Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 15
jurtum fyrir 25 árum, árið 1988. „Þá vissi fólk varla
hvað um var að ræða, en núna er allt annað upp á ten-
ingnum,“ segir Ingólfur.
Spurð hver sé vinsælasta kryddjurtin segja þau
það vera basilíkuna. „Við ræktum langmest af henni,
kóríander kemur fast á hælana og svo hefur myntan
verið að sækja í sig veðrið. Ætli það tengist ekki eitt-
hvað vinsældum mojito-kokteilsins!“ segir Ingólfur
kíminn.
Lífrænt er eftirsótt
Á Engi er lífræn ræktun og svo hefur verið í um
20 ár. Sigrún og Ingólfur segja sífellt fleiri sækjast eft-
ir lífrænum afurðum og eftirspurnin hér á landi sé
orðin meiri en sem framleiðslunni nemur. „Það vantar
í rauninni fleiri lífræna ræktendur,“ segir Ingólfur.
„Við sjáum ekki fyrir okkur að rækta meira eins og
staðan er í dag. En þetta breytist örugglega með ung-
um garðyrkjubændum sem koma nýir inn í stéttina.“
Hvað er skemmtilegast að rækta? „Ég veit það
eiginlega ekki,“ segir Sigrún. Þetta er auðvitað bara
vinna og býsna erfið. En þegar vel gengur, þá er gam-
an að rækta allt.“
Er hægt að rækta allt á Íslandi? „Það er líklega
hægt að rækta flest. Spurningin er hvað fólk er tilbúið
að greiða fyrir það. Sumar tegundir eru dýrar í fram-
leiðslu og fólk þarf að vera skynsamt,“ segir Sigrún. Morgunblaðið/Kristinn
Garðyrkjubændur Sigrún
og Ingólfur í gróðurhúsinu.
Kræsingar Heitt súkkulaði í bolla og konfekt úr smiðju Mika úr belgísku og
frönsku súkkulaði með ljúffengum fyllingum smellpassar með.
Hvernig gengur að reka veit-
ingastað hér á Reykholti? „Mjög vel.
Það er hjá okkur eins og flestum
öðrum hér á Íslandi; mikið að gera
yfir sumarið en minna yfir veturinn.
En það hefur reyndar verið mikil
aukning yfir vetrartímann á þeim
tíma sem við höfum rekið staðinn,“
segir Bozena.
Og vissulega er óhætt að tala
um aukningu, en viðskiptin hafa
aukist fjórfalt frá árinu 2010 og um
50% frá því í fyrrasumar.
Humar með chilisósu
Eins og vænta má leggur Mika
áherslu á súkkulaði í matargerð
sinni, en fjölmarga humarrétti má
einnig finna á matseðlinum. Margir
réttanna eru býsna nýstárlegir, t.d.
humarsalat með chilisósu og hvítri
súkkulaðisósu og Flúðasveppir með
jarðarberjum, mozzarellaosti og
súkkulaðisósu. „Súkkulaði er svo
spennandi,“ segir Mika.
Passar súkkulaði með öllum
mat? „Kannski ekki með öllum mat,
en með mörgu.“
Hvernig súkkulaði er vinsæl-
ast? „Þetta dökka. 66-70% súkkulaði
er mjög vinsælt, en annars er þetta
mjög svipað. Konur eru reyndar
meira fyrir hvítt súkkulaði.“
Spurð hvort pólskra áhrifa gæti
á matseðlinum segja þau svo ekki
vera, nema kannski einstöku sinnum
í eftirréttunum.
Áhersla á eigin einkenni
Systur Bozenu og foreldrar
Mika búa einnig á Flúðum. Hjónin
segja gott að búa í svo litlu sam-
félagi, auðvelt hafi verið að aðlagast
lífinu og tilverunni. „Það skipti
miklu máli að við ákváðum strax að
læra íslensku. Við fórum á námskeið
og vorum alltaf ákveðin í að læra
málið.“
Spurð hvað þau hafi að leið-
arljósi við reksturinn segjast hjónin
leggja áherslu á að skapa sér sér-
stöðu. „Við gerum nánast allt frá
grunni, bökum brauðið og búum til
humarsoðið í súpurnar. Konfektið og
heita súkkulaðið búum við líka til
hérna. Við viljum að þeir sem koma
hingað finni að þeir eru hjá Mika, við
leggjum áherslu á okkar eigin ein-
kenni. Ef maður leggur sig fram, þá
gengur þetta vel.“
Café Mika Veitingastaðurinn er í húsi Bjarkarhóls í Reykholti í Bisk-
upstungum. Þar er opið allan ársins hring, alla daga vikunnar.
„Það hefur einhvern veginn æxl-
ast þannig að íslenski hesturinn
hefur orðið aðalmyndefnið hjá
mér,“ segir myndlistarkonan og
myndlistarkennarinn Sigurlína
Kristinsdóttir í Reykholti. Hún
er með vinnustofu sína í hesthúsi
sem hýsir hross á veturna og
vinnur þar verk sín á marg-
víslegan hátt; olíumálverk, kola-
myndir og skúlptúr og segist
nota ýmsar aðferðir í hugmynda-
vinnunni. „Ég skissa t.d. mikið
hross í sínu náttúrulega um-
hverfi, stundum tek ég ljós-
myndir og vinn eftir þeim.“
Hvað er það við íslenska hest-
inn sem höfðar svona sterkt til
þín?
„Hann er svo íslenskur, hann
er hluti af landinu og rétt eins og
landslagið á hann sér ótal hliðar.
Það er þessi kraftur og hreyfing
hestsins sem ég leitast við að
koma til skila.“
annalilja@mbl.is
Sigurlína málar íslenska hestinn
Morgunblaðið/Kristinn
Myndlistarkona Sigurlína málar og teiknar íslenska hestinn.
Myndlist í hesthúsi
Hestamyndir Listaverk Sigurlínu hanga uppi í hesthúsinu.
Reykholt og Laugarás eru tveir þéttbýliskjarnar í
Biskupstungunum og þar er fjöldi garðyrkjustöðva,
enda mikill jarðhiti á svæðinu. Byggð hófst í Reykholti.
Þetta eru vinsælir viðkomustaðir ferðamanna,
enda fjölmargar sumarhúsabyggðir í grenndinni.
Að auki er stutt á Gullfoss og Geysi.
Íbúar
eru samtals
rúmlega 300
talsins
Skannaðu kóðann
til að skoða mynd-
skeið á mbl.is
Næsta umfjöllunarefnið á
100 daga hringferð Morg-
unblaðsins er Laugarvatn.
Á morgun
Innihald:
300 g smjör, 240 g hrásykur,
225 g dökkt súkkulaði (helst
70%), 4 stór egg, 150 g hveiti,
240 g ristaðar hnetur.
Aðferð:
Smjör og helmingurinn af sykr-
inum er þeytt saman, súkkulaðið
er brætt og blandað saman við.
Eggin þeytt saman við hinn helm-
inginn af sykrinum og því bland-
að varlega saman við súkku-
laðiblönduna.
Að síðustu er hveiti og hnetum
blandað saman við, deiginu hellt
í smurt meðalstórt form og bakað
í um 12 mínútur við 180°C.
Brownies að
hætti Mika
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013