Morgunblaðið - 07.11.2013, Qupperneq 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. NÓVEMBER 2013
Samsett svæði nefnist sýning norska
listamannsins Nils Olavs Bøe sem
opnuð verður í Skotinu í Ljósmynda-
safni Reykjavíkur í dag. Í tilkynningu
frá safninu kemur fram að listamað-
urinn hafi sl. fimmtán ár ljósmyndað
agnarsmáar sviðsmyndir sem hann
býr til í vinnustofu sinni. Meðfram
þeirri iðju búi hann til myndbands- og
hljóðinnsetningar, þar sem ljósmynd-
irnar séu hluti af handriti verksins.
„Í myndröðinni Samsett svæði
vinnur Bøe með tilvísanir úr frétta-
ljósmyndun, af félagslegum eða
stjórnmálalegum toga, hvaðanæva úr
heiminum. Fréttaljósmyndir þessar
notar hann sem útgangspunkt til þess
að búa til þrívíða sviðsetningu í formi
persóna og hluta í smækkaðri mynd í
vinnustofunni. Afraksturinn er vana-
lega mjög frábrugðinn fyrirmyndinni.
Hann hreinsar og endurskipuleggur
mynd eftir sínu höfði, en þó reynir
hann að halda sig í farvegi hennar til
að fanga stemninguna. Svo setur
hann lýsingu og ljósmyndar sviðsetn-
inguna. Sýning stendur út árið.
Samsett
svæði í
Skotinu
Myndaröð Ein mynda Nils Olavs Bøe.
Sveinn Guðmunds-
son heldur útgáfu-
tónleika á efri hæð
Gamla Vínhússins
í Hafnarfirði í
kvöld kl. 20. Þar
fagnar hann út-
gáfu plötunnar
Fyrir herra Spock,
MacGyver og mig
sem er fyrsta plata
Sveins. „Tónlistin á plötunni sam-
anstendur af lágstemmdri gítarmúsík
með sjálfspeglandi textum. Sveinn
syngur um magaólgur, grímuböll,
frændur, klukkur, feluleiki, ketti,
skugga, sár og sjálfan sig. Lögin
byggjast upp á gítar og söng en eru
studd af kontrabassa, básúnu, ritvél,
melódiku og einstaka rafmagnsgítar
og rafbassa,“ segir í tilkynningu.
Magnús Leifur Sveinsson var upp-
tökustjóri en kom einnig að hljóð-
færaleik og bakröddum. Kristján
Hafsteinsson lék á kontrabassa í
þrem lögum. Kristmundur Guð-
mundsson, Örn Ragnarsson og Gunn-
laugur Sveinsson mynduðu svo karla-
kór í einu lagi. Aðgangur er ókeypis.
Fagnar sinni
fyrstu plötu
Sveinn
Guðmundsson
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Fyrsti þáttur af sex í nýrri tónlist-
arþáttaröð RÚV, Stúdíó A, verður
sýndur í kvöld kl. 21.25. Þátturinn
dregur nafn sitt af myndverinu sem
hann er tekinn upp í og munu fjór-
ar hljómsveitir og tónlistarmenn
koma fram í hverjum þætti og
flytja nýja, íslenska tónlist. Stjórn-
andi þáttarins er Ólafur Páll Gunn-
arsson, tónlistarspekingur og þátta-
gerðarmaður á Rás 2.
Ekki stæling á Holland
RÚV hefur að undanförnu sýnt
nokkra af tónlistarþáttum Jools
Holland sem sýndir hafa verið um
árabil á BBC 2, einni af sjónvarps-
stöðvum breska ríkisútvarpsins, en
í þeim fær Holland til sín þær
hljómsveitir og tónlistarmenn sem
ofarlega eru á baugi hverju sinni.
Það liggur því beinast við að spyrja
Ólaf hvort hann sé með þáttunum
orðinn hinn íslenski Jools Holland.
