Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 ✝ Sigurður HólmÞorsteinsson skólastjóri fæddist á Hellu á Rang- árvöllum 6. júní 1930. Hann and- aðist á Sólvangi í Hafnarfirði 27. október 2013. Foreldrar hans voru Þorsteinn Björnsson, bóndi í Selsundi, f. 10. des- ember 1886, d. 27. maí 1973, og kona hans Ólöf Kristjánsdóttir, f. 4. júní 1892, d. 8. október 1981. Sigurður giftist Torfhildi Steingrímsdóttur, f. 30. desem- ber 1928, hinn13. nóvember 1948. Hún er dóttir Steingríms Torfasonar kaupmanns og Ólaf- íu Hallgrímsdóttur húsfreyju frá Hafnarfirði. Börn þeirra eru Guðrún Unnur, f. 9. desember 1949, gift Donald William Mar- tyny. Börn þeirra eru Barbara, Davíð og Teresa. Ólafur, f. 30. ágúst 1953, giftur Önnu Berg- steinsdóttur. Dætur þeirra eru merkjasafnara bæði hér á landi og erlendis. Sigurður var með- limur Frímúrarareglunnar og starfaði mikið í þágu kaþólsku kirkjunnar. Árið 2001 var hann valinn Melvin Jones-félagi í Lions-klúbbi Hafnarfjarðar. Sigurður var blaðamaður fyrir ýmis blöð og tímarit. Hann skrifaði mest um frímerki og Póstsögu Íslands. Honum voru veitt Brofos-verðlaunin, sem eru æðsti heiður Félags Skand- inavíusafnara í Bandaríkjunum, fyrir ritstörf um póstsögu og frímerki. Sigurður skrifaði frí- merkjaverðlistann Íslensk frí- merki sem gefinn var út af Ísa- fold í u.þ.b. 40 ár. Frímerkjasöfn Sigurðar unnu gull-, silfur- og bronsverðlaun á fjölda frímerkjasýninga hér heima og erlendis. Sigurður stofnaði Landssamband ís- lenskra frímerkjasafnara, Skandinavíusafnaraklúbbinn, og var fulltrúi Íslands í Evr- ópuráði frímerkjafræðinga. Hann skrifaði bókina Furðulönd frímerkjanna og Um frímerkja- söfnun: kennslubók fyrir safn- ara. Landsbókasafnið hefur um 500 greinar skráðar eftir Sig- urð. Útför Sigurðar fer fram frá Landakotskirkju í dag, 4. nóv- ember 2013, kl. 11. Oddrún og Björg. Pétur Már, f. 4. maí 1955, giftur Stef- aníu Úlfarsdóttur. Dætur þeirra eru Erna Unnur og Guðný Hildur. María, f. 19. maí 1957, gift Erni Gíslasyni. Börn þeirra eru Gísli Már, Sigrún El- ísabet, Sigurður Hólm og Helga Rakel. Sigurður ólst upp á Hellu og í Selsundi undir hlíðum Heklu. Við Heklugos1947 flutti fjöl- skyldan til Hafnarfjarðar. Sig- urður útskrifaðist frá Kenn- araskólanum og lauk námi í uppeldisfræði frá Háskólanum í Osló. Hann starfaði við Lands- bankann í 10 ár, og var tungu- málakennari og síðar skóla- stjóri víða um land. Sigurður starfaði mikið að ritstörfum, ferðamálum og var leið- sögumaður um árabil. Sigurður var Gilwell-skáti, Lions-félagi, og mjög virkur í félögum frí- Ef þú hefur einhvern tímann á lífsleiðinni hitt Sigurð Þor- steinsson er ólíklegt að þú gleymir þeim kynnum. Afi var með þannig persónuleika að hann náði að laða að sér ótrú- legasta fólk, hann var eins og segull. Þar sem afi var, var gaman. Frásagnarlist hans var einstök og hann gaf sig allan í sögurnar sem voru skrautlegar og skemmtilegar. Afi kunni líka ógrynni af alls kyns sögum, þjóðsögum, ævintýrum og ef maður var svo heppinn að sitja í bíl með honum á ferð um land- ið kunni hann sögu af hverri þúfu sem ekið var framhjá. Afi hafði unun af söng og skemmt- unum og var með mjög fallega söngrödd. Afi var líka hin mesta barnagæla og börnum leið vel hjá honum. Þegar ég varð ófrísk af dóttur minni var ég upphaflega sett á afmælis- daginn hans afa. Afi varð svo upp með sér að hann tók mig eiginlega í fóstur. Hann heim- sótti mig upp á spítala þegar ég varð veik á meðgöngunni. Nán- ast daglega sótti hann mig svo í Flensborg, fór með mig heim til sín og ég borðaði með honum og ömmu og svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki læra áð- ur en hann skutlaði mér heim. Þegar ég fór svo upp á fæðing- ardeild til að eiga Ólöfu, fyrr en áætlað var, hringdi afi upp eftir og sagði mér, „Jæja Oddrún mín, þá vitum við að barnið er ekki strákur“. