Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 35
hryssingslegur í framkomu. Um
hann sagði hún að hann ætti
marga góða kosti en mætti gjarn-
an sýna þá oftar.
Um áratuga skeið var hún virk í
félagsstarfi, leiklist og söng,
stjórnmálum og síðar starfi eldri
borgara þar sem hún var m.a. far-
arstjóri í utanlandsferðum. Við
gátum setið tímunum saman og
rætt stjórnmál, jafnt efnislega
sem og helstu persónur og leik-
endur á því sviði. Hún hafði verið
virk í starfi Sjálfstæðisflokksins og
hefði án efa getað náð frama á því
sviði. Hennar biðu ekki tækifæri
til þess að nýta sína ríku hæfileika
til fulls þar sem tímarnir voru aðr-
ir í hennar ungdæmi. Raunveru-
leikinn knúði dyra og minnti á lífs-
baráttuna sem þurfti að heyja.
Hún bjó yfir gríðarlegri orku
sem eftir var tekið. Vinnusöm var
hún og ennþá um nírætt dyttaði
hún sjálf að húsinu, gerði við
sprungur, málaði, lakkaði hús-
gögn, mokaði snjó úr innkeyrsl-
unni og svo mætti áfram telja.
Það eru ekki allir sem halda upp á
níræðisafmæli með því að fara til
Las Vegas en það gerði amma.
Hún lifði lífinu lifandi eins lengi
og líkaminn leyfði.
Frá því ég man eftir mér starf-
aði hún hjá Pósti og síma og þó
hún hefði stundað ýmis störf í
gegnum tíðina var eitt af hennar
fyrstu störfum hjá Landssíman-
um. Þá vann hún á skiptiborði og
tengdi saman fólk. Síðar sá hún
um skiptiborð fjölskyldunnar og
tengdi okkur afkomendurna sam-
an, sagði mér frá því hvað hefði
drifið á daga frændfólks míns.
Það skipti hana máli að við ætt-
mennin vissum hvert af öðru.
Upplifðum okkur sem heild. Hún
var ættmóðir sem umvafði okkur
elsku sinni.
Hún var ekki bara amma held-
ur vinur minn. Hennar hinsta
kveðja til mín á nú vel við. Guð
veri með þér alla tíð. Þakka þér
fyrir allar okkar góðu stundir
saman.
Sigurður Hannesson.
Á Brekkubraut 1 mættu manni
alltaf opnir armar ömmu. Þar
vantaði aldrei mat en amma var
dugleg við að elda og baka fyrir þá
sem komu í heimsókn. Iðulega
breytti hún uppskriftum til batn-
aðar og fram á tíræðisaldurinn
þróaði hún nýja rétti. Amma
fylgdist einkar vel með öllu því
sem var að gerast hér á landi sem
og utan þess. Stjórnmál voru
henni hugleikin en einnig fylgdist
hún grannt með þróun mála í
tískuheiminum. Hún vissi oft
meira en maður sjálfur hvað
næstu straumar tískunnar myndu
bera með sér. Afmælisdaga var
hún líka með á hreinu og sendi oft
afmæliskveðjur á ólíklegustu
staði þar sem ekki var búist við
þeim. Hún var mikil félagsvera og
ræktaði samband við samferða-
menn sína. Vegna þessa fór fátt
framhjá henni og bárust fréttirn-
ar gjarnan á Brekkubrautina fyrr
en varði.
Amma var mjög dugleg og lét
hvorki börn né fjarlægðir aftra
sér þegar kom að því að sinna
áhugamálunum. Sem sjómanns-
kona var hún talsvert ein með
börnin sín á þeirra yngri árum en
þó sinnti hún á sama tíma pólitík-
inni, föndri sem hún lærði í
Reykjavík og sat í nefndum hjá
ýmsum félögum. Þegar ég var
yngri tók hún mig svo með öllum
vinkonunum til Reykjavíkur í
bingó en þetta keyrði hún fram að
níræðu. Hún nýtti ævina vel og
var alltaf vöknuð löngu á undan
manni sjálfum þótt sofnað hefði
verið seint. Maður sat ekki að-
gerðalaus hjá henni því alltaf
hafði hún ráð undir rifi hverju og
sá til þess að manni leiddist ekki.
Hún las fyrir mann sögur, gaf
manni pening fyrir myndbands-
spólum og lottói og bað mann svo
öðru hvoru að fara út til að hlaupa
úr sér orkuna.
Utanlandsferðir ömmu voru
ófáar. Hún fór með marga hópa út
sem leiðsögumaður og heyrði ég
seinna sögur af útsjónarsemi
hennar þegar leysa þurfti snúin
mál í ferðunum. Fátt kom í veg
fyrir að hún næði fram þeirri
lausn sem hún taldi besta hverju
sinni hvort sem tala þurfti fram-
andi tungumál eða beita brögðum
svo sem að nota hjólastól til að
komast í flugvélina á réttum tíma.
