvesturleiðina
Norðvesturleiðin
Sigling Nordic Orion
Grænland Ísland
Finnland
Rússland
Noregur
Svíþjóð
Danmörk
Bretland
Írland
Færeyjar
Jan Mayen
Svalbarði
Alaska
(Bandaríkin)
Kanada
Bandaríkin
Baffineyja
(Kanada)
Nýfundnal. og Labrador
(Kanada)
Viktoríueyja
(Kanada)
Ellesmere-eyja
(Kanada)
Norðurpóll
Beringsund
Norðvestur-
sund
Davis-
sund
Pori
Vancouver
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Brátt verðuröld liðin fráþví að ís-
lenskar konur
fengu kosninga-
rétt. Þá er verið að
horfa til ársins
1915. Hannes Haf-
stein ráðherra réði
úrslitum um að það réttlæt-
ismál náði fram að ganga, en
vaskur hópur baráttukvenna
og samherja þeirra í röðum
karla beitti þeim þrýstingi sem
að lokum dugði. Þetta er upp-
setning rétttrúnaðarins, en
hún er ekki nákvæm.
Þegar kosningarétti kvenna
er fagnað, sem sjálfsagt er,
virðist stundum undirliggjandi
að karlar hafi haft kosninga-
rétt öldum saman og því hafi
kosningaréttur kvenna frá og
með 1915 sætt svo miklum tíð-
indum. En það er skökk mynd
af raunveruleikanum. Kosn-
ingaréttur Íslendinga kemur
ekki til fyrr en með fyrstu
kosningunum til endurreists
Alþingis, sem fram fara árið
1844. Alþingi hafði þó ein-
göngu ráðgefandi vald og áhrif
kosningaréttarins voru því
miklum mun minni en varð eft-
ir að heimastjórn vannst árið
1904 og loks fullveldi 1918.
En konur voru ekki einar um
að hafa ekki einu sinni aðgang
til að kjósa til ráðgefandi Al-
þingis Íslendinga. Það hét
vissulega að karlmenn 25 ára
og eldri hefðu kosningarétt.
En það höfðu þó aðeins þeir
sem uppfylltu ákveðin skilyrði
um eignir. Þau skilyrði leiddu
til þess að einungis um 5%
landsmanna nutu kosninga-
réttar. Allur þorri karlmanna á
Íslandi hafði því ekki kosn-
ingarétt við þær aðstæður
fremur en konurnar, eins og þó
mætti stundum ráða af um-
ræðunni að þeir hefðu haft.
Í tengslum við heimastjórn
árið 1903 voru ákvæði um
kosningarétt efnaminni manna
rýmkuð nokkuð. Rétt er að
hafa hugfast að árið 1915
fengu ekki allar konur sem náð
höfðu kosningaaldri kosninga-
rétt en skilyrði um eignir voru
þó felld niður að mestu.
Nú væri tilvalið að hafa
nokkur hátíðarbrigði árið 2015
og minnast myndarlega mik-
ilvægra áfanga í kosningarétti
til handa fjöldanum, en kosn-
ingarétturinn er auðvitað und-
irstaða lýðræðisins. Þá færi
best að fögnuðurinn beindist
að kosningarétti Íslendinga al-
mennt. En jafnvel eftir rétt-
lætisáfangann 1915 gilti áfram
að eignalausir verkamenn og
vinnumenn til sveita, konur og
karlar, fengu samt ekki kosn-
ingarétt fyrr en þau höfðu náð
40 ára aldri. Þau
aldursmörk áttu að
færast niður um
eitt ár á hverju ári.
Það er svo ekki
fyrr en árið 1920
sem jafnrétti allra
þeirra sem orðnir
eru 25 ára gamlir
næst loks fram. Aldursmarkið
var lækkað í 21 ár árið 1934, í
20 ár 1968 og loks í 18 ár 1984.
Og það má gjarnan hafa í
huga að kosningar urðu ekki
leynilegar fyrr en árið 1908.
Fram að því fóru þær fram fyr-
ir opnum tjöldum og greiddu
menn atkvæði innan um
náunga sína og undir vökulu
auga yfirvalds, gjarnan borða-
lagðs sýslumanns. Er ekki víst
að allir hafi við slíkar aðstæður
verið fullkomnir umráðamenn
síns atkvæðis.
En leynileg kosningaathöfn
er aðeins hluti af sjálfstæði
kjósandans. Mál hafa þróast
þannig síðustu árin, ekki síst
síðustu tæp tíu ár, að búið er
að ríkisvæða stjórnmála-
starfsemina að verulegu leyti.
Allt hefur það sjálfsagt verið
gert í göfugum tilgangi. Lengi
var litið svo á að það væri eitt
af hlutverkum stjórnmála-
manna og eftir atvikum stjórn-
málaflokka að hafa eftirlit með
ríkisvaldinu, enda er þungi
þess mikill þegar það stillir sér
upp gagnvart einstakling-
unum. En nú er ríkisvaldið
komið með puttann í starfsemi
stjórnmálaflokkanna í stór-
auknum mæli og drýgstur
hluti tekna þeirra kemur nú
beint frá ríki og sveitarfélög-
um. Síðustu ár hefur legið í
lofti að fjárhagslegur stuðn-
ingur annarra en ríkisins sé
annarlegur, ef hann þá er ekki
beinlínis veittur í glæp-
samlegum tilgangi.
