Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Vetrarsíðdegi Göngustígurinn við Ægisíðu er vinsæll og eins troðningurinn nær flæðarmálinu þar sem menn og litlir voffar eiga samleið og njóta veðurblíðunnar og lognsins í Vesturbænum. Ómar Hanna Birna Kir- stjánsdóttir, innanrík- isráðherra, hefur sagt að nýundirritað sam- komulag um Reykja- víkurflugvöll byggist á fyrra samkomulagi þar um, en nú hafi hins vegar öryggi verið tryggt í innanlands- fluginu og sé nýfrá- gengið samkomulag „gott dæmi um árangur sem hægt er að ná með samtali og samstarfi ólíkra aðila“. Samtal og samstarf? Þetta er ofsagt, því komið er í ljós að talsvert hafi skort á að allir þessir „ólíku aðilar“ hafi talað saman. Í samkomulagi sem ég undirritaði sem þáverandi innanríkisráðherra 19. apríl sl. ásamt borgarstjóra, seg- ir m.a.: „Að undirbúnar verði end- urbætur á aðstöðu fyrir farþega, þjónustuaðila og rekstraraðila flug- vallarins. Unnið verði eftir sam- komulagi við Isavia ohf. um að félag- ið taki yfir rekstur og eignarhald á núverandi flugstöð Flugfélags Ís- lands. Að gerð verði viðskiptaáætlun fyrir nýja flugstöð sem miðar að sjálfbærni hennar.“ Síðar segir í sam- komulaginu: „Fjögurra manna starfshópur verði skipaður af inn- anríkisráðherra og borgarstjóra til þess að vinna að ofangreindum markmiðum.“ Í þennan starfshóp voru skipaðir tveir fulltrúar Reykjavík- urborgar, einn frá Isavia og einn frá Inn- anríkisráðuneytinu. Um verkefni hópsins segir nánar í samkomulaginu: „Starfshópnum er ætlað að fylgja eftir þeim ákvörðunum sem þegar hafa verið teknar samkvæmt sam- komulagi þessu og að ganga frá út- færðum tillögum varðandi þau atriði sem eru ófrágengin.“ Eftir því sem ég kemst næst skil- aði starfshópurinn áfangaskýrslu í sumar en síðan ekki söguna meir. Engin flugstöð – enginn samn- ingur Í mínum huga var alveg kýrskýrt að ekki kæmi til greina að ganga frá landsölu og loka norð-austur/suð- vestur-brautinni nema að starfshóp- urinn hefði sannfærst um að það væru fjárhagslegar forsendur fyrir því að reisa nýja flugstöð og að hún ætti að vera í eigu og á forræði Isavia. Nú er Isavia horfið frá borði og forsendurnar enn ófrágengnar. Þar með er samningurinn frá því í apríl gerður óvirkur. Vil ég minna á að 30. maí sl. skrifaði ég grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni: Enginn flugvöllur – ekkert sam- komulag, en þar er þessi afstaða áréttuð. Óvissa um framtíð flugvallar Sl. miðvikudag birtist pistill á vef- ritinu visir.is undir fyrirsögninni: „Óvissa um Reykjavíkurflugvöll hamlar uppbyggingu þjónustu.“ Í pistlinum er bent á að móð- urfélag Flugfélags Íslands, Ice- landair Group, hafi verið aðili að nýfrágengnu samkomulagi ríkis og borgar um framtíð Reykjavík- urflugvallar en fulltrúar annarra fé- laga hafi þar engan fulltrúa haft. Orðrétt segir: „Björgólfur Jó- hannsson forstjóri Icelandair Group sagði eftir undirritun samkomulags- ins sem tryggir veru Reykjavík- urflugvallar í Vatnsmýri til ársins 2022, að félagið hefði ákveðinn rétt á flugvallarsvæðinu vegna langrar veru sinnar þar. Félagið myndi sækjast eftir að fá að bæta aðstöðu sína á flugvellinum.“ Síðan er vitnað í Ragnheiði Elínu Árnadóttur, ráðherra ferðamála, sem greinilega hefur áhyggjur af því að jafnræðis sé ekki gætt gagnvart rekstraraðilum með aðkomu Ice- landair Group og nefnir í því sam- bandi flugfélagið Erni sérstaklega. Við svo búið spyr pistlahöfundur ráðherrann hvort ekki væri þá rétt „að Ísavia sem rekur flugvöllinn byggði þá aðstöðu og tryggði öllum jafnan aðgang?“ Þessu svarar ráð- herra ferðamála á eftirfarandi hátt: „Jú, en þeim til vorkunnar þá er kannski ekki skynsamlegt að fara í gríðarlega kostnaðarsamar fjárfest- ingar þegar óvissan um staðsetn- inguna er eins og hún er í dag.“ Málið í fullkomnu uppnámi Ég ítreka að forsenda sam- komulagsins frá 19. apríl var rekstr- aráætlun, sem ekki byggðist á þeirri óvissu sem hér er vísað til. Það er rétt hjá ferðamálaráðherra að óvissa fylgir því að byggja flugstöð sem hugsanlega ætti ekki lengri líftíma en sex ár. Önnur forsenda sam- komulagsins frá 19. apríl var sú að flugreksturinn og aðstaða væri á vegum Isavia en ekki einstakra rekstraraðila. Í þriðja lagi var um það samkomulag að fjármunir sem fengjust fyrir landakaup rynnu til Isavia til uppbyggingar aðstöðu á flugvellinum. Ef þessar forsendur eru virtar að vettugi er tómt mál að vísa í fyrra samkomulag. Það hefur þá einfald- lega verið að engu gert. Ég fæ því ekki betur séð en málið sé í full- komnu uppnámi. Gegn vilja yfirgnæf- andi meirihluta Það er hins vegar ljóst að eftir að undirskriftir rúmlega 70 þúsunda manns höfðu verið afhentar borg- aryfirvöldum og skoðanakannanir höfðu sýnt yfirgnæfandi meirihluta hliðhollan flugvellinum þar sem hann er nú, er úr vöndu að ráða fyrir þau sem eru staðráðin í að koma vellinum burt. Niðurstaðan er samkomulag sem er verra en ekkert. Og er þá ónefnd- ur sá kostnaður sem mun hljótast af því að fá ráðgjarfafyrirtæki, vænt- anlega erlent, til að finna hvort hægt er að koma flugvellinum fyrir annars staðar á borgarlandinu. Er ekki mál að linni? Eða þurfum við að afplána „samtal og samstarf“ af þessu tagi næstu árin? Eftir Ögmund Jónasson »Ef þessar forsendur eru virtar að vettugi er tómt mál að vísa í fyrra samkomulag. Það hefur þá einfaldlega verið að engu gert. Ögmundur Jónasson Höfundur er fyrrverandi innanríkisráðherra. Ekki samkomulag um Reykjavíkurflugvöll!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.