Morgunblaðið - 04.11.2013, Page 6

Morgunblaðið - 04.11.2013, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vigdís Hauksdóttir, einn fjögurra þingmanna sem eiga sæti í hagræð- ingarhópi ríkisstjórnarinnar, á von á því að tekið verði tillit til tillagna hans um fækkun ríkisstarfsmanna. „Tillögur hópsins eru hjá ríkis- stjórninni og verða forystumenn hennar að svara því hvenær þær birtast. Ég er sem formaður fjár- laganefndar að fara yfir fjárlaga- frumvarpið. Ég hef trú á því að ein- hverjar af tillögum okkar komi inn til breytinga á frumvarpinu.“ – Þú hefur góða yfirsýn yfir fjár- veitingar til ríkisstofnana. Er ekki einboðið að starfsfólki fækki? „Formaður hagræðingarhópsins hefur tjáð sig með þeim hætti,“ segir Vigdís og vísar til Ásmundar Einars Daðasonar, formanns hópsins. Ekki náðist í hann. „Það gefur augaleið hvaða áhrif það hefur þegar ná á ár- angri við sameiningu ríkisstofnana. Það var farið í sameiningu stofnana á síðasta kjörtímabili og það skilaði ekki þeim árangri sem hefði þurft að nást með sparnaði í ríkisrekstri,“ segir Vigdís og heldur áfram. Ákvæði bönnuðu uppsagnir „Það voru enda ákvæði í nær öll- um lagabreytingum um sameiningar stofnana í þá veru að starfsmenn héldu störfum. Ég hafði aldrei séð þennan lagaáskilnað fyrr en vinstri stjórnin komst til valda. Hún sækir enda fylgi sitt til þessara hópa. Það eru allir sammála um að þegar stofn- anir eru sameinaðar hefur það þess- ar afleiðingar,“ segir Vigdís og bend- ir á að í viðauka með fjárlaga- frumvarpinu sé boðuð sameining 40-50 stofnana. „Þetta er ekkert sem hagræðingarhópurinn er að finna upp á,“ segir Vigdís. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, situr í hópnum. Hann átelur fyrrverandi umhverfisráðherra fyrir að leyna hagræðingartillögum. „Svandís Svavarsdóttir krafðist þess að fá að sjá öll gögn hópsins. Það ætti enda allt að vera uppi á borðinu. Hvaða skýrslur og úttektir skyldu nú ekki vera uppi á borðinu? Jú, það eru skýrslurnar sem hún og aðrir ráðherrar VG létu gera. Þau hafa falið þær,“ segir hann en tekið skal fram að hópurinn hefur stuðst við umræddar skýrslur við tillögu- gerðina. Ríkisstarfsmönnum fækki  Þingmaður í hagræðingarhópi ríkisstjórnar boðar uppsagnir hjá hinu opinbera  Sparnaðaraðgerðir hafi brugðist  Ráðherra VG sakaður um að leyna gögnum Vigdís Hauksdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Markmið eigenda flutningaskipsins Fernöndu er að koma skipinu á öruggan stað svo hægt sé að dæla ol- íu úr því til að afstýra umhverfis- slysi. Þetta segir Ásgrímur Ásgríms- son, framkvæmdastjóri aðgerða hjá Landhelgisgæslunni. Það verður þó ekki gert fyrr en fullvíst er að eldur sé slokknaður. Taka átti ákvörðun nú í morgun um framhaldið á samráðsfundi Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs, hafnaryfirvalda, ýmissa stofnana, lögreglu, eigenda skipsins og trygg- ingafélags. Þessir aðilar funduðu einnig um stöðuna um miðjan dag í gær þar sem ákveðið var að koma skipinu í var í ljósi óhagstæðrar veð- urspár. Áfram barist um helgina Sex slökkviliðsmenn og áhöfn varðskipsins Þórs héldu áfram að berjast við eldinn um helgina vestur af Faxaflóa og var sjó sprautað á skipið til að kæla það. Frá varðskip- inu séð virtist