Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 24

Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Kæri sjávarútvegs- ráðherra. Enn er það svo á Ís- landi að þeir sem koma úr sveit eða hafa verið á sjó eru vanir til vinnu og taldir líklegir til þess að ljúka verki. Þetta er ákall til sjávarútvegsráðherra, sem kemur úr sveit, að ljúka kvótamálinu á viðunandi hátt. Umræðan um sjáv- arútveg hefur oft verið á villigötum og mikil orka farið í að ræða mál sem skipta takmörkuðu máli. Sjávar- útvegur er allt í senn veiðar, vinnsla, flutningur, markaðssetning og sala afurða og liggur við að mikilvægi þessa sé í öfugri röð þótt allur sé fer- illinn mikilvægur. Eitt sem vert er að átta sig á er að íslenska kvóta- kerfið er bæði fiskveiðistjórn- unarkerfi og skattkerfi og hefur síð- ara hlutverk þess valdið mestum ágreiningi. Fyrra hlutverkið er minna umdeilt en það er fisk- veiðistjórnunarkerfið og hefur ástand fiskstofnanna sýnt að það er gott samkvæmt mati Hafrann- sóknastofnunar. Krafan til kvóta- kerfisins er sú að það sé bæði skyn- samlegt og sanngjarnt og hefur mun meira verið rætt um sanngirnina en skynsemina. Ef við ætlum að reyna að komast að niðurstöðu um hag- kvæmasta kerfið þá eru nokkrar staðreyndir sem við ættum að við- urkenna. Sú fyrsta er að til lengri tíma litið skiptir meira máli fyrir þjóðfélagið hvað veiðarnar gefa af sér en hver á aflaheimildirnar. Í annan stað er betra fyrir þjóðfé- lagið að endurfjárfesting í greininni sé í höndum farsælla einstaklinga, sem þekkja útgerð, en ríkisstjórna. Útgerðarmenn eru líklegri til þess að fjárfesta skynsamlegra í útgerð en ríkið, sem hefur alltof oft sóað fjármunum í að viðhalda úreltu kerfi of lengi vegna ótta við breytingar og þrýstihópa. Í þriðja lagi þá fæst mest fyrir sölu eigna á frjálsum markaði. Þess vegna er mælt með að fara þá leið með afla- hluta ríkissjóðs. Fyrir 18 árum, eða árið 1995, skrifaði und- irritaður grein í tímarit- ið Vísbendingu sem heitir Leikreglur sjáv- arútvegsins og fjallar um kvótakerfið. Segja má að lítið hafi breyst til batnaðar en mikil orka hefur hins vegar farið í að rífast um kvótakerfið. Þær breytingar sem hafa verið framkvæmdar hafa flest- ar gert kerfið óskilvirkara þegar reynt hefur verið að koma til móts við hin svokölluðu réttlætissjón- armið á hverjum tíma. Kvótakerfi með frjálsu framsali, tegundamillifærslu og geymslurétti milli ára gefur mikla möguleika á hagræðingu og öflugri útgerð. Tölur hafa sýnt okkur það að íslenskur sjávarútvegur, þá sérstaklega út- gerðin, er í fararbroddi á sínu sviði í heiminum og sýnir það að við virð- umst vera á réttri leið. Hvergi er framlegðin talin jafnmikil og á ís- lensku fiskiskipi og er raunin sú að flestum öðrum þjóðum hefur mistek- ist að fá nokkuð út úr greininni. Þrátt fyrir að þetta virðist vera eina atvinnugreinin á Íslandi sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu höf- um við talið okkur þess umkomin að fikta í kvótakerfinu til að koma til móts við þrýstihópa en flestum öðr- um til óþurftar. Sjávarútvegurinn hefur sýnt og sannað að hann er almennt rekinn af úrvalsfólki og einnig notið góðs af því að vera með mjög hæft og gott starfsfólk. Það er til dæmis leitun að hæfara fólki en yfirmönnum á ís- lenska flotanum, sem eru upp til hópa ákaflega duglegt og úrræða- gott starfsfólk. Allar þessar viðbætur, hvort sem um er að ræða línuívilnun, strand- veiðar, byggðakvóta eða annað, hafa leitt til þess að kerfið verður óhag- kvæmara en ella og þjóðin hefur tap- að fyrir vikið. Nægir að minna á stærðartakmörkun íslenskra útgerðarfélaga sem kannski þykir sjálfsögð en dregur úr hagkvæmni kerfisins. Leyfisskyldar frí- stundaveiðar eru eina undantekn- ingin frá þessu sem er réttlætanleg. Það er miklu eðlilegra að rík- isstjórnir færi þeim sem á aðstoð þurfa að halda peninga en að leyfa þeim að veiða og færa þeim