Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2013, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 ✝ Thelma BjörkGunnarsdóttir fæddist í Reykja- vík 16. nóvember 1976. Hún varð bráðkvödd 24. október 2013. Foreldrar henn- ar eru Gunnar Kristinn Sigurðs- son, f. 29. júlí 1945, og Guðríður Jónsdóttir, f. 17. september 1947. Systkini Thelmu eru Jón Grétar, f. 3. júlí 1967, og Hildur Arna, f. 3. febrúar 1975. Sambýlismaður og unnusti Thelmu er Guðmundur Skúli Margeirsson, f. 31. október 1982. Dóttir þeirra er Brynja börnum. Hún ólst upp á Lang- holtsveginum í Vogahverfi í Reykjavík. Thelma gekk í Vogaskóla og síðar í Mennta- skólann í Kópavogi þaðan sem hún útskrifaðist sem mat- artæknir. Síðustu ár starfaði Thelma sem matráður í leik- skólanum Maríuborg, sá um ræstingar í félagsmiðstöðinni Hæðargarði auk þess sem hún var starfsmaður skátafélagsins Skjöldunga og sá um daglega starfsemi félagsins í hluta- starfi. Thelma var alla tíð virk í skátahreyfingunni og sótti sinn fyrsta skátafund hjá Skjöldungum ung að aldri. Thelma var sæmd Forseta- merki skáta árið 1996 og ári síðar lauk hún Gilwell- leiðtogaþjálfun skáta. Hún ferðaðist mikið um landið og fríum varði Thelma í ferðalög með fjölskyldu og vinum. Útför Thelmu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 4. nóv- ember 2013, kl. 15. Líf, f. 7. október 2011. Fyrir átti Guðmundur Mar- geir Óla, f. 29. des- ember 2000, og tók Thelma virkan þátt í uppeldi hans frá árinu 2005. For- eldrar Guðmundar eru Margeir Sig- urðsson, f. 6. októ- ber 1961, og Haf- dís Þórhallsdóttir, f. 9. september 1960. Systkini Guðmundar eru Íris Dögg, f. 14. febrúar 1985, Dóróthea Rún, f. 2. maí 1993, Helga Mar- grét, f. 4. febrúar 1995, og Sig- urður, f. 25. júní 1998. Thelma Björk bjó í Graf- arvogi með unnusta sínum og Elsku Thelma með bláustu augun og sætasta brosið. Morguninn sem þú dóst sprakk hjarta mitt í þúsund mola. Undanfarna daga hef ég náð að tína upp einstaka brot með hjálp endalaust margra minninga um þig. Eins og þegar þú fimm ára pakkaðir sjálfri þér ofan í kassa svo hægt væri að senda þig til Afríku til að hitta börnin sem ekkert fengu að borða. Minning- ar um hvað okkur litlum fannst fyndið að frændfólk mundi ekki hvor okkar systra hét hvað og kallaði okkur bara Hildurthelma einu nafni. Öll slagsmálin og gleðistundirnar í æsku, öll leik- ritin sem voru sett upp í stofunni og öll kvöldin sem við kúrðum saman uppi á lofti á Langholts- veginum að hlusta á Bibbu á Brá- vallagötunni fyrir svefninn hlæj- andi í myrkrinu. Minningar um orðheppni þína, þig á leið í ská- taútilegur á unglingsárunum og landsins fyrstu innihátíð. Góða matinn þinn, salötin, snúðana og kökurnar. Minningar um árin þín með fallegu litlu fjölskyldunni þinni, Gumma, Margeiri Óla og Brynju Líf. Og ferðalögin enda- laust mörgu og ógleymanlegu þar sem alltaf var nóg pláss fyrir okkur Þorra. Ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig sem systur og trúnaðarvin og að Þorri minn skuli hafa feng- ið að alast upp í höndum svona dásamlegrar frænku. Takk fyrir alla ástina, umhyggjuna og tím- ann sem þú veittir honum. Orð fá því ekki lýst hvað þú varst okkur báðum mikilvæg, dásamlega Bemba okkar. Þorri vill að þú vit- ir að hann saknar þín svo mikið og að hann mun alltaf muna eftir þér. Það er ótrúlega erfitt að skilja hvers vegna þú færð ekki að sjá yndislegu börnin þín vaxa úr grasi, skapa fleiri minningar með Gumma þínum og eiga meiri tíma með okkur fólkinu þínu og vinum. Við hjálpumst að við að passa vel upp á Brynju, Margeir og Gumma. Minningar um þig; yndislega mömmu, unnustu, dóttur, systur, barnabarn, frænku og vinkonu, eiga eftir að ylja um ókomna tíð. Hvíldu í friði elsku litla systir, Thelmus, snillingur. Takk fyrir allt og allt. Þín Hildur. Ég var á leiðinni til vinnu þeg- ar ég fékk símtalið, „það kom eitthvað fyrir Thelmu – við vitum ekkert ennþá!“ Það var erfitt að halda athyglinni við aksturinn í þungri morgunumferðinni. Næstu klukkutímar voru erfiðir. Síðan kom símtalið: „Hún er dá- in.“ Ég flýtti mér heim til þess að segja börnunum mínum að föð- ursystir þeirra væri látin og ekki nema tvö ár síðan þau misstu systur sína og ég dóttur. Níst- andi sársaukinn, sem við þekkj- um alltof vel, helltist aftur yfir okkur – svart gapandi tómið. Hugurinn leitar til baka. Ég var nýlega farin að vera með Jóni bróður hennar Thelmu og var að heimsækja tilvonandi tengdafjöl- skylduna. Ég átti 2 börn fyrir, Bergþóru sem var 10 ára og Inga Stein 4 ára. Thelma var 14 á þess- um tíma, virtist frekar feimin en mjög ljúf og það var reyndin, ljúf- ari og betri manneskju er ekki hægt að finna. Hún var á bólakafi í skátastarfi hjá skátafélaginu Skjöldungum – skáti af lífi og sál og ekki leið á löngu áður en Begga mín var gengin í Skjöld- ungana, þrátt fyrir að við byggj- um í Grafarvogi en Skjöldung- arnir tilheyra Langholtshverfinu. Thelma var skátaforinginn hennar og leiddi hana í ótal útilegur og ferðalög. Ég var alltaf róleg yfir þessu brölti þeirra því að ég vissi að Begga mín var í traustum hönd- um með Thelmu. Þegar dætur okkar Jóns fóru að koma í heim- inn þá var Thelma alltaf tilbúin að passa frænkurnar sínar og gera eitthvað skemmtilegt með þeim. Enda var hún í miklu uppá- haldi hjá okkur öllum. Síðar þegar Thelma hitti Gumma sinn þá var eins og þau hefðu alltaf verið saman, þau bara smellpössuðu hvort við ann- að og Thelma gekk Margeiri strax í móðurstað. Gleðin og hamingjan lýsti af þessari litlu fjölskyldu. Hápunkturinn í lífi þeirra var þó þegar þau eignuð- ust Brynju Líf saman. Þvílíkur sólargeisli sem þetta barn er, rétt nýorðin 2ja ára. Ég veit að þetta eru ólýsan- lega sársaukafullir dagar og það verður erfið leið fyrir fjölskyld- una til baka úr djúpum dal sorgar en Brynja litla mun fleyta pabba sínum, bróður, ömmu og afa í gegnum þessa hræðilegu líf- reynslu. Ég er viss um að Begga mín hafi tekið vel á móti henni Thelmu Björk hinum megin regnbogans. Eftir sitjum við hnípin en við eigum þó eingöngu fallegar og skemmtilegar minn- ingar og það er mjög dýrmætt. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Kvöldsöngur skáta) Eyrún Þóra Bachmann. Elsku Thelma. Ég trúi því ekki að þú sért farin frá okkur, þú sem varst alltaf svo hress og hraust. Það kemur alltaf upp í hugann að maður hlakkar svo til næsta göngutúrs eða afmælis, þar sem þú mætir með bros á vör og knúsið þitt. Knúsið þitt var það besta knús sem ég fékk, það var alltaf svo innilegt og mikið lagt í það. Þú samgladdist manni alltaf alveg sama hversu sigrarn- ir voru smáir, yfirleitt varst þú sú fyrsta sem komst og