Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 16

Morgunblaðið - 07.11.2013, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum Sýning á frum- skjölum mann- talsins árið 1703 verður í húsnæði Þjóðskjalasafns Íslands, Lauga- vegi 162 í Reykjavík, laugardagana 9. og 16. nóv- ember. Menningar- málastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, samþykkti fyrr á árinu umsókn Þjóðskjalasafnsins um að manntalið yrði sett á lista Samein- uðu þjóðanna yfir Minni heimsins. Sýningin er haldin í tilefni af Norræna skjaladeginum. Sýning á manntal- inu frá 1703 Síða úr manntalinu 1703. Þjóðbúningadagar verða haldnir í Minjasafninu á Akureyri um helgina, milli kl. 13 og 17 laug- ardag og sunnudag. Dagarnir eru haldnir í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands, sem fagnar 100 ára afmæli í ár og Handraðans, sem er félagsskapur fólks í Eyjafirði sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á íslenskum þjóðháttum. Þjóðbúningadagar hefjast á nám- skeiði í gerð undirpilsa fyrir þjóð- búninga, sem Oddný Kristjáns- dóttir, klæðskerameistari, stýrir. Hún flytur einnig fyrirlestur um þjóðbúninga á laugardag. Aðgangsmiði í safnið gildir á sýn- inguna og þeir sem mæta í þjóðbún- ingum fá frítt inn. Þjóðbúningar Konur í þjóðbúningum. Þjóðbúningadagar í Minjasafni Akureyrar STUTT Fyrirlestur um ísmanninn Ötzi verður haldinn í Bókasal Þjóð- menningarhússins í dag klukkan 16. Norski fræðimaðurinn Thorstein Sjövold flytur fyrirlesturinn en Sjö- vold hefur tekið virkan þátt í rann- sóknum á Ötzi, sem fannst árið 1991 í ítölsku ölpunum. Fléttað verður saman niðurstöðum ýmissa rannsókna um ísmanninn auk upp- lýsinga um svæðið þar sem hann fannst. Fyrirlestur um ís- manninn Ötzi SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Tveir fyrrverandi viðskiptastjórar út- lánasviðs Kaupþings voru á meðal þeirra sem báru vitni á þriðja degi að- almeðferðar í Al Thani-málinu svo- nefnda í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þeir voru meðal annars spurðir um 50 milljóna dollara peningamark- aðslán til félagsins Brooks Trading, í eigu sjeiks Mohammeds Al-Thani af Katar í september árið 2008 og 13 milljarða króna lán án trygginga til Gerland Assets, félags Ólafs Ólafs- sonar. Saksóknari lék upptöku af símtali Halldórs Bjarkars Lúðvígssonar, þá- verandi viðskiptastjóra útlánasviðs bankans, við innri endurskoðanda bankans. Þar útskýrir Halldór lán- veitingar vegna viðskipta með rúm- lega 5% hlut í bankanum. Þar sagði Halldór Bjarkar meðal annars að uppbygging viðskiptanna hefði verið til þess gerð að fela hlut- deild Ólafs. Halldór hélt því fram í símtalinu að 50 milljóna dollara lánið til félags sjeiksins hefði verið greiðsla eða mútur til hans fyrir að ljá nafn sitt viðskiptunum með hlutabréfin. Eigin getgátur eftir á Sakborningarnir Hreiðar Már Sig- urðsson, þáverandi forstjóri Kaup- þings, og Magnús Guðmundsson, for- stjóri Kaupþings í Lúxemborg, voru þeir sem lýstu uppbyggingu við- skiptanna og sá fyrrnefndi gaf Hall- dóri Bjarkari fyrirmæli um lán þeim tengd að því er Halldór bar. Samkvæmt vitnisburði hans gaf Hreiðar Már Halldóri fyrirmæli um að greiða út lánið til Brooks Trading þrátt fyrir að lánanefnd bankans hefði ekki samþykkt það. Hreiðar Már hafi sagt honum að hafa ekki áhyggjur af því. Verjandi Hreiðars Más dró þetta í efa og sagði engin gögn til um samskipti hans og Hall- dórs Bjarkars og að skjólstæðingur sinn minntist ekki að hafa rætt þetta við hann. Á þessu kunni Halldór Bjarkar ekki skýringar. Verjandinn krafði Halldór Bjarkar einnig um rökstuðning fyrir fullyrð- ingum sínum um mútur til Al-Thani