afla- hlutdeildir og leika sér að fjöreggi þjóðarinnar. Það eru takmörk fyrir því hversu flóknir hlutirnir geta ver- ið til að þeir skiljist og séu túlkaðir á sama veg og þess vegna þarf að gera umræðuefnið um íslenska kvóta- kerfið einfalt og aðgengilegt. Hér eru lagðar til breytingar á kvótakerfinu sem byggjast á að markaðslögmál gildi við sölu eigna og útiloka undantekningar. Þær breytingar myndu gera kvótakerfið í senn skilvirkara, einfaldara og rétt- látara. Lagt er til að allar fisktegundir verði færðar í eitt sameiginlegt afla- markskerfi sem miðast við stór og smærri fiskiskip, svokallaða króka- báta, og að úthlutun verði varanleg eins og hún hefur verið en að ríkið taki frá á hverjum tíma um 10% af árlegum aflaheimildum hverrar fisk- tegundar og bjóði þær upp en láti út- vegsmenn að öðru leyti um rekst- urinn. Það er réttlætanlegt að ríkissjóður fái tekjur af auðlindinni enda auðlindin í eigu þjóðarinnar. Með því að takmarka aðganginn að fiskimiðunum tryggir ríkið skyn- samlega nýtingu auðlindarinnar. Tí- und er vel þekkt og hóflegur skattur. Greiðslur vegna veiðanna ættu að vera á tvenns konar formi. Annars vegar veiðigjöld á hvert úthlutað þorskígildiskíló og ætti það gjald að standa undir öllum þeim sértæka kostnaði sem útgerðin krefst svo sem rekstri Fiskistofu, Hafrann- sóknastofnunar, Verðlagsstofu skiptaverðs og AVS. Hins vegar tí- und af aflaheimildum sem boðin eru upp til hæstbjóðanda í áföngum á veiðitímabilinu og á réttum tíma til að hámarka arðinn af auðlindinni. Til viðbótar þessu greiðir útgerðin almenna skatta eins og önnur fyr- irtæki í landinu og starfsfólk hennar greiðir skatta og aðrar skyldur líkt og tíðkast. Með þessu er tryggt að útvegs- menn bjóða eingöngu í aflaheimild- irnar eftir afkomu og horfum og að ríkissjóður deilir hlut með útgerð- inni á hverjum tíma. Jaðarkostnaður við að sækja viðbótarafla ætti að tryggja góð tilboð í hlut ríkissjóðs. Kerfið gerir það að verkum að það er óþarfi að hafa hóp sérfræðinga við að reikna út hæfilegar álögur af fyr- irliggjandi rekstrargögnum, í stað þess eru markaðslögmálin látin ákveða hvað er hæfilegt. Þá fæst einnig grundvöllur til þess að ákvarða þorskígildisstuðla sem byggjast á verðmætum hverrar teg- undar á hverju ári. Þetta leyfir end- urnýjun í greininni þar sem allir geta boðið í aflaheimildirnar. Allir frjálslyndir og framfarasinn- aðir menn treysta markaðnum til þess að finna sanngjarnt verð og 90% af aflaheimildunum eru nægj- anleg til þess að tryggja öflug út- gerðafélög sem geta boðið í þau 10% aflaheimilda sem eru á höndum rík- issjóðs og skila umtalsverðum tekjum. Miðað við núverandi út- hlutun aflaheimilda og verð á kvóta á markaði bendir flest til þess að slíkt kerfi mundi færa ríkissjóði á þessu ári tæplega 10 milljarða, sem eru svipaðar tekjur og talað er um í dag. Þau 90% aflaheimilda sem út- gerðin fer með tryggja henni mikinn stöðugleika og skila öflugum fé- lögum sem eru fær um að bjóða hátt verð fyrir árlegan aflahlut rík- issjóðs. Tekjur af fiskveiðiauðlindinni eru óvissar og fara eftir fiskgengd og gengi hverju sinni en ættu að skila sér ef vel gengur og ég undirstrika að tekjurnar ættu að renna í auð- lindasjóð ásamt annarri auðlinda- rentu landsins. Tekjur úr sjóðnum verða með jafnari hætti og notaðar til sveiflujöfnunar fyrir ríkissjóð. Rökin fyrir því að allar tegundir ættu að tilheyra þessu kerfi eru þau að afrakstur fiskstofnanna er mis- munandi og ein fisktegund vex á kostnað annarrar. Þannig hefur til dæmis aukin makrílgengd í land- helgi okkar minnkað tækifæri síldar og loðnu til að vaxa. Þeir sem hafa fjárfest í búnaði til þess að veiða loðnu og síld geta því beitt sömu tól- um og tækjum við makrílveiðar. Fáum virðist ljóst að íslenskur sjávarútvegur er burðarás margra atvinnugreina í íslensku þjóðlífi. Þeim sem staðið hafa vaktina í ís- lenskum sjávarútvegi