Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013
Ætli maður fari ekki í sparifötin í dag; það tilheyrir bæðistarfinu og deginum,“ segir Gísli Björnsson kaupmaður áSelfossi sem er 44 ára í dag. Hann rekur herrafataversl-
unina Barón, sem er í Kjarnanum við Austurveg þar í bæ eins og
Krónan og fleiri búðir. Rúmlega tuttugu ár eru síðan Gísli opnaði
verslun sína. Hann nam upphaflega húsasmíði og starfaði við þá iðn
í nokkur ár. Svo fór hugurinn að beinast til nýrra átta.
„Fljótt gerði ég mér grein fyrir því að smíðarnar yrðu ekki ævi-
starfið og fór að líta í kringum mig. Þegar ég svo frétti að versl-
unarpláss á besta stað hér í bænum væri laust ákvað ég að taka slag-
inn. Hins vegar höfðu ekki allir trú á tiltækinu, til dæmis birgjar í
Reykjavík, og eins fólk hér í bænum. En allt blessaðist þetta og
verslunina opnaði ég í nóvember 1983; föstudaginn 13. Það varð
minn gæfudagur,“ segir Gísli sem er rómaður fyrir þjónustulund og
að bjóða vandaðan fatnað.
„Já, áhugamálin eru fjölmörg. Sem strákur var ég mikið í fótbolt-
anum; æfði og keppti. Nú hefur það áhugamál að mestu vikið fyrir
golfi og hlaupum. Á sumrin fer ég alltaf öðru hvoru í veiði; finnst
ævintýri að renna fyrir lax í Rangánum,“ segir Gísli sem er í sambúð
með Elísabetu Hlíðdal og eiga þau fjögur börn samtals. sbs@mbl.is
Gísli Björnsson á Selfossi er 44 ára í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfossbúi Gísli áttaði sig á að smíðarnar yrðu ekki ævistarfið, venti
því sínu kvæði í kross og opnaði herrafataverslun og gengur vel.
Smiður selur föt
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Reykjavík Bjarni Sólberg fæddist 24.
ágúst kl. 16.02. Hann vó 3.845 g og
var 52 cm langur. Foreldrar hans eru
Hildur Seljan Indriðadóttir og Eyþór
Bjarnason.
Nýir borgarar
Reykjavík Urður fæddist 14. júní kl.
5.39. Hún vó 3.866 g og var 49,5 cm
löng. Foreldrar hennar eru Bríet Breið-
fjörð Einarsdóttir og Steinar Snæ-
björnsson.
V
ilhjálmur fæddist á
Geitaskarði í Langadal
í Austur-Húnavatns-
sýslu 4.11. 1913 en
flutti ungur með for-
eldrum sínum til Reykjavíkur þar
sem þau bjuggu fyrst við Laugaveg-
inn, síðan að Lambastöðum í
Skerjafirði og loks á Fjólugötu 25:
„Ég var svo alltaf í sveit á hverju
sumri, fyrst að Gilsárstekk í Breið-
dal, síðan á Reykjum í Mosfellssveit
og loks í Brautarholti á Kjalarnesi.“
Vilhjálmur lauk stúdentsprófi frá
MR 1935, stundaði nám í lækn-
isfræði við HÍ 1935-39 og síðar við
Karolinska Institutet í Stokkhólmi,
lauk cand.med. og medicine licenti-
at-prófi 1956, öðlaðist lækningaleyfi
í Svíþjóð 1956 og er löggiltur læknir
þar frá 1961. Þá öðlaðist hann sér-
fræðileyfi í heimilislækningum
1973.
Á námsárunum var Vilhjálmur
staðgengill aðstoðarlæknis á Sand-
träsk Sanatorium, á St. Görans
Vilhjálmur Jóhannsson, læknir í Jönköping í Svíþjóð – 100 ára
Heima í stofu Vilhjálmur með seinni konu sinni, Margit Gunborg Elisabeth Jóhannsson sem lést árið 2012.
Elstur íslenskra lækna
Með fyrri konu og sonum Villhjálmur, Tryggvi, Viktor, Fjóla og Valur.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Opið alla virka daga
08:00-17:00
Sendum um allt land
-VOTTUÐ FRAMLEIÐSLA
Smiðjuvegi 7 - 200 Kópavogi - Sími: 54 54 300 www.ispan.is - ispan@ispan.is
Sérhæfum
okkur í gleri
og speglum
Síðan 1969