Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 18

Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest skipan Janet Yellen í emb- ætti bankastjóra Seðlabanka Banda- ríkjanna en hún mun taka við starf- inu af Ben Bernanke þann fyrsta febrúar næstkomandi. 56 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með tilnefningunni en 26 voru á móti. Í frétt Financial Times segir að margir þingmenn, sem höfðu hótað að greiða ekki at- kvæði með ráðningunni, hafi verið fjarri góðu gamni vegna frestunar á flugi en veðrið er afar slæmt í norð- austurhluta Bandaríkjanna um þess- ar mundir. Nokkrir þingmenn Repúblikana- flokksins, sem lagst hafa gegn skuldabréfakaupum Seðlabanka Bandaríkjanna, voru andvígir ráðn- ingunni, þrátt fyrir að bankinn ætli að draga úr kaupunum nú í janúar- mánuði. Bankinn hefur um nokkurt skeið keypt skuldabréf fyrir 85 millj- arða Bandaríkjadala á mánuði í við- leitni sinni til að örva bandaríska hagkerfið en það var ein af loka- ákvörðunum Bernankes að draga úr kaupunum um tíu milljarða í hverj- um mánuði. Yellen bíður nú það verk að ákveða hvenær bankinn muni endanlega hætta stuðningi sínum. Öldungadeildarþingmaðurinn Chuch Grassley greiddi ekki at- kvæði með ráðningunni en hann hef- ur lengi gagnrýnt örvunaraðgerðir Seðlabankans. Segir hann að enn sé óljóst hver næstu skref bankans verða og hvort honum takist yfirhöf- uð að draga úr skuldabréfakaupun- um. „Hlutabréfamarkaðurinn er orð- inn háður peningamálastefnu Seðlabankans,“ sagði Grassley við fjölmiðla, en hann lagðist einnig gegn ráðningu Bernankes á sínum tíma. Yellen, sem er 67 ára, verður fyrsta konan til að stýra bankanum, einni áhrifamestu fjármálastofnun heims. Hún þekkir vel til innan bankans enda hefur hún starfað sem einn helsti ráðgjafi Bernankes og setið í ýmsum nefndum bankans. Þá var hún yfirmaður bankans í San Francisco á árunum 2004 til 2010. Yellen tekur við um næstu mánaðamót  Verður fyrsta konan til að stýra Seðlabanka Bandaríkjanna AFP Yellen Ekki er talið líklegt að Yellen hverfi frá stefnu Bernankes enda hefur hún verið einn helsti ráðgjafi hans. Nýr seðlabankastjóri » Öldungadeild Bandaríkja- þings staðfesti á mánudag skipan Janet Yellen í embætti bankastjóra Seðlabanka Bandaríkjanna. » 56 öldungadeildarþingmenn greiddu atkvæði með tilnefn- ingunni en 26 voru á móti. » Hún tekur við starfinu þann fyrsta febrúar næstkomandi. ● VÍB, eignastýringarþjónusta Íslands- banka, hefur undirritað samstarfs- samning við BlackRock, stærsta eigna- stýringaraðila heims. Með samstarfinu eykst enn frekar fjölbreytni vöru- og þjónustuframboðs VÍB á sviði eigna- stýringarþjónustu á erlendum mörk- uðum, að því er segir í tilkynningu. Vegna fjármagnshafta gefst einungis viðskiptavinum sem eiga erlendar eign- ir eða hafa heimild til endurfjárfestingar í erlendum verðbréfum kostur á að fjár- festa í vörum BlackRock. BlackRock er stærsta eigna- stýringarfyrirtæki heims með um 3.800 milljarða Bandaríkjadala í stýr- ingu og starfsemi í 30 löndum. Í samstarf við banda- rískan fjármálarisa ● Fjármálafyrirtækið Virðing hf. lauk í gær fjármögnun sam- lagshlutafélagsins Veðskuldar II sem fjárfestir í veð- skuldabréfum með veði í atvinnuhúsnæði. Fjárfestingageta félagsins er 9,4 milljarðar eftir fjármögnunina og verður fé- lagið í vörslu og rekstri Rekstrarfélags Virðingar. Hluthafar Veðskuldar II eru 15 lífeyrissjóðir. Virðing stýrir einnig Veð- skuldabréfasjóðnum Virðingu sem nú er fullfjárfestur og á eignir upp á tæplega 12 milljarða króna. „Það er mjög ánægjulegt að hafa klárað fjármögnun Veð- skuldar II sem gefur hluthöfum og viðskiptavinum Virðingar aukin tækifæri á fjárfestingum í veðskuldabréfum. Þau hafa á síðustu árum sannað sig sem góður fjárfestingakostur auk þess sem fjármögnun með útgáfu veðskuldabréfa er bæði hagkvæmur og góður kostur fyrir eigendur atvinnuhúsnæðis til að tryggja sér góða langtíma- fjármögnun,“ segir Valdimar Svavarsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Virðingu. Valdimar Svavarsson Virðing lýkur 9,4 milljarða fjármögnun Veðskuldar Stuttar fréttir…                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-1/ +1.-2+ 3+-+45 +.-.+/ +4-.35 +34-4/ +-+1.4 +44-43 +,4-0. ++5-+3 +01-, +1.-52 3+-32. +.-.50 +4-.4. +3.-+ +-+++0 +4.-3, +,.-/3 3+1-2,.+ ++5-/ +01-05 +1.-0, 3+-2 +.-03/ +4-02 +3.-/5 +-++,+ +4.-4. +,.-.5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Sólskálar -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Laugarásvegi 1 • 104 Reykjavík Sími: 553 1620 • laugaas.is LAUGA-ÁS SPECIAL Steiktur fiskur gratín m.a. á matseðli Árin segja sitt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.