Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 14
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Við ræktum kryddjurtir allan ársins hring og græn-
meti frá vori til hausts; tómata, papriku, chili, kúrbít,
gulrætur og alls kyns salat,“ segja þau Sigrún Elfa
Reynisdóttir og Ingólfur Guðnason, garðyrkjubændur
á garðyrkjustöðinni Engi í Laugarási í Biskups-
tungum. „Já, og svo erum við með jarðarber, hindber
og kirsuber. Við erum með markað hér á sumrin og
þurfum að geta boðið upp á margar tegundir,“ bætir
Sigrún við. Þau hafa verið með ræktun á Engi frá
árinu 1984 og hafa á þeim tíma verið með ýmiss konar
ræktun, m.a. á sumarblómum, asískum grænmetisteg-
undum og trjám.
Taka þátt í hindberjaverkefni
Á Engi er ræktað bæði í heitum og köldum
gróðurhúsum og úti. Yfir sumartímann starfa þar 5-6
manns, en nokkru færri á veturna. Engi er þátttakandi
í Atlantberry, sem er samnorrænt hindberjaverkefni
íslenskra, norskra og færeyskra grænmetisbænda, og
segir Sigrún þá ræktun hafa gengið vonum framar.
Hjónin hófu ræktun og sölu á ferskum krydd-
Basilíka, hind-
ber og alls
konar salat
Bændurnir á Engi hafa
ræktað lífrænt í 20 ár
Morgunblaðið/Kristinn
Basilíka Hún er vinsælasta kryddjurtin frá Engi.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Heitt og seigfljótandisúkkulaði rennur í bolla.Undir glerhjálmi standagljáandi konfektmolar, á
hellu kraumar humarsúpa og ilmur
frá brauði berst frá ofni. Á veit-
ingastaðnum Café Mika í Reykholti í
Biskupstungum ráða ríkjum þau
Bozena og Michal Józefik, sem yfir-
leitt er kallaður Mika. Þau eru frá
Póllandi og hafa búið á Flúðum í um
16 ár.
„Ég flutti hingað 1997 og Mika
kom ’98. Við erum bæði búnaðar-
fræðingar og kynntumst í
landbúnaðarskóla í Pól-
landi,“ segir Bozena.
„Þegar við útskrif-
uðumst var svo
slæmt atvinnu-
ástand í Póllandi,“
segir Mika. „Við frétt-
um að það vantaði fólk
til að starfa hjá Flúðasveppum og
Bozena var farin til Íslands innan
viku.“
„Og ég sem vissi ekki neitt um
Ísland,“ skýtur Bozena inn í. „Ég
tók með mér stóra ferðatösku, fulla
af þykkum úlpum og hlýjum peys-
um. Eftir nokkrar vikur hringdi ég
heim og bað um að fá send önnur föt,
það var ekki jafnkalt og ég hélt.“
Framleiddu snakk á Flúðum
Þetta var í september 1997 og
Mika kom til landsins nokkrum
mánuðum síðar og hóf þá störf hjá
Flúðafiski. „Seinna stofnuðum við
fyrirtæki og framleiddum snakk úr
maís sem hét Flúðasnakk.
Það gekk því miður
ekki upp, en okkur
langaði áfram til að
fara út í eigin
rekstur,“ segir
Mika. „Ég fór á
súkkulaðinámskeið
til Belgíu og byrjaði
að gera og selja konfekt sumarið
2010. Fyrst var þetta aukavinna hjá
okkur, við seldum konfektið fyrst og
fremst á mörkuðum og það gekk
mjög vel. Við fréttum síðan af þessu
tóma plássi hérna og ákváðum að slá
til og opna hér veitingastað. Við er-
um nefnilega þannig fólk að við þurf-
um að prufa, sjá hvort hugmynd-
irnar ganga upp. Ef við hefðum ekki
opnað staðinn hefðum við endalaust
verið að hugsa: Hvers vegna gerðum
við þetta ekki?“
Fjórföld aukning frá opnun
Upphaflega hugmynd hjónanna
var að reka kaffihús með vænum
súkkulaðiáherslum. „Svo kom í ljós
að fólk vildi líka fá mat og þetta þró-
aðist í veitingastað sem er opinn allt
árið,“ segir Bozena. Og nú er Café
Mika ekki eingöngu veitingastaður,
þar er einnig gallerí þar sem listmál-
arar, ljósmyndarar og aðrir lista-
menn geta hengt upp verk sín án
endurgjalds.
Morgunblaðið/Kristinn
Bozena og Michal Józefik Þau reka veitingastaðinn Café Mika þar sem áhersla er lögð á súkkulaði og humar.
Súkkulaðimeistarinn
í Biskupstungunum
„Við þurfum að prufa, sjá hvort hugmyndirnar ganga upp“
„Hingað koma óskaplega margar konur til að velja sér garn og það getur tek-
ið góðan tíma. Þá er gott að vera með Moggahorn, þar sem karlarnir geta látið
fara vel um sig og lesið Morgunblaðið á meðan konurnar versla,“ segir Inga
Þyri Kjartansdóttir, kaupmaður í versluninni Bjarkarhóli í Reykholti. Þar er, auk
garns, lopa og annarra hannyrðavara, selt handverk úr grenndinni. Þar er líka
notalegt horn þar sem hægt er að láta fara vel um sig og fletta Morgunblaðinu.
„Stundum segja þeir: „Ertu ekki til í að versla aðeins meira elskan, ég er
ekki alveg búinn með Moggann.“ Það eru einu skiptin sem þeir hvetja þær til
að versla meira,“ segir Inga Þyri. annalilja@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn
Bjarkarhóll Þau Inga Þyri Kjartansdóttir og Bergþór G. Úlfarsson eru þar með
Moggahorn. Þar lesa karlar Morgunblaðið meðan þeir bíða eftir konum sínum.
Hafa það gott í Moggahorninu
Um 200 bændur, þeirra á meðal
fjölmargir í Biskupstungunum, taka
þátt í verkefninu Suðurlandsskógum.
Starfssvæði verkefnisins nær yfir
Reykjanes, Árnessýslu, Rangár-
vallasýslu og báðar Skaftafellssýsl-
urnar og um er að ræða átaksverk-
efni í skógrækt á Suðurlandi til
fjörutíu ára.
Markmið þess er að rækta upp
skóg á 5% láglendis Suðurlands á
tímabilinu. Lög um Suðurlandsskóga
voru sett 1997 og fyrst var gróð-
ursett undir merkjum verkefnisins
vorið 1998.
Verkefnið er í samstarfi við Lista-
háskóla Íslands um að finna nytjar úr
skógum.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Suðurlandsskógar Skógurinn við Hrosshaga í Biskupstungum.
Skógur þeki 5% landsins
SUÐURLANDDAGAHRINGFERÐ
REYKHOLT
– með morgunkaffinu
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013