knúsaðir mann og óskaðir manni til ham- ingju. Þú varst alltaf boðin og búin til að aðstoða, ef þú heyrðir að ein- hver var að flytja varst þú alltaf fyrst að bjóða fram aðstoð þína og var það ekki sjaldan sem ég naut þeirrar aðstoðar, enda á ég margar góðar minningar með þér í þeim aðstæðum og þú varst svo rösk bara tókst upp úr kössunum og komst því fyrir. Þú varst líka alltaf svo góð við strákana mína, enda komst þú líka fyrst upp í huga minn sem skírnarvottur þegar það átti að skíra Svavar Hauk. Þú gerðir ekki greinar- mun á fólki, það voru allir jafnir í þínum augum. Viðar Ingi sagði þegar hann frétti af andláti þínu: „Hún var alltaf svo góð við mig, er hún núna engill?“ Já, þú ert sko pottþétt engill á himnum því betri manneskja er ekki hægt að vera. Hann langaði að senda þér bréf og kom með þá uppástungu að festa það á flugdrekann sinn og senda það með honum upp til himna og þú myndir teygja þig eftir því, því verður hrint í fram- kvæmd í sumar. Ég á margar góðar minningar um þig. Fyrstu minningar mínar um þig eru frá Langholtsvegin- um, mér fannst alltaf svo gott að koma þangað í heimsókn, þú leyfðir mér að fylgja með þér hvert sem þú fórst og það var alltaf svo gaman að spila með þér. Svo gekk ég í skátana, í Skjöldunga, og þar átti ég ynd- islegan tíma og kynntist þér ennþá betur. Eftir að þú kynntist Gumma, sem var svo akkúrat fyrir þig og Margeiri Óla sem þú tókst undir þinn verndarvæng og varst hon- um svo góð móðir, þá fórum við að fara saman í útilegur og þar var margt brallað saman. Tala nú ekki um eftirminnilegar sund- ferðir. Svo kom Brynja Líf inn í líf þitt, þvílíkur ljósgeisli sem hún er, alltaf glöð eins og þú. Ég vona bara að ég verði börnunum þín- um eins góð frænka og þú reynd- ist mínum strákum. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Elsku Thelma, þú munt lifa í hjörtum okkar og við erum hepp- in að eiga svona margar góða minningar um þig. Ástarkveðja, Ágústa og fjölskylda. Elsku Thelma okkar er látin, langt fyrir aldur fram. Það er svo margt sem er óskiljanlegt við andlát hennar. Ung kona, unnusta og tveggja barna móðir skyndilega hrifsuð frá fjölskyldu sinni og vinum. En eftir sitja margar góðar minningar um frábæra frænku sem alltaf gat látið okkur líða vel með frábærum húmor, hjarta- hlýju, yndislegu brosi og hlátri, vilja til þess að hjálpa öllum og alltaf gat maður treyst á hana og leitað til hennar ef eitthvað bját- aði á. Við erum heppin að eiga þessar góðu minningar um hana til að ylja okkur við. Hvíldu í friði elsku Thelma og við sjáumst aftur þegar okkar tími kemur. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ingi Steinn, Guðríður, Ástrós og Sóley Rut. Það er erfitt að kveðja elsku Thelmu Björk frænku. Það er svo ótrúlega hverfult þetta líf. Tárin streyma og sorgin yfir missi okk- ar er mikil. Við Thelma vorum jafnöldrur og á ég margar góðar minningar frá því við lékum okk- ur saman. Það var alltaf tilhlökk- unarefni að fara til Hildar og Thelmu á Langholtsveginn. Fjöl- skyldan öll kom alltaf saman á aðfangadagskvöld hjá ömmu og afa á Réttó, einu sinni ákváðum við Thelma að trúa jólasveininum sem kom, fyrir því að við værum tvíburar. En þegar allir fóru að hlæja dró Thelma það til baka og viðurkenndi að við værum jú að- eins frænkur þó að við værum jafngamlar