Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Við andlát pabba streyma
minningarnar um líf og störf með
honum fram, ljúfar bernskuminn-
ingar um eilíft sólskin og góða
daga. Það er eins og minningin
rúmi ekki vond veður eða dimma
daga að neinu marki, heldur hafi
alltaf verið sól og hlýtt.
Hann fæddist í torfbæ fyrir
tæpum 95 árum og ólst upp í allt
öðru samfélagi en þekkist nú.
Skólagangan hans var farskóli í
nokkrar vikur í einu, samanlagt,
sagði hann, var hún nokkrir mán-
uðir. Hann ólst upp og lifði á tím-
um mikilla þjóðfélagsbreytinga.
Hann tók ungur við búinu af afa
og gerðist bóndi og hefur þessi
jörð, Neðri-Hundadalur, haldist í
byggð og búskap af sömu ætt í
beinan karllegg frá um 1780. Fé-
lagslega sinnaður var hann og var
um árabil, eða eins langt og ég
man, í hinum ýmsu stjórnum og
nefndum; Búnaðarfélagið, fiski-
rækt Miðár, ungmennafélagið
Æskan, hreppsnefnd og ótal-
margt fleira. Meðhjálpari í
Kvennabrekkukirkju í fjöldamörg
ár og söng í kór þeirrar kirkju um
langt árabil. Hann var réttarstjóri
Fellsendaréttar fjölmörg ár og
var þannig sinnaður að hann
sinnti þeim verkefnum sem hon-
um voru falin af trúmennsku og
samviskusemi.
Pabbi var ljóðelskur maður,
góður hagyrðingur og fróður um
margt. Hann var ættfróður um
sínar ættir og kunni þær, að mér
fannst, utan að. Hann unni land-
inu og sögu þess og kunni örnefni
Hundadals betur en flestir og gát-
um við fengið söguna af hverju
þeirra á færibandi. Við fengum oft
söguna um að Auður djúpúðga
landnámsmaður gaf þrælum sín-
um frelsi og land til eignar eftir að
hún nam land í Dölum, þar með
fékk þræll hennar Hundi Hunda-
dal, Vífill fékk Vífilsdal, Kolur
fékk Kolsstaði, Erpur Erpsstaði
og svo mætti lengi telja. Þannig
reyndi hann að koma söguáhuga
inn hjá okkur og tengja hana við
daglegt líf og þar sem bæjarnafn-
ið vakti oft athygli ókunnugra vor-
um við fljót að grípa þessa sögu til
að útskýra nafnið.
En hann var sauðfjárbóndi
fyrst og fremst. Hann var fjár-
glöggur með afbrigðum, þekkti
allar sínar kindur af útlitinu eða
svipnum, þurfti yfirleitt ekki að
skoða markið til að vera viss í rétt-
unum, hann þekkti svipinn. Hann
átti alla tíð forystukindur, sem
hann hafði mikið dálæti á, þær
voru þá yfirleitt hinar skrautleg-
ustu í útliti, bíldóttar, botnóttar,
mórauðar, höttóttar og allt hvað
heitir. Sú síðasta sem hann átti
þar til fyrir örfáum árum var köll-
uð Hatta, hún var svo elsk að hon-
um að hún át úr lófa hans úti í
haga, en ef einhver annar en hann
ætlaði að færa henni góðgæti lét
hún ekki svo lítið að þiggja. Hann
var trúaður maður og tók trúna
alvarlega og lifði sína trú, þ.e.
hann lifði eins og hann sagðist
trúa. Við vorum því alin upp við
trú og að biðja bænir og erum
þess fullviss að slíkt er góður
grunnur í lífsins ólgusjó.
Við leiðarlok er hugurinn hjá
mömmu en efst í huga er þakklæti
og gleði yfir að hafa notið hans svo
lengi, eða tæp 95 ár. Minningarn-
ar um hlýjan og góðan pabba eiga
eftir að ylja mér um hjartarætur
um ókomna tíð.
