Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 36

Morgunblaðið - 08.01.2014, Side 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Tækifæri í útgáfu eða ferðalögum og menntun eru á hverju strái um þessar mund- ir. Gefðu þér tíma til að tala við fólkið í kring- um þig. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert svo önnum kafin/n við að sjá heildarmyndina að þú gleymir kjarnanum sem þó skiptir mestu máli. Um ástina gegnir öðru máli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert ekki á réttu róli með hlutina. Almenn samskipti þín við annað fólk verða ánægjulegri en þau hafa verið ef þú sýnir þolinmæði. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ættir að nota daginn til að velta fyrir þér sambandi þínu við eigur þínar. Búðu þig undir að laðast sterklega að einhverjum sem er alger andstæða þín. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú svo upptekin/n við að setja annan fótinn framfyrir hinn, að þú ert eiginlega bú- in/n að búa til nýjan dans. Láttu sem ekkert sé því þú munt uppskera laun erfiðis þíns fyrr en þig grunar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er margt sem byrgir sýn og því er nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma til þess að kanna allar aðstæður. Athugaðu vandlega þinn gang áður en þú festir fé þitt í ein- hverju. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er þess virði að kynda undir ástinni í lífi sínu, er það ekki? Þú þarft ekki einu sinni að reyna, ef út í það er farið. Lífið verð- ur betra um leið og það verður einfaldara. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Til að vera eins góð/ur og þú getur verið, þarftu að íhuga nokkrar breyt- ingar. Taktu við gjöfum með bros á vör. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú kemur miklu í verk á næst- unni ef þú gætir þess að draga þig í hlé. Vandaðu því vel mál þitt svo að ekki þurfi að koma upp misskilningur að ástæðulausu. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samræður um daginn og veginn geta gengið úr hófi. Farðu varlega og gáðu að þér í dag, þér hættir dálítið við klaufaskap í dag. Kaup á fallegum hlutum gleðja þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gamlir vinir koma til sögunnar og það verður þér til mikillar ánægju að rifja upp gömul kynni og stofna til nýrra. Sköp- unargáfa þín er öflug um þessar mundir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki létt að bera sig eftir því sem maður þráir ef maður veit ekki hvað maður vill. Leitaðu þér því skjóls svo ekkert geti angrað þig á meðan. Nýársræða forseta Íslands varðmörgum yrkisefni á Leirn- um. Ármann Þorgrímsson orti: Í barnæsku missti ég bændatrúna blessun í henni enga fann. Hvort var Óli að hvetja núna kapítalista eða öreigann? Ólafur Stefánsson greip boltann á lofti: Öllum gerir Óli skil, einlægt landi að þjóna. Stundum fer hann beggja bil, blessar líka dóna. Þá var röðin komin að Ágústi Marinóssyni að láta í sér heyra: Bessastaðabóndinn sagði björg er næga hér að fá. Út af þönkum þessum lagði þjóðleg gildi minntist á. Þess var ekki langt að bíða að efasemdarmenn létu til sín heyra. Þegar Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur hafði tjáð sig í há- degisfréttum orti Hjálmar Frey- steinsson: Þeir sem telja að Ólafur ýki eru með tuð: Að hér sé ekkert himnaríki og hann ekki guð. Nú þótti karlinum á Laugaveg- inum nóg komið af