undanfarin ár verður seint fullþakkað. Einföldum kvótamálið – gerum það aðgengilegt Eftir Magnús Magnússon Magnús Magnússon » Þetta er ákall til sjávarútvegsráð- herra, sem kemur úr sveit, að ljúka kvótamál- inu á viðunandi hátt. Höfundur er fyrrverandi formaður Útvegsmannafélags Norðurlands og fyrrverandi stjórnarmaður LÍÚ. Það er ánægjulegt að flest vel meinandi fólk hefur hjartalag fyrir kærleikanum, tal- ar um hann og vill halda honum á lofti. Í mínum huga er kær- leikurinn afl sem við öll þráum að fá að njóta. Jafnframt dýrmætasta aflið í tilverunni ásamt voninni og trúnni. En þegar kemur að því að skilgreina kærleikann þá lendum við stundum í basli enda sýnist sitt hverjum í þeim efnum. Leyfi ég mér því að setja hug- renningar mínar um kærleikann hér á blað lesendum til umhugsunar. Kærleikurinn breytir öllu Kærleikurinn spyr ekki um eigin hag og er ekki á eigin forsendum. Hann segir ekki, þegar mér hentar, þegar ég vil eða nenni og þá þegar ég fæ sem mest út úr honum á móti. Nei, kærleikurinn hlustar og sér. Hann opnar hjarta sitt fyrir neyð náungans, án þess að spyrja um rök eða ástæð- ur. Um leið og hann er brottför úr sjálfinu leiðir hann til djúprar sjálfs- meðvitundar. Hann nær út fyrir öll hagsmunasamtök og allar pólitískar samfylkingar. Kærleikurinn er mis- kunnsamur, ekki sjálfhverfur. Hann er umhyggja frá innstu hjartans rót- um. Hann uppörvar og hvetur, því hann á uppsprettu í hinni tæru lind lífsins. Hann breytir refsingu í fyr- irgefningu, er fórnfús og spyr ekki um endurgjald. Kærleikurinn kemur í veg fyrir ósætti. Hann flytur frið, leitar sátta, stuðlar að gleði og veitir fögnuð. Gleði og fögnuð sem byggður er á djúpri alvöru sem leiðir til var- anlegrar hamingju. Hamingju sem umbreytir hjörtum fólks svo það snýr sér frá ranglæti og óréttvísi inn í eilíft ljós sannleikans. Hann stuðlar þannig að skilningi, er nærgætinn, alúðlegur og hlýr. Kærleikurinn er gjafmildur og þakklátur. Hann veitir hjörtunum frið. Eilífan frið, sem er æðri mann- legum skilningi. Kærleikurinn fer ekki í manngreinarálit og tekur sér ekki frí. Hann er ekki aðeins falleg orð heldur lætur hann verkin tala. Í kærleik- anum er fólgin lausn, sigur og ólýsanlegur lækningamáttur. Í kær- leikanum geta vissulega fundist margar vist- arverur en þar eru eng- in dökk skúmaskot. Að mínu mati getur enginn átt meiri kær- leika en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína. Hvað þá svo þeir fái lifað um eilífð. Það er þaðan sem kjarni kærleikans er sprottinn. Kærleikur Guðs sem er kóróna lífs- ins. Málið er að þiggja kærleikann Málið er að þiggja kærleikann, meðtaka hann af þakklæti og lifa hon- um. Með því að finna honum farveg, koma honum áfram svo fleiri fái notið hans. Kærleikurinn er tær, hann er heill, honum fylgir sannleikur og frelsi, umhyggja og umburðarlyndi, von og traust, ábyrgð og agi. Að vera til blessunar Ef þú vilt njóta blessunar skaltu leitast við að vera til blessunar. Upp- örva og gleðja, styðja og hvetja og bera þannig raunverulega umhyggju fyrir fólki. Þeir sem eru sjálfselskir, sérhlífnir og sjálfumglaðir, sífellt nei- kvæðir, með allt á hornum sér, verða einfaldlega ekki til blessunar. Taktu ákvörðun um að vera til blessunar. En það kostar vissulega bæði þolinmæði, úthald og aga. En með því finnum við lífi okkar tilgang sem veitir okkur varanlega hamingju. Talandi um kærleikann Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson »Kærleikurinn upp- örvar, leitar sátta, er fórnfús og nærgætinn. Hann umbreytir hjört- um og stuðlar að skiln- ingi. Í honum eru engin dökk skúmaskot. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is • BLI A3 MFP Line of the Year 2013 • BLI A3 MFP Line of the Year 2012 • BLI A3 MFP Line of the Year 2011 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki – með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.