Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 26

Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 ✝ Hans RagnarSigurjónsson, fæddist 16. júní 1927 í Vest- mannaeyjum. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 30. des- ember 2013. Foreldrar Hans Ragnars voru Sig- urjón Hansson, f. í Fitjakoti á Kjal- arnesi 14.2. 1902, d. 6.5. 1994, og Anna Scheving Sveinsdóttir, f. í Vestmanna- eyjum 11.10. 1901, d. 30.7. 1975. Systkini Hans Ragnars: Sveinn Scheving, f. 1924, d. 1942, Anna Hólmfríður, f. 1930, Þráinn Scheving, f. 1940 og Sveinn Scheving, f. 1942. Hans Ragnar giftist 14. febr- úar 1959 Ingibjörgu Guðbjörns- dóttur, f. 3.9. 1929, d. 11.7. 2008. Foreldrar Ingibjargar voru Guð- björn Ásmundsson, f. 27. 6. 1893, d. 19.7. 1966 og k.h., Kristbjörg Jónsdóttir, f. 11.1. 1898, d. 7.3. 1977. Börn Hans Ragnars og Ingibjargar eru: 1a Sigurjón, f. 28.2. 1950, d. 6. júní 1964. 1b með Eddu Blumenstein, börn þeirra: Grímur, Óskar og Emma Ingibjörg. 2b Hans Ragnar, í sambúð með Hjördísi Lorange. 2c Bjarki, í sambúð með Unni Ástu Bergsteinsdóttur. 1f Sig- urjón, f. 11.5. 1965 í Reykjavík, í sambúð með Kristínu Guð- brandsdóttur Jezorski, börn þeirra: a) Katarína Eik, b) Emil Bjartur, c) Jökla Júlía. Hans Ragnar Sigurjónsson var skipstjóri og útgerðarmaður í Reykjavík, hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann fór til sjós og fékk próf frá Stýrimannaskól- anum í Reykjavík 1948. Hóf störf á togurum 1945 og varð skip- stjóri vorið 1957 á Jóni Þorláks- syni, á Þormóði goða 1958-60, á Víkingi 1960-72 og á Vigra 1972- 1976. Hans var einn af stofn- endum og eigendum Ögurvíkur útgerðarfélags sem gerði út Vigra RE og eignaðist síðar syst- urskipið, Ögra RE. Hans starfaði við fyrirtækið þegar skipstjórn lauk. Hans skipstjóri var frum- kvöðull við veiðar og meðferð afla við Íslandsstrendur á þess- um árum. Einnig gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir út- gerðarmenn þegar í land var komið. Útför Hans Ragnars fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 8. janúar og hefst athöfnin klukkan 13. Anna Scheving, f. 6.8. 1952 í Reykja- vík. Maki Tryggvi Tómas Tryggvason. Börn þeirra: 2a Hans Heiðar, í sam- búð með Ernu Sif Jónsdóttur, barn þeirra: a) Álfdís Freyja. 2b Gunnar, í sambúð með Iva Stojakova. 1c Ása Björk, f. 6.2. 1957 í Reykjavík, maki John Steven Berry. Börn þeirra: a) Sigríður Inga, í sambúð með Sigurði Má Bjarnasyni. Börn þeirra: a) Jón- ína Ása, b) Fannar Már, c) Tinna Marikó. 2b Ólafur Þór, barns- móðir Snædís Högnadóttir, barn þeirra a) Andrea Björk. 2c Hlíf, í sambúð með Daníel Árnasyni. 1d Ágústa, f. 14.11. 1958 í Reykjavík, maki Halldór Pétursson. Börn þeirra: a) Pétur, í sambúð með Jónu Birnu Kristmundsdóttur, börn hennar: Kristmundur og Hjördís. b) Arnar Már. 1e Unnur Björg, f. 27.4. 1961 í Reykjavík, maki Pjetur Einar Árnason, börn þeirra: 2a Árni Ingi, í sambúð Með fáum orðum langar mig að minnast míns kæra tengda- föður og vinar, Hans Ragnars Sigurjónssonar, fv. skipstjóra og útgerðarmanns sem lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 30. desember síðastliðinn. Það var fyrir margt löngu að síðhærður unglingspiltur fór að venja komur sínar í Bjarmaland- ið að heimsækja yngstu dótt- urina, hana Unni Björgu, auðvit- að var karli ekki skemmt, að stráklingur væri að eltast við yngstu dótturina, en fljótlega urðum við Hans góðir vinir og verkefnin sem biðu skipstjórans þegar í land var komið voru á hverju strái, sá síðhærði tilbúinn að aðstoða, enda dóttirin að veði. Hans var