Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.2014, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  6. tölublað  102. árgangur  HEIMILDARMYND, FURÐULJÓS OG FATAHÖNNUN FLJÚGANDI NORNIR SVERRIR GEFUR ÚT FYRSTU SKÍFU SÍNA SÉRSTÖK BÓK UM MANNLÍF Í MALAVÍ 10 ÞERAPÍUPLATA 39GJÖRNINGASYRPA 38 „Það er brjálað að gera. Þetta er búið að vera svona frá því fyrir jól,“ sagði Eyjólfur Einarsson, hjá bílaþvottastöðinni Splass í Kópavogi. „Það vilja allir vera á hreinum bíl um jól og áramót og svo er það líka tíðin.“ Bílaröðin rann á færibandi í gegnum stöðina í gær. Bílarnir eru hand- þvegnir hjá Splass, þurrkaðir og bónaðir og skolaðir með eimuðu vatni. Bíleigendur eru ánægðir með það, að sögn Eyjólfs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílarnir þvegnir og gljáfægðir Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Það stefnir í erfiðar kjaraviðræður opinberra starfsmanna en fulltrú- ar framhaldsskólakennara og Bandalags háskólamanna segja markið sett á að ná fram lang- þráðum leiðréttingum í yfirstand- andi viðræðum. Samninganefnd ríkisins fundaði með fulltrúum BHM og Kennarasambands Ís- lands á mánudag og fulltrúum Bandalags starfsmanna ríkis og bæja í gær. „Það er svolítið misjöfn nálgunin hjá þeim þannig að maður áttar sig ekki alveg á því hvernig framhaldið verður,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninganefndarinnar. „BSRB og BHM eru með mismun- andi nálgun varðandi bæði samn- ingslengd og inntak, og nálgun KÍ er svo allt öðruvísi, þannig að þetta er svolítið sundurlaust eins og er,“ segir hann. Gunnar segir samningsafstöðu ríkisins alltaf hafa verið skýra, það sé verðmætasköpunin á almenna markaðnum sem ráði ferðinni og ríkið ætli sér að vera í takti við hann. Þar sem samningarnir á al- menna markaðnum séu hins vegar uppbyggðir á annan hátt en samn- ingar hins opinbera, verði meira horft til þess að kostnaðaráhrifin verði sambærileg. Tuttugu og þrjú aðildarfélög BHM koma sameiginlega að við- ræðum um launaliðinn og að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur, for- manns BHM, kynnti samninga- nefndin áherslur sínar á fundinum á mánudag. „Öll árin frá hruni hef- ur okkar hópur setið til hliðar, það var lögð áhersla á lægstu launin og það hefur orðið til þess að gjald- fella störf háskólamenntaðra,“ seg- ir hún. Mikil samstaða sé innan hópsins um að ná fram leiðréttingu. Ætla að ná fram leiðréttingu  Fulltrúar framhaldsskólakennara og Bandalags háskólamanna stefna á að rétta hlut félagsmanna í yfirstandandi kjaraviðræðum  Ríkið fylgir þróun á almenna markaðnum MDugir ekki að horfa » 4  Stjórn Persónuverndar mun væntanlega fjalla á nýjan leik um götusýn ja.is en fyrirtækið (Já) hef- ur ekki enn staðfest að það hafi far- ið eftir úrskurði Persónuverndar um að afmá persónugreinanlegar upplýsingar úr götusýn sinni. Já hafði frest til 1. október til að senda slíka staðfestingu. Þrátt fyrir skýr ákvæði í úrskurði Persónuverndar má enn sjá fjölda andlita og bílnúm- era, m.a. við Glæsibæ (Álfheima 74) en þar er Já einmitt til húsa. »8 Já hefur ekki stað- fest að farið hafi verið eftir úrskurði Já Númerin sjást ágætlega á bílum við Glæsibæ. Já er til húsa í nýja turninum. „Það er okkar tilfinning að það sé hreinlega verið að reisa girðingar til að draga úr því að fólk sæki sér heil- brigðisþjónustu,“ segir Unnur Pét- ursdóttir, formaður Félags sjúkra- þjálfara, en hún segir að með setn- ingu nýrrar reglugerðar hafi yfirvöld einhliða slitið rammasamningi við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Samkvæmt reglugerð 1189/2013 er það nú forsenda fyrir greiðsluþátt- töku Sjúkratrygginga Íslands í sjúkraþjálfun að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni. Áður gat fólk sótt tíu tíma án þess að hafa formlega beiðni og ákvæði þess efnis er að finna í rammasamningi sem rann út í byrjun síðasta árs en enn er unnið eftir. „Fólk er alveg á suðupunkti“ „Svona hagar fólk sér ekki þegar um tvíhliða samninga er að ræða,“ segir Unnur en breytingin hafi verið ákveðin fyrirvaralaust og án samráðs við sjúkraþjálfara. Fólk gæti nú þurft að bíða dögum saman eftir að fá tíma hjá lækni til að komast í sjúkraþjálf- un, í stað þess að geta fengið lausn sinna mála án tafar. Hún segir að í fjárlagafrumvarpinu 2014 hafi komið fram að skera ætti niður um 100 milljónir í þjálfun en hún segir ómögulegt að átta sig á því hvernig menn hyggist spara með þessari breytingu, þar sem ríkið greiði 5.600 krónur fyrir hvern ein- stakling sem leitar til heilsugæsl- unnar til að fá beiðni og þeir sem hafi nýtt sér fyrrnefnt úrræði hafi verið 12.000 talsins, bæði 2012 og 2013. „Maður heyrir að það er ofboðslegur kurr í sjúkraþjálfurum og það rignir inn tölvupóstum,“ segir Unnur um óánægju sjúkraþjálfara. „Fólk er alveg á suðupunkti.“ holmfridur@mbl.is Þurfa nú beiðni frá lækni  Reglugerðin stang- ast á við samninginn Karli og konu var bjargað út um glugga á brennandi íbúð í raðhúsi við Mávabraut í Keflavík í gærkvöld. Tilkynnt var um eld í íbúðinni klukk- an 20.55. Fjölmennt lið lögreglu og slökkviliðs Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn. Þá var mikill reykur og einhver eldur í íbúðinni. Lögreglan hafði náð öðru þeirra sem í íbúðinni voru út um stóran glugga á jarðhæð hússins þegar slökkviliðið kom. Síðan hjálpuðust lögreglumenn og slökkviliðsmenn að við að bjarga hinu út um sama glugga, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja. Fólkið var talið hafa fengið reykeitrun. Það var flutt á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja til aðhlynningar og þaðan á Landspítalann í Fossvogi. Ekki fengust nánari upplýsingar um líðan fólksins áður en blaðið fór í prentun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var aðgerðum slökkviliðs lokið um klukkan 22.00. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni af völdum elds, sóts og reyks. Eldsupptök voru ókunn. gudni@mbl.is, larahalla@mbl.is Tveimur bjargað úr brennandi íbúð  Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Keflavík Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Eldsvoði Lögregla og slökkvilið bjargaði fólkinu út um stóran glugga á jarðhæð hússins. Grunur lék á reykeitrun og var fólkið flutt á sjúkrahús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.