Morgunblaðið - 04.11.2013, Page 10

Morgunblaðið - 04.11.2013, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is L eiðtogaþjálfun fyrir full- orðna er í brennidepli hjá skátahreyfingunni þessa dagana. Laugar- daginn 16. nóvember verður haldið leiðtoganámskeið fyrir fullorðna sem leiða sjálfboðastarf í skátafélögum og líka fyrir þá sem áhuga hafa á framlagi skátastarfsins til samfélagsins. Ólafur Proppé er formaður fræðsluráðs Bandalags ís- lenskra skáta og nýtir tíma sinn til góðra verka eftir að hann lét af störfum sem prófessor við Kenn- araháskólann en hann er einnig fyrr- verandi rektor skólans. „Síðasta árið höfum við hér á Íslandi verið að end- urskilgreina störf sjálfboðaliða inn- an hreyfingarinnar sem og leiðtoga- þjálfunina,“ segir Ólafur og vísar þar meðal annars til nýs hlutverks fyrirliða sjálfboðaliðastarfs. Hlut- verk hans er að vera í stjórn skátafé- laga eða starfa náið með stjórninni og er markmið þessa framtaks að fá fleiri fullorðna í skátastarfið. Hvernig er góður leiðtogi? Það felst eitt og annað í því að vera leiðtogi í skátastarfinu. Miklu fleira en að stýra hópi. „Góð leið- togaþjálfun hefur almennt gildi fyrir þá sem taka þátt í henni út í sam- félagið, í einkalífi hvers og eins. Það er gjarnan sagt á alþjóðavettvangi og annars staðar að skátastarf í sjálfu sér sé leiðtogaþjálfun, að efla sjálfstæði, virkni og ábyrgð ein- staklinganna,“ segir Ólafur. Þegar talað er um leiðtoga er ekki einungis átt við þá sem eru endilega alltaf í forystu. „Góður leið- togi getur unnið með fólki, leitt hópa en líka verið hluti af hópnum og þannig unnið með fólki.“ Leiðtogi í eigin lífi Til er slagorð sem skátarnir vísa gjarnan til og það er „Leiðtogi í eigin lífi“, þannig að skátastarfið miðar ekki að því að ala upp ein- hvers konar „elítu“ til að stýra hópn- um. „Þvert á móti því eftir því verð- ur heimurinn betri sem fleiri einstaklingar ná því að verða leið- togar í eigin lífi. Og þetta er auðvitað líka lýðræðisuppeldi,“ segir Ólafur. Skipulögð leiðtogaþjálfun hefur verið í tæp hundrað ár innan skáta- hreyfingarinnar og er byggt á sama grunni og í upphafi. Skátastarf er frá- bært fyrir fullorðna Í hugum margra eru skátar börn sem stunda útivist og vinna góðverk. Það er ekki fjarri sanni en það sem gleymist stundum er að fjöldi fólks byrjar í skátunum á fullorðinsaldri. Skátastarfið er síður en svo eingöngu fyrir börn heldur líka frá- bært fyrir fullorðna. Það sem heillar marga er uppeldishlutverk hreyfingarinnar og margir vilja vera leiðtogar í eigin lífi og taka þátt í þessu góða og gefandi starfi. Formaður Ólafur Proppé. Gaman Það má læra margt áhugavert í skátastarfi fullorðinna. Íslenskir matreiðslumenn eru býsna öflugir og með mörg járn í eldinum. Frammistaða ungra matreiðslu- manna og nema hefur verið fram- úrskarandi á heimsvísu eins og við sjáum í keppnum á borð við Bocuse d́Or og af afrekum kokkalandsliðsins. Á hverju ári er keppt um titilinn bak- ari ársins, matreiðslumaður ársins og fleira. Á síðunni www.veitingageirinn.is er hægt að fylgjast með hvað er á döf- inni hverju sinni, sjá hvaða viðburðir eru framundan, lesa fréttir úr öllum geiranum, láta vita af nýjum veit- ingastöðum, nýjum matseðlum og fleira. Þarna er öllum upplýsingum safnað saman á hlutlausan hátt. Vefurinn hefur verið starfræktur í heil sautján ár og að honum koma matreiðslumenn sem vilja með stolti kynna sína fagiðn og gera það í sjálf- boðavinnu. Vefsíðan www.veitingageirinn.is Ljósmynd/Ásgeir I. Long/veitingageirinn.is Suðupottur Á síðunni er að finna allt um íslenska veitingaflóru frá A-Ö. Veitingageirinn á Íslandi Málverkasýning verður opnuð í menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði á morgun, þriðjudaginn 5. nóvember. Þar sýnir Hrafnhildur Gísladóttir mál- verk sín. Hrafnhildur er fædd árið 1959 og er alin upp með myndlist allt um kring. Hún hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum. Sýningin í Hrafnistu verður opin alla daga en best er að líta inn á bilinu frá klukkan 15 til 17. Opnunin á morgun er klukkan 13.30 og verður heitt á könnunni auk þess sem kórinn mun syngja. Það er tilvalið að bregða sér í bíltúr í fjörðinn og fá sér kaffi í leiðinni. Endilega … … skoðaðu málverk Nóvembermánuður verður við- burðaríkur í Bókasafni Seltjarn- arness eins og fyrri ár. Viðburðir tengdir jólaundirbúningi verða nokkrir en einnig eitt og annað fyrir börnin og djassunnendur. Í dag klukkan 16 mun Seltirning- urinn og trompetleikarinn Ari Bragi Kárason leika tónlist ásamt píanó- leikaranum Kjartani Valdimarssyni. Þeir félagar koma fram á tónleika- röð sem ber yfirskriftina Tónstafir og er sérstakt samstarfsverkefni Bóksafns Seltjarnarness og Tónlist- arskóla Seltjarnarness. Þriðjudags- kvöldið 5. nóvember kemur Bók- menntafélag Seltjarnarness saman til að ræða bókina Maður sem heitir Ove eftir Fredrik Bachman. Þessi sænska metsölubók hefur heldur betur slegið í gegn en hún fer nú sigurför um heiminn, enda fjallar hún um hallarbyltingu í hverfis- samtökum, grimma æsku, djúpa ást og myrka sorg. Eitthvað sem getur ekki verið annað en áhugavert um- ræðuefni fyrir lestrarhesta. Aðgang- ur er ókeypis. Vetrardjass á bókasafninu Ari Bragi, Kjartan Valdimarsson og Tónstafir á Seltjarnarnesi Morgunblaðið/Kristinn Listamaður Ari Bragi er einn rómaðasti trompetleikari þjóðarinnar. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.