Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 20

Morgunblaðið - 07.11.2013, Side 20
SUÐURLAND DAGA HRINGFERÐ EYRARBAKKI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Endurbótasmiðir hafa góðan efni- við hér á Eyrarbakka. Á blóma- tíma byggðarlagsins, það er frá aldamótunum 1900 og fram yfir 1920, voru hér byggðir tugir íbúð- arhúsa og vandað til verka. Gjarn- an eru þetta hús sem eru kannski 50-70 fermetrar að flatarmáli og eru kjallari hæð og ris. Nokkur slík höfum við gert upp á undan- förnum árum sem hefur verið afar ánægjulegt að glíma við,“ segir Gísli Ragnar Kristjánsson á Eyr- arbakka. Eignaðist hús nítján ára Bræðurnir Gísli Ragnar og Guðmundur Kristjánssynir hafa starfað saman um langt árabil sem húsasmiðir. Þeir einbeita sér að viðhaldi og endurbótum og hafa komið að slíkum verkefnum á Eyrarbakka og víðar. „Áhugi minn á endurgerð gamalla húsa vaknaði strax þegar ég var á unglingsaldri. Ég var nítján ára, árið 1991, þegar við bræður keyptum húsið Hallanda, sem er í Skúmsstaðahverfinu hér vestast á Eyrarbakka. Það er dæmigert lítið alþýðuhús sem byggt er snemma á 20. öldinni,“ segir Gísli. Þeir bræður eiga nokkur eldri hús á Bakkanum sem þeir hafa endurbyggt nánast frá grunni og gert þannig úr garði að eftirtekt vekur. Úrvalstimbur og vinnu- brögð til fyrirmyndar Um þessar mundir vinna Gísli og Guðmundur að endurbótum á húsinu Stígprýði sem er við Eyr- argötu. Þetta er lítið timburhús, byggt árið 1915, og fengu nýir eig- endur bræðurna þjóðhögu til að annast endurbætur. „Okkur miðar vel áfram, nú á að taka tvær hlið- ar á húsinu í gegn sem er um mánaðar verkefni,“ segir Gísli Ragnar. „Oft hefur vakið athygli mína úr hve góðu timbri húsin hér á Eyrarbakka, sem eru byggð í upp- hafi 20. aldarinnar, eru,“ segir Gísli Ragnar. „Vinnubrögðin hafa líka verið til fyrirmyndar; stoðvirki er tapp- að saman, burðarbitar trénegldir. Svo slaknar á þessu þegar kemur nær nútímanum. Upp úr 1930 og eftir það var í ríkari mæli farið að nota til dæmis kassafjalir eða af- gangstimbur í til dæmis milliveggi og viðbyggingar. En auðvitað end- urspeglar þetta tíðarandann, kreppu, heimsstyrjöld og seinna haftatímabilið þegar innflutningur á byggingaefni og öðru var ströngum skilyrðum háður.“ Húsið er staðarprýði Meðal minnisstæðra verkefna í áranna rás nefnir Gísli aðkomu þeirra bræðra að endurbótum á Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Einnig Húsinu á Eyrarbakka, þar sem Byggðasafn Árnesinga er nú. Úrvalsviður aldamóta  Bræðurnir Gísli Ragnar og Guðmundur Kristjánssynir vinna við að endurbæta gömlu húsin á Eyrarbakka  Tugir bygginga frá um 1900 standa enn  Í upprunalegt horf Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjóðhagar Bræðurnir Gísli Ragnar, til vinstri, og Guðmundur fyrir utan húsið Stígprýði á Eyrarbakka. Endurgerð þess er tekin í nokkrum áföngum og vandað til verka, sem er nauðsynlegt þegar breyta á og bæta gömul hús.  „Það er gaman að starfa á veitingahúsi og hafa að flestu leyti frítt spil til að móta nýjar áherslur,“ segir Stefán Ólafsson þjónn. Með nafna sínum Krist- jánssyni tók hann sl. vor við rekstri veitingastaðarins Rauða hússins á Eyr- arbakka. Þeir félagar hyggjast á næstunni brydda upp á ýmsu nýju þar, svo sem kynningum á eðalviskíi og úrvalsbjór með veitingum sem hæfa. Þar er Stefán Ólafsson á heimavelli en hann starfaði í mörg ár í Þýskalandi, en óvíða er bjórmenning jafn sterk og þar í landi. „Rauða húsið hefur sérstöðu. Fiskur er áberandi á matseðli hér, svo sem þorskur og ýsa sem hægt er að matbúa á ýmsa vegu. Og þá voru Eyrbekkingar fyrir um sextíu árum fyrstir manna til að veiða og vinna humar, sem við höfum einnig í öndvegi,“ segir Stefán. Hann bætir við að þeir félagar séu nú að und- irbúa jólahlaðborð Rauða hússins sem verður blanda danskra og íslenskra hefða. Með frítt spil og fisk í matinn Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyrarbakki Þorskur, ýsa, viskí og bjór hjá Stefáni í Rauða húsinu.  Eyrarbakkakirkju prýðir altaristafla sem máluð var af Lovísu Danadrottningu sem var drottning Kristjáns IX sem ríkti í Danmörku 1863 til 1906. Kirkjuna teiknaði Jó- hann Fr. Jónsson tré- smiður, hún var vígð ár- ið 1890 og fyrsti prestur kirkjunnar var Jón Björnsson. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar til að út- vega við til byggingar kirkjunnar og fór þar á fund konungshjónanna. Vel fór á með þeim og í framhaldi af þeim fundi gaf Lovísa kirkjunni alt- aristöfluna. Auk alt- aristöflunnar á Eyr- arbakkamálaði hún a.m.k. þrjár aðrar sem finna má í kirkjum í Danmörku. Altaristaflan Hún var máluð af Lovísu Danadrottn- ingu og sýnir Jesú á tali við samversku konuna. Konungleg altaristafla Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Þegar ég var að læra bók- menntafræði var mikið talað um hversu mikið hefði farið for- görðum af bókum eftir íslenskar konur. Þetta sat alltaf í undir- meðvitundinni hjá mér. Löngu síðar rakst ég á safn með bókum eftir breskar konur þegar ég fór til Englands og í framhaldinu ákvað ég að gera þetta,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, bók- mennta- og menningarfræðingur, sem veitir Konubókastofunni á Eyrarbakka forstöðu. Bókastofan opnaði í vor og þar eru bækur eftir íslenskar konur og bækur sem hafa verið skrifaðar um konur auk fjölda tímarita sem fjalla um málefni kvenna. Til stendur að þar verði safn þar sem hægt verði að fræð- ast um íslenska kvenrithöfunda og skoða verk þeirra. Kellinga- og kallabækur Á hvaða hátt fóru bækur eft- ir konur forgörðum? „Í fyrsta lagi var litið niður á þær og varð- veislugildi þeirra því ekki metið jafn mikið og annarra bóka. Lengi vel voru konur nánast úti- lokaðar frá bókmenntasögunni. Orð eins og kellingabækur voru gjarnan notuð um ritstörf kvenna, en það er ekki til neitt Bara kellinga- bækur, engar kallabækur  Í konubókastofunni eru ein- ungis bækur eftir konur Morgunblaðið/Ómar Mikill dýrgripur Rannveig Anna með Handavinnubókina frá árinu 1886. Undirtitill hennar er: „Leiðarvísir til að nema ýmsar kvenlegar hannyrðir“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.