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Elsku afi, það sem eftir situr eru ljúfsárar minningar um glaðlyndið, kjánaskapinn og hlýjuna sem ég var svo lánsöm að verða aðnjótandi. Takk fyrir mig og góða ferð heim. Oddrún Ólafsdóttir. Elsku bróðir og mágur. Nú er komið að kveðjustund. Viljum við hjónin þakka fyrir allan kærleikann sem við feng- um frá þér alla tíð með þessum sálmi. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Lifðu sæll á lífsins vegi, ljúfur drottinn fylgi þér, frelsarinn þig faðma megi, fögnum því sem liðið er. (Ólöf Kristjánsdóttir) Minningarnar munu lifa í hjörtum okkar. Megi góður Guð styrkja og vernda Toddu og fjölskylduna. Sigríður og Sverrir. Sigurður og kona hans Torf- hildur Steingrímsdóttir voru meðal tryggustu vina móður okkar, Sigurveigar Guðmunds- dóttur. Þau sýndu Sigurveigu mikla ræktarsemi og heimsóttu hana reglulega alla tíð. Eftir að hún var flutt á Hrafnistu í Hafnarfirði naut hún þess mjög að sitja og spjalla við þessa gömlu vini sína. Sigurður og Torfhildur voru samrýnd hjón sem lýsir sér vel í því að þau voru alltaf nefnd bæði í einu sem Siggi og Todda. Þau hjón og móðir okkar voru kaþólsk og vinskapur þeirra var sprottinn af þeirri lífsskoð- un og áhugamáli. Á þeim tíma sem við systk- inin vorum að alast upp var ekkert sjónvarp og vinir og ættingjar komu oft í kvöldkaffi. Siggi og Todda, sem voru um 20 árum yngri en foreldrar mínir, voru meðal þeirra vina mömmu og pabba sem komu oftast á bernskuheimili okkar. Þá var setið yfir kaffibolla og köku og spjallað og rökrætt tímunum saman og var Sigurð- ur hrókur alls fagnaðar. Sigurður og mamma höfðu mikinn áhuga á bókmenntum og voru ástríðufullir bókasafn- arar. Umræðuefnið var því oft bækur, bæði innlendar og er- lendar. Sigurður var mikill málamaður og átti auðvelt með að læra tungumál enda var hann óhræddur að tala við hvern sem var til þess að æfa sig í tungumálum. „Það er alltaf svo mikið líf í kringum Sigga og Toddu,“ sagði mamma gjarnan, „þau eru alltaf með ráðagerðir um að gera eitthvað skemmtilegt og það sem meira er; þau fram- kvæma það sem þeim dettur í hug.“ Sem dæmi um áræði þeirra fór Sigurður, sem var kennari, til Óslóar í framhalds- nám í uppeldisfræðum þegar hann var kominn yfir miðjan aldur og var tvo vetur við nám í háskólanum í Ósló. Torfhildur fór með manni sínum og lét sig ekki muna um að sjá fyrir þeim meðan á náminu stóð, m.a. með því að gerast ráðskona hjá rík- um útgerðarmanni. Sigurður starfaði sem kenn- ari og skólastjóri nær allan sinn starfsferil. Meðal annars var hann skólastjóri á Hvamms- tanga í mörg ár og á Klúku í Bjarnarfirði og naut dyggs stuðnings Torfhildar á báðum stöðum. Sigurður var þekktur frí- merkjasafnari og átti mjög gott safn sem var oft á sýningum bæði innanlands og utan. Þau hjón voru einnig skátar og störfuðu í þeim félagsskap eins lengi og heilsa Sigurðar leyfði. Nú hefur þessi gamli fjöl- skylduvinur fengið hvíldina en minning um góðan dreng lifir. Ég sendi Torfhildi eiginkonu hans og börnunum þeirra Guð- rúnu Unni, Óla, Pétri og Maríu og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Margrét Hrefna Sæmundsdóttir. Höfðingi er að velli lagður, er Sigurður H. Þorsteinsson verður sem aðrir að hlýða hinzta kalli. Rúm hálf öld er lið- in frá okkar fyrstu góðu kynn- um á Amtmannsstíg í hópi stráka sem hann leiðbeindi í frímerkjasöfnun, þ.