Blessuð sé minning hans.
Sigríður Hjartardóttir.
Hjörtur Einarsson
✝ Hjörtur Ein-arsson fæddist
31. desember 1918
í Neðri-Hundadal í
Dalasýslu. Hann
lést 23. desember
2013 í Silfurtúni í
Búðardal.
Útför Hjartar
fór fram frá
Kvennabrekku-
kirkju í Dalabyggð
3. janúar 2014.
Fallinn er frá faðir
minn, Hjörtur Ein-
arsson frá Neðri-
Hundadal. Hann var
um margt merkileg-
ur maður, heilsteypt-
ur og sterkur per-
sónuleiki, hreinn og
beinn í framgöngu en
þó hlýr og mildur þar
sem það átti við.
Pabbi stundaði
búskap stærstan
hluta ævi sinnar í N-Hundadal,
aðallega með sauðfé en þó einnig
kýr um langt árabil, skepnur sín-
ar hirti hann vel og lét sér annt
um. Ekki var hann til friðs ef hann
vissi af eða grunaði að kindur
leyndust úti eftir að vetur gekk í
garð og man ég eftir mörgum slík-
um ferðum með honum eftir að ég
komst á unglingsaldur.
Félagsmál voru nokkuð fyrir-
ferðarmikil í lífi pabba, hann var
lengst af í stjórnum flestra félaga
(annarra en kvenfélagsins) og
sagði gjarnan að einhver yrði jú
að sinna þessum verkefnum. Póli-
tískur var hann einnig og hafði
jafnan ákveðnar skoðanir á flest-
um málefnum. Gegnheill fram-
sóknarmaður var hann alla tíð, en
ekki var hann þó alltaf sáttur við
framgöngu forystumanna flokks-
ins. Hann var með öllu óragur við
að standa upp á fundum og mann-
fögnuðum og tjá sig um málefni
hverju sinni og talaði þá jafnan
blaðalaust eins og þaulæft væri.
Samfélag sitt lét pabbi sig
ávallt varða og lagði sig gjarnan
fram af alefli ef því var að skipta,
hvort sem það var í atvinnu-, fé-
lags- eða samgöngumálum eða
hverju því er hann taldi vera sam-
félagi sínu til heilla. Margar ferðir
fór hann á fund þingmanna og
ráðherra ef þurfti, þá var heldur
ekki hikað við að standa í undir-
skriftasöfnunum til að styrkja
málefni eins og t.d. þegar til stóð
að leggja af veginn sem kenndur
er við Bröttubrekku.
Ríka áherslu lagði hann á að
hjálpa náunganum væri hann ein-
hverra hluta vegna hjálparþurfi
og má segja að þar hafi endur-
speglast trúarskoðanir hans, en
hann var mjög trúaður maður og
trúrækinn og lagði áherslu á það í
lífi sínu að fylgja boðskap Krists.
Fræðimaður var pabbi góður,
hafði mjög gaman af lestri og
hafði afburðagott minni sem hann
hélt fram að hinstu stund. Ætt-
fræði grúskaði hann talsvert í, vís-
ur kunni hann ótal margar og átti
einnig auðvelt með að yrkja við
ýmis tilefni. Örnefni heimaslóða
sinna og víðar þekkti hann betur
en nokkur sem ég veit um og þyk-
ir mér það miður í dag að hafa
ekki haft hæfileika eða áhuga til
að festa mér í minni allan þann
fróðleik er hann miðlaði til mín.
Það má því segja að með pabba
hafi horfið margvíslegur fróðleik-
ur og þekking, sem er miður, en
við hugum yfirleitt ekki að slíku
fyrr en það er um seinan.
Faðir minn átti aðeins nokkra
daga í 95 ára afmælið sitt, en
heilsunni hrakaði hratt síðustu
vikurnar, líkaminn búinn og stolt-
ur maður dapur yfir því að vera
ekki lengur sjálfbjarga.
