Morgunblaðið - 08.01.2014, Qupperneq 14
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Enn er meirihluti fjósa á Íslandi
básafjós með hefðbundnum rör-
mjaltakerfum eða mjaltabásum.
Hins vegar er meirihluti mjólk-
urkúa bænda í lausagöngufjósum og
úr þeim koma 56% framleiðslunnar.
Hér á landi finnast enn allar aðferð-
ir við mjaltir sem þekkjast í heim-
inum, allt frá handmjólkun til
mjaltaþjóna.
„Þótt það hafi hægt á breyt-
ingum í kjölfar efnahagserfiðleik-
anna er sífellt stærri hluti fram-
leiðslunnar að færast í lausagöngu-
fjós. Þetta er svipuð mynd og við
sjúm í öðrum löndum. Við erum
samkvæmt því á réttri leið,“ segir
Snorri Sigurðsson, ritstjóri naut.is
hjá Landssambandi kúabænda.
Hann hefur tekið saman skýrslu um
þróun fjósgerða og mjaltatækni. Nú
er mjólk framleidd í 640 fjósum, 15
færri en fyrir tveimur árum.
Snorri segir að ekki hafi verið
miklar breytingar í búgreininni
undanfarin fjögur ár, eftir tiltölu-
legar hraða þróun á árunum fram-
undir 2008-2009, meðal annars
vegna þess hversu erfitt hafi verið
að selja bú. Hann spáir hraðari
breytingum á næstu árum, í ljósi
þeirra möguleika sem skapast til
framleiðsluaukningar vegna auk-
innar sölu á mjólk. Hann bendir á
að rúmlega 40% mjólkurinnar koma
úr kúm í básafjósum. „Ég tel að
fjósin stækki og kúm í lausagöngu
fjölgi. Það kæmi mér ekki á óvart
að við yrðum fljótlega með hæsta
hlutfall framleiðslunnar frá búum
með mjaltaþjónum og náum foryst-
unni aftur af Svíum,“ segir Snorri.
Fötur og handmjólkun
Í skýrslunni kemur fram að hér
eru enn allar grunngerðir aðferða
við mjaltir sem þekktar eru í heim-
inum. Nefnt er eitt dæmi um hand-
mjólkun og mjaltaþjónunum fjölgar
sífellt. Í sjö fjósum eru enn fötu-
mjaltakerfi þar sem mjólkin er bor-
in í lokuðum fötum í mjólkurhús og
hellt í mjólkurtank.
Mjaltaþjónar eru komnir í 108
fjós og Snorri telur víst að þeim
muni fjölga mjög á næstu árum.
Þetta eru stærstu búin með 65 kýr
að meðaltali, meira en helmingi
stærri en búin sem nota rörmjalta-
kerfi. Lausagöngufjós með mjalta-
þjónum eru einnig með hæstu með-
alnytina. Þau hafa að meðaltali
liðlega 430 kg mjólkur meira eftir
hverja kú en lausagöngufjós án
mjaltaþjóns. Snorri segir að betri
afurðir skýrist ekki aðeins með því
að mjaltaþjónninn mjólki kýrnar
oftar. „Þetta segir okkur einnig
hvað bændur eru orðnir góðir við að
nýta sér upplýsingar úr tölvukerf-
unum. Þeir láta mjólka á réttum
tíma og fóðra kýrnar í samræmi við
það,“ segir Snorri.
Framleiðslan flyst
í lausagöngufjósin
Morgunblaðið/Eggert
Fjós Búist er við stökki í stækkun búa á næstu árum vegna góðra aðstæðna
á mjólkurmarkaðnum. Stærri hluti kúastofnsins verði í lausagöngufjósum.
Fjósgerðir og mjaltatækni
Básafjós: 2003 2013 Meðalnyt, kg Meðalbú, árskýr
Fötukerfi 24 7 10
Rörmjaltakerfi 614 323 5.301 27
Mjaltabás 114 62 5.494 38
Lausagöngufjós: 2003 2013 Meðalnyt, kg Meðalbú, árskýr
Án mjaltaþjóns 107 139 5.582 46
Með mjaltaþjóni 11 108 6. 013 65
Annað 3 1
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014
Kostnaður við göngubrýrnar tvær
sem reistar voru sl. sumar við Ell-
iðaárvog í Reykjavík verður 264
milljónir þegar lokið verður við ýms-
an frágang í sumar.
Áætlun í september gerði ráð fyr-
ir að kostnaður yrði 250 milljónir.
Framkvæmdakostnaður var 228
milljónir og hönnunar- og eftirlits-
kostnaður 36 milljónir, samkvæmt
upplýsingum frá Reykjavíkurborg.
Inni í þessari fjárhæð er áætlaður
kostnaður við sáningu grasfræja og
gróðursetningu á trjám við brýrnar
sem og við að baða steypuna upp úr
efni sem hrindir frá sér vatni.
Í vor verður einnig málað yfir
samskeyti þar sem einingar voru
soðnar saman, en ekki viðraði fyrir
slíka vinnu í vetur, segir í svari borg-
arinnar.
Borgarsjóður og Vegagerðin
skipta með sér kostnaði við fram-
kvæmdirnar. runarp@mbl.is
Samgöngubót Kostnaður við göngu- og hjólastíga er innifalinn í verðinu.
Göngubrýrnar
kostuðu 264 milljónir
Fór 14 milljónir fram úr áætlun
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Hádegistilboð
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
ÁLHJÓLA
PALLAR
OG
-VEGGJA
PALLAR
Sorpkvarnir í
eldhúsvaska