sem eldurinn væri kulnaður í gærkvöldi að sögn Ás- gríms. Ekki hafa hins vegar enn ver- ið aðstæður eða tækifæri til að kanna aðstæður um borð. Þór dró Fernöndu í var upp undir Reykjanesskaga í gær eftir að veður fór að versna eins og áður sagði. Ótt- aðist Landhelgisgæslan jafnvel að skipið myndi sökkva ef það yrði áfram úti á rúmsjó. „Svo bíða menn bara birtingar með að skoða meira og freista þess að koma mönnum um borð til að kanna ástandið,“ sagði Ásgrímur í gærkvöldi. Gæti sokkið á viðkvæmum stað Varðskipið Þór, björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar og slökkviliðs- menn hafa unnið að björgun Fer- nöndu frá því á miðvikudag og því ljóst að talsverðu hefur verið kostað til við hana. Ásgrímur segir að yf- irvöldum beri ekki bein skylda til að bjarga yfirgefnu skipinu þegar búið er að bjarga áhöfninni en íslensk stjórnvöld leggi sig hins vegar fram við að koma í veg fyrir að mengunar- slys verði. „Væri skipið skilið eftir á reki veit enginn miðað við vindátt og strauma hvar það gæti sokkið eða komið að landi. Það gæti verið á við- kvæmum stað,“ segir Ásgrímur. Kostnaðurinn við aðgerðirnar verði að líkindum ræddur við trygginga- félag útgerðarinnar þegar fram líða stundir. Reyna að komast um borð  Telja að eldur sé kulnaður um borð í Fernöndu  Freista þess að komast um borð í skipið til að meta ástandið  Komist á öruggan stað til að dæla burt olíu Ljósmynd/Landhelgisgæslan Slökkvistarf Áfram var haldið að dæla sjó á Fernöndu um helgina og er nú talið að eldurinn sé kulnaður. Friðbert Jón- asson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir á augndeild Land- spítalans, tók um helgina á móti sérstökum heið- ursverðlaunum í Danmörku fyrir einstakan árang- ur sinn í rannsóknum á sviði augn- lækninga. Er það sjóðurinn Synoptic Foundation í Kaupmannahöfn sem veitir verðlaunin, en verðlaun þessi hafa verið veitt frá árinu 1996. Friðbert segir verðlaunin vera mikinn heiður og hvatningu fyrir sig en í gær var haldið sérstakt vísinda- málþing í Kaupmannahöfn honum til heiðurs. Á málþinginu flutti Frið- bert yfirlitsfyrirlestur um rann- sóknir sínar auk þess sem norrænir vísindamenn fluttu ávörp um þær og önnur tengd málefni. Vakið heimsathygli „Það gleður mig mjög að erlend stofnun með mikilsvirta vísinda- menn sem fulltrúa í valnefnd sinni skuli halda málstofu mér til heiðurs og veita mér jafnframt verðlaun fyr- ir árangur í vísindarannsóknum á sviði augnsjúkdóma og skyldra greina, eitthvað sem ég hef fengist við um langt árabil,“ segir Friðbert en þetta eru ekki fyrstu verðlaunin sem honum hlotnast. Hin svokallaða Augnrannsókn Reykjavíkur, sem Friðbert hefur unnið með íslenskum og japönskum samstarfsmönnum, hefur vakið heimsathygli en rann- sóknin hefur staðið yfir um langt skeið og m.a. lagt grunn að mikil- vægum erfðafræðirannsóknum. Hafa úr því verkefni á fjórða tug al- þjóðlegra vísindagreina birst og margar þeirra í hæst metnu augn- vísindatímaritum heims. „Í Augnrannsókn Reykjavíkur fundum við að flögnunarheilkenni er áhættuþáttur gláku og veldur verri sjúkdómi en ella. Í samvinnu við Ís- lenska erfðagreiningu fundum við svo fyrstir allra aðalerfðaþáttinn sem veldur þessum sjúkdómi,“ segir Friðbert en rannsóknin var