Hann sofnaði sáttur og viss í
sinni trú. En vandfyllt er það
skarð sem hann skildi eftir. Bless-
uð sé minning hans.
Sigursteinn Hjartarson.
Elskulegur afi okkar, Hjörtur
Einarsson, lést hinn 23. desember
2013. Afi var ákaflega hlýr maður,
kærleiksríkur, heiðarlegur, dug-
legur og gáfaður. Það var margt í
hans fari sem og hlutir sem hann
hafði áorkað yfir ævina sem við
yngra fólkið mættum taka mið af.
Mætti þar telja ást hans á ís-
lenskri tungu, hógværð, að tala
ekki illa um aðra, að leggja sig all-
an fram við þau verkefni sem
hann tók að sér eða var úthlutað
og svo mætti lengi telja.
Þegar við hugsum til afa okkar
þá er af mörgum góðum minning-
um að taka. Eitt barnabarna hans
og nafni, Hjörtur Már, kom að afa
sínum að svíða kindahausa inni í
hlöðu. Hirti Má, þá á barnsaldri,
brá heldur í brún þegar hann sá
hvað afi hans var að gera og sár-
vorkenndi grey kindunum og
skildi ekkert í þessu uppátæki afa
síns.
Önnur minning er þegar afi
fékk að kynnast þrjóskunni í dótt-
urdóttur sinni, henni Berglindi.
Svo var mál með vexti að amman
hafði farið frá bænum til að spila á
orgelið við messu einhvers staðar
í sveitinni og afinn því skilinn einn
eftir heima með Berglindi, sem
var þá sex ára gömul. Unga stúlk-
an var svöng og bað afa sinn að
gefa sér eitthvað að snæða, réttir
þá afinn henni skál með skyr-
hræringi. Sú stutta setur upp
hryllingssvip og segir við afa sinn:
„Oj! Ég vil þetta ekki. Ég vil flat-
köku með hangikjöti.“ Afinn svar-
ar að það standi ekki til boða og að
hún skuli bara sitja kyrr við borð-
ið þar til hún klárar allan hrær-
inginn úr skálinni. Barnabarnið
hélt nú ekki, krossleggur hendur,
horfir á afa sinn og segir: „Allt í
lagi, ég sit þá bara hér.“ Hófst þá
störukeppnin. Í minningunni ent-
ist hún í allavega klukkustund (þó
eflaust ekki meira en nokkrar
mínútur) og endaði þannig að af-
inn dæsti, rétti svo þrjóskupúkan-
um flatköku með hangikjöti sem
var borðuð með bestu lyst. Þótti
svo dótturdótturinni það vera
merkur hlutur að hafa „unnið“ afa
í þrjóskukeppni og montaði sig af
(og gerir enn).
Við munum alltaf minnast afa
okkar af alúð og hlýju. Blessuð sé
minning hans.
Hjörtur Már Helgason og
Berglind Dögg Helgadóttir.
Hjörtur Einarsson fæddist 31.
