Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Malín Brand malin@mbl.is Á rið 2004 fluttust hjónin Skarphéðinn Þórisson og Ragnhildur Rós Indriðadóttir til Chi- rombo sem er skammt frá Malavívatni. Þau bjuggu ásamt börnum sínum þremur á þeim slóð- um í tvö ár. Ragnhildur er ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur og vann á nærliggjandi sjúkrahúsi á meðan Skarphéðinn, sem er líffræðingur, var heima við með krakkana og að- stoðaði við heimanám og sá um heim- ilið. „Ég hafði nægan tíma því þau voru í sambandi við skólann sinn á Egilsstöðum, í Fellabæ, gegnum net- ið. Þau fengu vikuáætlun og ég sá um að vekja þau og halda að þeim efn- inu,“ segir Skarphéðinn sem nýtti tímann á milli vel til að ganga um þorpið og kynnast fólki sem þar bjó. Börnin hættu að gráta Eins og gefur að skilja er ekki margt hvítt fólk á ferli í smáu þorpi á borð við Chirombo en þar búa ein- ungis 1.200 manns. „Þar kom, að börnin hættu að hlaupa á bak við móður sína og gráta þegar þau sáu þennan hvíta risa. Maður var tekinn inn í þetta samfélag,“ segir Skarp- héðinn. Ekki leið á löngu þar til vin- skapur myndaðist og börn úr þorp- inu komu heim til íslensku fjölskyld- unnar. Þó svo að um átta ár séu síðan þau fluttust heim til Íslands er vin- skapurinn við suma enn fyrir hendi og styrkja þau hjónin tvo drengi til náms þar ytra. Bókin góða Besta leiðin til að kynnast fólki og lífsháttum þess í svo smáu sam- félagi hlýtur að vera að umgangast innfædda og hlusta á sögur þeirra. Þegar traust hafði myndast gat Skarphéðinn farið að taka myndir af fólkinu við dagleg störf og leik. Hann keypti sér bát og reri til fiskjar með hinum. „Ég var með fullt af myndum en nennti ekki að skrifa því ég vildi frekar njóta en að sitja inni og hamra á tölvu, þannig að ég fór að semja við kunningja mína,“ útskýrir hann. Fólkið í þorpinu tók þátt í held- ur óvenjulegu verkefni með því að skrifa um sjálft sig og úr því varð bók. Bók sem raunar er ekki komin út ennþá en hún hefur að geyma sögu fólksins á svæðinu og ótal ljós- myndir, bæði af fólkinu og lífi þess auk mynda af stórbrotnu lífríkinu í kringum Malavívatn. „Fólkið skrifaði um sjálft sig, líf- ið, þorpið, hvað það borðar, skólann, fortíðina, rakti ættir höfðingjans aft- ur í tímann og útskýrði nöfnin, lífið og tilveruna,“ segir Skarphéðinn. Nornir eða álfar? Bókin er býsna áhugaverð heim- ild um einstakt mannlíf í litlu þorpi, sem á vestrænan mælikvarða gæti talist nokkuð frumstætt. „Menn byggja sér hús úr múrsteinum sem þeir búa til sjálfir. Það er fundinn leir og síðan smíða þeir trémót, bleyta leirinn og móta hann. Svo er þessu staflað upp og þurrkað. Grind er gerð úr bambus, steinunum er hlaðið upp og ofan á er stráþak, oft með svörtum ruslapoka úr plasti á milli Fljúgandi nornir og magnað mannlíf Til að byrja með hlupu börnin grátandi aftur fyrir móður sína þegar hvíti risinn, Íslendingurinn Skarphéðinn G. Þórisson, kom gangandi eftir götu þorpsins Chir- ombo í Malaví. Smám saman hættu þau því og vinguðust við hann. Skarphéðinn vildi vita meira um fólk þessa ólíka menningarheims og fór óvenjulega leið til að kynnast því. Hann safnaði saman sögum fólksins og er þakklátur fyrir kynnin. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Malavívatn Boyidi Musa rær til fiskjar en í engu öðru vatni er jafnfjölskrúð- ugt líf. Skarphéðinn segir að það sé eins og að kafa í fiskabúri að kafa þar. Það getur verið gott að fylgjast með hvað nágrannar okkar og frændur á Norðurlöndum eru að gera í heimi tónlistarinnar. Jú, og leyfa þeim að fylgjast með okkur líka. Á beta- útgáfu vefsíðunnar www.nordicplay- list.com má hlusta á það nýjasta í norrænni tónlist. Ritstjóri vefsíðunnar er ung kona að nafni Francine Gorman og hefur hún sett saman lagalista sem not- endur geta hlustað á í gegnum Spot- ify eða annan tónlistarspilara á net- inu. Nýr lagalisti kemur í hverri viku og er ókeypis að hlusta. Eins og fram kemur á síðunni er ætlunin að sýna hvað listamenn í þessum hluta Evrópu eru að skapa og um að gera að fylgjast með frá viku 01 sem er einmitt núna. Á lista vikunnar eru íslenska tón- listarfólkið Ásgeir og Emilíana Torr- ini. Annað tónlistarþema verður að finna á síðunni, DJ Mixes-lista sem vel valinn norrænn plötusnúður mun setja saman af kostgæfni. Vefsíðan www.beta.nordicplaylist.com/ Morgunblaðið/Rósa Braga Norrænt Á síðunni verður hægt að fylgjast með norrænum tónlistarmönnum. Nýjasta tónlistin í lagalistum Þó svo að gott geti verið að spila í tölvu jafnast fátt á við það að fara út á meðal fólks og spila í raun- heimum. Maður er manns gaman auk þess sem maður brýnir mann. Það á einkar vel við á fyrsta spila- kvöldi þessa árs hjá Skraflfélaginu sem stofnað var í fyrra. Spilað verður í kvöld klukkan 20.00 á Café Haítí við Gömlu höfn- ina í Reykjavík og eru allir vel- komnir í þessa hugarleikfimi með orð. Spilaðar verða tvær umferðir en ekki verður notast við skákklukkur í þetta skiptið. Spilarar eru hvattir til að koma með eigin Scrabble-sett og orða- bækur og fá sér kaffisopa í góðra leikmanna hópi. Endilega … … spilið ykkur inn í árið Skrafl Spilið er sívinsælt. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Oyama, Hallelu- wah og Hljóm- sveit halda tón- leika í kvöld kl. 21 á Paloma, Naustunum 1-3 í Reykjavík. Ókeypis er inn á tónleikana. Ef- laust verður dansað á Pa- loma en tónlist- in er bæði í anda sveimrokks, elektró og rapps svo þar mætast ýmsar stefnur og straumar. Oyama er reykvísk hljómsveit sem vinnur að fyrstu breiðskífu sinni og er á leið í tónleikaferðalag til Hol- lands, Halleluwah er dúett skipaður þeim Sölva Blöndal og Rakel Mjöll og hljómsveitin Hljómsveitt er skipuð systrunum Katrínu Helgu og Önnu Töru sem einnig eru meðlimir í sveit- inni Reykjavíkurdætur og þekktar fyrir líflega sviðsframkomu. Tónleikar á Paloma Lífleg sviðs- framkoma Halleluwah Burstað, lakkað, olíuborið, handheflað, reykt, fasað, hvíttað... hvernig vilt þú hafa þitt parket? Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Plankaparket í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.