Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla önnun frá 1960 E-6 Klass 0 ísk h FRÉTTASKÝRING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aukin áhersla stjórnenda sjávar- útvegsfyrirtækja á landvinnslu af- urða, í stað þess að afli sé unninn um borð í skipunum og frystur þar, þýð- ir að störfum í landi fjölgar um allt að 200 á þessu ári. Þetta segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. „Auðvitað er mis- jafnt milli fyrirtækja hvernig brugð- ist er við. Menn hafa sömuleiðis fært kvóta meira yfir á línubáta og afli þeirra er unninn í landi,“ segir Arn- ar. Hann segir að verði þorskkvóti aukinn á næsta fiskveiðiári, eins og margt bendir til, fjölgi störfum í fiskvinnslu enn meira. Verð sjófrystra afurða lækkað um 14% Um 4.000 manns starfa í land- vinnslu í sjávarútvegi. Talið er að 35-40% af því sé fólk frá útlöndum, sem margt hefur unnið í áraraðir á Íslandi og fest hér rætur. Misjafnt er frá stað til staðar hve stór hlutur þessa fólks er, en á Vestfjörðum eru Íslendingar aðeins 20% fisk- vinnslufólks. Samkvæmt upplýsingum frá Landssambandi íslenskra útvegs- manna hefur verð sjófrystra afurða sl. tvö ár lækkað um 14% og er þar byggt á tölum Hagstofunnar. Þá sé hlutfall launa af heildarinntekt frystitogara mjög hátt. Rekstur þeirra er sömuleiðis þyngri en ann- arra togskipa af ýmsum ástæðum. Ýmis kostnaður hafi aukist á síðustu misserum, svo sem olíuverð. Þá hafi kolefnisgjald verið lagt á og veiði- gjaldið vegi sömuleiðis þungt. Útgerð frystitogara, þar sem bol- fiskur er unninn um borð, ruddi sér til rúms upp úr 1980. Óx henni mjög ásmegin næstu ár þar á eftir, að sögn Sveins Hjartar Hjartarsonar, hagfræðings LÍÚ. Flestir urðu þessir togarar árið 1993, alls 35 tals- ins. Í dag eru þeir nítján. Til marks um þær breytingar sem nú eru að verða má nefna að Ög- urvík hefur sett frystitogarann Frera RE á söluskrá, togarinn Hrafn GK sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út fiskar yfirstand- andi fiskveiðiár en verður svo seldur eða honum lagt, FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki ætlar að selja togar- ann Örvar HU, Brim hf. mun gera Skálaberg RE út frá Grænlandi og áhöfninni á Þór HF, sem Stálskip í Hafnarfirði hafa gert út, hefur verið sagt upp. Gengið vel að fá fólk Í desember seldi HB Grandi frystitogarann Venus og unnið er að því að breyta Helgu Maríu, sem var frystitogari, í ísfiskskip. Af þessu leiðir að sjómönnum á Grandaskip- unum hefur fækkað um 35 en á móti kemur að starfsfólki í landvinnslu hefur fjölgað um rúmlega fimmtíu. Til marks um aukna áherslu á landvinnslu hjá HB-Granda segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri, að árið 2012 hafi 4.000 tonn af þorski verið unnin í húsi félagsins á Akra- nesi en væntanlega um 6.500 tonn á þessu ári. Í vinnslunni á Norð- urgarði í Reykjavík hafi um 16.000 tonn af karfa og ufsa farið í gegn 2012, en verði væntanlega 20.000 tonn á þessu ári. „Það hefur gengið mjög vel að fá gott starfsfólk í landsvinnsluna. Það eru ekkert síður Íslendingar en fólk af erlendum uppruna sem við höfum ráðið,“ segir Vilhjálmur Vilhjálms- son. „Við erum að endurskipuleggja reksturinn í samræmi við breyttar aðstæður, það er fyrst og fremst vegna ofurskattlagningar og lækk- unar á verði afurða,“ segir Eiríkur Tómasson, framkvæmdastjóri Þor- björns í Grindavík. Á vegum fyr- irtækis hans eru gerðir út þrír frystitogarar, það er Hrafn GK, Hrafn Sveinbjarnarson GK og Gnúpur GK. Eins og fram kemur hér að framan verður Hrafn tekinn úr útgerð síðar á árinu. Til stendur svo að lengja og breyta nafna hans Sveinbjarnarsyni en með þessu ætla Þorbjarnarmenn að ná hagræðingu í starfsemi sinni. Landvinnslan nær tvöfaldast „Aflaheimildir okkar í þorski hafa aukist um 3.500 tonn frá því þegar þær voru minnstar. Hafa línubát- arnir okkar veitt það og landað til vinnslu og þannig hefur land- vinnslan nær tvöfaldast síðastliðin fjögur ár,“ segir Eiríkur. Kvóti línu- báta félagsins er nú 7.200 tonn og er skráður á bátana Sturlu GK, Valdi- mar GK, Ágúst GK og Tómas Þor- valdsson GK. Í landvinnslu Þor- bjarnarins er unninn þorskur, ýsa, keila og langa. Heildarmagnið á ári er á bilinu 10.000-11.000 þúsund tonn. Þeim verkum sinna nú um 100 manns – og hefur fjölgað um fjórð- ung á síðustu þremur til fjórum ár- um. Í dag eru um 5.000 manns munstraðir á íslensk fiskiskip. „Sú þróun að vægi landvinnslunnar eykst og frystitogurum fækkar hefur afgerandi áhrif. Sjómönnum mun fækka,“ segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands. Mikið er um og hefur aukist að tvær áhafnir séu á hverjum togara og er reglan þá gjarnan sú að menn taka einn túr og eru annan í fríi. Árni segir að hluti frystitogarasjómanna fái störf á ísfisktogurum. Það brúi samt ekki bilið að öllu leyti. Aukin tækni- væðing til sjós og lands valdi því einnig að störfum fækkar. Hann treystir sér hins vegar ekki til að kveða upp úr með hve margir fari í land miðað við þá þróun sem nú er yfirstandandi. Áhrifin eru afgerandi 5.000 SJÓMENN OG FER FÆKKANDI Morgunblaðið/Eggert Fiskvinnsla Verð sjófrystra afurða lækkar og þá þarf að hagræða. Aukin landvinnsla er mótleikurinn og hjá HB-Granda á Akranesi, þar sem þessi mynd er tekin, gengur vel að fá fólk til starfa. Fjölgar í landi en fækkar til sjós  Breyttar áherslur í útgerð og landvinnslan efld  Reiknað með að 200 ný störf verði til á árinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.