betri verkstjóri en verkmaður og nóg að sýsla í Bjarmalandinu, þrífa, spartla, mála glugga, girðingar og helvít- is þakið, oft á tíðum gekk mikið á hjá skipstjóranum enda kvikur og engin lognmolla í gangi, best að gera allt sjóklárt, Hans að koma í land eftir farsæl ár sem skipstjóri og hefja vinnu í landi við útgerðarfélag sitt Ögurvík, sem hann var eigandi að ásamt nokkrum félögum sínum, Selja- braut og Grænahlíð urðu heimili Hans og Ingu síðar í búskapartíð þeirra, alltaf var eitthvað verið að sýsla, breyta og bæta, enda Inga tengdamóðir mikill fagur- keri, en hún lést árið 2008. Á þessum árum fórum við Unnur að stofna okkar eigið heimili, en ávallt var gott að vera í návist tengdaforeldranna, þeg- ar drengirnir okkar fæddust, Árni Ingi, Hans Ragnar og sá yngsti, Bjarki, var gott að hafa afa og ömmu til taks, oft réttu þau okkur hjálparhönd með pössun og ýmislegt skutl, ná í skólann, á knattspyrnuæfingu eða annað viðvik, aldrei neitt mál, afi alltaf mættur og amma beið með gott í gogginn þegar heim var komið, vinsælast var að fá að sofa yfir nótt, þá átti maður nammiskúffuna hennar ömmu al- veg einn, með ömmu, á þessum árum gerðum við okkur oft daga- mun, fórum í sumarbústað og sólarlandaferðir saman, mikið fjör, glens og grín, auðvitað afi og amma með í fjörinu. Synirnir áttu algjöran snilling og hetju sem afi var, afi bjargaði skipi úr íshafinu, afi átti stóran togara, afi sagði fyndnar sjóara- sögur og hafði spilað fótbolta á yngri árum með ÍBV, en hélt einnig með ÍA eftir Víkingsárin á Akranesi, eða eins og þeir sögðu alltaf, hann afi er sko „toppmað- ur“. Hans varð ungur skipstjóri á hinum ýmsu skipum, lengst þó á Víkingi AK 100 og Vigra RE 71. Skipstjórn og sjómennska varði um fjóra áratugi og hætti Hans sjómennsku um rúmlegan miðj- an aldur og hóf þá vinnu við eigin útgerð, hann var ekkert mikið fyrir það að segja sögur af afrek- um sínum, lét aðra um að segja þær. Jafnframt gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir samtök sjómanna þegar í land var komið, en genginn er einn af frumkvöðlum og aflaklóm út- gerðar á Íslandi frá árunum 1955 til 1980. Kæri tengdafaðir, þú skilur eftir þig minningu um dugnað, heiðarleika og góðar minningar til strákanna og okkar Unnar, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, frábær afi, tengdafaðir og vinur, minningin um þig lifir. Pjetur Árnason. Elsku afi, ég hef hugsað mikið um þig undanfarna daga, sög- urnar og annað sem þú hefur skilið eftir þig hjá mér. Fyrsta minningin mín um þig er að þú keyrðir um á Rauð, rauða pallbílnum þínum, og ég fékk stundum að fara með þér í bíltúr niður á höfn. Þú sagðir mér söguna um Rauð og að það besta við Rauð væri það að þú þurftir aldrei að stoppa á rauðu ljósi á honum, ég trúði þeirri sögu alveg þangað til þú fékkst þér Grána, gráa pallbílinn þinn, því ég skildi ekki alveg nytsem- ina á bakvið það því maður lendir nú sjaldan á gráu ljósi. Einnig er mér minnisstætt þegar þú hringdir í mig, 9 ára gmalan, og sagðir mér að Mara- donna væri mættur niður á Laugardalsvöll, ég fór í strætó og fannst dálítið skrítið að Mara- donna væri að fara að spila í snjónum í Laugardalnum. En þegar þangað var komið þá var mér sagt að það væri 1. apríl og Maradonna ekki mættur. Ég varð smá vonsvikinn en fannst það mjög fyndið eftir því sem ár- in liðu. Af mörgu öðru sem þú skilur eftir þig þá er það einnig dugn- aðurinn og framtakssemin sem sitja eftir í minningunni hjá mér. Hvort sem það var að fara niðrá höfn og taka á móti skipi um há- vetur, háþrýstiþvo