svo góðu og sagði: Ræðan hún var rafmögnuð og raddblærinn mér fannst hann slík- ur að heyrði og sæi sjálfan Guð svo var karlinn goðum líkur. Eftir að karlinn hafði sagt þetta beit hann sig í vörina til blóðs og varð vandræðalegur, en tók sig á og sagði: Ólafur Ragnar enn þá gagnast karl- inn! Á sig hljóp á þingi þó. Þótti Davíð komið nóg! Svo kvaddi hann og sönglaði þar sem hann rölti upp Skóla- vörðustíginn. Lengi manninn má, minn svanni, reyna. Kyndugt margt og kyn-legt er sem kerling veltir fyrir sér! Og án þess að þagna fór hann með gamla gátu: Gettu hvað ég gerði mér til gamans vinna – bjó ég til fyrir blíðan svanna böggul á milli rekkvoðanna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Frá Bessastöðum upp á Skólavörðuholt Í klípu „NIÐURSKURÐARHNÍFURINN HLÍFIR ENGUM, EKKI EINU SINNI ÞEIM SEM MÆTA MEÐ ÖXI TIL YFIRMANNSINS.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „86 ÁR? HVAÐ SLEPPUR MAÐUR SNEMMA EF MAÐUR HEGÐAR SÉR VEL?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þú og ég. ÞÁ LEGGJUM VIÐ Í HANN TIL NORMANDÍ! BREIÐIÐ ÚR SEGLINU! VIÐ ÞURFUM SENNILEGA AÐ FARA AÐ BREIÐA OFTAR ÚR SEGLINU! HNETUSMJÖRS- MÚFFURNAR MÍNAR! MIÐMORGUNS-EFTIR- MORGUNMATAR-FYRIR- LÚRS-NASLIÐ MITT! Knattspyrnusnillingurinn Eusebiohefur verið syrgður víða um heim undanfarna daga. Eusebio da Silva Ferreira lést úr hjartaslagi á sunnudag, 71 árs að aldri. Hann fæddist í Mósambík, sem þá var portúgölsk nýlenda (fyrir vikið tald- ist hann portúgalskur leikmaður). Þar vakti hann athygli fyrir snilli sína og brátt beindust augu portúgalskra liða að honum. Benfica hneppti hnossið. Því var haldið fram að Ben- fica hefði rænt honum og haft hann í haldi þar til hann skrifaði undir samning, en því neitaði hann í viðtali 2008. Antonio Salazar, leiðtogi Portú- gals, lýsti Eusebio „þjóðargersemi“ til þess að hann gæti ekki farið til er- lendra liða. Eusebio fékk viðurnefnin svarti pardusinn og svarta perlan. Hann var snöggur á velli og skotviss og skoraði 733 mörk í 745 leikjum. Með Benfica vann hann ellefu meist- aratitla og fimm bikarmeistaratitla. Einu sinni fékk hann gullboltann fyr- ir að vera besti leikmaður í Evrópu og tvisvar gullskóinn fyrir að vera markahæstur í álfunni. x x x Dýrðarstund Eusebios var áheimsmeistaramótinu í Eng- landi 1966 þar sem hann bar af öðr- um sem askur af þyrni. Eusebio skoraði níu mörk á mótinu. Portúgal- ar slógu út Brasilíu, en í næsta leik lentu þeir undir, 3-0, á móti Norður- Kóreu. Eusebio tók leikinn í sínar hendur, skoraði fjögur mörk og Portúgalar unnu, 5-4. Í undan- úrslitum léku Portúgalar gegn gest- gjöfunum, Englendingum, og var leikurinn færður frá Liverpool, þar sem hann átti að fara fram, á Wem- bley, svo fleiri kæmust að. Þar tókst Nobby Stiles að halda Eusebio niðri og mark portúgölsku skyttunnar úr víti dugði ekki til. Portúgal tapaði 2-1. Sigur í leik um þriðja sætið gegn Rússlandi þar sem Eusebio skoraði eitt mark gerði lítið til að draga úr vonbrigðunum. „Ég var besti leik- maður í heimi, einn helsti marka- skorari í heimi og Evrópu,“ sagði hann í viðtali 2011 um vonbrigðin á Englandi. „Ég gerði allt nema að verða heimsmeistari.“ Víkverji verð- ur að viðurkenna að hann öfundar þá sem sáu Eusebio leika með Benfica gegn Val 1968. víkverji@mbl.is Víkverji Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk 13, 27.) 0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.