Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Snjallsímasmáforritið Vine hefur
náð miklum vinsældum, ekki síst
hjá yngri aldurshópum, á því rétt
tæpa ári sem það hefur verið til,
þar á meðal á Íslandi eins og kom
berlega í ljós í Smáralind á sunnu-
daginn.
Þar varð uppi fótur og fit þegar
fjöldi ungmenna flykktist þangað
til að berja augum tvær stjörnur
Vine-samfélagsins. Einhver
barnanna slösuðust og skemmdir
urðu á bílum þegar ungmennin
tróðust upp á þá til að nálgast
stjörnurnar.
Engar takmarkanir á efni
Á Vine geta notendur sett inn og
skoðað myndskeið en sex sekúndna
hámarkslengd er á þeim. Ólíkt
Snapchat, öðru smáforriti, eru
myndskeiðin vistuð í forritinu og
er hægt að skoða þau endurtekið.
Hægt er að deila myndböndunum
áfram á öðrum samskiptasíðum
eins og Facebook og Twitter.
Samskiptasíðan Twitter keypti
fyrirtækið sem þróaði Vine í októ-
ber árið 2012 og kom forritið út
fyrir Apple-tæki 24. janúar í fyrra.
Í júní varð forritið svo aðgengilegt
fyrir Android-tæki. Hægt er að ná
í það ókeypis í forritaverslunum
Apple og Android.
Notendurnir skipta nú tugum
milljóna og var Vine meðal annars
valið eitt af fimmtíu bestu Android-
forritum síðasta árs í tímaritinu
Time. Fljótlega eftir að forritið
kom á markað var 17 ára aldurs-
takmark sett á það að ósk Apple,
meðal annars vegna þess að þá
höfðu notendur byrjað að birta
klámfengin myndskeið í því.
Þegar notendaskilmálar forrits-
ins eru skoðaðir kemur í ljós að
allri ábyrgð á efninu sem birtist í
því er vísað á notendurna. Ekki
eru settar neinar takmarkanir á
hvers kyns efni er leyfilegt að
setja inn á það. Fyrirtækið áskilji
sér rétt til að breyta eða taka út
efni en því beri hins vegar engin
skylda til þess. Notendur séu á
eigin ábyrgð þegar kemur að efni
sem hugsanlega stríði gegn vel-
sæmi þeirra.
Ræðir við ókunnuga
Netstirnin tvö sem íslensku ung-
mennin fjölmenntu að sjá á sunnu-
daginn heita Jerome Jarre og
Nash Grier. Óhætt er að segja að
þeir séu stórstjörnur í Vine-
samfélaginu en þar eiga þeir um
fjórar milljónir fylgismanna hvor
fyrir sig.
Jarre er 23 ára gamall franskur
fyrrverandi viðskiptafræðinemi
sem uppgötvaði Vine-forritið þegar
hann var að koma á fót eigin hug-
búnaðarfyrirtæki í Toronto í Kan-
ada. Á Youtube-síðu sinni líkir
hann uppgötvun sinni á Vine við
það þegar Picasso uppgötvaði
pensilinn.
Hann er þekktastur fyrir vand-
ræðaleg myndskeið af samskiptum
sínum við ókunnugt fólk, meðal
annars í New York-borg.
Fyrir utan Vine-reikninginn á
Jarre fjöldann allan af fylgis-
mönnum á Youtube, mynda- og
myndskeiðaforritinu Instagram og
Facebook.
Skjótt upp á stjörnuhimin
Grier er fimmtán ára Banda-
ríkjamaður og því yngri en leyfi-
legt er fyrir notendur forritins.
Honum skaut skjótt upp á stjörnu-
himin netsins en það tók aðeins
þrjár vikur fyrir fylgismenn hans
að fjölga úr nokkrum tugum í
meira en 200.000 eftir að mennta-
skólanemi í Arkansas deildi áfram
fyrsta myndskeiðinu hans á Vine.
Það sýndi fjögurra ára gamla yngri
systur hans segja að lausnin á
vandamálum Bandaríkjanna væri
Jesús.
Í viðtali við sjónvarpsþáttinn
Good Morning America sagði Grier
að hann hefði hug á að sjá fyrir sér
með því að skemmta fólki á netinu.
Stórstjörnur á netinu
hjá þeim yngri
17 ára aldurstakmark er á myndskeiðaforritið Vine
Netstirnin úr Smáralindinni eiga milljónir fylgismanna
Netstirni Mikill fjöldi ungmenna flykktist í Smáralind eftir að Jarre (t.h.)
boðaði á twittersíðu sinni að þeir Grier (t.v.) yrðu þar á sunnudag.
Uppákoman í Smáralind á sunnu-
daginn ætti að vekja foreldra til
umhugsunar um hvað börnin þeirra
eru að gera á netinu og sýnir
hversu auðvelt er að hafa áhrif á
umhverfið í gegnum netið að sögn
Hrefnu Sigurjónsdóttur, fram-
kvæmdastjóra samtakanna Heim-
ilis og skóla og SAFT.
