Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 15

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 15
FRÉTTIR 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 STUTT Gunnlaugur Snær Ólafsson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi, sem fer fram 8. febrúar. „Stærsta vel- ferðarmálið í Kópavogi er skulda- staða bæjarins en á fjórða milljarð af skattfé okkar á ári hverju fer beint í vasa fjármálastofnana í stað þjónustu við bæjarbúa eða lækk- unar skatta og gjalda. Það er for- gangsatriði fyrir alla Kópavogsbúa að unnið verði markvisst að því að bæta skuldastöðu bæjarins. Einnig er mikilvægt að tryggja að hver króna sem við leggjum í okkar sam- eiginlegu sjóði sé nýtt á sem bestan máta,“ segir Gunnlaugur m.a. í til- kynningu. Framboð í 3. sæti Stjórnmálaflokkarnir munu á næst- unni velja frambjóðendur á lista fyrir komandi sveitarstjórnakosn- ingar. Morgunblaðið mun birta fréttir af þeim sem gefa kost á sér. Prófkjör árið 2014 Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi, gefur kost á sér í 2. til 3. sætið í flokks- vali Samfylking- arinnar í Reykja- vík sem fer fram 7.-8. febrúar. „Í dag býr meirihluti mannkyns í borgum og bæjum. Nákvæmlega þess vegna snýst ein mikilvægasta lífskjarabarátta okkar tíma um borgarumhverfið; að það sé hag- kvæmt fyrir íbúana, heilsusamlegt, öruggt, skjólsælt, aðlaðandi, fjöl- breytt og að það hjálpi til við að skapa meiri jöfnuð í samfélaginu. Þetta er einmitt rauði þráðurinn í nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík sem ég hef tekið þátt í að móta und- anfarin ár,“ segir m.a. í tilkynningu frá Hjálmari. Framboð í 2.-3. sæti Helga Ingólfs- dóttir, bæj- arfulltrúi, gefur kost á sér í 1.- 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Hafnarfirði, sem fer fram 1. febrúar næstkomandi. Auk þess að vera bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn er hún fulltrúi flokksins í fræðsluráði og umhverfis- og framkvæmdaráði Hafnarfjarðar. Hún var um tíma formaður í fulltrúaráði flokksins í Hafnarfirði og jafnframt varafor- maður kjördæmisráðs Suðvest- urkjördæmis. Helga starfar sem sölumaður á byggingamarkaði og situr í stjórn VR. Framboð í 1.-3. sæti Ingi Tómasson sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Hafnarfirði 1. febrúar. Fram kemur í tilkynningu að Ingi sé lærður húsasmiður en hafi starfað í slökkviliði Keflavíkur- flugvallar 1978 til 2013. Samhliða rak hann Fjarðarplast sf. Hann er varabæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í Hafnarfirði. „Í bæjarmálunum eru það at- vinnumál og fjármál sem ég legg mesta áherslu á, með uppbyggingu atvinnu í Hafnarfirði mun hagur bæjarins vænkast og atvinna aukast,“ segir Ingi í tilkynningunni. Ingi er kvæntur Önnu Pálsdóttur hárgreiðslumeistara og eiga þau tvö börn. Framboð í 2. sætið Útlit er fyrir góða þátttöku á bridshá- tíð, sem hefst á Hótel Natura í Reykjavík 22. janúar nk. Þegar hafa á annað hundrað er- lendir spilarar skráð sig til leiks, flest- ir frá Noregi, en einnig verða kepp- endur frá mörgum öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum. Meðal boðsgesta er Hjördís Ey- þórsdóttir, sem er búsett í Bandaríkj- unum en hún varð heimsmeistari kvenna í brids ásamt bandaríska landsliðinu á síðasta ári. Hjördís mun spila við Þorlák Jónsson í tvímenn- ingskeppni bridshátíðar. Þá verður Zia Mahmood meðal keppenda eins og oft áður og spilar að þessu sinni við Bretann Andy Rob- son. Mahmood varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu árið 2009. Morgunblaðið/Ómar Sagnir Zia Mahmood segir á spilin sín á bridshátíð á síðasta ári. Fjölmenn brids- hátíð framundan  Zia Mahmood og Hjördís Eyþórs- dóttir verða meðal þátttakenda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.