á m. bræðra tveggja sem síðar urðu þjóð- kunnir. En Sigurður var þá þegar alkunnur fyrir ársrit sitt, Íslenzk frímerki. Léttur var hann á brún og brosmildur og var, að mér fannst, nánast óbreyttur síðan! Langt var oftast milli okkar, ekki sízt er hann starfaði sem kennari og skólastjóri á Strönd- um, en alltaf gott að hitta á þau hjónin. Svo gæfulega vildi til, að við tókum báðir kaþólska trú og hittumst helzt eftir það í messum eða kirkjukaffi í Landakoti. Kona hans, Torf- hildur, honum samboðin, var þá oftast með í för. Þau virtust sem fædd hvort fyrir annað, ljúflyndið angaði af þeim. Eldri bróðir Sigurðar, dr. Björn sagnfræðiprófessor, var einn minn albezti kennari, bæði fyrir landspróf og í endasleppu sagnfræðinámi í HÍ. Þótti mér þeir líkir að orku og útgeislun bræðurnir, synir hins atorku- sama Þorsteins, stofnanda Hellu á Rangárvöllum, sonar Björns Eysteinssonar í Gríms- tungu, sem margt þekktra manna telur til ættar til (öð- lingurinn Gísli Pálsson á Hofi gaf út niðjatal hans). Uppeld- isslóðir bræðranna voru við Þjórsá, Þorsteinn bjó á Þjót- anda, sem ég snattaðist kring- um ungur annarra erinda. Hlýtt var milli þeirra bræðra. Viðeigandi er að sjá syrgjendum bent á Sagnfræði- sjóð Björns, þeim sem minnast vilja Sigurðar H. Þorsteinsson- ar að verðleikum. Í þakklæti bið ég Guð að blessa hann og allt þeirra fólk. Jón Valur Jensson. Við félagarnir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar sjáum nú á eftir góðum liðsmanni. Sigurður Þorsteinsson fyrrverandi skóla- stjóri er fallinn frá. Vera Sig- urðar í Lionshreyfingunni var löng og heilladrjúg og öllum eftirminnileg sem honum kynntust. Á námsárum sínum gerðist hann félagi í Lions- klúbbi í Ósló og var fljótlega valinn þar til formennsku. Að útlendingi skyldi hlotnast sá heiður sýnir hve fljótt hann ávann sér traust manna og var metinn að verðleikum. Síðar varð hann félagi í Lionsklúbbi Hríseyjar og síðan Hólmavíkur. Samt vorum það við félagarnir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar sem lengst fengum að njóta krafta hans. Sigurður var valinn til æðstu trúnaðarstarfa í Lions og var kjörinn umdæmisstjóri fyr- ir hreyfinguna. Sigurður var ekki einn að störfum fyrir Lionshreyfinguna eins og ljóst var öllum þeim sem honum kynntust, eiginkona hans Torfhildur Steingríms- dóttir var ávallt honum við hlið og studdi hann í veigamiklu og annasömu starfi. Torfhildur er annáluð hannyrðakona og saumaði hún hátíðarfána fyrir Lionsklúbb Hafnarfjarðar sem við félagarnir erum stoltir af og flöggum við sérstök tækifæri. Sigurður var skarpgreindur maður og annálaður fyrir tungumálakunnáttu sína sem við fengum ávallt að njóta þeg- ar á þurfti að halda. Sigurður átti þess ekki kost að mæta reglulega á fundi okkar á síð- ustu árum vegna veikinda en við fylgdumst með veikindum hans og var hans saknað á fundum. Við félagarnir í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar minnumst Sig- urðar og vottum Torfhildi, börnum þeirra og allri fjöl- skyldunni, okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Halldór Svavarsson. Hinn 27. október sl. lést á Sólvangi í Hafnarfirði Sigurður Hólm Þorsteinsson uppeldis- fræðingur, fyrrverandi kennari og skólastjóri, frumkvöðull og helsti leiðtogi í félagsmálum frí- merkjasafnara. Ungur hóf hann söfnun frímerkja og þegar Fé- lag frímerkjasafnara var stofn- að 1957 átti Sigurður sæti í fyrstu stjórninni og gegndi starfi ritara. Fljótlega kom í ljós að ekki voru menn sam- mála um stefnu og markmið. Hugur Sigurðar, sem þegar hafði aflað sér þekkingar á fé- lagsmálum erlendra samtaka frímerkjasafnara, stóð til þess að koma á samböndum við hin erlendu samtök með það í huga að byggja upp þekkingu á frí- merkjafræðum, efla samböndin og treysta með aðild að alþjóða- samtökum frímerkjasafnara. Mörgum meðal frumherjanna fannst að réttast væri að flýta sér hægt í þeim efnum. En Sig- urður lét ekki deigan síga. Til að hægt væri að ganga í al- þjóðasamtökin þurftu íslenskir frímerkjasafnarar að hafa myndað með sér landssamtök nokkurra félaga og gekk Sig- urður í það mál með oddi og egg. Brennandi áhugi hans á málefninu og hæfileiki til að breiða út boðskapinn gerði það að verkum að hann átti auðvelt með að fá menn í lið með sér. Klúbbur Skandinavíusafnara var stofnaður 1967 undir hans forustu og í framhaldi af því hvert félagið af öðru. Lands- samband íslenskra frímerkja- safnara var svo stofnað 1968. Höfðu íslenskir frímerkjasafn- arar þar með uppfyllt öll skil- yrði til að getað öðlast inn- göngu í alheimssamtökin. Öll þessi vinna var undir stjórn leiðtogans Sigurðar H. Þor- steinssonar, sem var forseti landssambandsins fyrstu 10 ár- in, fulltrúi á heimsþingum og umboðsmaður alþjóðlegra frí- merkjasýninga á sama tíma. Sigurður var mjög iðinn við að skrifa um frímerki og frí- merkjasöfnum og liggja eftir hann margar bækur um frí- merki og greinar um frímerkja- fræðileg efni en hann skrifaði um árabil um hugðarefni sitt, frímerkjasöfnunina, bæði í dag- blöð og tímarit. Það sem þó heldur lengst og best nafni hans á lofti í þeim efnum er frí- merkjaverðlistinn Íslensk frí- merki, sem hann ritstýrði í um það bil 40 ár en sá verðlisti var helsta viðmið safnara um verð- lagningu íslenskra frímerkja allan þann tíma. Fyrir skrif sín og félagsstörf hlaut Sigurður margar viður- kenningar, bæði innlendar og erlendar. Hann var heiðursfor- seti Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og heiðraður með æðsta heiðursmerki þess. Allt frá stofnun Klúbbs Skandinavíusafnara og þar til hann af heilsufarsástæðum varð að draga sig í hlé fyrir fáeinum árum átti ég því láni að fagna að starfa með Sigurði að mál- efnum frímerkjasafnara og kveð hann nú með þessum fáu orðum. Jafnframt leyfi ég mér í nafni íslenskra frímerkjasafn- ara að kveðja góðan leiðtoga og þakka honum öll hans góðu störf í þágu frímerkjasöfnunar á Íslandi. Eftirlifandi konu hans, Torf- hildi Steingrímsdóttur, og fjöl- skyldu allri eru sendar innileg- ustu samúðarkveðjur. F.h. Landssambands ís- lenskra frímerkjasafnara, Sigurður R. Pétursson, fyrrv. formaður. Sigurður Hólm Þorsteinsson ✝ Halldóra Krist-jánsdóttir fæddist á bænum Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 26. maí 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. október 