Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 28

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 ✝ Olgeir MárBrynjarsson fæddist 30. júlí 1981. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 28. des- ember 2013. Olgeir er sonur hjónanna Brynj- ars Olgeirssonar, f. 13. nóvember 1954, og Guðnýjar Bergdísar Lúð- vígsdóttur, f. 9. júní 1956. Sonur Olgeirs er Brynjar Jón Olgeirsson, f. 30. júlí 2011, barnsmóðir hans er Sóley Sig- urborg Jónsdóttir, f. 18. nóv- ember 1985. Systkini Olgeirs eru Lúðvíg Brynjarsson, f. 26. apríl 1978, maki hans er Kristín Hallgrímsdóttir, f. 10. janúar 1982, og eiga þau tvö börn, Jakob Jó- hannes og Guð- nýju Ósk. Ást- hildur Ósk Brynjarsdóttir, f. 4. október 1987, maki hennar er Andri Freyr Stef- ánsson, f. 23. apr- íl 1983, sonur þeirra er Tristan. Olgeir vann alla sína tíð við sjómennsku og síðastliðin sex ár hefur hann verið á skuttog- aranum Sturlaugi hjá HB Granda. Útför hans fer fram í dag, 8. janúar 2014, frá Guðríð- arkirkju í Grafarholti, og hefst athöfnin kl. 15. Að skrifa minningargrein um barnið sitt sem skyndilega er kippt út úr lífinu í blóma lífsins er hræðileg lífsreynsla sem skilur eftir sig ör á sálinni. Olgeir var miðjubarn okkar og er missir systkina hans mikill þar sem þau voru alla tíð mjög sam- rýnd og pössuðu þau vel hvert upp á annað. Elsku litli Binni hans sem er bara tveggja og hálfs árs er orð- inn föðurlaus, en þeir sáu ekki sólina hvor fyrir öðrum. Olgeir fékk son sinn í þrítugsafmælis- gjöf og sagði hann þá í gríni að nú myndi enginn muna eftir hans af- mælisdegi, bara Binna degi. Olgeir var skemmtilegur frændi sem frændsystkini hans elskuðu og sá hann til þess að þau ættu öll Manchester-búning, en við kölluðum það heilaþvott í gríni. Eftir að Olgeir veiktist var ákveðið að hann og Maggi æsku- vinur hans færu til Manchester á leik og má eiginlega segja að hann hafi notað sína síðustu krafta til að fara þessa ferð og enginn mannlegur máttur gat komið í veg fyrir það þrátt fyrir hversu alvarleg veikindi hans voru orðin. Elsku Binni litli, okkar hlut- verk er að segja þér hvað þú áttir yndislegan pabba sem elskaði þig út af lífinu og litlu frændsystkini sín einnig. Minning þín mun lifa með okk- ur, elsku strákurinn okkar, við elskum þig. Hvíl í friði. Mamma og pabbi. Að ég sitji núna fyrir framan tölvuna og sé að skrifa þessa grein er eitthvað sem maður átti ekki von á fyrir nokkrum mán- uðum. En svona geta hlutirnir gerst hratt. Elsku besti bróðir minn, það er margt sem mig langar að rifja upp, æskuminningar frá Tálkna- firði, okkar fyrstu skref sem ung- ir menn, allt það sem við höfum þvælst saman á sjó, öll okkar samtöl og margt fleira. Ég gæti sagt margar frábærar og skemmtilegar sögur, margar sem má segja og aðrar ekki … En ég ætla bara að segja eina stutta og sú er um frábæran bróður, frænda, son, mág, sem var allur af vilja gerður að vera til staðar fyrir sína, hjálpa og elska og um- fram allt vera bara til staðar. Hvað ég mun sakna þess að geta ekki tekið upp símann og hringt í þig til að tala um allt og ekkert, enda hittumst við eða töluðum hvor við annan daglega … Minning þín mun alltaf vera til staðar hjá mér, hvað ég mun sakna þín mikið, elsku besti bróð- ir