Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 35
flytja þangað eftir menntaskólann. Draumurinn varð að veruleika þegar ég og þáverandi kærasti og núverandi eiginmaður, Haraldur Guðni, fluttum til Montpellier í Suður-Frakklandi þar sem við lærðum frönsku fyrir út- lendinga í Université de Paul Valéry í einn vetur. Í seinni tíð höfum við svo einnig búið í Toronto í Kanada, þar sem við vorum við nám, og í Kaup- mannahöfn í Danmörku þar sem maðurinn minn vann. Tvö eldri börn- in okkar búa því að því að þau hafa lært bæði ensku og dönsku. Í dag starfa ég sem sérkennslu- stjóri á leikskólanum Sólhvörfum í Kópavogi. Starfið fékk ég meira fyrir tilviljun en nokkuð annað þegar ég var að leita eftir leikskólaplássi fyrir son minn. Í fyrstu var ég nokkuð hik- andi í því að þiggja starfið þar sem ég hafði sem unglingur rekist á launa- seðil móður minnar sem hefur starfað sem leikskólakennari í tæp 40 ár. Mér finnst undarlegt að þessari starfs- grein og öðrum sem snúa að menntun barna skuli ekki gert hærra undir höfði á Íslandi. Starfið er hins vegar mjög gefandi og litla fólkið sem ég vinn með er yndislegir skjólstæð- ingar. Ég hef einnig unnið sem inn- réttingahönnuður og starfað að lýð- heilsumálum sem verkefnastjóri hjá Áfengis- og vímuvarnaráði sem nú er hluti af Landlæknisembættinu. Til skamms tíma vann ég sem blaðamað- ur í lausamennsku og einnig hef ég gegnt hlutverki táknmálstúlks fyrir litlu systur mína og vinkonu hennar þegar þær voru nemendur í Hús- stjórnarskólanum í Reykjavík. Á há- skólaárunum sat ég í stjórn Röskvu til eins árs auk þess sem ég átti sæti í þriggja manna ársritsnefnd sem hafði umsjón með árlegri útgáfu rannsókn- arrits sálfræðinema.“ Áhugamál „Ég hef verið áhugasöm um heil- brigðan lífsstíl frá því ég var ungling- ur og held að það sé mikið til í því að maður sé það sem maður borðar og legg þess vegna mikið upp úr hollri næringu. Ég hef í seinni tíð líka hug- að í auknum mæli að tengslum líkama og sálar og finn hvað það gerir mikið fyrir andlega líðan að stunda líkams- rækt. Í uppáhaldi er pilates, jóga og sund en ég æfði sund í nokkur ár þeg- ar ég var yngri. Að auki hef ég mikinn áhuga á öllu sem viðkemur hönnun híbýla en ég lærði innanhúshönnun í Toronto í Kanada til skamms tíma.“ Fjölskylda Eiginmaður Ragnheiðar er Har- aldur Guðni Eiðsson, f. 24.5. 1972, forstöðumaður samskiptasviðs Arion banka. Foreldrar hans eru Eiður Svanberg Guðnason, f. 7.11 1939, fyrrverandi umhverfisráðherra og sendiherra, og k.h., Eygló Helga Haraldsdóttir, f. 19.1. 1942, fyrrver- andi píanókennari, bús. í Garðabæ. Börn Ragnheiðar og Haraldar eru Eygló Helga Haraldsdóttir, nemandi í Vatnsendaskóla, f. 6.5. 1999; Jón Hilmir Haraldsson, nemandi í Vatns- endaskóla, f. 10.7. 2003 og Halldór Hrafn Haraldsson, f. 1.4. 2011. Systkini Ragnheiðar eru Jórunn Jónsdóttir, f. 20.10. 1976, meist- aranemi í mannauðsstjórnun í HR, bús. í Kópavogi,og Guðrún Björg Jónsdóttir, f. 30.6. 1982, starfsmaður á Blindravinnustofunni, bús. í Reykjavík. Foreldrar Ragnheiðar eru Jón B. Björgvinsson, f. 14.1. 