Morgunblaðið - 08.01.2014, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 8. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Fann æskuvini á Facebook
2. Hönnunarvilla forstjóra í …
3. Örlagarík Kristjaníuheimsókn
4. Andlát: Gunnlaugur E. Briem
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tökur á næstu kvikmynd Baltasars
Kormáks, Everest, hefjast í Nepal á
mánudaginn. Baltasar mun þar leik-
stýra Hollywoodstjörnunum Jake
Gyllenhaal, Josh Brolin, Jason Clarke
og John Hawkes sem fara með aðal-
hlutverkin. Tökur í Dólómítafjöllum á
Ítalíu hefjast um viku síðar og að
þeim loknum verður haldið í hið
margfræga kvikmyndaver Cinecittá í
Róm þar sem margar af kvikmyndum
Federicos Fellinis voru m.a. teknar
upp. Þá verður Everest einnig tekin
upp í kvikmyndaveri Pinewood í
Buckingham á Englandi, því sama og
kvikmyndirnar um njósnarann James
Bond hafa verið teknar í.
Handrit Everest er byggt á sann-
sögulegum atburði, þegar átta fjall-
göngumenn fórust í aftakaveðri á
hæsta fjalli jarðar, Everest, 11. maí ár-
ið 1996 en það er mannskæðasta slys
sem orðið hefur á fjallinu.
Morgunblaðið/Golli
Tökur á Everest
hefjast í næstu viku
Leikfélag Akureyrar undirbýr nú
uppsetningu á Lísu í Undralandi og
verður verkið frumsýnt í Samkomu-
húsinu í október. Margrét Örnólfs-
dóttir skrifar leikgerð út frá sögu
Lewis Carroll og tónlist við verkið
semur Gunnar Lárus Hjálmarsson,
Dr. Gunni. Margrét hefur hlotið verð-
laun fyrir barnabækur sín-
ar, m.a. Fjöruverðlaunin
og Vorvindaviðurkenn-
ingu IBBY á Íslandi, og
Dr. Gunni hefur sent frá
sér barnaplötur og
stýrt spurningaþætt-
inum Popppunkti á
RÚV, svo fátt eitt sé
nefnt.
Lísa í Undralandi
á fjalirnar hjá LA
Á fimmtudag Austlæg átt, 3-10 m/s. Víða skýjað með köflum en
skýjað og stöku él með suður- og austurströndinni. Frost yfirleitt 0
til 7 stig, kaldast í innsveitum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi og úrkomu.
Norðaustan og austan 5-13 m/s síðdegis. Víða skýjað með köflum
en lítilsháttar súld NA-til og á Ströndum. Hiti yfirleitt 0 til 7 stig.
VEÐUR
Knattspyrnulið Tindastóls á
Sauðárkróki íhugar alvarlega
að draga lið sitt úr keppni í 1.
deild karla fyrir næsta sumar.
Félagið sendi frá sér yfirlýs-
ingu þess efnis um síðustu
helgi og segir Ómar Bragi
Stefánsson, formaður
knattspyrnudeildar
Tindastóls, við Morgun-
blaðið að „menn séu í
hjartanu búnir að
taka þá ákvörðun“.
»2-3
Í hjartanu búnir að
taka ákvörðun
Það kom líklega engum á óvart að
Lele Hardy úr Haukum var kjörin
besti leikmaðurinn í fyrri umferð
Dominos-deildar kvenna í körfubolta.
„Ég get ekki neitað því að
tímabilið hefur verið
mjög gott hjá mér. Ég
reyni alltaf að bæta mig
frá leik til leiks, set
mér stór markmið
og reyni að fylgja
þeim eftir,“ segir
Hardy sem skorar
um 30 stig og
tekur um 20 frá-
köst að meðaltali í
leik. »1
Set mér stór markmið
og reyni að fylgja þeim
Florida State vann Auburn Tigers
um síðustu helgi í síðasta úrslita-
leiknum í bandaríska há-
skólaruðningnum þar sem keppt
er eftir gömlu fyrirkomulagi.
Gunnar Valgeirsson var á leiknum
og skrifar um hann, stemninguna
í „Rósaskálinni“ og breytingarnar
á keppnisfyrirkomulaginu sem
hann telur kærkomnar. »4
Florida vann síðasta
titil fyrir breytingar
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Knútur G. Hauksson fór á sitt fyrsta
stórmót í handbolta fyrir fjórum ár-
um þegar Evrópumót landsliða fór
fram í Austurríki. Hann ætlar ekki
að láta sig vanta á Evrópumótið sem
hefst í Danmörku 12. janúar og segir
mikla stemningu einkenna íslenska
áhorfendur sem sækja slík mót.