og að fela hafi átt þátt Ólafs í viðskipt- unum. Halldór Bjarkar svaraði því til að um getgátur sínar væri að ræða eftir að hann hefði farið yfir uppbygg- inguna eftir á. Mundi lítið eftir málinu Kollegi Halldórs Bjarkars á út- lánasviði Kaupþings, Guðmundur Þór Gunnarsson, gaf næstur skýrslu. Þrátt fyrir að saksóknari spyrði hann ítrekað um viðskiptin með hlutabréf- in og lán vegna þeirra sem fóru í gegnum hans svið í bankanum sagð- ist viðskiptastjórinn fyrrverandi ekki muna eftir efni fundar með Hreiðari Má, Magnúsi og Halldóri Bjarkari um lánveitingarnar, hver hefði gefið fyrirmæli um þær eða umræðum um viðskiptin á þessum tíma. Guðmundur Þór sagði þó að hann hlyti að hafa vitað af peningamark- aðsláninu til Brooks Trading og lán- inu til Gerland Assets en hann myndi þó ekki eftir því. Þá óskaði hann eftir að fá að breyta framburði sínum frá því í skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara. Þar hafði hann sagt að ef hann sjálfur hefði af- greitt lán til Gerland Assets, sem hann myndi ekki hvort hann hefði gert, þá hefði það verið Hreiðar Már eða yfirmaður hans á útlánasviði, Bjarki Diego, sem hefðu gefið fyr- irmæli um að lánað yrði án þess að samþykki lánanefndar lægi fyrir áð- ur. Hann hefði síðan þá áttað sig á að það hefði verið Halldór Bjarkar sem hefði afgreitt lánið. Saksóknari spurði Guðmund Þór í kjölfarið hvort hann hefði rætt við sakborninga eða verjendur þeirra í aðdraganda aðalmeðferðar málsins. Vitnið játaði því. Til þess gert að fela aðkomu Ólafs  Fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings taldi lán til sjeiks Al-Thani vera mútur  Hreiðar Már kannast ekki við að hafa gefið honum fyrirmæli um lánið  Vitni mundi ekkert Morgunblaðið/Rósa Braga Vitni Halldór í héraðsdómi. Þeir Guðmundur Þór höfðu báðir stöðu sakbornings við rannsókn málsins um tíma. Lara E. Schweiger, sem var lög- maður á lögfræðisviði Kaup- þings í Lúxemborg, gerði drög að gögnum vegna lánsins til Brooks Trading. Henni hafi ekki verið forsendur lánsins ljósar í byrjun en Eggert Hilmarsson, forstöðumaður sviðsins, hafi svo útskýrt að það væri veitt sem fyrirframgreiðsla á arði vegna lánshæfistengdra skulda- bréfa Deutsche Bank. Schweiger sagðist ekki þekkja önnur dæmi um að lán hefðu verið veitt á slíkum for- sendum þegar saksóknari spurði hvort þetta væri algengt. „Það var ekkert vit í þessu. Við fengum ekki frekari skýringar á því,“ sagði hún. „Var ekkert vit í þessu“ LÖGFRÆÐINGUR Í LÚX Telma Halldórsdóttir, lögmaður, tók sæti í stjórn Q Iceland Holding, félags sjeiks Al-Thani um hluti hans í Kaupþingi. Hún tók þar sæti fyrir milligöngu Ólafs Ólafssonar. Hún bar fyrir dómi að henni hefði hvorki verið kunnugt um lánið til Brooks Trading né Gerland Assets fyrr en við rannsókn málsins. Aldrei hefði komið fram að Ólaf- ur væri þátttakandi í viðskiptunum með bréf Kaupþings. Þegar hún hafi síðar leitað svara hafi Ólafur tjáð henni að kaupin hafi verið tryggð til helminga með sjálfs- ábyrgð sjeiksins og veði í bréf- unum sjálfum. Hún hafi hins vegar ekki vitað að Kaupþing hefði sjálft fjármagnað kaupin að fullu. Henni hafi áður skilist að sjeikinn fjár- magnaði þau sjálfur. Guðmundur J. Oddsson var einnig stjórnarmaður í Q Iceland Holding, en honum var heldur ekki kunnugt um að Ólafur kæmi að viðskiptunum. Sjálfur hefði hann ekki komið að kaupunum á hlut- unum í Kaupþingi, né hefði hann þekkt uppbyggingu þeirra. Telma hafði áður sagt Guðmund eiga lítinn hlut í félagi sjeiksins en Guðmundur sagði það misskilning. Vissi ekki um fjármögnunina STJÓRNARMENN Í Q ICELAND HOLDING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.