Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjölmargir lögðu leið sína á jólabasar Hringskvenna á Grand hóteli í gær en árleg hefð er hjá mörgum að kaupa gjafir á basarnum. Alls eru 335 kon- ur í kvenfélaginu Hringurinn sem hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Að venju voru kökurnar vin- sælar og seldust þær upp á einungis klukkustund en allt söluandvirði renn- ur í sjóð sem notaður er í tækjakaup fyrir Barnaspítala Hringsins. Ungir sem aldnir flykktust á jólabasar Morgunblaðið/Ómar Jólabasar Hringsins hefur verið haldinn á hverju ári í áratugi Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fjármála- og heilbrigðisráðherra munu síðar í þessum mánuði kynna ríkisstjórn og Alþingi áætlun um fjárveitingar til tækjakaupa á Land- spítalanum og Sjúkrahúsi Akureyrar sem gildir til ársins 2017. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra staðfestir þetta en segir ótímabært að ræða upphæðir í þessu efni. Þær muni þó nema hundruðum milljóna króna á ári. Síðasta ríkisstjórn samþykkti í fyrrahaust um 600 milljóna aukafjár- veitingu til kaupa á tækjum á Land- spítalanum og á Sjúkrahúsi Akur- eyrar. Í fjárlagafrumvarpinu voru 862 milljónir eyrnamerktar slíkum kaupum á Landspítalanum en 123 milljónir SA. Aukafjárveitingin er tímabundin og var ekki gert ráð fyrir að hún yrði framlengd í drögum að fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Umræðan byggð á misskilningi Kristján Þór segir þetta hafa leitt til misskilnings. „Umræða um þessi mál er búin að vera á miklum villigöt- um. Hún hefur verið á þeim nótum að það sé enginn vilji hjá ríkisstjórninni til að bæta úr tækjabúnaði heilbrigð- isþjónustunnar. Það stendur hins vegar svart á hvítu í fjárlagafrum- varpinu að það verði gert. Við skulum ekki einblína á krónu- tölur í þessu efni. Þarfagreining verður að ráða megináherslum og svo verður að koma í ljós hvað við eigum upp í það þegar það liggur fyr- ir,“ segir Kristján Þór. Páll Matthíasson, forstjóri Land- spítalans, segir þörfina mikla. „Yfirlýsing ráðherra er í samræmi við þau hreinskiptnu samtöl sem við höfum átt um málið og lýsir góðum skilningi á stöðunni. Þetta er mikil- vægur þáttur í því stóra samhengi sem rekstur spítalans er, en eins og við höfum rætt um við yfirvöld þarf meira að koma til, svo spítalinn nái jafnvægi í rekstri og allra brýnustu þörfum til tækjakaupa sé sinnt, auk viðspyrnu til nýrra hluta. Í því sam- hengi hefur talan 3 milljarðar verið nefnd, enda gerum við okkur grein fyrir þröngri efnahagsstöðu og still- um kröfum í hóf. Hins vegar er afar nauðsynlegt að frekara fé fáist til nýrra áherslna í starfsemi spítalans og til að sinna bráðnauðsynlegu við- haldi á húsnæði og þá er talan nær 4-5 milljörðum á næsta ári.“ 2-3% af rekstrarfé fari í kaupin „Áhrif [fjárveitinganna] á rekstur- inn verða í samræmi við þá upphæð sem fæst til tækjakaupa. Til að unnt verði að mæta allra brýnustu þörfum er þörf á 600 millj. aukalega en til að halda sæmilega í horfinu þyrfti 1.500 millj. Eðlileg fjárþörf til tækjakaupa sjúkrahúss með rekstrarumfang á við Landspítala er um 2-3% af rekstrarfé stofnunarinnar, eða um 1,5 milljarðar árlega,“ segir Páll. Hundruð milljóna í ný tæki  Heilbrigðisráðherra boðar sérstakar fjárveitingar til tækjakaupa á spítölum  Forstjóri Landspítalans segir þörf á 1.500 milljónum árlega í tækjakaupin Við skulum ekki einblína á krónu- tölur í þessu efni. Kristján Þór