Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 19
VIÐTAL
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Bílaumboðið BL býður allt að 40% bílalán án
vaxta og kostnaðar í 36 mánuði til kaupa á nýj-
um bílum. Erna Gísladóttir, forstjóri fyrirtæk-
isins, segir í samtali við Morgunblaðið að lánin
séu seld áfram enda hafi BL ekki leyfi til að
sinna lánastarfsemi. Hún vill ekki fara nánar í
hvort selja þurfi lánin með miklum afslætti þar
sem þau bera ekki vexti eða hver áhrifin verða
á framlegð af bílasölu. En lætur þess getið að
BL hafi ekki hækkað verð á bílum til að vega
upp á móti góðum lánakjörum.
Bílasala dróst óvænt saman
Bílasala dróst óvænt saman um 8% á milli
ára í fyrra. Erna segir að almenningur hafi lítið
keypt af bílum á liðnu ári, líklega um 2.500-
2.800 bíla. „Það er ekki mikið,“ segir hún, og
nefnir að samtals hafi um 7.200 bílar selst árið
áður og að Bílgreinasambandið reikni með að
það muni seljast um 8.500 bílar í ár. Ársreikn-
ingur BL fyrir liðið ár liggur ekki fyrir en árið
2012 tapaði félagið 22 milljónum króna. Starfs-
menn eru 140. Samkvæmt bókinni 300 stærstu
nam velta fyrirtækisins 9,8 milljörðum króna.
Samkvæmt þeim lista er BL næst-umsvifa-
mesta bílaumboðið en Hekla velti tíu milljörð-
um króna. BL er hins vegar með langflest bíla-
umboðin eða átta talsins, þar á meðal Hyundai
og BMW.
– Af hverju réðust þið í þetta átak?
„Við erum að leita leiða til að hreyfa við
markaðnum,“ segir Erna, og nefnir að þetta
þekkist í Bandaríkjunum og í Evrópu og hafi
reynst vel. Íslendingar hafi komið auga á þetta
fyrirkomulag í fríum erlendis og hafi spurst
fyrir um hvort ekki sé hægt að bjóða upp á
vaxtalaus bílalán hér á landi. „Við erum að
svara þeirri eftirspurn,“ segir hún.
Snýst ekki um markaðshlutdeild
– Er stefnt að því að vinna hratt markaðs-
hlutdeild með þessu átaki?
„Nei, þetta snýst í raun ekki um markaðs-
hlutdeild,“ segir hún og nefnir að verið sé að
fjölga kostum á markaðnum og svara óskum
neytenda. „Við finnum það jafnframt að marg-
ir hafa brennt sig á því að taka bílalán,“ segir
Erna og nefnir að erlend og vísitölutengd lán
hafi hækkað mikið. Þetta útspil sé svar við því;
viðskiptavinir viti að hverju þeir gangi frá upp-
hafi til enda. Eftir 36 mánuði eigi lántakinn bíl-
inn. „Áður fyrr tóku margir sjö ára bílalán sem
tók langan tíma að greiða til baka,“ segir hún.
– Er eitthvert ákveðið vörumerki sem mun
njóta mest góðs af þessu?
„Mér finnst líklegt að ódýrari bílar, þessir
sem kosta þrjár til fimm milljónir, muni helst
njóta góðs af þessu. Stór hluti kaupenda horfi
til þeirra um þessar mundir.“
– Náið þið til yngra fólks með þessu útspili?
Eins og ég skynja markaðinn eru það fyrst og
fremst þeir sem eru eldri en 50 ára sem eru að
festa kaup á nýjum bílum.
Erna segist vona það. Þeir sem séu á aldr-
inum 30-50 ára hafi verið aðþrengdir, en sé
dæmið reiknað til enda, svo sem bensíneyðsla,
viðgerðarkostnaður og fleira, gætu kaup á nýj-
um bíl reynst hagstæð.
BL selur vaxtalausu bílalánin
Morgunblaðið/Kristinn
Erlendis Erna Gísladóttir, forstjóri BL, segir að þetta fyrirkomulag hafi reynst vel erlendis.
Lánakjörin hreyfa vonandi við bílamarkaðnum, segir Erna Gísladóttir, forstjóri BL Bílasala dróst
óvænt saman á milli ára í fyrra Með þessu fyrirkomulagi má vonandi ná til þeirra sem eru 30-50 ára
Keypti BL í lok árs 2011
» BL er með umboð fyrir Land Rover,
BMW, Hyundai, Renault, Nissan, Subaru,
Isuzu og Dacia,
» Erna Gísladóttir keypti B&L og Ingvar
Helgason í lok árs 2011 af Íslandsbanka
og sameinaði undir nafninu BL. Afi henn-
ar stofnaði B&L árið 1954 og hún var for-
stjóri þess er það var selt árið 2007.
» Hún er einn hluthafa og stjórn-
arformaður Sjóvár og á einnig sæti í
stjórn Haga.
» Bílasala dróst óvænt saman um 8% í
fyrra og almenningur keypti fáa bíla.
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014
Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík - Sími 577 6500 - Fax 577 6505
Geymslubox Ýmsarstærðirog gerðir