Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 2

Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is N1 mun hætta rekstri sögufrægs söluturns á Hafnar- götu í Reykjanesbæ sem rekinn hefur verið af 14 eig- endum í áratugi. Lengstum var reksturinn í höndum leigubílastöðvarinnar Aðalstöðvarinnar, sem hóf starf- semi á fimmta áratug síðustu aldar. Þegar Aðalstöðin sá um reksturinn var veitingasalan opin allan sólarhring- inn. Af mörgum var söluturninn talinn miðpunktur bæj- arlífsins. Húsið er í eigu N1 sem keypti það ásamt því að taka við rekstri söluturnsins árið 2001. Hýsti dansleiki og þorrablót Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekki búið að taka ákvörðun um framhald rekstursins eða hvort húsið verður selt öðrum aðila. N1 keypti húsið af Margréti Ágústsdóttur sem þá hafði rekið söluturninn um árabil. „Ég byrjaði að vinna þarna 1974 og starfaði þar alveg til ársins 2002,“ segir Margrét sem var einn eigenda söluturnsins þegar hann var seldur til N1. Lengi vel var rekinn skemmtistaður á lofti húsnæð- isins. Hann hét Aðalver og hýsti dansleiki, þorrablót og aðra skemmtun,“ segir Margrét sem sér nú um rekstur Blikksmiðju í Reykjanesbæ. Hún segir að um 40 leigubílstjórar hafi starfað á Að- alstöðinni þegar mest lét. „Aðalstöðin sá um útköll fyrir slökkviliðið í kringum 1970. Þá var brunasíminn starf- ræktur þar. Ástæðan var sú að það var eina starfsemin sem var opin allan sólarhringinn,“ segir Margrét. N1 ákvað að hætta með sólarhringsopnun þegar fyrirtækið tók yfir reksturinn árið 2001. Ýmis rekstur hefur einnig verið í húsinu undanfarin ár ásamt rekstri söluturnsins. Þar á meðal pitsustaður, dekkjaverkstæði, smurstöð og þvottastöð, þar af eru smurstöðin og dekkjaverkstæðið hætt rekstri. N1 lokar gömlu Aðalstöðinni Ljósmynd/Hilmar Bragi Saga Söluturninn var áður rekinn af Aðalbílastöðinni.  Sögufrægum söluturni lokað  Var opinn allan sólar- hringinn og leigubílastöðin sá um útköll fyrir slökkviliðið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Aflahlutdeild (kvóti) verður sett ann- ars vegar í úthafsrækju og hins veg- ar rækju við Snæfellsnes, það er í Kolluál, Jökuldjúpi og sunnanverð- um Breiðafirði, verði nýtt stjórnar- frumvarp að lögum. 70% aflahlut- deildarinnar eiga að vera samkvæmt skráðum aflahlutdeildum hvers fiskiskips í úthafsrækju við lok síð- asta fiskveiðiárs. 30% verða sam- kvæmt aflareynslu hvers fiskiskips í úthafsrækju á þremur síðustu fisk- veiðiárum þegar veiðar voru frjálsar. Í athugasemdum við frumvarpið kemur fram að tæpur helmingur út- hafsrækjuaflans síðustu þrjú árin hafi verið veiddur af skipum útgerða sem ráða ekki yfir skráðri aflahlut- deild. Bátar sem stunduðu veiðar á úthafsrækju voru 27 fiskveiðiárið 2010/2011 en hafði fjölgað í 50 á síð- asta fiskveiðiári. „Fullt tilefni er til að taka stjórn veiðanna til endur- skoðunar að nýju,“ segir m.a. í at- hugasemdunum. Talið er að óbreytt veiðistjórn á úthafsrækju geti leitt til umtalsverðrar sóunar í hagfræðileg- um skilningi. „Það er nauðsynlegt að rækja sé í aflahlutdeild eins og aðrir nytja- stofnar. Það er hins vegar ekki góð ákvörðun hjá ráðherra að leggja þetta frumvarp fram,“ sagði Ólafur H. Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. í Fjallabyggð. Hann sagði lögfræðinga telja að sú leið sem farin væri í frumvarpinu stæðist ekki lög. Ólafur minnti á að aðalfund- ur LÍÚ hefði nýlega skorað á stjórn- völd að úthluta aftur aflamarki í rækju á grundvelli laga um stjórn fiskveiða, það er samkvæmt aflahlut- deildum. „Það gilda lög um stjórn fiskveiða og það ber að virða þau eins og önnur lög. Ég vona að atvinnu- veganefnd og Alþingi breyti frum- varpinu þannig að farið verði að lög- um.“ Eðlilegast er að miða við afla- reynslu síðustu þriggja ára við nýja úthlutun aflahlutdeilda í úthafs- rækju, að mati Sigurðar Sigurbergs- sonar, framkvæmdastjóra Soffanías- ar Cecilssonar hf. í Grundarfirði. Hann sagði að þeir sem hefðu stund- að veiðarnar ættu að fá kvóta en ekki hinir sem ekki veiddu. Sigurður benti á að skarkoli hefði verið tekinn úr kvóta á sínum tíma. Þegar hann var settur aftur inn hefði verið miðað við nýja aflareynslu við úthlutun kvóta. Sigurður sagði mikla þörf á að kvótasetja rækjuna til að búa til meiri verðmæti. Skiptar skoðanir um rækjukvóta  Stjórnarfrumvarp um kvóta í úthafsrækju og rækju við Snæfellsnes  70% kvóta miðist við afla- hlutdeild hvers skips í úthafsrækju og 30% við veiðireynslu sl. þrjú ár þegar veiðar voru frjálsar Morgunblaðið/Skapti Kvóti Aftur kvóti á úthafsrækju. Reykvíkingar voru minntir á árstíðarskiptin í gær þegar snjókorn féllu í höfuðborginni um stund en enn sem komið er hafa borgarbúar far- ið varhluta af fullum þunga vetrar, ólíkt sam- löndum sínum í öðrum sveitum. Í umferðinni má merkja grandvara á negldum hjólabúnaði, sem mun skila þeim örugglega á áfangastað þegar göturnar leggur, og þá hafa húfur og vettlingar augljóslega ratað greiðlega upp úr skúffunum. Morgunblaðið/Eggert Snjókorn falla í miðborginni Kuldaboli glefsar í höfuðborgarbúa Icelandair flutti 8% fleiri farþega nú í október en í sama mánuði í fyrra. Félagið flutti nú um 185.000 farþega í millilandaflugi sínu. Framboð sæta jókst um 12% á milli ára og sætanýt- ing var 78,1% samanborið við 80,6% á sama tíma í fyrra. Farþegum fjölg- aði mest á Norður-Atlantshafsmark- aðinum eða um 17,8%. Farþegar í innanlandsflugi og í Grænlandsflugi voru rúmlega 26.000 í október síðastliðnum og fækkaði um 8% á milli ára, samkvæmt til- kynningu Icelandair. Framboð fé- lagsins var um 3% minna en í októ- ber 2012. Sætanýting var 71,5% og minnkaði um 5,2 prósentustig á milli ára. Fraktflutningar jukust um 2% frá fyrra ári og nýting á hótelum félags- ins var 61,9% samanborið við 67,6% í október í fyrra. gudni@mbl.is Aukning í flugi Icelandair Icelandair Fleiri farþegar í október. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30 living withstyle Við hlökkum til jólanna JÓLAVARAN ER KOMIN CANDLE 30 STK. Í PK. 1.995

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.