Júlíusson Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég kannast ekki við að hafa hótað einum eða neinum stjórnarslitum vegna þessa máls. Ég skil ekki í hvaða samhengi það á að geta stað- ist. Ég ber það af mér,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður VG og fv. formaður flokksins, spurður hvort hann hafi lagt líf síðustu stjórnar að veði í landsdómsmálinu. Haft var eftir Össuri Skarphéðins- syni, þingmanni Samfylkingar og utanríkisráðherra í síðustu stjórn, á vefnum pressan.is um helgina, að forystumenn síðustu ríkisstjórnar, Steingrímur og Jóhanna Sigurð- ardóttir, hefðu hótað honum og Ögmundi Jónas- syni, þá innanrík- isráðherra, stjórnarslitum ef tillaga um aftur- köllun lands- dómsmálsins yrði samþykkt. „Ég vil helst sjá þetta á prenti og hvernig þetta er sett fram áður en ég fer að svara því að öðru leyti efnis- lega,“ segir Steingrímur. Ögmundur segist aðspurður hafa stutt tillögu um afturköllun málsins. „Það er alveg rétt að þegar til kast- anna kom í ársbyrjun 2012 skrifaði ég greinar í blöð þar sem ég tók und- ir með þeim sem vildu að fallið yrði frá ákærum á hendur Geir H. Haarde. Þar vorum við Össur á einu máli, ásamt mörgum öðrum. Það er rétt rifjað upp að þar vorum við ekki á einu máli með formönnum Sam- fylkingar og VG.“ – Lá við stjórnarslitum? „Við skulum láta Össur dæma um það. Hitt veit ég að skjálftarnir voru mjög miklir út af þessu máli og fyrir þeim fann ég mjög rækilega í mínum flokki,“ segir Ögmundur. Kannast ekki við að hafa hótað stjórnarslitum Steingrímur J. Sigfússon  Fyrrverandi formaður VG vísar upprifjun Össurar á bug Framtíð Næst- besta flokksins í Kópavogi verður til um- ræðu á næstu vikum og er ýmislegt í deiglunni í þeim efnum að sögn Hjálmars Hjálmarssonar, bæjarfulltrúa flokksins. Á meðal þess sem er til skoðunar er samstarf við Bjarta framtíð og að fá að nota lógó Besta flokksins í sveitarstjórn- arkosningum í vor. Í vikunni var tilkynnt að Besti flokkurinn rynni inn í Bjarta framtíð fyrir borgarstjórnarkosn- ingar í vor. Við það vakna spurn- ingar um hvað verði um Næst- besta flokkinn sem stofnaður var í Kópavogi skömmu fyrir sveit- arstjórnarkosningarnar árið 2010. „Það virðist allt benda til þess að eftir að þessu kjörtímabili lýk- ur verði Næstbesti flokkurinn Besti flokkurinn. Þeir næstbestu verða á endanum bestir. Segir ekki máltækið það?“ spyr Hjálm- ar. Spurn eftir óháðu framboði Hann segir að nú sé verið að ræða framtíðarmöguleika flokks- ins, sumir vilji halda áfram með það, aðrir vilji hætta. „Næstbesti flokkurinn hefur aldrei verið til sem flokkur eða fé- lag. Það er engin kennitala, sími eða strúktúr þannig að það er mjög auðvelt að leggja hann niður. Framboðið var sett á laggirnar með mjög skömmum fyrirvara þannig að það getur verið að breytingar verði líka ákveðnar þannig,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvort hugsanlegt sé að Næstbesti fylgi fordæmi kollega sinna í Reykjavík og renni inn í Bjarta framtíð segir Hjálmar að tengingar séu á milli flokkanna en ekkert formlegt samstarf. „Það er ýmislegt sem liggur í loftinu. Við ætlum að reyna að vera búin að ákveða þetta upp úr áramótum. Þetta snýst allt um hvað fólk vill gera. Þetta verður rætt á næstu vikum,“ segir Hjálm- ar sem telur að eftirspurn sé eftir framboði sem sé ótengt gömlum flokksmaskínum. Næstbesti flokkurinn nú bestur Hjálmar Hjálmarsson  Ræða um framtíð framboðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.