Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 2

Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þegar maður er búinn að mjólka kýr í sextíu ár þá skilur maður ekki að það sé neitt verra að gera það en annað sem maður vinnur,“ segir Margrét Ingvarsdóttir, bóndi á Ytri-Mælifellsá í Efribyggð í Skagafirði. Hún og sonur hennar, Jón bóndi Arnljótsson, handmjólka kýrnar í fötur tvisvar á dag, eins og gert hefur verið á þessum bæ frá upphafi kúabúskapar. Ytri-Mælifellsá er eina kúabú landsins sem selur mjólk sem hand- mjólkuð er, að því er fram kemur í skýrslu Landssambands kúabænda um fjósgerðir og mjaltaaðferðir. Raunar hefur búið verið sér á báti að þessu leyti í tuttugu ár. Mjólkin er alltaf fyrsta flokks, það stað- festir Mjólkursamlagið á Sauð- árkróki. Sjö bú til viðbótar nota enn gamla fötumjaltakerfið. Mjólkin rennur í fötu sem fjósamaðurinn ber í mjólkurhús og hellir í mjólk- urtank. Kvígurnar lenda á Jóni Margrét og Jón fara saman í fjós og mjólka þrjár til fjórar kýr hvort. Tekur það rúma klukkustund, hvert mál. Margrét segist alltaf sjá um sömu kýrnar, kvígurnar lendi frekar á Jóni enda séu þær ódælli. „Þetta er framtaksleysi, ætli það hljóti ekki að vera,“ segir Margrét þegar hún er spurð hvers vegna ekki hafi verið skipt yfir í fötukerfi á sínum tíma eða rörmjaltakerfi. Hún segir reyndar að þau séu með fáar kýr og laga þurfi fjósið mikið til þess að það borgi sig að taka upp nýjungar í mjaltatækni. „Það endar sjálfsagt með því. Annars erum við farin að fullorðn- ast dálítið,“ segir Margrét sem er komin vel á áttræðisaldur. Annars segir hún að aðstaðan í fjósinu á Ytri-Mælifellsá sé ekki verri en hún hafi lengi verið. Hins vegar séu svo miklar framfarir og breytingar á öllum sviðum annars staðar að sam- anburðurinn verði óhagstæður. Margrét hefur komið á kúabú með mjaltaþjóni og leist bara þokkalega á. Hún reiknar þó ekki með að sjá mjaltaþjón á eigin búi. „Það er fullmikil fjárfesting fyrir svona lítið bú. Ég lifi það sjálfsagt ekki að það komi lítill, sætur róbót fyrir sjö kýr,“ segir hún. » 14 Ekkert verra en hvað annað  Kýrnar enn handmjólkaðar á Ytri-Mælifellsá  Sjö bú eru með gamla fötumjaltakerfið  Ég lifi það sjálfsagt ekki að það komi lítill, sætur róbót fyrir sjö kýr, segir Margrét Ingvarsdóttir Morgunblaðið/Björn Mjaltir Alltaf hefur verið handmjólkað á Ytri-Mælifellsá og fara Jón og Margrét saman í fjós. Búið hefur oft verið með afurðahæstu búum í héraði. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Síðasti bakkinn í röð nokkurra lægða sem gengið hafa yf- ir landið norðan- og austanvert hver á fætur annarri síð- an á Þorláksmessu kemur, ef spár veðurfræðinga ganga eftir, inn yfir norðan- og austanvert landið nú í morguns- árið. Því fylgir slydda við ströndina þar sem hiti verður nálægt frostmarki. Inn til landsins verður kaldara og þar má gera ráð fyrir snjókomu. „Þessar lægðir hafa verið eins og veðurspár hafa sagt fyrir. Það hefur í raun fátt komið á óvart,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Hann minnir á að veðrátta eins og ríkt hafi að undanförnu sé ekki óalgeng um þetta leyti árs, en hve lengi þetta tíðarfar hafi staðið sé hliðstæðulítið. Hefur það sem kunnugt er raskað sam- göngum og valdið töfum. Á móti kemur að búið er að opna skíðasvæðin, til dæmis fyrir norðan, og nú gildir þekkt slagorð Akureyringa fremur en nokkurntíma fyrr: Það er nægur snjór í Hlíðarfjalli! Að sögn Einars má gera