Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.11.2013, Qupperneq 35
AF AIRWAVES Davíð Már Stefánsson dms8@hi.is Það skipti í rauninni ekki máli hvert maður snéri sér á laugardaginn, tón- listin glumdi alls staðar. Á Skugga- barnum tróðu Loji, Lord Pusswhip og Good Moon Deer upp ásamt fleir- um auk þess sem hlýða mátti á fagra tóna í bókabúðum, kaffihúsum, versl- unum, gistihúsum og svona mætti lengi telja áfram. Til að byrja með var það opið öllum, ekki bara þeim sem keypt höfðu armband. Fyndnar ábreiður Í Stúdentakjallaranum fór fram kanadísk „off-venue“ veisla en meðal sveita sem stigu á svið voru We Are Wolves, Moon King og Mac De- Marco. Sá síðastnefndi bar höfuð og herðar yfir aðra en ekki nóg með að lög á borð við „Cooking Up Some- thing Good“, „Ode to Viceroy“ og „Still Together“ séu frábær heldur tóku þeir félagar nokkrar ábreiður, þar á meðal „Du Hast“ með þýsku sveitinni Rammstein við góðar und- irtektir áheyrenda. Kauði lofaði þó enn betri skemmtun í Hörpu síðar um kvöldið en þar átti sveitin eftir að troða upp „on-venue“. Sú varð raunin og Mac DeMarco fór á kostum með sveit sinni í Silfurbergi. Hann tengdi vel við áhorfendur og þurrt grín þeirra félaga var einkar skemmti- legt. Líkt og fyrr um kvöldið voru teknar nokkrar ábreiður, úr einkar sérkennilegri átt, en gítarleikari sveitarinnar dró húfuna meðal ann- ars niður fyrir augun og rappaði byrjunina á laginu „Break Stuff“ með Limp Bizkit. Allt vakti þetta mikla lukku en gaman hefði þó verið að heyra fleiri lög með Mac DeMarco sjálfum. Hann og sveit hans tóku þó lagið Baby’s Wearing Blue Jeans, sem er virkilega gott og mjög auðvelt að ánetjast því, áður en hann kvaddi gesti með því að fleygja sér út í sal- inn. Slökkt á Mykki Blanco Því næst var haldið í Listasafnið þar sem bandaríski rapparinn og ljóðskáldið Mykki Blanco steig á svið. Sá er þekktur fyrir mjög skrautlega framkomu og kom hann einmitt fram í einskonar dragklæðum. Á milli laga Sviðsdýfur í Silfurberginu Morgunblaðið/Styrmir Kári Listamaður Mac DeMarco fór á kostum með sveit sinni í Silfurbergi í Hörpu. flutti hann svo ljóð og kom það skemmtilega út. Tónleikarnir voru góðir og kraftmikill bassatakturinn naut sín vel í góðu hljóðkerfi Lista- safnsins. Tónleikarnir voru þó greini- lega heldur of langir að mati aðstand- enda hátíðarinnar en klippt var á hans besta lag, „Haze.Boogie.Life“, í miðjum flutningi. Mykki Blanco lét það ekki á sig fá og fleygði sér út í salinn. Ólíkt Mac DeMarco var Mykki Blanco einstaklega sleipur og erfitt að ná á honum taki, enda sveitt- ur eftir mikilfenglega framkomu. Hann var því fljótur að renna úr greipum tónleikagesta niður á gólfið og kláraði þar með tónleika sína. Gold Panda var næstur á svið og hélt hann elektrónískri stemningu í hús- inu fram yfir miðnætti. Hápunktur þeirra tónleika var klárlega þegar lagið „You“ var tekið en uppbygg- ingin á því lagi var mögnuð. Ælt á Ælu Elektróníkin hélt áfram í Silfur- bergi en þar hélt Jon Hopkins uppi góðu stuði. Staðurinn var nokkuð troðinn og allir virtust staðráðnir í sínum dansi. Hljóðið var einkar gott og þétt tónlistin virkilega góð. Að tónleikum loknum var haldið út í frostið og förinni heitið á Gamla Gaukinn. Þar fóru meðlimir Ælu á kostum. Stuðið var svo mikið að einkar glaður tónleikagestur sá sig knúinn til að æla á sviðið. Það var kannski við hæfi sökum nafngiftar sveitarinnar. Aftur var haldið út í frostið og kíkt yfir í Þjóðleikhúskjall- arann þar sem drengirnir í Captain Fufanu fylltu myrkan kjallarann af dulúðlegum tónum. Ýmislegt hefur greinilega breyst hjá þeim félögum en í stað þess að styðjast eingöngu við tölvur voru nú komin hljóðfæri á sviðið og kom það vel út. Kvöldinu lauk svo á skemmtistaðnum Harlem þar sem Hermigervill & Pedro Pila- tus DJ Set sáu um að spila langt fram eftir nóttu. Stemningin var slík að það að þurfa að vakna snemma dag- inn eftir til að skrifa viðkomandi grein var í algleymingi. MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2013 Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 www.falkinn.is HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is Pollock? (Kassinn) Fim 7/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 22/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 7/12 kl. 19:30 20.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 4.sýn Lau 23/11 kl. 19:30 Aukas. Sun 8/12 kl. 19:30 21.sýn Sun 10/11 kl. 19:30 5.sýn Fim 28/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 12/12 kl. 19:30 22.sýn Fim 14/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 29/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 13/12 kl. 19:30 23.