Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 40

Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2014 Farsæll ferill Sigrúnar Guð-jónsdóttur, eða Rúnu,spannar rúm 60 ár og erþví af ýmsu að taka á yf- irlitssýningunni „Dvalið hjá djúpu vatni“ sem nú stendur yfir í Hafn- arborg. Rúna hefur sýnt listsköpun sína reglulega í gegnum árin, nú síðast verk unnin á japanskan papp- ír fyrir um tveimur árum. Verk hennar hafa einnig sett svip á dag- legt líf margra, bæði hér heima og erlendis því Rúna er ekki síst þekkt fyrir framlag sitt á vettvangi hönn- unar. Á sýningunni má sjá úrval myndverka, bæði einstakar myndir á veggjum en einnig myndir sem ratað hafa á leirmuni, í bækur og bæklinga, auk þess sem sýndar eru undirbúningsteikningar og ljós- myndir vegna verka sem unnin voru fyrir opinberar byggingar. Margir kannast við veggdiska sem Rúna hannaði til minningar um landnám Íslands í tengslum við þjóðhátíðina 1974 en diskarnir voru gerðir í samstarfi við danska postu- línsfyrirtækið Bing & Grøndahl. Samstarf þeirra tók einnig til fal- legs borðbúnaðar með myndum sem sýna hafmeyjur og fiska, mannsandlit og fugla, auk stærri veggmynda þar sem goðsögulegt myndefni hefur verið málað á flísar. Rúna var þá enginn nýgræðingur á sviði nytjalistar en hún stofnaði leirmunagerðina Laugarnesleir ásamt eiginmanni sínum, Gesti Þor- grímssyni myndhöggvara, árið 1947. Samstarf þeirra hjóna gat af sér marga fallega listmuni sem Gestur mótaði og Rúna málaði – og á sýningunni má glöggt sjá hvernig Rúna vinnur úr áhrifum, m.a. frá suður-amerískri og suður-evrópskri leirmunagerð og úr samtímamál- aralist, og þróar fljótlega eigin stíl. Elstu leirmunirnir endurspegla næmt auga fyrir geómetrísku hljómfalli og fallegum litasamsetn- ingum og bæði hrynjandin og litah- armonían skila sér inn í þær líf- rænu áherslur sem Rúna tileinkaði sér. Myndmál Rúnu sýnir gjarnan stílfærðar konur með ávalar og mjúkar línur er svífa um myndflöt- inn, í senn jarðbundnar og lauflétt- ar, umvafðar ævintýralegum sjávar- eða himinverum og náttúruformum. Mynd eins og Gárur hafsins lýsir vel spunakenndri hugkvæmni lista- mannsins. Sýningin er fallega og fagmann- lega unnin. Meðfram veggjum hafa verið útbúin lág borð eða stöplar í dökkbrúnum lit sem skírskotar til jarðarinnar og leirsins sem setur svo sterkan svip á verk Rúnu. Dökki liturinn rammar einnig fal- lega inn leirmunina og „lyftir“ lita- spili myndanna þar sem jarðar- og djúpsjávarlitir eru áberandi. Borðin mynda einnig eins konar tímalínu sem leiðir áhorfandann í gegnum þróunina á ferli Rúnu. Í miðjum sal eru sýningarborð þar sem m.a. má sjá sýnishorn af grafískri hönnun listamannsins svo sem myndlýs- ingum sem Rúna vann fyrir bækur móður sinnar, Ragnheiðar Jóns- dóttur, og sína eigin bók, Rauðir fiskar (1972). Verkin í sýning- arborðunum veita mikilvæga innsýn í hugmyndavinnu og fáguð vinnu- brögð Rúnu. Myndmálið sem ein- kennir frjálsa listsköpun hennar rennur áreynslulaust inn í hönn- unar- og nytjasamhengið og ljær því listrænan þokka, enda hvergi slakað á kröfum. Mörkin milli listar og hönnunar eru óljós í höfund- arverki Rúnu, og skipta raunar litlu máli. Listamenn þurfa að fram- fleyta sér og auk þess nærir það sköpunarandann að fást við fjöl- breytt verkefni og áskoranir – og andinn