Morgunblaðið - 08.01.2014, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.01.2014, Qupperneq 21
Pólhvirfillinn, hringrás vinda, lokar kaldan loftmassa af yfir pólnum Mjög sterkur pól- hvirfill Mjög sterkur skot- vindur Vegna þess að loftið yfir pólnum var lokað af í langan tíma varð það óvenju kalt og þétt Venjulegt veðurmunstur Það sem gerðist í vetur: fyrsta stig Kann m.a. að tengjast loftslagsbreytingum: Norðurskautssvæðið hlýnar hraðar en hitabeltið Ís- og snjóþekja norðurhvels minnkar Orsök þess að pólhvirfillinn veikist Pólhvirfillinn veiktist, ýtti kalda loftinu í suður Skotvindurinn í háloftunum veiktist og bugðaðist meira Hlýtt loft færðist norður Vegna þess að kalda loftið frá pólnum var þétt og færðist suður á milli tveggja hlýrra loftbelta komst það alla leiðina til suðurhluta Bandaríkjanna Í vetur: annað stig Í vetur: þriðja stig Litlar bugður í skot- vindinum í háloftunum dreifa hluta af þessu kalda lofti Heimskauta- loft Orsakir kuldakastsins í Bandaríkjunum Þegar minni munur er á hita og loftþrýstingi á norðurskautssvæðinu og hitabeltinu veikist pólhvirfillinn Kuldinn í þessum ríkjum var miklu meiri en á suðurskautinu og í Írkútsk í Síberíu þar sem frostið mældist 33 stig á Celsíus. Veðurstofa Bandaríkjanna áætlaði að um 187 milljónir manna myndu finna fyrir kuldakastinu. Öllum skólum var lokað í Chicago- borg og Minnesota-ríki og skólastarf raskaðist í fleiri ríkjum. Frostið var svo mikið að jafnvel ísbjörnum í dýra- garði í Chicago var ekki hleypt út vegna kuldans, að sögn CNN. Staðarblöð í norðvesturríkjunum spöruðu ekki stóru orðin í gær þegar þau lýstu vetrarhörkunum, þótt þau eigi það til að gera grín að uppnáminu sem verður stundum í borgum á borð við Washington og New York, þegar alvanaleg snjómugga er blásin út og gerð að aftakastórhríð í fjölmiðl- unum. Talið er að fjórir menn hafi dáið af völdum hjartaáfalls í Chicago þegar þeir mokuðu snjó í fimbulfrostinu. Að minnsta kosti tveir létu lífið af völd- um ofkælingar og minnst tólf manns létu lífið í bílslysum sem rakin voru til vetrarveðursins. Ríkisstjóri Illinois, Pat Quinn, lýsti yfir neyðarástandi og kallaði út þjóð- varðlið til að aðstoða við að bjarga fólki úr bílum sem festust í snjósköfl- um. Um 500 manns þurftu að híma næturlangt í þremur lestum sem fest- ust í norðurhluta Illinois. Mikið frost var einnig í Kanada, meðal annars í Ontario þar sem það mældist 40 stig með vindkælingu. brunagaddi AFP AFP Dúðaðir New York-búar klæddu sig vel gegn kuldanum. Hlýnandi veðri spáð » Veðurfræðingar spáðu því að veðrið færi að hlýna víða í Bandaríkjunum í dag. » Talið er að kuldakastinu linni víðast hvar á morgun og að sums staðar verði jafnvel óvenjumikill hiti miðað við árs- tíma. » Kuldakastið í Bandaríkj- unum er einkum rakið til pól- hvirfilsins svonefnda og þess að mjög kaldur loftmassi yfir norðurpólnum færðist óvenju langt í suður. fyrir andstöðu stuðningsmanna Francos, einkum í hernum. Vin- sældir konungsins hafa hins vegar snarminnkað síðustu misseri, eink- um vegna spillingarmálsins og mik- ils uppnáms sem varð árið 2012 þegar skýrt var frá því að konung- urinn hefði farið í rándýra fíla- veiðiferð til Botsvana, á sama tíma og land hans tókst á við miklar efnahagsþrengingar. Nýleg skoðanakönnun bendir til þess að 41% Spánverja hafi mikið álit á konungnum, níu prósentustig- um færri en fyrir ári. Hlutfall þeirra sem vilja að Jóhann Karl segi af sér konungdómi og víki fyr- ir Filippusi prins hækkaði um 17 prósentustig í um 62%. Um 66% sögðust hafa mikið álit á prinsinum og töldu að stuðningurinn við kon- ungdæmið ykist tæki hann við af föður sínum. Jóhann Karl tók þó skýrt fram í jólaávarpi sínu á aðfangadag að hann hygðist ekki segja af sér. EPA Spillt? Kristín Spánarprinsessa með eiginmanni sínum, Iñaki Urdangarin. FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG! 50%AFSLÁTTUR AFÖLLUM VÖRUM Í BÚÐINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.