Morgunblaðið - 09.10.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2013
Málfundafélag Lögréttu heldur
málfund fimmtudaginn 10. október
klukkan 17:30 í húsnæði Háskólans
í Reykjavík, stofu M101.
Yfirskrift málfundarins er ,,Hvað
er að gerast í Sýrlandi?“ Á fund-
inum verður meðal annars fjallað
almennt um ástandið í Sýrlandi,
efnavopn, beitingu vopnavalds og
hvaða álitaefnum Ísland stendur
frammi fyrir og hvernig þetta teng-
ist Íslandi.
Gunnar Bragi Sveinsson, utan-
ríkisráðherra, mun opna málþingið
en framsögumenn verða Þórdís
Ingadóttir, dósent við lagadeild HR
og Hermann Ottósson, fram-
kvæmdastjóri Rauða krossins á Ís-
landi. Fundurinn er öllum opinn og
aðgangur er ókeypis.
Málfundur um
ástandið í Sýrlandi
Múlagöng við Ólafsfjörð verða lok-
uð í tvær nætur í þessari viku vegna
vinnu verktaka, þ.e. aðfaranætur
fimmtudags og föstudags, frá kl.
23.00 og til kl. 06.30.
Vegagerðin tekur fram að við-
bragðsaðilar geta farið um göngin
án tafa þó lokun standi yfir.
„Vegagerðin vonar að vegfar-
endur taki þessu vel og sýni ýtrustu
aðgát við akstur meðan á fram-
kvæmdum stendur, fyrir og eftir
lokanir,“ segir í tilkynningu.
Múlagöng lokuð
Faxaflóahafnir
halda árlegt mál-
þing með not-
endum á svæði
Faxaflóahafna sf.
miðvikudaginn 9.
október í Hörp-
unni kl. 16:00, í
salnum Rímu.
Dagskrá fund-
arins verður með þeim hætti að for-
maður stjórnar, Hjálmar Sveinsson,
ýtir málþinginu úr vör, Gísli Gísla-
son, hafnarstjóri fer yfir helstu
verkefni ársins 2014, en í framhaldi
mun Bergþóra Bergsdóttir, verk-
fræðinemi, kynnna efni skýrslu um
þróun mála í Gömlu höfninni. Fleiri
erindi verða flutt. Fundurinn er öll-
um opinn.
Málþing um starf-
semi Faxaflóahafna
„Hótelið mun breyta ferðaþjónustunni á
svæðinu. Í dag er fullt af ferðafólki sem
vildi dvelja lengur á svæðinu en hefur ekki
möguleika á því þar sem skortur er á gisti-
rými á svæðinu,“ segir Vilhjálmur Sigurðs-
son, einn af eigendum nýs þriggja stjörnu
hótels, Hótels Laxár sem opnað verður 1.
júlí nk. í landi Arnarvatns í suðurhluta Mý-
vatnssveitar. Með tilkomu hótelsins verður
60% aukning á gistirýmum á svæðinu. Her-
bergi hótelsins verða 80 talsins og stærð
þess er um 3.000 fermetrar. Bókanir eru
þegar hafnar. Hugmyndin er að þetta verði
„grænt“ hótel þar sem rekstur og fram-
kvæmdir verða í sem mestri sátt við náttúr-
una.
Margrét Hólm Valsdóttir hefur verið ráð-
in hótelstjóri. Ráðið verður í aðrar stöður á
næstu misserum. Vilhjálmur og Hjálmar
Pétursson ásamt meðfjárfesti standa að
hótelframkvæmdunum. Hótelbyggingin hef-
ur verið fjögur ár í undirbúningi en það er
Teiknistofa Pro-ark og Ydda arkitektastofa
sem hafa séð um hönnun. thorunn@mbl.is
80 herbergja hótel reist í Mývatnssveit
60% aukning verður á gistirýmum á svæðinu
Margrét Hólm Valsdóttir verður hótelstýra
Hótel Laxá Teiknistofa Pro-ark ásamt Yddu arkitektastofu hefur séð um hönnun hótelsins.
Trjágróður sem
vex út á stíga tef-
ur för snjóruðn-
ingstækja og í
gegnum árin hef-
ur komið fyrir að
stígum hafi verið
sleppt úr til að
valda ekki tjóni á
tækjum og hættu
á slysum. Reykjavíkurborg hvetur
garðeigendur til að klippa trjá-
gróður sem vex út fyrir lóðarmörk,
ekki eingöngu vegna snjóruðnings-
tækjanna, heldur einnig til að sýna
samborgurum sínum tillitssemi.
Trjágróður tefur för
snjóruðningstækja