desember 1918, frumburður for-
eldra sinna í Neðri-Hundadal,
þeim bæ er Auður Djúpúðga gaf
leysingja sínum Hunda. Hjörtur
sá mig fyrst 1947, barn systur
sinnar, Vígdísar, en þá voru for-
eldrar hans að byggja nýtt hús á
hlaðinu fyrir framan torfbæinn
gamla. Öll sumur var ég sumarliði
hjá foreldrum hans fram yfir
grunnskólaaldur. Frá þeim tíma
hefur hugurinn eignast minninga-
brotasafn af ljúfustu stundum
æskunnar. Ég kynntist því
frænda mínum vel við alls konar
búverk og framkvæmdir og
gjarnan fékk ég að fylgja honum á
fundi vegna sveitarstjórnamála á
marga bæi í sveitinni. Ungur að
aldri hlóð Hjörtur sér skýli gott úr
steinum, horngarð í Múlanum við
Gilið mikilfengna er markar skil
millum Bæjar og Hundadals. Það-
an gat hann séð yfir til Sauðafells
og enn nær stokkgarðstæðið sem
um getur í Íslendingasögu þar
sem Vatnsfirðingar mættu örlög-
um sínum fyrir tilverknað bónd-
ans á Sauðafelli, þá Erpsstaði,
Fellsenda, Fellsendafjallið og
mynni Reykjadals og Sökkólfs-
dals og loks Gröf, Hvítskjaldarhól
og Hundadal. Vart má hugsa sér
fegurri sjónrönd er þarna gaf að
líta. Undrar mig ekki að Hjörtur
ræktaði með sér staðfestu í víð-
asta skilningi þess orðs. Einn góð-
viðrisdaginn árið 1956 urðu mikil
umskipti á hag Hjartar er hann
kvæntist Lilju Sveinsdóttur og
stendur dagurinn mér ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum rúmri hálfri
öld síðar og fólkið sjálft. Og fleiri
leifturmyndir á ég í huga mér. Ein
er af fólkinu hans með fulla bala
og sekki af berjum og jafnvel
fjallagrösum að koma ofan af
Hundadalsfjalli eða framan af
Dal. Þá var mikið fjör í kringum
fjárhúsa- og hlöðubygginguna.
Votheysturn var reistur og bú-
skapur efldur. Þau Lilja eignuð-
ust fjögur börn og tók sonurinn
Sigursteinn við búskapnum í
Hundadal. Yndislegt var að verja
ungdómsárum í Hundadal með
fólkinu sem þar var. Ég minnist
vígslu sundlaugar í Reykjadal þar
sem við nokkrir fengum að vígja
laugina en Hjörtur hafði unnið að
málinu á vettvangi ungmenna-
félags. Ég man eftir Hirti í Fells-
endaréttinni, steinhlaðaréttinni
gömlu, á leið yfir Reykjadalsá
þegar sást til manns sem var
ósjálfbjarga í ánni og Hjörtur
kom honum til lífsbjargar, snör
handtök og fum- og hiklaus. Þá
var Gaz-jeppinn kominn, rússa-
jeppinn en Farmallinn lék stórt
hlutverk í heyönnum öllum. Þegar
mest gekk á voru tún slegin í
fjórða gír enda stór og slétt.
Hjörtur var einn fimm systk-
ina. Systur átti hann þrjár og einn
bróður. Systurnar bjuggu í
Reykjavík en bróðirinn starfaði
lengst af sem læknir í Svíþjóð.
Varð ég vitni að systkinakærleika
millum móður minnar og Hjartar
og ófáum símtölum um liðinn
tíma. Einhverju sinni var Hjörtur
á suðurleið er ég var staddur inni í
matsalnum á Hreðavatni og þótt-
ist ég þekkja bifreiðina og öku-
manninn og veifaði til hans ósjálf-
rátt en svo vel var hann sjáandi að
hann þekkti „sauðinn“ og stöðvaði
bifreiðina og er hann vissi að ég
ætlaði mér að fara á söguslóðir
Laxdælu bauð hann mér að búa
nokkra daga í Gröf í Sökkólfsdal
en þá jörð hafði hann keypt sér til
tómstundabúskapar eftir að hann
fór á eftirlaun. Ánægjulegt var að
gera út til aksturs og gönguferða
frá Gröf um Dalasýslu. Síðast sá
ég hann við jarðarför Ernu Jens-
dóttur frænku okkar í Skálholti
en þá var sjónin við það að hverfa
og ég strauk honum um vanga –
hinztu kveðju.
Jón Friðberg Hjartarson.
Móðurbróðir minn var róman-
tískur Dalamaður, jarðbótamaður
í verki. Sveitin og héraðsbyggðin
var honum efst í huga. Ég var í
sveit hjá þeim Hirti og Lilju nokk-
ur sumur á sjöunda áratug síð-
ustu aldar. Borgarbarnið hafði
gott af því andrúmslofti og að fá
kynni af að ekki væri farið í kaup-
stað nema brýn þörf væri á; ráð-
deild og hlýja fór saman.