og í alveg eins fötum. Elsku Thelma, mér þykir allt- af svo vænt um þessa minningu okkar og minning þín lifir í hjarta og huga okkar allra um ókomna tíð. Takk fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Gummi, Margeir og Brynja Líf, hugur minn er hjá ykkur. Guð veiti ykkur styrk til að takast á við þessa erfiðu tíma. Gunni, Gurrý, Hildur og Jón Grétar, megi Guð vera með ykk- ur og veita ykkur styrk í þessari miklu sorg. Helena Rut. „Plís, við hefðum ekki átt að klára búðinginn í gær.“ Þessi setning er föst í mér þegar ég minnist Thelmu Bjarkar enda var hún ekki nema þriggja eða fjögurra ára þegar hún fór með þessi fleygu orð. Seinni ár höfum við frændsystkinin haft gaman af því að rifja þau upp ásamt fleiri setningum sem hafa fallið í jóla- boðum, afmælum og ekki síst göngutúrum sem voru á tímabili fastur liður í hittingi milli okkar systkinabarnanna og foreldra okkar. Nú er höggvið stórt skarð í fjölskylduhópinn og orð fá ekki lýst hvað okkur tekur það sárt. Bjarni Már Svavarsson og fjölskylda. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku Gummi, Margeir Óli, Brynja Líf, Gunni, Gurrý, Jón Grétar, Hildur og aðrir ástvinir, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þínar frænkur Kristín og Matthildur (Matta). Thelma Björk var einhver góð- hjartaðasta og hjálpfúsasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún hafði yndislega hlýja nær- veru, stórt fallegt bros og smit- andi hlátur. Það var einhver auð- mjúk, þægileg ró yfir henni en um leið stutt í lúmska fyndni og hnyttin tilsvör. Ég kynntist Thelmu í gegnum Hildi og ég dáðist alltaf að því hve samrýnd- ar þær systur voru, hversu stórt hjarta þær höfðu og hversu um- hugað þeim var um þá sem stóðu þeim næst. Maður fyllist gremju sem maður veit ekki hvert á að beina þegar grimmd örlaganna rænir manneskju eins og Thelmu fram- tíðinni, hennar aðstandendur fá ekki að eldast með henni og börn- in í kringum hana fá ekki að vaxa úr grasi með hana sér við hlið og kynnast því af eigin raun hversu yndisleg manneskja mamma þeirra og frænka þeirra var. En við geymum okkar minningar um Thelmu og getum öll margt af henni lært. Hennar nánustu sendi ég mína hjartans kveðju en veit um leið hversu lítils megnug orð eru gagnvart sorginni. Árni Þorvaldsson. Það er ótrúlega erfitt að trúa því og skilja af hverju svo ung kona í blóma lífsins er tekin burt frá fjölskyldu sinni. Elsku fallega og góða Thelma sem hugsaði svo vel um alla. Elsku Gurrý, Gunni, Jón Grét- ar og Hildur – megi allar góðar vættir veita ykkur styrk í sorg- inni Elsku Gummi, Margeir og Brynja Líf, missir ykkar er mikill og megi Guð geyma ykkur og veita ykkur styrk í þessu verk- efni sem virðist svo óyfirstígan- legt Sendi innilegar samúðarkveðj- ur til allra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Thelmu. Guðný Sigurðardóttir. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér, elsku Thelma okkar. Björk var heppin að hafa þig sem sína bestu vin- konu í 28 ár. Vinskapur ykkar slitnaði aldrei og eru þær ófáar stundirnar sem þið áttuð saman og fengum við oft að taka þátt í þeim með ykkur. Símtalið um fráfall þitt var og er erfitt að sætta sig við, erfitt er að skilja hvers vegna þú þurftir að kveðja okkur svona snemma. En við ylj- um okkur við góðar minningar um góðar stundir sem við áttum með þér, elsku Thelma. Elsku Gummi, Margeir, Brynja og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Rafn, Jóhanna, Jónína, Guðný og Jóhanna. Elsku besta vinkona. Það er mjög erfitt að trúa því að þú sért farin. Það var svo margt sem við ætlum að gera saman. Fara í útilegur, ferðast, borða saman og margt fleira. Þú varst mín besta vinkona og þú gerðir allt fyrir mig og alla. Það var sko ekkert mál að redda einhverju. Þú varst gull af manni. Ég man þegar við hittumst fyrst þegar þú komst að sækja mig í Hafnarfjörð til að fara í ská- taútilegu. Ég var rosa feimin og þú líka en þegar við ákváðum að fara saman í dróttskátagönguna á Hellisheiði varð ekki aftur snú- ið, við urðum mjög góðar vinkon- ur. Ég man svo vel þegar við fór- um nánast hverja helgi í Þórs- mörk eitt sumarið til að tína rusl á rusla Grænlendingi eins og við kölluðum traktorinn. Við sungum okkur hásar við að syngja Ísland er land þitt. Vorum meira að segja búnar að prenta út textann því hann var heldur of langur fyr- ir okkur. Auðvitað var besta sportið að fá svo frí á laugardags- kvöldum til að skemmta okkur og syngja við varðeldinn. Ótrúlega skemmtilegir tímar. Við fórum í margar útilegur, jeppaferðir, sumarbúðstaðarferðir og að skemmta okkur. Þú varst sko al- gjör stuðbolti. Við leigðum svo saman í Kópa- voginum í eitt ár og það var óend- anlega gott að hafa þig hjá mér þetta ár eftir að slys varð í fjöl- skyldunni minni og það var svo gaman hjá okkur. Gummi kom svo í líf þitt þegar ég var úti í Sviss og þú varst nú alveg miður þín að hann hefði verið 6 árum yngri sem reyndist nú ekki mikið mál. Það var held- ur ekki mikið mál að Gummi ætti barn fyrir og þú tókst Margeiri Óla eins og þú ættir hann. Hjálp- aðir honum svo mikið og hvattir. Maður sá hvað honum leið vel hjá ykkur Gumma. Man svo vel þeg- ar Margeir Óli kom með sónar- mynd af frumburði þínum. Vá, ég var svo glöð og þegar 7. október 2011 kom vissi ég að Brynja Líf mundi fæðast þann dag og þegar ég fékk sms-ið frá ykkur vildi ég ekki hringja strax því ég vildi að þið nytuð fyrstu stundanna með henni. Þegar ég sá hana var hún augljóslega gullið þitt. Hún var svo lítil og ykkur fannst hún svo brothætt en þegar hún stækkaði og byrjaði að ganga var sko ekk- ert mál. Þú sagðir að þú mættir dekra við hana því Gummi dekr- aði við Margeir Óla. Já, lífið er svo ósanngjarnt að þú skulir ekki fá að sjá Brynju Líf og Margeir Óla vaxa úr grasi. En ég veit að þú fylgist með og ég skal gera allt sem ég get til að vera til staðar fyrir þau og redda einhverju eins og þú gerðir fyrir mig. Sakna þín óendanleg mikið, það var svo gott að tala við þig Thelma Björk Gunnarsdóttir HINSTA KVEÐJA Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja holla þel, sem hverfur ekki úr minning (Einar Ben.) Hvíldu í friði elsku barn- ið okkar, mamma og pabbi. Elsku Thelma. Þú varst besta stjúpmamman og hugsaðir um mig eins og ég væri þinn eigin sonur. Ég kallaði þig bæði Thelmu og mömmu. Það var skemmti- legt að gera allt með þér. Þú kenndir mér allt í eld- húsinu, nú kann ég að gera kökur og mat. Og þú hjálp- aðir mér mikið að læra náttúrufræði, samfélags- fræði og dönsku. Ég sakna þín mjög mikið. Kveðja, sonur þinn, Margeir Óli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.