Fjárhagslegur stuðningur
einstaklinga og fyrirtækja
þeirra er að stærstum hluta
opinber og ríkisendurskoðun
hottar á eftir upplýsingum frá
flokkum og einstaklingum um
þann stuðning. Það hlýtur þó
að koma til álita að líta svo á að
það sé hluti af vernduðum póli-
tískum þætti sem nátengdur sé
rétti til að fara leynilega með
kosningarétt, að slíkur stuðn-
ingur sé trúnaðarskyldur,
nema hann fari út fyrir öll
mörk.
Hitt er augljóst að kjós-
endur hafa á hinn bóginn minni
ástæður til að treysta heil-
indum stjórnmálaflokka, sem
eru hnýttir fastir á ríkisjötuna
eins og nú er komið og hafa því
hagsmuni af því að tryggja rík-
inu sem mestar skatttekjur á
kostnað fjárhagslegs svigrúms
borgaranna.
Stundum er látið
eins og íslenskar
konur hafi fengið
kosningarétt löngu
eftir að karlar öðl-
uðust hann}
Ríkiseftirlit með stjórn-
málum komið á ystu nöf
É
g sat um daginn kynningu á
vegum tæknifyrirtækisins IBM
það sem fjallað var um það
sem IBM-verjar, og fleiri
reyndar, kalla „millennials“ og
vísar til þeirra sem fæddir eru á árunum
1980 til 1995. Köllum það þúsaldarfólk upp á
íslensku.
Á ráðstefnunni kynntu starfsmenn IBM
starf teymis sem fyrirtækið kom á legg til
að rannsaka þúsaldarkynslóðina, verðandi
viðskiptavini, hvort sem að er sem stjórn-
endur fyrirtækja sem IBM á í viðskiptum
við eða sem viðskiptavinir fyrirtækja sem
IMB þjónustar.
Téðar rannsóknir fólu í sér viðtöl við þú-
saldarfólk (þúseldinga? þúsöldur?), viðhorfs-
kannanir og þar fram eftir götunum. Kom í
ljós að þúsaldarfólk er um margt ólíkt þeirri kynslóð
sem brátt hverfur af sjónarsviðinu, fer á eftirlaun á
næstu árum, og þá kannski einna helst fyrir það,
sögðu IBM-menn, að fólk sem fætt er eftir 1980 þekkir
ekki heiminn öðruvísi en nettengdan (veraldarvefurinn
varð til 1989-1990) og er því tamara að nota nettengd
tæki og tól en þeim sem eldri eru – er eiginlega sí-
tengt og sífellt að senda og taka við skilaboðum.
Fleira slíkt var nefnt sem gerir þúsaldarfólk spenn-
andi bráð fyrir hátæknifyrirtæki eins og IBM, en
meira um vert fannst mér að heyra það að það er með
meiri samfélagslega meðvitund en við gamla fólkið,
Einnig kom fram að ungt fólk af þessari
kynslóð ber ekki virðingu fyrir yfirmönnum
fyrir það eitt að þeir séu yfirmenn og er því
líklegra að ræða við þá á jafningjagrund-
velli í kaffistofunni en þeir sem eldri eru.
Að sama skapi sætta þúsaldarstarfsmenn
sig síður við slæma vinnuaðstöðu en fyrri
kynslóðir og eru ófeimnari að segja upp ef
þeim líkar ekki starfið, þess fullvissir að
þeir geti fundið annað starf sem hentar
þeim betur og veitir þeim meiri lífsfyllingu.
Finnst hamingja skipta meira máli en pen-
ingar. Þeir eru líka ófeimnari við að hætta í
vinnu til að skipta algerlega um starfsvett-
vang – hætta á lögmannsstofunni til að læra
fatahönnun, segja upp á spítalanum til að
læra matreiðslu og svo má telja; hugrakkari
segi ég þó sumum þyki það fífldirfska.
Þúsaldarfólk er líka ekki eins gefið fyrir skipanir að
ofan, vill fá að vera með og finnst það eðlilegt að á það
sé hlustað.
Það er algengt að eftir því sem menn eldast hafi
þeir æ meira á hornum sér og þá helst hvað ungt fólk
sé ómögulegt – óagað og ókurteist og tilætlunarsamt
og guðmávitahvað. Minnugur þess hvernig málum var
háttað þegar ég var ungur maður verð ég að viður-
kenna að mér hlýnaði um hjartarætur að heyra hvern-
ig kynslóðin sem tekur nú við er minni kynslóð fremri
að flestu leyti, meðvitaðri, sjálfstæðari, kjarkaðri og
hamingjusamari. arnim@mbl.is
Þúsaldarfólkið tekur við
Pistill
Árni
Matthíasson
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Nordic Orion
siglir undir
fána Pa-
nama og er í
eigu danska
félagsins
Nordic Bulk
Carriers
A/S. Félagið
hefur sér-
hæft sig í út-
gerð skipa sem eru styrkt til
siglinga í ís. Það var einnig eitt
fyrsta skipafélagið sem sendi
flutningaskip eftir norðaust-
urleiðinni um Íshafið norðan
Rússlands milli Kyrrahafs og Al-
antshafs.
Nordic Orion er búlkaskip
(bulk carrier) og var smíðað ár-
ið 2011 í Oshima-skipasmíða-
stöðinni í Japan. Skipið er 225
metra langt og 32 metra breitt.
Það er sérstaklega styrkt til
siglinga í ís og er í flokki 1A.
Burðargeta er 75.603 tonn og
vélaraflið 18.420 hestöfl (bhp).
Styrkt til
siglinga í ís
ÚTGERÐIN HEFUR ÁHUGA Á
NORÐURSIGLINGUM
Hafísinn hörfar.