Hjörtur gat af innilegri ein-
lægni reynt að fræða æskuna um
kosti landbúnaðarins og sparaði
ekki orðin til að lýsa því. Sauðfé
væri skynsemisverur sem ávallt
leituðu að ferskri næringu þótt
hafa yrði fyrir öflun hennar. Auð-
vitað skaut hann samtímis inn
ómældu magni af hrósi í garð
samvinnuhreyfingarinnar og
Framsóknar, annað var ekki
hægt. Hjörtur var á efri árum enn
lipur í hreyfingum og líka fljótur
að aðlagast borgarumferðinni.
Sagt er að þeir sem fæddust árið
1918 og lifðu fyrsta árið af hafi átt
langlífi framundan. Hjörtur er
sönnun þess. Saga sveitarinnar
varð honum ofarlega í huga og
vildi hann leita heimilda um fyrri
tíma; ást hans til landsins og
fólksins var djúp. Mér auðnaðist
sú gleði árið 2011 að sýna Hirti
gamlar hreyfimyndir frá því eftir
1966 af ættingjum og vinum og
klökknaði hann við það.
Við sem kveðjum Hjört megum
vera þakklát fyrir einstakling sem
gerði það eitt sem væri uppbyggi-
legt þjóðfélaginu. Slíkir menn
heiðrast í minningunni.
Stefán F. Hjartarson.
Ég kynntist Hirti sumrið 1997,
þegar við fjölskyldan fluttum í
Miðdali. Hjörtur og Lilja, konan
hans, voru með fyrstu sveitungum
okkar sem komu og buðu okkur
velkomin í sveitina. Fljótlega
myndaðist góður vinskapur með
okkur Hirti. Ég komst fljótlega að
því að Hjörtur var mjög víðsýnn
og mikill baráttumaður fyrir
bættum hag og fram í fingurgóma
var hann maður samvinnu og
sátta.
Þegar við komum í sveitina var
Hjörtur ekki nema 79 ára. Þá var
hann enn í forystu fyrir Búnaðar-
félag Miðdala, en þar sá hann um
að reka félagið ásamt því að hafa
umsjón með heyvinnutækjum fé-
lagsins, en á þessum tíma átti fé-
lagið eitt til tvö sett af rúlluvélum
og pökkunarvélum, sem síðan
voru leigð út til bændanna á fé-
lagssvæðinu. Hjörtur lét af störf-
um í stjórn Búnaðarfélagsins
nokkrum árum seinna.
Á þessum árum bjuggu þau
hjónin í Gröf í Miðdölum. Við
heyjuðum nokkur sumur túnin í
Gröf og það var aldrei hægt að
fara um túnin, án þess að gera
vart við sig í bænum og þiggja
veitingar og spjalla. Við Hjörtur
ræddum gjarnan um alla heima
og geima, en mest þó um sveitina
okkar fyrr og nú, ungmennafélag-
ið á árum áður, samgöngur yfir
Bröttubrekku, sláturhúsið í Búð-
ardal og hitaveitu á Reykjadal. Þá
fór einnig drjúgur tími í að ræða
um stjórnmál, trúmál og draum-
farir, en báðir höfðum við mikinn
áhuga á þeim málefnum. Vorum
við ekki alltaf sammála, en skild-
um þó ávallt sáttir að loknum góð-
um kaffisopa.
Þegar við hjónin fórum í gang
með það verkefni að byggja nýtt
fjós, var Hjörtur duglegur að
koma á byggingarstaðinn, rétt til
að taka stöðuna, heilsa okkur og
óska heilla. Hann ljómaði allur
þegar hann kom og sparaði ekki
hvatningarorðin. Þegar bygging-
in var tilbúin kom hann og var
með okkur þegar við tókum fjósið
í notkun. Hann var heillaður af
tækninni.
