Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 08.01.2014, Síða 20
Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Þótt íbúarnir í norðvestanverðum Bandaríkjunum séu vanir vetrar- hörkum þótti jafnvel kuldaþolnustu harðjöxlunum á meðal þeirra nóg um brunagaddinn sem var í stórum hluta landsins í gær. Skólum var víða lokað og fólki var ráðlagt að halda kyrru fyrir innandyra vegna mestu kulda í landinu í tvo áratugi. Fimbulfrostið hafði áhrif á um helming íbúa lands- ins og samgöngur fóru víða úr skorð- um vegna vetrarveðursins. Þúsundum flugferða var aflýst eða frestað í Bandaríkjunum vegna veð- ursins í gær, meðal annars á flug- völlum New York-borgar og Boston. Daginn áður var 4.300 flugferðum af- lýst og 6.500 frestað í Bandaríkj- unum, en röskunin var þá mest í Chi- cago. Óvenjukalt í suðurríkjunum Kuldakastið náði jafnvel til suður- ríkja þar sem veturnir eru yfirleitt mildir. Varað var við því að frostið gæti valdið bændum búsifjum í suðurríkjunum, að sögn fréttaveit- unnar AFP. Bandaríska veðurstofan spáði því að kuldakastið næði suður til Texas og miðhluta Flórída. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, sagði að þjóðvegum hefði verið lokað á nokkrum stöðum vegna vetrarveðursins. Spáð var 22 stiga frosti í New York í gær, en daginn áð- ur var hitinn 10 stig á Celsíus, þannig að kólnunin nam 32 stigum á rúmum sólarhring. Allt að 53 stiga frost Kuldinn mældist mestur í bænum Comertown í Montana þar sem hann var á við 53 stiga frost í logni þegar tekið er tillit til vindkælingar. Frostið var litlu minna í Norður- Dakóta, Suður-Dakóta og Minnesota, eða um -48 stig á Celsíus. Fengu að kenna á  Nær 190 milljónir manna fundu fyrir kuldakastinu í Bandaríkjunum  Ætti að linna víðast hvar á morgun Fimbulfrost Ís myndaðist meðfram Michigan-vatni við Chicago-borg vegna bruna- gaddsins síðustu daga. Stefnan áfall fyrir konung Spánar Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Dómari á Spáni hefur stefnt yngri dóttur Jóhanns Karls Spánarkon- ungs til að bera vitni vegna gruns um að hún sé viðriðin fjárdrátt og peningaþvætti. Stefnan er mikið áfall fyrir Jóhann Karl, sem naut lengi mikilla vinsælda eftir að hann varð konungur fyrir tæpum 39 ár- um, en margir Spánverjar vilja nú að hann segi af sér konungdómi. Verði stefnunni ekki hnekkt er þetta í fyrsta skipti sem ættingja konungs er stefnt fyrir rétt vegna ásakana um lögbrot. Kristín prinsessa, sem er 48 ára, er talin tengjast meintum lög- brotum eiginmanns síns, Iñakis Ur- dangarins, sem er sakaður um fjár- drátt og peningaþvætti. Urdang- arin, sem er fyrrverandi hand- boltakappi, fékk titilinn hertoginn af Parma eftir að hann kvæntist prinsessunni. Dómari á Majorka, José Castro, hefur rannsakað ásakanirnar frá árinu 2010. Hann stefndi prinsess- unni þrátt fyrir andstöðu saksókn- ara og hún á að koma fyrir dóm- arann 8. mars til að bera vitni. Rannsókn dómarans gæti síðan leitt til formlegrar ákæru. Hópur, sem nefnist Manos Limpias (Hreinar hendur), höfðaði mál gegn prinsessunni fyrir meint skattsvik og peningaþvætti þótt skattayfirvöld og saksóknarar hafi sagt að ekki sé ástæða til ákæru. Dómarinn er að rannsaka ásak- anir um að Urdangarin og fyrrver- andi viðskiptafélagi hans hafi dreg- ið sér opinbert fé að andvirði sex milljóna evra, rúmra 950 milljóna króna, í tengslum við góðgerðar- stofnun sem hann stjórnaði. Kristín prinsessa var í stjórn stofnunar- innar og þau hjónin áttu einnig saman fyrirtækið Aizoon, sem þau eru grunuð um að hafa notað til peningaþvættis. Dómarinn stefndi prinsessunni til að bera vitni vegna málsins vor- ið 2012 en stefnunni var hnekkt eftir að saksóknari áfrýjaði henni. Vilja að Filippus taki við Jóhann Karl varð konungur eftir að Francisco Franco einræðisherra lést árið 1975. Enginn konungur hafði þá ríkt á Spáni í 38 ár. Kon- ungurinn naut lengi mikillar virð- ingar fyrir að koma á lýðræði þrátt  Prinsessa grunuð um fjárdrátt 20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.