Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir það með Höskuldi Einarssyni, fv. deildarstjóra hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæð- isins, að fylgjast þurfi betur með því að merkingum og reglum sé fylgt um flutning á eld- fimum og öðrum hættulegum efn- um í umferðinni. Í einhverjum til- vikum geti verið skortur á eft- irfylgni af hálfu eftirlitsaðila en fyrst og síðast þurfi virðing fyrir gildandi reglum að vera til staðar þar sem um gríðarlega mik- ilvægt öryggismál sé að ræða. „Þetta snýr að okkur öllum sem komum að þessum málum,“ segir Jón Viðar og vísar þar til slökkviliðs, lög- reglu, heilbrigðiseftirlits, Vinnueft- irlitsins, Umhverfisstofnunar, Mann- virkjastofnunar, flutningafyrirtækja, olíufélaga og notenda eldfimra og annarra hættulegra efna. Fjallað var um þessi mál í Bílablaði Morgunblaðsins í gær. Þar sagðist Höskuldur Einarsson m.a. hafa meiri áhyggjur af mögulegu eiturefnaslysi á höfuðborgarsvæðinu en jarð- skjálfta eða eldgosi. Jón Viðar bendir á að öll meðferð og flutningur með hættuleg og eldfim efni þurfi að fara fram samkvæmt svonefndum ADR-reglum. Þannig þurfi tank- og flutningabílar að vera rétt merktir og bílstjórarnir með ákveðna menntun til að flytja efnin. „Merkingarnar eru mjög mik- ilvægar. Ef eitthvað fer úrskeiðis verða viðbragðsaðilar að geta séð á merkingum hver hættan er í hverju tilviki. Það þarf að framfylgja þess- um þætti betur hér og kannski er skortur á eftirlitinu,“ segir Jón Viðar. Hann tekur einnig undir með Höskuldi um að huga þurfi vel að flutningsleiðum með þessi efni. Olíu- félögin hafi mótað ákveðnar reglur um þetta og flytji eldsneyti eftir skil- greindum leiðum. Olíutankar og eiturefnageymsla eru í Örfirisey og þaðan er efnunum ekið um miðborgina, um Mýrargötu og þaðan áfram um Sæbrautina. Eit- urefnageymsla er einnig við Sunda- höfn og þannig mætti áfram telja. Unnið var áhættumat fyrir nokkr- um árum um staðsetningu olíu- tankanna í Örfirisey og t.d. kannað hvort annar staður væri hentugri með tilliti til öryggis. Faxaflóahafnir, slökkviliðið og fleiri aðilar komu að þeirri vinnu. Niðurstaðan var sú að staðsetning birgðastöðvar eins og í Örfirisey væri ekki meginvandinn, heldur flutningurinn með eldsneytið milli staða. Langmestur hluti olí- unnar fer til bensínsstöðva og ann- arra afgreiðslustöðva á höfuðborg- arsvæðinu og er einnig dælt beint í skip. Jón Viðar bendir á að ef ný birgðastöð yrði t.d. sett upp í Helgu- vík þá þyrfti eftir sem áður að flytja eldsneytið til höfuðborgarsvæðisins um Reykjanesbrautina. Própangas flutt langa leið Höskuldur Einarsson tók í blaðinu í gær dæmi um flutning á gámum fullum af gasi úr Sundahöfn í Straumsvík. Um er að ræða próp- angas sem flutt er fyrir Gasfélagið. Aðallega eru það Samskip sem flytja þetta gas fyrir félagið en einnig Eimskip. Að sögn Péturs Þ. Péturs- sonar, framkvæmdastjóra Gasfélags- ins, var gasið áður flutt með tank- skipum í Straumsvík. Hann segir það vel geta breyst aftur, það fari eftir hagkvæmni flutninga hverju sinni. Pétur segir gámana undir próp- angasið sérstaklega merkta og við- urkennda fyrir flutning sem þennan. Öllum reglum sé fylgt en Pétur tekur undir með Höskuldi að fara þurfi með sérstakri gát við flutninga á gasi. „Við höfum lagt okkur fram um að sinna öryggismálunum vel,“ segir Pétur og tekur sem dæmi að Gas- félagið hafi nýverið staðið fyrir nám- skeiði um meðhöndlun og flutninga á gasi, í samráði við slökkvliðið og lög- regluna á höfuðborgarsvæðinu. Bæta þarf eftirfylgni og merkingar  Örfirisey talin skásti kostur undir birgðastöð  Flutningur áhættumeiri Dæmi um flutningsleiðir á gasi, eldsneyti og eiturefnum Tankar og eiturefna- geymsla í Örfirisey Sundahöfn Eimskip Sundahöfn Samskip Flutningur á própangasi frá Sundahöfn í Straumsvík Gasfélagið Straumsvík Hafnarfjörður Álftanes Garðabær Kópavogur Reykjavík Seltjarnarnes Grunnkort/Loftmyndir ehf. Eldsneyti og hættuleg efni flutt eftir Mýrargötu og áfram um Sæbraut Morgunblaðið/Ómar Birgðastöð Mikill olíuflutningur er frá Örfirisey, gegnum miðborg Reykja- víkur og áfram eftir Sæbrautinni. Þessi staður hefur verið talinn