Á þessum fyrstu árum okkar,
meðan þau Lilja bjuggu í Gröf,
vorum við í miklu sambandi, en
það fór síðan minnkandi eftir að
þau hjónin fluttu að Silfurtúni í
Búðardal. Reyndi maður þó að
reka inn nefið af og til, en síminn
var þó einnig notaður, en þá
hringdi Hjörtur yfirleitt til að vita
hvernig gengi. Fá fréttir úr sveit-
inni af heyskap, sprettu og fjár-
heimtum. Hjörtur var fróður og
minnugur mjög. Eftir að þau
fluttu á Silfurtún fór æ meiri tími
af spjalli okkar í að Hjörtur sagði
frá ýmsu sem hafði á daga hans
drifið í gegnum lífið, en mitt hlut-
verk var meira að hlusta á og
njóta sagnanna.
Það var eitt orðatiltæki sem
Hjörtur notaði mikið í seinni tíð,
þegar hann spurði eftir því hvern-
ig gengi. Ef svarið var á þann veg
að hlutirnir væru nú ekki alveg að
ganga upp, þá sagði hann stutta
sögu og síðan bætti hann við: „Það
styttir alltaf upp og kemur sól-
skin,“ en ef svarið var að það
gengi vel, brosti gamli maðurinn
og sagði: „Það er svo gaman þeg-
ar gengur vel – gangi ykkur vel.“
Það er ekki öllum gefið að eign-
ast vin sem Hjört og ekki verður
skarð hans fyllt að fullu. Þegar ég
sit hér nú í byrjun árs 2014 og
minnist Hjartar, er það fyrst og
fremst þakklæti sem mér kemur
til hugar. Þakklæti fyrir að vegir
okkur skyldu ekki bara skarast,
heldur að þeir skyldu liggja sam-
an um tíma. Þó að milli okkar sé
rúm hálf öld í aldri, þá tókst með
okkur einlæg og djúp vinátta, sem
einkenndist af virðingu og vænt-
umþykju á báða bóga.
Hvíl í friði, Hjörtur Einarsson
frá Neðri-Hundadal.
Þorgrímur E. Guðbjartsson.
Þegar farið er um Bröttu-
brekku vekja grónar hlíðar at-
hygli. Það er eitthvað við lands-
lagið sem fangar hugann í
einfaldleik sínum, bratt og stund-
um þröngt með sérstökum glæsi-
brag. Þegar neðar kemur opnast
undirlendi Miðdalanna. Þar ofan
undirlendisins eru góðjarðir tvær
og gróðursælar, Fremri- og
Neðri-Hundadalur.
Nú er hljótt í Neðri-Hundadal.
Fallinn er Hjörtur Einarsson,
bóndi þar, háaldraður hugsjóna-
maður, stálminnugur um menn og
málefni til dánardags.
Ég kynntist Hirti Einarssyni
þegar ég var ráðinn héraðsráðu-
nautur hjá Búnaðarsambandi
Dalamanna vorið 1972, en hann
var þá, og alla mína starfstíð,
stjórnarmaður í Búnaðarsam-
bandinu. Kynni og samstarf okk-
ar Hjartar voru náin og góð alla
tíð. Hann sýndi okkur hjónum
góðsemi og tryggð af því tagi, sem
við gleymum ekki.
Hugsjónir Hjartar snerust ein-
læglega um farsæld og uppbygg-
ingu landbúnaðar og mannlífs í
Dölum. Hann ræddi um framtíð-
ina, sem hann sá oft bjarta, ef rétt
væri á haldið. Stundum varð hann
fyrir vonbrigðum, en hann gafst
ekki upp. Til marks um það er
uppbyggður vegur um Bröttu-
brekku, en þar barðist Hjörtur af
hugsjón og framsýni og átti stór-
an þátt í að af þeirri vegafram-
kvæmd varð. Hjörtur var ákafa-
maður í hugsjónum sínum og
tókst stundum of mikið í fang, en
einlægni hans og góður tilgangur
varð honum oft leið til árangurs.