húsið eða redda skipasprengjum fyrir gamlársdag. Ég vona að þú sért kominn til ömmu og þið njótið þess að vera saman aftur. Þín verður alltaf minnst og saknað. Árni Ingi. Úr því sem komið var er ekki annað hægt en að gleðjast yfir því að afi hafi fengið að fara í friði. Fjölskyldan er stolt og þakklát fyrir vin, pabba, afa, langafa og bróður sem mun lifa í gegnum okkur öll. Við munum varðveita góðmennskuna, sér- staka húmorinn, sögunar sem hann hefur bæði kennt og sagt okkur. Nú er allt að smella, elsku afi, og ég kveð þig, minn besti vinur, með orðunum: „Einhvern veginn fer það.“ Á fleyi flaut, í öldu hljóm. Einn á leið, leiði sjálfan mig í fegurð og frið, ég fann horfandi á þig í fegurð og frið, ég horfi á þig. (Hans og Bjarki Pjeturssynir) Bjarki Pjetursson Hans Ragnar Sigurjónsson ✝ Sveinn ÁsgeirÁrnason fædd- ist í Selárdal við Arnarfjörð 15. maí 1931. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold að kvöldi nýársdags 2014. Foreldrar Sveins voru hjónin Árni Magnússon, f. 29. september 1897, d. 9. maí 1988, og Auðbjörg Jóns- dóttir, f. 9. nóvember 1897, d. 8. september 1982. Systkini Sveins eru Gunnar Halldór, f. 5. apríl 1920, d. 24. nóvember 1998, Sig- ríður Kristín, f. 26. júní 1923, Ásta Brynhildur, f. 27. október f. 17. nóvember 1961, gift Herði Guðjónssyni, f. 9. ágúst 1956. Börn þeirra eru Eva Björg, f. 16. desember 1983, Sigrún, f. 5. febrúar 1990, Rebekka, f. og d. 25. nóvember 1996, Rakel, f. og d. 25. nóvember 1996, og Daði Sigursveinn, f. 3. desember 1997. 2) Íris, f. 8. janúar 1966, gift Jóni Guðmundssyni, f. 13. janúar 1966. Börn þeirra eru Natalie Kristín, f. 28. september 1993, Helena, f. 10. september 1995, og Ísak Theodórs, f. 6. apríl 1998. Sveinn fæddist og ólst upp í Selárdal í Arnarfirði en fluttist ungur suður og bjó lengst af í Reykjavík. Hann lærði rak- araiðn hjá tengdaföður sínum og lengstan hluta starfsævi sinnar vann hann sjálfstætt á Hárbæ, Laugavegi 168. Sveinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 8. jan- úar 2014, og hefst athöfnin klukkan 15. 1926, d. 31. maí 1927, Jón Magnús, f. 6. janúar 1930, Bergsveinn Þórð- ur, f. 25. mars 1933, og Agnar Ey- steinn, f. 8. janúar 1937, d. 14. apríl 2010. Sveinn kvæntist 31. mars 1956 Sig- rúnu Aradóttur, f. 12. mars 1937, d. 23. desember 2006. Foreldrar Sigrúnar voru hjónin Ari Guð- jónsson, f. 7. apríl 1914, d. 16. ágúst 1996, og Salvör Veturliða- dóttir, f. 24. september 1914, d. 15. janúar 2008. Dætur Sigrún- ar og Sveins eru: 1) Brynhildur, Að kvöldi nýársdags kvaddi faðir minn þessa jarðvist eftir langa og hetjulega baráttu við hinn vægðarlausa vágest krabba- meinið. Aðfaranótt jóladags veiktist hann frekar og í þetta sinn varð sá stóri og sterki víkingur að játa sig sigraðan. Við systurnar, mak- ar og börn skiptumst á að vera hjá honum dag og nótt. Lásum fyrir hann úr nýjum jólabókum, sem hann hafði hlakkað mikið til að lesa, sungum fyrir hann og spiluðum og reyndum að gera honum þessar síðustu stundir eins ljúfar og unnt var. Starfsfólk Ísafoldar á allar okkar þakkir fyrir vel unnin störf og hjarta- hlýju í okkar garð. Ég lærði rakaraiðn hjá pabba og bý enn að hversu góður fag- maður og kennari hann var. Ávallt þolinmóður og þó ekki hafi verið mikið um stór orð fann ég alltaf hversu stoltur hann var þegar vel gekk. Það var mér því ómetanlegt að taka aftur upp þráðinn eftir að ég fluttist heim frá Þýskalandi og vinna með hon- um síðustu árin á Hárbæ. Eins var sama hvað pabbi tók sér fyrir hendur: garðyrkju, matseld, smíðar, allt lék