Knútur hefur fulla trú á landsliðinu
þrátt fyrir að væntingar séu í lág-
marki. Hann segir að þeir sem sæki
landsleiki á stórmótum séu á öllum
aldri. Bæði fólk sem þekkt er úr
handboltaheiminum og fólk sem
finnst gaman að sækja slíkar keppn-
ir. „Það hefur alltaf verið gríðarleg
stemning í kringum íslenska hópinn.
Það eina sem hefur vantað er að ei-
lítið fleiri hafi verið á staðnum,“ seg-
ir Knútur.
Leiðbeinandi athugasemdir
Hann var formaður HSÍ í fjögur
ár og hætti í apríl á síðasta ári. Þeir
sem þekkja Knút vita að hann hefur
aldrei legið á skoðunum sínum þegar
hann sækir handboltaleiki. Við-
urkennir Knútur að hann eigi það til
að senda dómurum „leiðbeinandi at-
hugasemdir,“ eins og hann orðar það
kíminn. „Maður fékk reglulega
áminningar um að láta dómarana
vera, en það var oft erfitt þegar dótt-
ir manns var í liðinu að spila mik-
ilvægan leik í úrslitum, “ segir Knút-
ur sem er mikill Framari. Dóttir
hans, landsliðskonan Karen Knúts-
dóttir, hefur leikið með farsælu
handknattleiksliði félagsins und-
anfarin ár en leikur nú með Sön-
derjyskE í Danmörku. „Ég tek
föðurhlutverkið fram yfir öll önn-
ur. Sennilega tók það mig heilt ár
að venjast hlutverki formanns á
leikjum og læra að sitja á mér,“
segir Knútur.
Í formannstíð sinni lá
hann ekki á skoðunum
sínum þar sem hann sat uppi í stúku
á landsleikjum. „Ég hoppaði upp úr
stólnum og var líflegur. Fyrir vikið
fékk ég oft auga frá formönnum ann-
arra sambanda og forseta alþjóða-
sambandsins,“ segir Knútur og
hlær. Eitt sinn hljóp honum svo mik-
ið kapp í kinn að hann tognaði í þind-
inni. „Ég gat ekki kyngt og lækn-
irinn sagði mér að hann hefði aldrei
séð svona áður,“ segir Knútur og
hlær.
Hann getur nú tjáð tilfinningar
sínar óhindrað og stefnir að því að
fara tvívegis til Danmerkur meðan á
HM stendur en það hefst 12. janúar
og fer riðill íslenska liðsins fram í
Álaborg. „Ég hef fulla trú á liðinu og
það hefur oft hentað okkur þegar
væntingar eru litlar,“ segir Knútur.
Alltaf gríðarleg stemning
Knútur G.
Hauksson ætlar á
EM í Danmörku
Morgunblaðið/Golli
Ísland Hópferð verður á leik íslenska handknattleikslandsliðsins á Evrópumótið í Danmörku. Íslenska liðið leikur í
Álaborg og hefur leik 12. janúar. Fyrrverandi formaður HSÍ ætlar að fara tvívegis á mótið meðan á því stendur.
Icelandair og HSÍ munu bjóða upp á hópferð á Evrópumótið í Dan-
mörku. Flogið verður til Álaborgar sunnudaginn 12. janúar og sam-
dægurs leika Íslendingar við Norðmenn klukkan 16. Ekki er leik-
ið á mánudegi en á þriðjudag spila Íslendingar við Ungverja
klukkan 18. Um kvöldið er svo flogið heim. Hægt er að nálg-
ast miða hjá ferðaskrifstofunni Úrvali-Útsýn. Einar Þorvarð-
arson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að bókanir hafi farið vel
af stað. „Við teljum að þetta séu þeir tveir leikir sem þurfa
hvað helst að vinnast til að komast í milliriðil. Við erum
með leiguvél sem er ekki búið að fylla en höfum vænt-
ingar til þess að ná að gera það,“ segir Einar en vélin
tekur um 180 farþega.
Hópferð til Danmerkur
BÚIÐ AÐ LEIGJA 180 SÆTA FLUGVÉL
Knútur G.
Hauksson