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 6.sýn Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Sun 17/11 kl. 19:30 7.sýn Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Mið 20/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 5/12 kl. 19:30 Aukas. Fim 21/11 kl. 19:30 9.sýn Fös 6/12 kl. 19:30 13.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fim 7/11 kl. 19:30 45.sýn Lau 16/11 kl. 19:30 48.sýn Fös 29/11 kl. 19:30 55.sýn Lau 9/11 kl. 19:30 46.sýn Fim 21/11 kl. 19:30 52.sýn Fös 6/12 kl. 19:30 56. sýn Fim 14/11 kl. 19:30 47.sýn Fös 22/11 kl. 19:30 53.sýn Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. Ekki missa af viðburði á leiksviðinu. ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 10/11 kl. 13:00 9.sýn Sun 24/11 kl. 16:00 14. sýn Sun 8/12 kl. 14:00 17.sýn Sun 10/11 kl. 16:00 táknm. Lau 30/11 kl. 17:00 Aukas. Sun 8/12 kl. 17:00 18. sýn Sun 17/11 kl. 13:00 11.sýn Sun 1/12 kl. 14:00 15.sýn Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Sun 17/11 kl. 16:00 12.sýn Sun 1/12 kl. 17:00 16. sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 24/11 kl. 13:00 13. sýn Lau 7/12 kl. 17:00 Aukas. Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Maður að mínu skapi (Stóra sviðið) Fös 8/11 kl. 19:30 16.sýn Síðustu sýningar! Samtímaspegill og snilldarleikur sem þú mátt ekki missa af. Harmsaga (Kassinn) Fös 8/11 kl. 19:30 Samskipti og samskiptaleysi, rerk sem hittir í hjartastað.Örfáar sýningar eftir. Aladdín (Brúðuloftið) Lau 9/11 kl. 13:30 Lau 16/11 kl. 13:30 Lau 9/11 kl. 16:30 Lau 16/11 kl. 16:30 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 30/11 kl. 11:00 200.sýn Sun 1/12 kl. 12:30 Sun 8/12 kl. 11:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 8/12 kl. 12:30 Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 11:00 Lau 7/12 kl. 14:30 Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Miðasala er hafin. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Fetta bretta (Kúlan) Lau 9/11 kl. 14:00 Sun 17/11 kl. 14:00 Lau 9/11 kl. 15:30 Sun 17/11 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fim 7/11 kl. 19:00 aukas Fös 15/11 kl. 19:00 aukas Sun 24/11 kl. 13:00 Fös 8/11 kl. 19:00 aukas Sun 17/11 kl. 13:00 Fim 28/11 kl. 19:00 aukas Lau 9/11 kl. 13:00 Fim 21/11 kl. 19:00 aukas Fös 29/11 kl. 19:00 Sun 10/11 kl. 13:00 Fös 22/11 kl. 19:00 Lau 30/11 kl. 13:00 Fim 14/11 kl. 19:00 aukas Lau 23/11 kl. 13:00 Sun 1/12 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Mið 6/11 kl. 20:00 aukas Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fim 7/11 kl. 20:00 23.k Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Fös 8/11 kl. 20:00 21.k Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Lau 9/11 kl. 20:00 22.k Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Þri 17/12 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 24.k Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Mið 18/12 kl. 20:00 Mið 13/11 kl. 20:00 25.k Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Fim 19/12 kl. 20:00 Fim 14/11 kl. 20:00 26.k Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Fös 20/12 kl. 20:00 Fös 15/11 kl. 20:00 27.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Fim 26/12 kl. 20:00 Þri 19/11 kl. 20:00 aukas Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fös 27/12 kl. 20:00 Mið 20/11 kl. 20:00 28.k Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Lau 28/12 kl. 20:00 Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst Mýs og menn (Stóra sviðið) Lau 9/11 kl. 20:00 5.k Sun 17/11 kl. 20:00 8.k Lau 30/11 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 6.k Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Lau 16/11 kl. 20:00 7.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið í takmarkaðan tíma Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó) Lau 9/11 kl. 20:00 7.k Sun 17/11 kl. 20:00 10.k Lau 30/11 kl. 20:00 Sun 10/11 kl. 20:00 8.k Lau 23/11 kl. 20:00 Lau 16/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00 Sígilt verk Lorca í kraftmikilli nálgun okkar fremstu listakvenna Saumur (Litla sviðið) Sun 10/11 kl. 20:00 3.k Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k Nærgöngult og nístandi verk eftir eitt magnaðasta samtímaleikskáld Bretlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.