sá skásti. Slökkviliðsstjóri segir mikilvægt að reglum um flutning og merkingar hættulegra efna sé fylgt Jón Viðar Matthíasson Páll Hjaltason, formaður um- hverfis- og skipu- lagsráðs Reykja- víkur, segir skýrar verklags- reglur gilda um flutning á elds- neyti og hættu- legum efnum um götur borg- arinnar, m.a. um að flutningur fari fram utan háannatíma og eftir ákveðnum leiðum. Páll vísar til áhættumatsins sem Faxaflóahafnir, slökkviliðið og fleiri gerðu fyrir nokkrum árum, og greint er hér frá til hliðar. Þar hafi skýrt komið fram að Örfirisey væri besti stað- urinn fyrir olíubirgðastöð. Að öðr- um kosti þyrfti að fara aðrar og fjölfarnari leiðir inn í borgina, eins og um Reykjanesbraut eða Ártúns- brekku, til að koma eldsneyti til af- greiðslustöðva. Borgin muni ekki beita sér fyrir flutningi á tönk- unum. „Það er aldrei til ein góð lausn í þessum málum en mikilvæg- ast að fylgja þeim verklagsreglum sem gilda, sér í lagi að flutningur efnanna fari ekki fram á háanna- tíma,“ segir Páll. bjb@mbl.is Mikilvægt að flutn- ingur fari ekki fram á háannatíma Páll Hjaltason Hörður Gunn- arsson, fram- kvæmdastjóri Ol- íudreifingar, sem sér um dreifingu og birgðahald eldsneytis fyrir N1 og Olís, segir félagið flytja eldsneytið frá Örfirisey eftir ákveðnum skil- greindum leiðum. Verklagsreglur hafi verið settar í samráði við slökkviliðið og ákveðnar út frá ör- yggissjónarmiðum. Hörður segir alla bíla Olíudreifingar vera merkta skilmerkilega samkvæmt ADR-reglum. Hann tekur undir með Höskuldi Einarssyni að leiðin um Mýrargötu sé áhyggjuefni. Að öðru leyti sé mun hentugra að flytja eldsneyti um Sæbraut en t.d. Hringbraut og Miklubraut þar sem nálægð við byggingar er meiri. „Við erum ekki sáttir við að stokkurinn um Mýrargötu var sleg- inn af. Reykjavíkurborg veit að þessi leið er varasöm og það er ver- ið að skoða hana sérstaklega með tilliti til þessara flutninga,“ segir Hörður. bjb@mbl.is Olíudreifing hefur áhyggjur af flutningi um Mýrargötu Hörður Gunnarsson TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Lögreglan er meðvituð um þá flutninga sem eiga sér stað úr Örfirisey og um eða framhjá mið- borginni. Það hef- ur þó ekki komið til athugunar að setja takmörkun á þá flutninga og ábendingar eða tillögur þess efnis hafa ekki borist lögreglu frá veghaldara, sveitar- stjórn eða öðrum hagsmunaaðilum. Þetta segir Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn á höfuðborgarsvæðinu, um þá umfjöllun sem var í Bílablaði Morg- unblaðsins í gær. „Það hefur verið mat lögreglu að verklag er varðar flutning á hættu- legum farmi hafi ekki kallað á sér- staka athugun. Gagnrýni eins og sú sem fram hefur komið í fjölmiðlum hlýtur þó að kalla á skoðun þeirra sem með þessi mál fara, hvort sem það eru opinberar stofnanir, sveit- arfélög eða fyrirtæki sem sinna inn- flutningi og dreifingu hættulegra efna, með það að markmiði að kort- leggja ástandið og leita lausna þar sem þeirra er þörf. Lögregla mun taka frumkvæði að slíkri skoðun og kynna niðurstöðu hennar í framhald- inu,“ segir Kristján Ólafur. Gagnrýni í fjölmiðl- um kallar á skoðun  Lögreglan meðvituð um flutningana Kristján Ólafur Guðnason Um 5.700 tonn af gasi voru flutt inn gegnum Faxaflóahafnir á síðasta ári, bæði í gámum og kútum. Stærstu innflytjendurnir eru Gas- félagið og Skeljungur. Gísli Gísla- son, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir þær ráðstafanir gerðar á farmstöðvum Eimskipa og Sam- skips sem reglur kveða á um varð- andi geymslu á gasi. Um flutning þaðan gildi síðan ákveðnar reglur sem viðkomandi aðilum ber að upp- fylla. Faxaflóahafnir áttu aðild að áhættumatinu sem gert var árið 2007 á olíubirgðastöðinni í Örfir- isey. Að sögn Gísla var vel farið yfir öll öryggisatriði stöðvarinnar og í framhaldinu gripið til nokkurra úr- bóta. Áhættumatið hafi einnig leitt í ljós mikilvægi þess að hafa flutn- ingsleiðir með eldsneyti eins stuttar og kostur er. Sjálf birgðastöðin hafi ekki verið stærsti áhættuþátturinn heldur flutningurinn með elds- neytið þaðan. bjb@mbl.is 5.700 tonn af gasi um Faxaflóahafnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.