Morgunblaðið - 04.11.2013, Side 32

Morgunblaðið - 04.11.2013, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er einhver fiðringur í þér. Vanda- málið sem þú hélst að myndi aldrei hverfa gerir það á augabragði. Vitneskja þín um orkuflæði bætir nýrri vídd við líf þitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú skiptir öllu máli að halda þétt utan um budduna ef ekki á illa að fara. Innilegt kort eða bréf er eftirminnilegasta og dýr- mætasta gjöfin, og alltaf í stærð sem passar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ástin getur fengið hjarta þitt til að slá hraðar í dag. Taktu henni/honum fagn- andi því þú getur launað í sömu mynt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Taktu frá tíma fyrir hugleiðslu – ekk- ert merkilegt, bara sitja og anda rólega í 10 mínútur. Reyndu að slaka á og hafa húmorinn í lagi, lestu fyndna bók eða kíktu í bíó. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ert tilbúinn að ræða vandamál því þú sérð í hendi þér að báðar hliðar hafa nokkuð til síns máls. Búðu þig undir að grípa þau tækifæri sem þú færð til frekari starfsframa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft fyrst að koma á jafnvægi í sjálfum þér áður en þú ferð að fást við aðra hluti. Ekkert fer framhjá þér og auga þitt fyrir smáatriðum er einstakt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hversdagsleikinn er stundum grár og þreytandi en það þarf svo lítið til þess að gefa lífinu lit. Það er eitt og annað sem þú þarft að velta fyrir þér og hugsa til enda. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allir eru að leggja sitt af mörk- um til verkefnis sem þú vilt frekar – og verð- ur eiginlega – að gera einn. Hugsaðu dæmið upp á nýtt og lausnin lætur ekki á sér standa. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kemst ekki hjá því að taka þátt í samstarfi í dag svo gerðu þitt besta í stöðunni. Veittu sjálfri/sjálfum þér tækifæri til að njóta lista og fegurðar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú gætir selt snjó á norð- urheimskautinu ef því væri að skipta þessa dagana. Kannski gerir þú friðarsamkomulag sem byggt er á gagnkvæmu trausti. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur ástæðu til þess að vera ánægður með þig í dag en mundu að dramb er falli næst. Kímni þín á eftir að hjálpa náunganum að umbera óþægindi í dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það hefur ekkert upp á sig að byrgja inni vonbrigði með gang mála. Láttu söguna kenna þér, athugaðu munstur, horfðu fram á við. Vinir og vandamenn eiga eftir að koma þér verulega á óvart. Áþessum degi árið 1905 fæddistfaðir minn Lárus H. Blöndal bókavörður. Hann orti stökur af og til en hampaði þeim lítt. Þessa lærði ég þó í barnæsku, en eins og jafnan vefjast smáorðin fyrir mér hvort standa skuli „þó“ eða „þótt“: Ávexti ég enga sé endalaust þótt striti. Mér hefur aldrei orðið fé annarra manna sviti. Pétur Stefánsson kallar þessa vísu „erfiðisvinnu“ og segir á Leirnum: „Maður hefur þurft að taka á því um ævina“: Á ævi minni oft ég vann ótal störfin hörðu. Margt ég lærði og meir ég kann en margur hér á jörðu. Enn yrkir Pétur á „saumaklúbbs- kvöldi hjá konunni“: Nú er dimmt á norðurslóð, nú vill andinn sveima. Í kyrrð og ró ég kveð mín ljóð í kvenmannsleysi heima. Hér er „Heiðarleiki“ yrkisefni Péturs: Ýmsir gjarnan una sér við álygar og þrætur. – Vendu þig á í veröld hér að vera heill og mætur. Einn vill svíkja annan hér, ekki í huga tregur. – Vellíðan það veitir þér að