1949, skipstjóri, og k.h., Halldóra Oddsdóttir, f. 17.8. 1951, leikskólakennari í Reykjavík, bús. í Hafnarfirði. Úr frændgarði Ragnheiðar Jónsdóttur Ragnheiður Jónsdóttir Halldóra Ásmundsdóttir húsfreyja á Starmýri Guðjón Brynjólfsson bóndi á Starmýri í Geithellnahreppi Ragnheiður Guðjónsdóttir húsfreyja í Kópavogi Oddur Helgason sölu- og markaðsstjóri í Mjólkursamsölunni Halldóra Oddsdóttir leikskólakennari í Rvík, bús. í Hafnarfirði Anna Valgerður Oddsdóttir handavinnukennari á Selfossi Helgi Ágústsson vann hjá Kaupfélagi Árnesinga, bús. á Selfossi Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja á Norðfirði Þorleifur Guðjónsson skipstjóri á Norðfirði Ólína Þorleifsdóttir húsfreyja í Rvík Jón B. Björgvinsson skipstjóri í Hafnarfirði Björgvin Jónsson útgerðarmaður og fyrrverandi alþingismaður, bús. í Kópavogi Hansína Jóhannsdóttir húsfreyja á Selfossi Jón B. Stefánsson vann hjá Kaupfélagi Árnesinga, bús. á Selfossi Anna Valgerður Oddsdóttir handmenntakennari í Reykjavík Hansína Ásta Björgvinsdóttir fv. kennari og síðar bæjarfulltr. og bæjarstj. í Kópavogi Þorleifur Björgvinsson verslunareigandi og fyrrv. útgerðarmaður í Þorláksh. Eyþór Björgvinsson læknir í Rvík Elín Ebba Björgvinsdóttir bókari í Rvík Ingibjörg Björgvinsdóttir hjúkrunarfræðingur í Rvík ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013 Vilhjálmur Finsen, stofnandiog fyrsti ritstjóri Morg-unblaðsins, fæddist 7.11. 1883 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Ole Peter Finsen, póstmeistari í Reykjavík, og seinni kona hans, María Þórðardóttir háyfirdómara Jónassen. Á skólaárum sínum var Vil- hjálmur leiðsögumaður og túlkur er- lendra ferðamanna á sumrin og hélt hann því áfram þegar hann var við nám í Kaupmannahöfn. Hann varð stúdent 1902 og cand. phil. 1904 en hann lagði stund á málfræði en skipti yfir í hagfræði. Á námsárum sínum skrifaði hann fréttapistla frá Íslandi í dönsk blöð og varð síðan blaðamaður hjá Politiken. Hann réðst til starfa hjá Marconi-félaginu 1907, lauk prófi frá skóla þess í Liv- erpool, var loftskeytamaður á línu- skipum milli Evrópu og Ameríku og varð síðan kennari við skóla félagsins. Vilhjálmur hætti hjá félaginu 1913 og stofnaði sama ár Morgunblaðið ásamt Ólafi Björnssyni og varð Vil- hjálmur ritstjóri blaðsins. Hann lét af störfum 1921, fluttist til Noregs hóf að vinna fyrir stórblaðið Tidens Tegn í Ósló. Hann varð síðan sendi- fulltrúi Íslands í Svíþjóð og Noregi 1940, sendiherra í Svíþjóð 1946-47 og aðalræðismaður í Þýskalandi 1949. Síðustu æviár sín sinnti hann blaðamennsku og ritstörfum og út komu æviminningabækurnar Alltaf á heimleið (1953), Enn á heimleið (1956) og Hvað landinn sagði erlendis (1958). Í grein um Vilhjálm í Morgun- blaðinu við lát hans segir: „Vil- hjálmur var fjölhæfur og kunnur blaðamaður og í höndum hans varð blaðamennskan oft og tíðum að mik- illi íþrótt. Hann var sívakandi í starfi og óþreytandi að kynna Ísland og ís- lenzk málefni í erlend blöð.