minn. Þú varst ekki bara minn eini bróðir heldur varstu minn besti vinur líka. Þú ert kominn á betri stað og við sjáumst síðar. PS. Mundu að taka frá flotta húsið við hliðina á þér. Þinn bróðir og besti vinur, Lúðvíg Brynjarsson. Elsku bróðir minn. Það er ekkert sem undirbýr mann undir þá sorg sem það er að missa bróður sinn, stóra klettinn sem þú varst, alltaf að passa upp á litlu systur. Hugur minn leitar til baka, til æskuslóðanna, Tálknafjarðar, þar sem við fjölskyldan bjuggum. Allar minningarnar sem tengjast þér og Lúdda á trillunum á sjó, ófáar pitsur sem keyptar voru, kynntir fyrir mér tölvur og tölvu- leiki, pollaferðir á ameríska drek- anum, og að sjálfsögðu endalaus ást á firðinum fagra. Þegar við urðum eldri fór sam- band okkar að verða nánara og betra, við vorum alltaf yndislega góðir vinir og leituðum hvort til annars með ýmis vandamál og ég gat alltaf verið viss um að fá hrein og bein svör frá þér. Þegar eitt- hvað bjátaði á varst þú alltaf til staðar fyrir mig. Minnist þess þegar við tókum oft rúnt á Mözd- unni, hlustandi á tónlist, ég að draga þig í búðir, eða einfaldlega bara að fá okkur eitthvað gott að borða. Þú varst alltaf svo góður við frændsystkini þín, alltaf svo ynd- islegur við hann Tristan litla sem lítur svo upp til þín. Varst fljótur að leggja honum línurnar í fót- boltanum og ýta undir íþróttaiðk- un hjá honum. Þú átt stóran sess í hjarta mínu, sem og elskulegi Binni litli sem fæddist á afmælisdaginn þinn fyrir tveimur árum, hann mun alltaf fá að vita hvaða mann pabbi hans hafði að geyma og það má segja að litli sólargeislinn þinn muni fylla líf okkar af gleði og góðum minningum um þig. Hann er yndislegur drengurinn sem þú átt. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, – líf mannlegt endar skjótt. (Hallgrímur Pétursson) Síðustu mánuðir einkenndust af veikindum, veiki sem hefur tekið svo mörg líf og það má með sanni segja að þú hafi barist eins og hetja allan tímann. Skap þitt og þrjóska komu greinilega í ljós. Elsku Olli, stóri bróðir minn, sjómaðurinn mikli sem áttir margt eftir, sem tekinn var of fljótt frá okkur, þín verður sárt saknað. Tími veikinda er búinn og ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér á himnum. Sofðu nú blundinum væra, blessuð sé sálin þín hrein. Minningin, milda og tæra, merluð, í minningar stein. Þín systir, Ásthildur Ósk. Elsku Olli. Við kveðjum þig með söknuði en þökkum um leið að þjáningum þínum sé lokið. Undanfarna mánuði höfum við varið með þér meiri tíma en mörg undanfarin ár og kynnst full- orðna Olla betur, húmoristanum, pabbanum Olla sem þráði það mest að lifa það lengi að sonur hans myndi muna eftir honum, litli Binni sem þú fékkst í þrítugs- afmælisgjöf. Við munum halda minningu þinni á lofti við hann, elsku Olli, öllum stundum , því hann hefur mikið misst. Þú hefur staðið þig ótrúlega í baráttunni og aldrei kveinkað þér, gast sem betur fer verið mik- ið heima enda foreldrar þínir ein- stakt fólk og staðið á vaktinni all- an sólarhringinn, alveg ótrúlega sterk. Við eigum eftir að sakna þín sárlega, elsku Olli, nýi nágrann- inn okkar í Hamravíkinni. Elsku Binni litli, Guðný, Binni, Lúddi, Ásthildur og fjölskyldur innilegar samúðarkveðjur Hvíldu í