Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 13

Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Ég vil lifandi og heilbrigða borg sem er full af valkostum í húsnæðismálum, samgöngukostum og skólamálum. Það er tímabært að hlúa að starfsumhverfi og aðstöðu eldri Reykvíkinga en sámála- flokkurmun vaxamikið á næstu árum. Tækifærin til að efla og stækka borgina okkar eru óþrjótandi. Eftir að hafa starf- að að borgarmálum í áratug þekki ég Reykjavík og hef skýrar hugmyndir um hvernig við getum gert hana að enn betri borg fyrir okkur öll. Égóska eftir stuðningi ykkar til að leiða Sjálfstæðisflokkinn til sigurs í borgar- stjórnarkosningunumnæsta vor. Kosningaskrifstofa Ármúla 7 » thorbjorghelga.is » thorbjorghelga Þorbjörg Helga 1. sæti Reykjavík Ernst Backman, eigandi og hönn- uður Sögusafnsins í Perlunni, vinn- ur nú að því að standsetja gamla Alliance húsið úti á Granda. Þangað ætlar hann að flytja Sögusafnið úr Perlunni, í síðasta lagi í janúar á næsta ári. Auk safnsins verður hann þar með verslun, kaffiteríu, lítið leikhús og myndbandasýningu, auk ljósmyndasýningar um sögu hússins. Reykjavíkurborg keypti húsið fyrr á þessu ári og hefur Ernst gert 25 ára leigusamning við borgina. „Það er ljómandi gott að vera hér en það væri betra fyrir mig ef ég ætti pening í þessa flutninga,“ segir Ernst. Hann er ósáttur við að þurfa að fara úr Perlunni þar sem fimm ár voru eftir af leigusamningnum. Þar byggði hann upp einn tankinn undir safnið en er nú gert að fara þar út fyrir náttúruminjasafn sem á að flytja þar inn á næstu árum. „Ég lagði út í heilmikinn kostnað við að gera tankinn kláran fyrir safn. Ég á heilmiklar fjárfestingar í tankinum en á nú að víkja fyrir ríkinu og ber allan kostnað af þeim flutningum sjálfur.“ Ernst býst þó við að Sögusafnið eigi eftir að blómstra á nýjum stað í nálægð við Norðurljósasafnið og Sjóminjasafnið úti á Granda. „Ég fer úr 400 fermetrum upp í 760 sem býður upp á nýja möguleika. Hingað koma margir ferðamenn og hér við höfnina er allt að byggjast upp.“ ingveldur@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Grandi Ernst Backman flytur Sögusafnið úr Perlunni í gamla Allianz húsið. Sögusafnið út á Granda  Ósáttur við að þurfa að fara úr Perlunni  Fimm ár eftir af leigusamningnum  Byggði upp tankinn sjálfur Vinna við úttekt á stöðu viðræðna Vinna við úttekt sem ríkisstjórnin hefur boðað á stöðu viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu er hafin hjá Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands. Stefnt er að kynn- ingu skýrslunnar í janúar nk. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gunn- ars Braga Sveinssonar utanrík- isráðherra við fyrirspurn Óla Björns Kárasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins. „Vinna við út- tekt á stöðu aðildarviðræðna við ESB og þróun mála innan þess er hafin. Samningur hefur verið und- irritaður við Hagfræðistofnun Há- skóla Íslands um framkvæmd út- tektarinnar. Samninginn, ásamt minnisblaði sem markar hinn efn- islega ramma hennar, er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins,“ segir í svari ráðherrans. Reuters Mennta- málaráðuneytið hefur ákveðið að fresta gild- istöku nýs námsmats fyrir grunnskóla um eitt ár eða til vorsins 2016. Einkunnir verða því enn um sinn gefnar upp í tölustöfum, alveg upp í 10, en ekki í bókstöf- unum A, B, C og D. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að það hafi nýlega kannað hvernig gengi að innleiða nýjar námskrár í grunnskólum. Fyrstu niðurstöður þeirrar könnunar sýni að nær allir skólar séu komnir vel á veg við að innleiða almennan hluta námskráa. Útgáfa greinanám- skráa hafi tafist nokkuð og því sé innleiðing þeirra skemmra á veg komin, þó svo 30% grunnskóla segi þá vinnu vera langt komna. „Mikil- vægur þáttur í innleiðingu nýrra námskráa eru breytingar á náms- mati við lok grunnskóla sem áætlað var að tæki gildi vorið 2015. Hafa komið fram óskir frá sveitar- félögum og samtökum kennara um að svigrúm til innleiðingar þessa þáttar verði aukið,“ segir í tilkynn- ingunni. Könnunin og óskir hags- munaaðila hafi orðið til þess að frestað hefur verið að taka upp nýtt námsmat. Fá ekki A, B, C eða D fyrr en 2016  Reglum um nýtt námsmat frestað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.