vera heiðarlegur. Í lífinu er lánið valt, það letrar mannkynssaga. – Heiðarleik þú hafa skalt í hávegum alla daga. Ingvar Gíslason er gott limru- skáld. „Af ljóðum“ kallar hann þessa: Ég ljóðum upp rubba á ritvél og reykpípu totta sem bitmél. Ef snoðin og völt er snilld mín og hölt er snjallt hvað ég syng þau og flyt vel. Guðmundur Guðmundsson bók- sali á Eyrarbakka orti: Hressir mig á hverjum degi að hafa í nefið. Oft það liðkar ljóðastefið og læknar í mér bannsett kvefið. Guðmundur var góður neftóbaksmaður: Alltaf gleður anda minn er ég tek í nefið. Yngist ég þá í annað sinn og örvast ljóðastefið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af erfiðisvinnu, heiðarleik og pípu- og neftóbaki Í klípu „ÞESSI AÐFERÐ ER HÁRBEITT, ÞRÍÞÆTT OG SKILAR VENJULEGA GÓÐUM ÁRANGRI Á STUTTUM TÍMA.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU ENNÞÁ VISS UM AÐ ÞETTA SÉ MÁLNING, EN EKKI LÍM?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vakna við ilminn af nýlöguðum morgunverði. POTA STINGA ÓGNA GUNNI MYNDLISTARVÖRUR AF STAÐ, MENN! OKKAR BÍÐA AUÐÆVI Í GULLI! FYRIR ÞÁ SEM ERU ÓHRÆDDIR VIÐ AÐ BERJAST TIL SÍÐASTA BLÓÐDROPA! AF HVERJU KEMUR ÞÚ EKKI, LEIFUR ÓHEPPNI? MIG LANGAR EIGINLEGA AÐ NOTA BLÓÐIÐ MITT Í ANNAÐ. UPPFINNING MÍN MUN BÆTA HEIMINN. LOSA GÆLUDÝRAEIG- ENDUR UNDAN OKI KÚGUNAR, HVAR SEM ER! FÆRANLEGUR KATTASAND- KASSI! ÉG MUN HEFNA MÍN!Fyrir helgi var sagt frá nið-urstöðum umferðarátaksins „Gangbraut – Já takk“ sem Félag ís- lenskra bifreiðaeigenda stóð fyrir. Í samstarfi við almenning og fjölmiðla voru gangbrautir í ýmsum bæj- arfélögum teknar út, sérstaklega á gönguleiðum skólabarna. Helstu niðurstöður voru þær að merkingum og frágangi er víða mjög ábótavant. Í Reykjavík eru sebra- merkingar á gangbrautum til dæmis áberandi sjaldgæfar, þrátt fyrir við- leitni fráfarandi borgarstjóra til að skreyta þær fögrum litum. Loks eru víða gangbrautir sem á annan hátt standast ekki lög og reglugerðir sem að þeim lúta. Með öðrum orðum, eru ekki löglegar. Þetta finnast Víkverja slæmar fréttir, ekki síst í ljósi þess að börn og ungmenni eru væntanlega stærsti notendahópur þess hluta samgöngukerfisins sem verkefnið tók fyrir. Er ásættanlegt að búa yngstu vegfarendunum ekki betur í haginn en þetta? x x x Pottur er reyndar víðar brotinn íumferðarmerkingum. Flestir sem hafa keyrt um þjóðvegi landsins á síðustu árum hafa þurft að keyra í gegnum vinnusvæði þeirra sem sinna viðhaldi og nýbyggingu vega. Í upphafi svæðis eru merkingar sem gefa til kynna lækkaðan hámarks- hraða, og jafnvel fleiri takmarkanir. Einhverjar reglur hljóta að gilda um slíkt, en Víkverja grunar að hent- ugleiki ráði þó oft meiru um merk- ingar. Í haust þurfti Víkverji oft að keyra um Svínahraunið, sem liggur á milli Hellisheiðar og Sandskeiðs. Þar var lengi verið að vinna við vír- vegrið á milli akstursstefna. Þó yf- irleitt hafi aðeins verið örfáir starfs- menn að vinna á einum eða tveimur stöðum, þótti ástæða til að afmarka risastórt vinnusvæði. Þar keyrði Víkverji því á 50 km hraða, í fleiri, fleiri mínútur, án þess að sjá nein ummerki um vinnu. Flestir sem voru á sömu leið höfðu minni þolinmæði og hunsuðu hraða- takmarkanir, nema þegar vinnu- flokkur var í augsýn. Og hver er þá tilgangurinn með merkingunum? víkverji@mbl.is Víkverji Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. (Sálmarnir 34:19) Fyrir þá sem elska hönnun Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR þú flísar þær í botn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.