“ Kona Vilhjálms var Laura Henri- ette, f. 2.4.1881, d. 11.5. 1960, dóttir Fredriks Stangs Uchermanns, yfir- tollumsjónarmanns í Kaupmanna- höfn. Börn þeirra voru Bergljót söngkona og Gunnar læknir. Vilhjálmur Finsen lést í Ósló 11.10.1960. Merkir Íslendingar Vilhjálmur Finsen 95 ára Ásgeir Magnússon 85 ára Garðar J. Jónsson Steinunn Jóna Bárðardóttir 80 ára Eiríkur Ásgeirsson Gunnar Albertsson Hjörtur Valdimarsson Pálína Pálsdóttir Sigurður P Sigurjónsson 75 ára Karl Eiríksson 70 ára Hallgrímur G Friðfinnsson Úlfar Sveinsson 60 ára Axel Steindórsson Bryndís Kondrup Brynjar Ragnarsson Elenóra Björk Sveinsdóttir Friðmar M Friðmarsson Hafdís Hallgrímsdóttir Hálfdán Sveinbj. Ingólfsson Helga M. Guðmundsdóttir Jón Haukur Hákonarson Jón Rafn Högnason Leó Viðar Leósson Óli Friðgeir Halldórsson Ólína María Jónsdóttir Ólöf Matthíasdóttir Rúnar Daðason Sigurbjörg Stefánsdóttir Soffía Kristjánsdóttir Örn Viðar Erlendsson 50 ára Ásgeir Birgir Einarsson Gunnar Þór Þórmarsson Hafrún Elsa Erlendsdóttir Jóhann Sigurðsson Mexhit Gaxholli Sigurður Ragnar Árnason Willem Cornelis Verheul 40 ára Alexandra Sukhova Arnór Már Másson Árni Árnason Árni Leó Þórðarson Edda Kristín Eiríksdóttir Erika Noemi Daníelsson Erna Ýr Pétursdóttir Gunnar Már Zoëga Judit György Lára Fanney Gylfadóttir Ragnheiður Jónsdóttir Sigurður Jónasson Sigurður R. Kristjánsson 30 ára Árni Már Andrésson Linda Björk Markúsardóttir Marian Zielinski Óskar Freyr Hinriksson Svavar Kjarrval Lúthersson Vítor M. Dos S. Goncalves Þórunn S. Hermannsdóttir Ævar Örn Kvaran Til hamingju með daginn 40 ára Arnór er ACC- markþjálfi og stofnandi og eigandi AM Markþjálf- unar og stundar sálfræði- nám við HÍ. Maki: Gerða Óskarsdóttir, f. 1973, félagsliði. Börn: Þórunn Lilja, f. 1991, Friðrik Már, f. 1991, Jóna María, f. 1997, Rebekka Rut, f. 2001, og Arnór Gabríel, f. 2007. Foreldrar: Már E.M. Hall- dórsson, f. 1945, og Jóna Geirný Jónsdóttir, f. 1947. Arnór Már Másson 30 ára Ævar er Reykvík- ingur, er tölvunarfræð- ingur og starfar sem hug- búnaðarverkfr. hjá CCP. Maki: Iveta Licha, f. 1979, tónlistar- og ensku- kennari. Börn: Óskar Gísli Kvaran, f. 2010, og Álfrún Milena Kvaran, f. 2013. Foreldrar: Ævar R. Kvar- an, f. 1952, og Þóra Guð- mundsdóttir, f. 1959. Þau reka saman lakk- verkstæði. Ævar Örn Kvaran 30 ára Linda er Hafnfirð- ingur en býr í Reykjavík og er talmeinafræðingur á Grensásdeild LSH. Maki: Guttormur Ingi Ein- arsson, f. 1983, kerfis- fræðingur. Börn: Markús, f. 2004, og Erna Sigríður, f. 2012. Foreldrar: Markús Sig- urðsson, f. 1947, rútubíl- stjóri hjá SBA-Norður- leiðum og Erna Brynjólfs- dóttir, f. 1950, vinnur í býtibúri á Sólvangi. Linda Björk Markúsardóttir Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón NÝ LÍNA AF BAÐINNRÉTTINGUM FRÁ IFÖ Baðinnréttingar eru fáanlegar: hvítar háglans – hvítar mattar – ljósgráar – dökkgráar – svört eik Allt í baðherbergið frá A til IFÖ. Opið virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 10–15 Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.