einnig með þeim fyrstu í heiminum til að leiða í ljós að þunn hornhimna eykur stórlega hættu á glákuskemmdum. Friðbert heiðraður í Danmörku  Verðlaunin veitt af Synoptic Foundation Friðbert Jónasson Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þó að 60% landsmanna leiti til sjúkrahússins á hverju ári er það kannski fjarlægt fólki. Því viljum við breyta,“ segir Páll Matthíasson, for- stjóri Landspítalans. Opnað hefur verið að nýju fyrir aðgang starfsfólks sjúkrahússins að Facebook. Nú á raunar að ganga skrefinu lengra og opna síðu á samfélagsmiðlinum. Hugsunin þar er að greiða gagnvegi milli stofnunarinnar og fólksins í landinu. Verkefnið verður kynnt á fram- kvæmdastjórnarfundi Landspítalans í dag og síðan fer í loftið nú í mán- uðinum. Hópur starfsmanna mun, meðfram öðrum verkum skrifa á síð- una og svara erindum sem berast. Tæki að markmiðinu „Fésbókin er tæki að markmiðinu, það er að eiga beint samtal við not- endur. Munum því einnig skoða notk- un annarra félagsmiðla,“ segir Páll. Síðustu árin hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu haldið úti síðu á fésbók sem er mikið sótt. Framsetn- ing og miðlun upplýsinga þar er fyr- irmynd Landspítalafólks – sem og upplýsingamiðlun hjá Mayo Clinic, sem er sjúkrahúsakeðja í Bandaríkj- unum. „Í starfsemi Landspítalans er margt áhugavert að gerast,“ segir Páll Matthíasson. „Rannsóknir vís- indamanna okkar eru nokkuð sem við viljum koma á framfæri, frá- sagnir af góðum gjöfum og fleira. Síðan er líka mik- ilvægt að hafa vettvang til að miðla upplýsingum þegar t.d. flensufaraldur gengur yfir eða ef upp koma óvenjulegar að- stæður í þjóðfélaginu sem ætla má að gætu leitt til aukist álags á sjúkra- húsinu. Síðan má líka segja frá skemmtilegum hlutum, til dæmis því ef sérstaklega mörg börn fæðast ein- hvern daginn. Listinn er ótæmandi.“ Ráðgjöf æ stærri þáttur Strangar reglur gilda um miðlun upplýsinga um heilsufar. Persónu- vernd er lykilatriði „Upplýsingar á síðunni verða aldrei persónugrein- anlegar né spjallrásin notuð þannig að fólk fái sjúkdómsgreiningu,“ segir Páll. „Aftur á móti verður hægt að leita upplýsinga t.d. um þjónustu þegar slys og veikindi ber að hönd- um. Starfsemi sjúkrahúsa er mikið að breytast. Ráðgjöf verður æ veiga- meiri þáttur og þar nýtast fé- lagsmiðlar vel.“ Fésbókin dragi úr fjarlægðinni Páll Matthíasson  Landspítalinn leitar nýrra leiða til að styrkja tengsl við almenning  Eiga beint samtal við notendur  Upplýsingar og áhugaverð mál  Persónuvernd Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gær en fyrir hádegi var t.a.m. búið að tilkynna fjögur innbrot og voru þrjú þeirra framin í Hafnarfirði en eitt í Kópa- vogi. Ýmist voru verkfæri, bifreið, kerra eða önnur verðmæti tekin ófrjálsri hendi og eru málin nú öll í rannsókn að sögn lögreglu. Þá þurftu lögreglumenn að hafa afskipti af ökumanni sem grunaður er um akstur undir áhrifum áfengis auk þess sem unnin voru skemmdarverk á hliði að vinnusvæði á Hólmsheiði. Um miðjan dag var svo tilkynnt um þjófnað í verslun í Kópavogi og tókst lögreglumönnum að handsama ger- andann skömmu síðar. Morgunblaðið/Ernir Innbrot og þjófnaður áberandi. Erill í höfuð- borginni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.