í verkum Rúnu er síungur og ferskur eins og sést best á nýj- ustu verkunum. Má þar nefna verk eins og Söng þagnarinnar og Mjúk- an faðm draumsins þar sem samspil næmrar formskynjunar, teikningar og efniskenndar nýtur sín og lokkar áhorfandann á vit óræðra djúpa og tóna. Morgunblaðið/Einar Falur Listakonan „Myndmálið sem einkennir frjálsa listsköpun hennar rennur áreynslulaust inn í hönnunar- og nytja- samhengið og ljær því listrænan þokka, enda hvergi slakað á kröfum,“ segir um myndheim Rúnu. Sjávardjúp og jarðartónar Hafnarborg – Menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Dvalið hjá djúpu vatni – yfirlitssýning á verkum Rúnu – Sigrúnar Guðjóns- dóttur bbbbn Til 26. janúar 2014. Opið kl. 12-17 alla daga, fimmtud. til kl. 21. Lokað á þriðju- dögum. Aðgangur ókeypis. Sýning- arnefnd: Brynhildur Pálsdóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir, Þorbjörg Br. Gunn- arsdóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Veggmyndir Eitt þeirra myndverka á sýningunni sem Rúna málaði á leirflísar. Hin kunni kvikmyndaframleiðandi Saul Zaentz, sem vann Ósk- arsverðlaun fyrir kvikmyndirnar Gaukshreiðrið, Amadeus og Enska sjúklinginn, er látinn, 92 ára að aldri. Zaentz starfaði til fimmtugs sem tónlistarútgefandi og framleiðandi, meðal annars með Dave Brubeck og Creedence Clearwater Revival, en náði afar eftirtektarverðum ár- angri þegar hann tók að framleiða kvikmyndir. Kostaði hann sumar þeirra sjálfur. Þá þótti hann ein- staklega framsýnn þegar kom að því að tryggja sér rétt að sögum sem hann taldi henta vel fyrir hvíta tjaldið. Þar má nefna Hringadróttinssögu og Hobbitann sem hafa reynst gríðarlega arð- bærar og átti Zaentz iðulega í glímu fyrir dómstólum, um arðinn af verkefnum sínum, og þótti fast- ur fyrir. Meðal annarra kvikmynda hans eru Óbærilegur léttleiki tilver- unnar og Moskítóströndin. Samstarfsmenn Óskarsverðlauna- hafarnir Saul Zaentz og Milos Foreman. Framleiðandinn Zaentz látinn Árið 1880 var breskur fornleifa- fræðingur við veiðar í Noregi og tók einnig þátt í fornleifauppgreftri við víkingagrafir í Lilleberge. Nokkrum árum síðar keypti British Museum af honum gripi sem þar komu í ljós, meðal annars tvær næl- ur, glerperlur og einskonar bakka úr hvalbeini. Þá fylgdi í kaupunum, samkvæmt dagblaðinu The Obser- ver, óræður „klumpur“ úr lífrænu efni, sem talið var að hafi mögulega verið viðarskrín. Þessi klumpur sat í geymslu Brit- ish Museum í meira en öld en þegar röntgenmynd var tekin af honum kom í ljós að þar í var sex cm breið gullnæla, fágæt keltnesk smíð, og verður hún fyrst sýnd almenningi í mars næstkomandi. Fágæti Skartið var smíðað fyrir um þús- und árum og falið í víkingagröf í Noregi. Gullnæla leyndist í klumpinum Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Hreinsandi fyrir meltinguna www.annarosa.is Tinktúran Fjallagrös og fíflarót þykir hreinsandi fyrir meltinguna og mjög góð gegn uppþembu, vindverkjum og ristilkrampa. Ég er 64 ára og ákvað að prófa tinktúruna Fjallagrös og fíflarót frá Önnu Rósu. Nú er ég búinn með þrjár flöskur og finn að virknin er mjög góð. Ég finn mikinn mun á maganum og hef líka miklu meiri orku en áður. Ég mæli hiklaust með þessari tinktúru því hún virkar mjög vel! – Guðjón Einarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.