2013. Foreldrar henn- ar voru Valgerður Hannesdóttir, d. 1992, og Kristján Ó. Jóhannsson, d. 1970. Hún var þriðja í röð sjö systkina, þau eru: Ragna, d. 1978, Hanna Mar- grét, Jarþrúður Ingibjörg, Est- er, Elsa og Birgir Sævar. Ung fór Halldóra í fóstur til ömmu sinnar og afa, Halldóru Ólafs- dóttur og Jóhanns Benedikts Jenssonar, en níu ára fluttist hún til föðurbróður síns og konu hans, Þorsteins Jóhannssonar og Guðríðar Guðbrandsdóttur sem lifir fósturdóttur sína, elst Íslendinga, 107 ára að aldri. Svandís, f. 11. mars 1960, gift Elíasi Birni Árnasyni. Þau eiga tvö fósturbörn, Sólrúnu Ágústu Ingibjörgu, f. 1992. og Torfa Friðrik, f. 1994. 4) Jóhanna Benný, f. 10. sept. 1967, gift Elf- ari Eiðssyni, saman eiga þau Sævar, f. 1991, Daða Snæ, f. 1992, Eið Smára, f. 1996, og Birki, f. 1997. Halldóra og Hannes byggðu sér hús í Holtagerði 10 í vest- urbæ Kópavogs ásamt for- eldrum Hannesar og bjuggu þar í hartnær hálfa öld. Halldóra var húsmóðir en starfaði þó við eitt og annað bæði utan heimilis- ins sem innan þess en lengst af, eða 17 ár, sem dagmamma í Kópavoginum. Þau Hannes höfðu yndi af því að dansa sam- kvæmisdansana og í flestum veiðivötnum landsins hafa þau rennt fyrir fisk. Halldóra sneið og saumaði föt á börnin sín, prjónaði, vann með gler og postulín, saumaði myndir, dúka, púða o.fl. Hún léði meðal annars félagi dagmæðra í Kópavogi krafta sína sem og Kvennadeild Breiðfirðingafélagsins. Jarðarför Halldóru fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 4. nóvember 2013, kl. 13. Uppeldissystkini Halldóru hétu Sig- urður Markússon, d. 2011, og Gyða Þorsteinsdóttir, d. 2000. Halldóra giftist í nóvember 1955 Hannesi Alfons- syni, f. 10. ágúst 1927, d. 26. mars 2005. Börn Hall- dóru og Hannesar eru: 1) Alfons, f. 16. sept. 1955, kvæntur Bonitu Louise Godfrey, saman eiga þau Normu Linnu, f. 1987, og Hannes Godfrey, f. 1990. Fyrir átti Alfons soninn Ólaf Þór, f. 1976, hann á dótt- urina Söndru Dögg. 2) Val- gerður, f. 18. ágúst 1956, gift Haraldi Helgasyni. Börn þeirra eru Theódór Sölvi, f. 1989 og Hulda, f. 1993. Fyrir átti Val- gerður Halldóru, f. 1986, hún á þrjú börn, Emelíu Valey, Krist- ján Arnar og Harald Wilhelm. 3) Elsku amma mín. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sért farin frá okkur. Ég á margar góð- ar minningar um þig, ein minning sem er mér sterkt í huga er þegar þú varst að leika við Harald Wil- helm og Kristján Arnar. Þú settir á þig tígrisdýragrímu, gafst frá þér ýmis hljóð og eltir strákana um íbúðina í Hamraborginni. Strákarnir voru ekki þeir einu sem höfðu gaman af heldur hlóg- um við öll mjög dátt. Það er svo skrýtið að vera í Hamraborginni núna, íbúðin er eitthvað svo tóm- leg og allt svo breytt þótt þú hafir ekki búið þar í einhvern tíma. En ég get huggað mig við það að þú ert komin á betri stað og sam- einuð Hannesi afa á ný. Ég mun hugsa til þín á hverjum degi, um þig og afa. Þið eigið alltaf stað í hjarta mínu. Þegar ég hugsa um engla, ég hugsa um þig og það sem þú gerir ég heyrði að þú værir farin. Nei, það gat ekki verið satt Þegar ég hugsa um engla, ég hugsa um þig. Góða ferð, engill. Hvert sem þú ferð þó þú hafir farið. Ég vil að þú vitir að hjarta mitt er fullt af sorg. Ég læt það ekki sjást. Ég sé þig aftur þegar minn tími kemur. Hulda Haraldsdóttir. Halldóra Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.