ráð fyrir nokkuð aðgerða- litlu veðri fram að helgi en austlægar áttir verða þó ríkjandi samkvæmt spám og síðan snýst í vestanátt. Um helgina er hins vegar gert ráð fyrir því að djúp lægð sunnan úr höfum stígi dansinn og þá snúist í hvassa SA- og jafnvel S-átt og með hlýindum og rigningu. Mun þá þann snjó og einkum klaka sem nú er yfir landinu sunn- anverðu, svo sem höfuðborgarsvæðinu, væntanlega taka upp að talsverðu leyti. Langtímaspárnar eru þó ekki ná- kvæmar enn og ýmislegt gæti hliðrast og breyst fram á sunnudag. Snýst úr norðlægum áttum í slyddu syðra  Veðraskil í kortum  Hlýnar og klaki í borginni bráðnar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Eftir snjókomu að undanförnu eru ruðningar við götur og klaki á stéttum á Akureyri og færi erfitt. „Þetta blessaðist allt að lokum og skipaferðir eru aftur komnar á áætlun,“ segir Ólafur William Hand, blaðafulltrúi Eimskips. Nokkrar tafir urðu á siglingum flutningaskipa til landsins fyrir jól vegna veðurs og þótti kaup- mönnum, sem voru áhyggjufullir, að ekki mætti tæpara standa. Flestir voru raunar nokkru fyrr komnir með jólasendingarnar í hús, en ýmis ferskvara var á síðustu stundu svo koma mætti henni áfram í verslanir áður en tíðin gengi í garð. Það tókst að lokum. Ameríkuskipinu Reykjafossi seinkaði um þrjá daga og Evrópuskipin voru sömuleiðis nokkuð á eftir áætlun. „Vegna veðurs bæði hér fyrir vestan okkur og sunnan landið voru skipin að sigla upp í vindinn og það eru bara aðstæður sem við ráðum ekkert við. En heim komust þau og á siglingaáætlun okkar er ör- lítill slaki þannig að við náum að vinna tafir upp, eins og nú hefur gerst,“ segir Ólafur. Flutningaskipin eru aftur komin á áætlun KAUPMENN VORU ORÐNIR ÁHYGGJUFULLIR Ólafur William Hand Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lýst var yfir hættustigi vegna snjó- flóðahættu á Ísafirði í gær. Reitur 9, sem er atvinnusvæði, var rýmdur og sorpmóttöku við Funa lokað. Áfram var í gildi óvissustig vegna snjóflóða á norðanverðum Vestfjörðum. Mikill snjór er til fjalla á norðan- og aust- anverðu landinu. Harpa Grímsdóttir, fagstjóri of- anflóðavár hjá Veðurstofunni, kvaðst síðdegis í gær ekki eiga von á frekari rýmingu ef veður héldist eins og það var í gær. „Við fylgjumst vel með og grípum til aðgerða ef á þarf að halda. Við erum á óvissustigi og með sólarhringsvakt,“ sagði Harpa. Í fyrradag og fyrrinótt féllu tvö snjóflóð í Syðridal inn af Bolungar- vík. Þau ógnuðu ekki byggð. Á sunnudag féll snjóflóð á Ytri-Kirkju- bólshlíð gegnt Ísafjarðarbæ. Þá féll nokkuð stórt snjóflóð innst í Súg- andafirði, líklega á sunnudaginn var. Harpa sagði að þetta væru þau snjó- flóð sem vitað væri af undanfarna daga. Vegna veðurs hafa ekki sést fleiri snjóflóð þessa daga. Vitað er af miklum snjó, aðallega í norðurhlíð Súgandafjarðar. Snjóflóð olli 6-7 metra flóðbylgju í firðinum í október 1995. Töluverðar skemmdir urðu á bátum og hafnargarðinum á Suðureyri. Fjöldi fjár drapst á bæn- um Botni í flóðinu. Veðurstofan taldi í gær töluverða hættu vera á snjóflóðum á utanverð- um Tröllaskaga og á Austfjörðum. Í gær bárust tilkynningar um tvö lítil snjóflóð í Neskaupstað. Þar féllu vot lausasnjóflóð, annað úr Bræðslugjá og hitt úr Sniðgili. Snjóflóðahættu- stig á Ísafirði  Óvissustig áfram í gildi fyrir vestan Ljósmynd/Róbert Schmidt Suðureyri Víða hefur dregið í skafla eins og við Verkalýðshúsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.