„Það er ekkert leyndarmál að
þættirnir eru byggðir á því frábæra
konsepti en það er ekkert verið að
stæla þetta alla leið. Þetta snýst um
lifandi tónlistarflutning í sjónvarp-
inu og það eru fjögur atriði í hverj-
um þætti, fjórar hljómsveitir eða
listamenn og við reynum að blanda
þessu saman þannig að þetta verði
skemmtilegur kokteill. Það sem
mér finnst skemmtilegt við þetta er
að þetta er alvöru, lifandi flutn-
ingur, það hefur ekki verið gert
neitt mikið af því í langan tíma,“
segir Ólafur. Hljómsveitirnar leiki
fyrir áhorfendur í sal og útkoman
sé virkilega góð, að hans mati. „Það
er ekki verið að spila gamla smelli,
þetta er allt saman ný tónlist,“ seg-
ir Ólafur um tónlistina í þáttunum.
Skarphéðinn sló til
„Ég er búinn að fara með svipaða
hugmynd og þessa til margra dag-
skrárstjóra, ætli ég hafi ekki kynnt
hana fyrir þremur eða fjórum,“
segir Ólafur. Skarphéðinn Guð-
mundsson, dagskrárstjóri RÚV,
hafi vitað af því og slegið til. Spurð-
ur út í uppbygginguna á þáttunum
segir Ólafur að hann kynni hljóm-
sveitirnar til leiks en láti svo lítið
fyrir sér fara fyrir utan að spjalla
örstutt við flytjendur milli laga.
Tónlistarflutningurinn sé aðal-
atriðið.
Hvað valið á hljómsveitum varðar
segir Ólafur að þær þurfi að vera
áhugaverðar, blandan skemmtileg
og höfði vonandi til breiðs aldurs-
hóps þannig að öll fjölskyldan geti
haft gaman af. Til dæmis koma
fram í fyrsta þætti Ásgeir, Kaleo,
Ragnar Bjarnason og Markús
Bjarnason.
Skemmtilegt tækifæri
„Mér finnst ferlega skemmtilegt
að fá tækifæri til að gera þetta og
vonandi er þetta þess eðlis að það
verði fleiri þættir gerðir en þessir
sex. Þetta er öðruvísi en verið hefur
og kemur að einhverju leyti í stað-
inn fyrir tónlistina sem hefur verið
í Kastljósinu. Að mínu viti er þetta
skemmtilegra, þú færð þarna fjög-
ur atriði og sumir spila eitt lag, aðr-
ir tvö eða þrjú. Það er rúllað á milli
flytjenda og þetta er góð heimild
um það sem er að gerast í íslenskri
tónlist,“ segir Ólafur og bætir því
við að ef Ísland sé þekkt fyrir eitt-
hvað þá sé það tónlistin og því eigi
RÚV að bjóða upp á þætti á borð
við Stúdíó A. „Ég er bara ótrúlega
hamingjusamur yfir því að fá að
vera með í þessu.“
Morgunblaðið/Rósa Braga
Tónlistarmannafjöld Ólafur Páll með hljómsveitunum sem koma fram í þriðja þætti Stúdíó A: Sálinni hans Jóns míns, Leaves, Monotown og Berndsen.
„Alvöru, lifandi flutningur“
Ný sjónvarpsþáttaröð, Stúdíó A, hefur göngu sína á RÚV í kvöld undir stjórn
Ólafs Páls Gunnarssonar Fjórar hljómsveitir koma fram í hverjum þætti
Morgunblaðið/Rósa Braga
Öflugur Berndsen syngur af innlifun við tökur á þriðja þætti Stúdíó A.
STOFNAÐ1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n S k i p h o l t 5 0 a | S í m i 5 8 1 4 0 2 0 | w w w . g a l l e r i l i s t . i s
M
ál
ve
rk
:
Si
g
u
rb
jö
rn
Jó
n
ss
o
n