Síðast er við ræddum saman,
þá var hann afar hamingjusamur
um mannlíf í Miðdölum og al-
mennt í Dalabyggð. Margt ungt
fólk að störfum og mannlíf gott.
Margt er í Dölum, sem eftirsókn-
arvert er. Draumar Hjartar Ein-
arssonar um framtíð Dalanna eru
í góðu fari.
Við hjónin vottum eftirlifandi
eiginkonu Hjartar Einarssonar,
Lilju Sveinsdóttur, börnum
þeirra og afkomendum öllum okk-
ar dýpstu samúð.
Jón Hólm Stefánsson.
Sveitahöfðingi er fallinn frá.
Hjörtur Einarsson, heiðursborg-
ari í Dalabyggð, lést á Þorláks-
messumorgun.
Ég var níu ára er ég fór vestur í
dali í Neðri-Hundadal. Þar var þá
þríbýli, Jón og Signý í gamla torf-
bænum, Grímur og Rúna í
Grímsbæ, Einar og Lára á neðri
hæðinni og ungu hjónin Hjörtur
og Lilja á efri hæðinni. Þá var
gamli farmallinn eina dráttarvélin
á bænum, það var gjarnan slegið
með orfi og ljá og öllu heyi snúið
og rakað með hrífu.
Ég var níu sumur og einn vetur
hjá Hirti og Lilju og eiga þau stór-
an þátt í uppeldi mínu.
Á hverju vori beið ég spenntur
eftir því að síðasta prófið væri bú-
ið svo ég gæti komist í Dalina og
oft kom það fyrir að ég kom of
seint í skólann að hausti því ég gat
ekki hugsað mér að fara heim fyrr
en eftir réttir.
Ein af mínum fegurstu minn-
ingum úr Dölunum var smalaferð
í Vífilsdal er ég var tólf ára. Fór-
um við snemma morguns sjö sam-
an til smölunar og var verið við
rúning langt fram á kvöld. Var þá
riðið fram að Hlíð og farið yfir fjöll
og hálsa. Sólin var að koma upp og
það glitraði á döggina, þvílík feg-
urð. Fóru þá Grímur, Jón og
Hjörtur að syngja „blessuð sértu
sveitin mín“ og átti það vel við.
Ungmennafélagsandinn var
mikill hjá Hirti og var hann for-
maður félagsins þegar hafist var
handa við það stóra verk að
byggja sundlaug í Reykjadal.
Sveitarstjórnarmál, Kaup-
félagið, Búnaðarfélagið, Slátur-
húsið, samvinnuhreyfingin og
ekki síst Framsóknarflokkurinn
áttu hug hans allan. Fólk hafði orð
á því að á vorin kæmi ég í Dalina
sem sjálfstæðismaður en færi
heim að hausti sem framsóknar-
maður.
Fyrir fáum árum voru Hjörtur
og Lilja í Hveragerði og var ég í
sumarbústað mínum í Grímsnesi
og bauð þeim í kaffi. Hjörtur var
hálfslappur og treysti sér ekki.
Sagði ég honum þá að í næsta bú-
stað við mig væri vinstri grænn
þingmaður og hann langaði mikið
til að sjá síðasta alvöru framsókn-
armanninn. Hjörtur stóðst ekki
mátið að eiga fjörugar pólitískar
viðræður. Við áttum yndislegan
dag saman, sjálfstæðismaðurinn,
framsóknarmaðurinn og einn
vinstri grænn. Við bárum virð-
ingu fyrir hinum aldna sveitahöfð-
ingja og forðuðumst að andmæla
honum. Undir lok dags horfði
Hjörtur föðurlegum augum á okk-
ur og sagði: „Strákar, þið eruð all-
ir framsóknarmenn inn við bein-
ið.“
Hjörtur og Lilja voru sjöunda
dags aðventistar og voru laugar-
dagar okkar hvíldardagar. Á þeim