í höndunum á honum, hvort sem um gróf eða fín verk var að ræða. Ótal margar góðar minningar skjóta upp kollinum þegar ég hugsa til pabba. Í barnæsku fór- um við á sumrin nær hverja helgi í útilegu. Mamma var búin að hafa allt til á föstudegi og um leið og pabbi kom úr vinnunni var brunað úr bænum. Pabbi keypti einn fyrsta tjaldvagn landsins og við það lengdist ferðatíminn enn frekar. Eins voru þær ófáar úti- legurnar í seinni tíð, pabbi kom- inn á ferðabíl og við með fellihýsi. Hundurinn Hjörleifur var að sjálfsögðu með í för, en hans saknaði pabbi sárt eftir að hann flutti á hjúkrunarheimilið. Pabbi var afskaplega gjafmild- ur maður og þurfti ekki jól eða af- mæli til að fjölskyldan nyti þess. Eins átti hann jafnvel til að taka ekki við greiðslu hjá viðskiptavin- um, sýndist honum svo. Ef maður hváði hafði hann iðulega á orði að „sennilega stæði illa á hjá honum, elsku vininum“. Pabbi var heldur aldrei spar á stuðninginn þegar svo bar við. Hann var ávallt fremstur í klappliðinu þegar ein- hver í fjölskyldunni steig á svið eða atti kappi í sinni grein og þau skipti voru sannarlega ófá. Með þakklæti og stolti kveð ég nú föður minn, með hjartað fullt af góðum minningum sem aldrei munu gleymast. Íris Sveinsdóttir Elsku pabbi minn. Með þessum fallegu orðum kveðjum við þig að leiðarlokum. Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Ég lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Þú vakir, faðir vor, og verndar börnin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú á jörð, sem átt og elskar þú. Kom, nótt, með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og legðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert brot og sár. (Sigurbjörn Einarsson) Við erum guði þakklát fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman og munum varðveita minningarnar í hjörtum okkar. Brynhildur og fjölskylda. Í dag kveðjum við Svein Ás- geir Árnason, kæran bróður og frænda. Við þökkum af heilum hug all- ar samverustundir liðinna ára. Skemmtileg ferðalög, greiðvikni og hjálpsemi eru þættir sem koma upp í hugann þegar við minnumst hans. Ef að Kristur er uppstiginn, öruggt því treysta má, að vor muni líka líkaminn lyfta sér jörðu frá; ekkert mun framar hindra hann huganum fylgd að ljá, vængirnir gjöra hann víðförlan veraldar á milli þá. Fuglinum Drottinn fjaðrir gaf, fyrirheit er það þér að sigla þú megir himins haf hærra en örninn fer; hans er á valdi vængjaslátt að veita þann og dug, að unnt þér verði um alheimsgátt öruggt að beina flug. (Grímur Thomsen) Við sendum dætrum hans og fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Sigríður Kr. Árnadóttir og börn. Nú hefur Sveinn tengdafaðir minn lagt í sína hinstu ferð á vit þeirra sem bíða hans. Það finnast fáir menn eins raungóðir og Sveinn. Hann hafði alltaf áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og vildi taka þátt og styðja við bakið á sínum, fyrstur á staðinn ef hjálpar handlagins manns var þörf. Öðrum eins dugnaðarforki hef ég ekki kynnst. Þessi seinni ár sem ég hef þekkt hann byrjaði Sveinn iðulega daginn klukkan sex á morgnana og þegar við- skiptavinirnir voru að mæta nið- ur á rakarastofu hjá honum, um áttaleytið, var hann búinn að fara með Hjörleif, hundinn sinn, í göngutúr og hella upp á könnuna. Honum var mikið í mun að láta kúnnana hafa það sem allra best eða eins og hann átti til að segja: „Þetta er fólkið sem skaffar lifi- brauðið.