friði, elsku frændi. Fjölnir og Ingibjörg. Elsku hjartans Olgeir minn, nú eru kvalirnar farnar frá þér og þú kominn á annan stað þar sem örugglega hefur verið tekið á móti þér af fólki því sem þér hef- ur staðið nærri. Fyrir vestan vor- um við kölluð af sumum „tyggjó- fjölskyldan“ og hefur mér þótt vænt um það, sérstaklega í seinni tíð, við vorum þarna fyrir vestan, fjölskylda, samhent og með and- litið ofan í málum hvert annars. Ég man að sjálfsögðu árið 1981 þegar þú komst í heiminn og hef fylgst með þér alla tíð síðan því mikill samgangur hefur verið á milli okkar fjölskyldna. Snemma kom í ljós hversu sterkur karakt- er þú varst og hvað fjölskyldan þín skipti þig miklu máli. Vinátta ykkar bræðra var einstök og veit ég að hann bróðir þinn á eftir að sakna síns besta vinar lengi, ekki voruð þið Lúðvíg bara bræður og vinir heldur einnig vinnufélagar til margra ára á togara, svo þegar veikindi þín komu upp nú í haust þá kom í ljós hversu góða systur þú átt og vinátta ykkar systkina allra órjúfanleg með öllu. Ekki er hægt að gleyma foreldrum þínum sem vakin og sofin hafa tekið þátt í þessari baráttu þinni sem tap- aðist svo hörmulega. Drengnum þínum, honum Brynjari Jóni, sem varð tveggja ára í sumar og á sama afmælisdag og þú, verður að sjálfsögðu haldið upplýstum um föður sinn af ömmunni og afa, nafna sínum, ásamt þeim Ásthildi og Lúðvíg, systkinum þínum. Ég er óendalega þakklátur fyrir að hafa getað kvatt þig dag- inn áður en þú fórst frá okkur, því ekki gat ég verið í kistulagning- unni þinni, elsku Olgeir minn, því ég var lagður inn á sjúkrahús og komst því ekki. Það sýndi sig í þessari baráttu þinni, elsku Ol- geir, hversu mikill jaxl þú varst, en varðst að lokum að játa þig sigraðan fyrir þessum óboðna vá- gesti. Elsku Guðný systir mín, elsku Binni mágur minn, elsku systkini Lúðvíg og Ásthildur, og vinurinn sanni að vestan, skips- félagar og allir ættingjar, nú eru kvalirnar hans Olgeirs ekki til staðar lengur og nú stöndum við „tyggjófjölskyldan“ þétt saman og höldum hvert utan um annað, fyrir Olgeir. Þinn frændi, Birgir Freyr Lúðvígsson. Mig langar að minnast elsku- legs frænda míns Olgeirs, eða Olla eins og hann var alltaf kall- aður, með nokkrum orðum. Sum- arið 1982, þá 14 ára gömul, var mér boðið inn á heimili ykkar vestur á Tálknafirði og var þá við vinnu í frystihúsinu hálfan dag- inn og hinn helminginn að líta eft- ir þér og Lúðvíg, bróður þínum, meðan mamma ykkar var við vinnu. Þú rétt eins árs gamall. Frá fyrstu stundu var ég boðin velkomin og leið mér það vel hjá ykkur að ég kom reglulega í nokkur ár á sumrin. Þið Lúðvíg urðuð svolítið eins og „litlu bræð- ur“ mínir sem mig, sem yngsta barni, langaði alltaf að eiga. Síðar kom Ásthildur inn í myndina og saman mynduðuð þið fimm þessa yndislegu fjöldskyldu sem þið er- uð. Systkinakærleikurinn svo áberandi mikill og þið bræður svo ótrúlega samrýmdir alla tíð. Fal- leg, traust og kærleiksrík fjöl- skylda sem ber fullkomna virð- ingu hvert fyrir öðru. Ég minnist þess líka þegar þú varst búinn að stofna þína eigin fjölskyldu og kynntir mig fyrir syni þínum Brynjari Jóni, svo uppfullur af stolti að það var unun að sjá. Hann eignaðist þú á þrítugsaf- mælisdaginn þinn og ekki gerði það þig minna stoltan. Elsku Olli, heimurinn er fátækari án þín. Fólk eins og þú gefur okkur hin- um svo mikið. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en glöðum dreng í góðu skapi, með hárbeittan og skemmtilegan húmor, örlítið kaldhæðinn þó, harðjaxl með gott hjartalag. Þú varst ekki með neitt óþarfa vesen og það var gott að vera nálægt þér. Ég kveð þig með sorg í hjarta, en trúi að nú sért þú á góðum stað, veikindin yfirstaðin og þér líði betur. Elsku Guðný, Binni og fjölskyldan öll. Góður sonur, fað- ir, bróðir, mágur og frændi, góð- ur drengur, er fallinn frá. Við sem eftir lifum getum velt fyrir okkur tilgangi þessa lífs, þegar fólk fellur frá í blóma þess en svörin eru ósköp rýr. Er ekki betra fyrir okkur að trúa því að héðan hverfum við til einhverrar annarrar víddar þar sem vel er tekið á móti okkur af þeim sem farnir eru á undan. Þannig langar mig að trúa því að þú sitjir nú í góðu yfirlæti með ömmu þinni og afa og fleirum, jafnvel einhverj- um sem þú ert fyrst að kynnast núna. Almættið gefi ykkur styrk, elsku fjölskylda. Guðný Leifs. Elsku Olgeir minn. Leiðir okk- ar lágu saman þegar ég kynnist systur þinni síðastliðið vor og þrátt fyrir stutt kynni finnst mér ég hafa þekkt þig og alla fjöl- skylduna lengur en það. Þú varst einstaklega góður faðir og varðir öllum stundum með Binna þín- um, svo mikið sem þú gast, og er hann einstakur eins og þú. Hetju- lega barðist þú í veikindum þín- um og sýndir þar þinn ótrúlega sterka karakter, jákvæður og bjartsýnn í gegnum þetta allt til enda. Ég er þakklátur fyrir tímana sem við áttum saman og kveð þig með miklum söknuði. Andri Freyr Stefánsson. Nú er stríðinu þínu lokið. Þú barðist eins og hetja með miklu æðruleysi og ert þú nú laus við kvöl og pínu. Þú skilur eftir stórt skarð í lífum okkar. Ég elskaði þig eins og bróður, þú varst alltaf svo góður við mig og börnin mín og ekki annað hægt en að elska þig. Það síðasta sem þú sagðir við mig nokkrum klukkutímum áður en þú skildir við var svo ekta þú. Þú misstir sko ekki húmorinn í þessu stríði. Ég kvaddi þig með þeim orð- um að ég myndi sjá þig daginn eftir en þú svaraðir því ekki, eins og þú hafir vitað að þú myndir kveðja okkur þá nótt. Ég var ekki nógu dugleg að heimsækja þig síðustu dagana en ég var svo hrædd um að þú myndir sjá hræðsluna í augum mínum enda kallaðir þú mig po- ker face Dídí, vissir alltaf hvernig mér leið. Hef aldrei vitað eins þrjóskan og duglegan baráttu- mann. Nú er ég viss um að þú sért á betri stað og þar hafi ástvinir þín- ir tekið á móti þér, amma, afi og Beggi þinn. Fáir hafa reynst mér jafn vel og þú. Síðustu skipti sem við hitt- umst varst þú ekki spar á knús og kossa sem er frekar ólíkt þér og eru það ómetanlegar minningar sem ég mun ætíð geyma. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Ég mun gera mitt besta að gæta bróður þíns og skal líta eftir Binna litla og segja honum allar fallegu og fyndnu sögurnar um þig. Við elskum þig og munum allt- af varðveita þína minningu í hjörtum okkar. Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesús hér, og ljúfa hvíld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki’ og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa’ af hreinni náð. Tak burtu brot og syndir, með blóði Jesú minn. Og hreint mér gefðu hjarta og helgan vilja þinn. Mig geym í gæslu þinni, mín gæti náð þín blíð. Að frið og hvíld mér færi, hin fagra næturtíð. (Magnús Runólfsson) Kristín Hallgrímsdóttir. Olgeir Már Brynjarsson Við viljum minn- ast elskulegs afa okkar með nokkrum orðum. Í okkar æsku bjuggu afi og amma á Fálkagötu í Vesturbænum. Þangað var alltaf gott að koma. Afi fór mjög oft með okkur systk- inin út á róló í hverfinu. Hann fór líka með okkur niður á Ægisíðu og sýndi okkur hvar sjómenn komu að landi hér áður fyrr og fræddi okkur um störf þeirra, t.d. hvernig þeir verkuðu fiskinn. Afi átti nokkra hatta og göngustafi. Það brást ekki að við systkinin fengum að leika okkur með hlut- ina. Hann spilaði við okkur bæði ólsen-ólsen og veiðimann og Bjarni Jóhann man eftir að hafa oft horft á þýska fótboltann með afa sínum. Afi kallaði Jónu Krist- ínu oftast „Litla ljósið mitt“ og Hannes Þorkelsson ✝ Hannes Þor-kelsson fæddist í Reykjavík 23. júlí 1935. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 16. des- ember 2013 og var útförin gerð frá Háteigskirkju 7. janúar 2014. eru þau orð núna sérstaklega falleg í minningu hans. Hann dvaldi síðustu 9 ár á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund og við minn- umst þess að hann æfði boccia af mikl- um krafti. Við sáum hann eitt sinn æfa með liði sínu á Grund og þá fékk Bjarni Jóhann að spila með og gerði afa sinn mjög stoltan. Afi fór með boccia-liði sínu að keppa í Hveragerði. Það var á þeim árum sem við bjuggum þar með mömmu. Afi var í hjólastól en gat staðið upp úr honum og stuðst við stafi. Aðstoðarmaður afa, sem var ungur maður, talaði mjög hlýlega um hann og það var gagnkvæmt. Þeir voru miklir vin- ir og göntuðust saman. Alma Lóa og Jóna Kristín fóru að horfa á afa sinn keppa og það þótti hon- um vænt um. Við minnumst afa okkar með miklum hlýhug og munum varðveita minningar um hann í hjörtum okkar. Bjarni Jóhann, Alma Lóa og Jóna Kristín. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁSTA ÞÓRGERÐUR JAKOBSDÓTTIR, Hlíf, Ísafirði, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði, fimmtudaginn 2. janúar. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 11. janúar kl. 11.00. Stefán Haukur Ólafsson, Guðrún Ásbjörg Stefánsdóttir, Tryggvi Sigtryggsson, Stefán Haukur Tryggvason, Guðbjörg Gísladóttir, Jakob Ólafur Tryggvason, Hanna Mjöll Ólafsdóttir, Heiðrún Tryggvadóttir, Fjölnir Ásbjörnsson, Ásta Tryggvadóttir, Paul Fuller, langömmu- og langalangömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaðurinn minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, EGILL GUÐMAR VIGFÚSSON Sautjándajúnítorgi 1, Garðabæ, áður Seli í Ásahreppi, Rangárvallasýslu, lést á blóðlækningadeild Landspítalans mánudaginn 6. janúar. Útför fer fram frá Garðakirkju laugardaginn 18. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Landspítalann en fjölskyldan þakkar hlýhug starfsfólks 11-G. Sigríður Guðrún Skúladóttir, Friðrik Egilsson, Fanney Egilsdóttir, Vífill Sigurjónsson, Skúli Egilsson, Zina Egilsson, Harpa Vífilsdóttir, Árni Þorvarðarson, Vilhjálmur Egill Vífilsson, Alexandra Einarsdóttir, og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.