„Þarna eru einhverjar stjörnur á
netinu sem enginn undir fimmtán
ára aldri kannast við en fyrir þeim
eru þetta greinilega rosafrægir
menn eins og sjá mátti þegar
Smáralindin fylltist. Þetta er dæmi
um mátt netsins og það hvar áhuga-
svið þessa aldurshóps liggur,“ segir
Hrefna.
Eins og áður hefur komið fram
virðast yngri netnotendur byrjaðir
að flýja Facebook eftir að foreldrar
þeirra og ömmur og afar hófu að
nota síðuna. Hrefna segir krakkana
fljóta að skipta á milli nýrra sam-
skiptaforrita og síðna og að erfitt
sé að halda í við þróunina.
„Það kemur alltaf eitthvað nýtt,
hvort sem það er Vine eða eitthvað
annað, og verður vinsælt,“ segir
hún.
Kynni sér það vinsæla
Hrefna bendir á að ekki sé allt
efnið á Vine við hæfi barna. Sam-
tökin leggi sífellt áherslu á það við
foreldra að uppeldi sleppi ekki við
tölvuskjáinn því netið sé orðinn svo
ríkur þáttur af veruleika barnanna.
„Þá þurfa foreldrar auðvitað að
ræða þetta við þau, spá í hvað þau
eru að gera og kannski velta fyrir
sér hvað er vinsælt,“ segir hún.
Hægt sé að fá netsíur og smá-
forrit fyrir snjalltæki sem tak-
marka það efni sem börn geta skoð-
að á netinu og auðvelt sé að hafa
samband við símafyrirtækin fyrir
aðstoð með það.
Veki foreldrana
til umhugsunar
Krakkar fljótir að
skipta á milli nýjunga
í samskiptatækni
Vine Hægt er að skoða myndskeiðin
á Vine-forritinu eftir efnisflokkum.
Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is
fylgihlutir
fyrir hurðir
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Ég tel brýnt að loka þessu,“ segir
Kolbeinn Árnason, framkvæmda-
stjóri Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, um
stöðuna í makríl-
deilunni, en við-
ræðufundur
strandríkja um
makríl verður í
London í næstu
viku og hefur
ESB kynnt hann
sem úrslitatilraun
til að ná samning-
um. Hann segist
þó viðurkenna að miðað við hvernig
mál hafi þróast síðustu vikur sé hann
ekki lengur bjartsýnn á að samningar
náist. Kolbeinn telur að strandríkin
hafi einhverjar vikur til að ná samn-
ingum, en útgerðir hér á landi og í
hinum löndunum þurfi tíma til að
skipuleggja vinnslu og veiðar ársins.
Vandinn myndi aukast
Kolbeinn bendir á að leyfilegur há-
marksafli aukist á þessu ári úr 541
þúsund tonnum í um 900 þúsund tonn
samkvæmt ráðgjöf Alþjóðahafrann-
sóknaráðsins, ICES. Slík aukning
hljóti að skapa skilyrði til samninga.
„Ef ekki tekst að semja í þessu
ástandi munu vandinn og erfiðleik-
arnir við að ná samningum einfald-
lega aukast,“ segir Kolbeinn.
Í Noregi hafa komið fram kröfur
um að leyft verði að veiða nokkur
hundruð þúsund tonn umfram ráð-
gjöf. Slíkt skaði ekki stofninn, sem
verið hefur í örum vexti. Kolbeinn
segist ekki hlynntur slíkum veiðum
enda séu þær ekki í samræmi við ráð-
gjöf fiskifræðinga.
Ofveiði og offjárfesting
Hann segist ekki fylgjandi slíkum
sjónarmiðum og segir hættulegt að
gefa eftir í slíkum grundvallaratrið-
um. „Þó svo að ráðgjöfin í makrílnum
kunni að byggjast á veikum grunni,
og aðferðirnar séu til endurskoðunar,
tel ég hana samt vera það besta sem
við höfum til að styðjast við. Annað
kallar á ofveiði og offjárfestingu,“
segir Kolbeinn.
Hann tekur sem dæmi að ef samn-
ingar nást ekki sé hætta á að veiðarn-
ar fari í sama far og undanfarin ár. Ef
Norðmenn og ESB kæmu sér saman
um veiðar á 1.300 þúsund tonna heild-
arkvóta og skömmtuðu sér 90% af
honum, eins og þeir hafa gert, hefði
það eflaust miklu meiri heildarveiði í
för með sér. Íslendingar myndu trú-
lega ákveða einhliða að veiða rúmlega
16% af heildaraflanum eins og und-
anfarin ár og Færeyingar og aðrir
myndu ákveða sína prósentu á sömu
forsendum. Þetta gæti áður en nokk-
ur vissi af þýtt heildarkvóta upp á um
1.800 þúsund tonn.
Brýnt að ljúka
makríldeilunni
Framkvæmdastjóri LÍÚ ekki lengur bjart-
sýnn á lausn Einhverjar vikur til stefnu
Kolbeinn
Árnason
Morgunblaðið/Golli
Makríll Kynning á matnum og málstaðnum á Ingólfstorgi síðasta sumar.