“ Við hjónin nutum þess að Sveinn hafði áhuga á ferðast með okkur og fórum við margar ferðir innanlands. Oft ferðuðumst við með sameiginlegum vinum og naut hann sín í góðra vina hópi og ekki vantaði húmorinn í Svein þótt hann léti aðra um að tala af sér. Það var stórkostlegt að fara með Sveini í Selárdal, sem var hans fæðingar- og uppeldisstað- ur, og njóta frásagna frá fyrri tíð. Það er margs að minnast um þennan sterka mann og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta góðra stunda með góðum vini og tengdapabba. Jón Guðmundsson. Góður vinur er lagður upp í ferðina löngu og hjarta mitt grætur. Ég veit að handan við hornið bíður Sigrún eftir honum og tekur vel á móti manni sínum en hjá okkur sem eftir lifum renna tárin. Ég kynntist Sveini og fjölskyldu fyrir rúmum 40 ár- um og var það mikil gæfa í lífi mínu. Þau tóku mér eins og einni af fjölskyldunni og sýndu mér ótakmarkaðan kærleika. Sveinn var tryggur vinur og alltaf tilbú- inn að hlusta á hvað sem út úr mér kom. Ég gat hlaupið yfir til hans og sest í hornið á stofunni hans þegar ég var alveg að gefast upp hinum megin við vegginn. Hann hlustaði og gaf góð ráð og ég varð róleg. Ég sá hann aldrei bregða skapi, hann var alltaf þessi ljúfi góði vinur sem þótti vænt um fólk. Ef hann hafði ekki heyrt frá vinum sínum í útlönd- um fór hann á stúfana og reyndi að hafa upp á flækingunum og hann gafst ekki upp fyrr en svar- að var annað hvort í síma eða með e-maili. Hann var ekki að tala um eigin veikindi. Hann hugsaði um Sigrúnu sína af mik- illi alúð en sú barátta tapaðist og nú hefur hann sjálfur orðið að láta í minni pokann fyrir veikind- um en Sigrún vefur hann örmum og kannski setja þau upp nýtt heimili í landinu óendanlega þar sem við hittumst aftur síðar. Sveinn var ekki aðeins góður fjöl- skyldumaður, hann var afskap- lega góður við starfsfólk sitt og reyndist því vel í alla staði. Hann hlustaði á viðskiptavini sína af al- úð og alvöru og öllum þótti vænt um hann. Því miður var ég langt í burtu síðustu dagana hans en við töl- uðum saman á Skype. Ég var einn af flækingunum hans. Hann var ekki að barma sér, hann hafði meiri áhuga á því að vita hvernig ég hefði það og hvort ég stæði al- mennilega í lappirnar. Þegar ég fór frá Íslandi saknaði ég ekki margs, en ég saknaði Sveins og fjölskyldu hans. Ég saknaði góðu morgnanna þegar við drukkum kaffi eða te áður en vinnudagur- inn hófst. Það voru helgar stund- ir þegar vinir hans komu og sátu í kaffihorninu og spjölluðu um allt milli himins og jarðar og Sveinn sá um að öllum liði vel. Ég sakna ferða okkar á tónleika þar sem við hlustuðum á afadætur hans flytja tónlist og þá var hann svo stoltur af stúlkunum sínum og ég fann hvað honum þótti innilega vænt um þær og hvað hann var góður afi. Ég sakna morgnanna þegar hann og Hjölli komu labb- andi eftir morgungönguna í snjó og kulda en litla dýrið skoppaði við hlið húsbónda síns og horfði á hann með hundaaðdáun. Og hús- bóndinn sá um að litla dýrinu yrði ekki kalt. Orð eru svo fátækleg þegar góður vinur er genginn, það er svo margt sem hægt væri að segja en umfram allt lifir falleg minning um góðan dreng sem alltaf sá um að öllum liði vel í kringum hann. Sveinn skilur eftir sig djúp spor á vegi kærleikans og við sem eftir erum fögnum því að hann er frjáls frá þjáningu. Við minnumst góða drengsins og grátum en að lokum styttir upp og eftir verður fallega minningin um góða vininn. Elsku Íris, Brynhildur og fjöl- skyldur. Ég sendi ykkur innileg- ar samúðarkveðjur og hugur minn er hjá ykkur. Guð varðveiti ykkur. Hulda Björnsdóttir. Sveinn Ásgeir Árnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.