Þegar heim var komið hafði hún
svo fundið gjafir fyrir alla í fjöl-
skyldunni: börnin, barnabörnin,
tengdabörn og jafnvel fyrir vin-
konur sínar. Öll fötin sem valin
voru komu í réttum litum og
stærðum en hún var lunkin í að
finna hvað hentaði hverjum og
einum.
Margt mátti læra af þessari
kjarnakonu og allt fram á síðustu
stundu lagði hún manni lífsregl-
urnar. Ég minnist hennar með
miklum söknuði en viskan og
dugnaðurinn veitti mér innblástur
og mun ekki hverfa úr huga mér.
Margrét Hannesdóttir.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Þegar ég nú kveð Möggu
frænku í hinsta sinn geri ég það
með söknuði og þakklæti. Hún
hefur í gegnum tíðina verið partur
af lífi mínu enda systir föður míns
sem átti m.a. það „mottó“ að mitt
er þitt og þitt er mitt. Magga
frænka var þar engin undantekn-
ing. Hún og hennar fjölskylda til-
heyrðu veröld minni frá fæðingu
og ég verð ævinlega þakklát fyrir
það.
Að feta í fótspor Möggu hefur
reynst mörgum erfitt vegna þess
að hún var kvik eins og vindurinn
og hafði viljann og áræðið eins og
sönn sjálfstæðishetja. Ég sé hana
fyrir mér í rauðu, með glettni í
augum og brosandi út í annað. Ég
sé hana fyrir mér, altalandi á
„ammerísku“, á fullri ferð á Kefla-
víkurflugvelli. Ég sé hana fyrir
mér, heima á Brekkubrautinni við
fallega dúkað kaffiborð. Ég sé
hana fyrir mér, lifa hvern dag lif-
andi.
Ég kveð frænku mína segjandi:
Takk fyrir gleðina og góðu minn-
ingarnar, takk fyrir brosið og hlýja
faðmlagið, takk fyrir hvatninguna
og alla hjálpina, takk fyrir vinátt-
una, takk fyrir að vera samferða.
Fjölskylda mín sendir ættingj-
um og vinum Möggu innilegar
samúðarkveðjur.
Sigríður Friðný Halldórsdóttir.
Kveðja að austan. Langri lífs-
för er lokið. Einstök manneskja,
Margrét Friðriksdóttir, hefur
kvatt þennan heim. Leiftur ljúfra
minninga fylla hugi okkar. Henn-
ar er sárt saknað en þakklæti fyr-
ir langa og ómetanlega samfylgd
rís öllu ofar við leiðarlok. Hún var
í lífi sínu einstakur aflvaki góðra
og göfugra verka. Það var ætíð
umhugsunarefni hvaðan henni
kom allur sá kraftur, áræði og þor
sem einkenndi lífsferil hennar.
Fram til síðustu ævidaga bauð
hún andstreymi lífsins byrginn
með jákvæðri lífssýn. Hún var
óspör á að deila þeirri sýn meðal
samferðafólks og hreif það með til
ólíklegustu verka. Magga hafði
einlægar og sterkar taugar til
æskubyggðarinnar, Eskifjarðar.
Þar fæddist hún og ólst upp í
stórum hópi systkina. Þau tryggð-
arbönd sem þau ung bundust
rofnuðu aldrei.
Hjá Möggu var alltaf stutt í
upprifjun frá æskuárum þar sem
skiptust á skin og skúrir. Í hennar
frásögn var þó hver minning
sveipuð ljóma kærleika, sam-
heldni og vináttu fólks. Við kveðj-
um Möggu með þakklæti fyrir
alla þá hlýju og hugulsemi er hún
sýndi alla tíð í okkar garð. Hún
verður okkur dýrmæt minning
um einstaka konu sem lét engan
ósnortinn með einurð sinni,
óþrjótandi elju og lífsgleði. Kæru
vinir, Davíð, Guðmundur, Hannes
og Elínborg. Ykkur og fjölskyld-
um ykkar vottum við okkar
dýpstu samúð og biðjum Guð og
góðar minningar að verða ykkur
huggun í harmi. Elsku Magga.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Kristín Pétursdóttir, börn og
fjölskyldur þeirra.
Mig langar til að minnast Mar-
grétar Friðriksdóttur í nokkrum
orðum. Við kynntumst í gegnum
vini mína Eyrúnu og Hannes.
Vorum báðar Suðurnesjakonur,
hún rótgróinn Keflvíkingur en ég
aðflutt í Sandgerði.
Margrét var kjarnakona og
sjómannsfrú, sem annaðist heim-
ili þeirra hjóna og börnin fjögur af
kostgæfni og vann auk þess utan
heimilis. Oft var margt um mann-
inn í borðstofunni á Brekkubraut-
inni enda var Margrét með af-
brigðum gestrisin og félagslynd.
Hún þurfti ung að axla ábyrgð
austur á Eskifirði, lærði kornung
ensku hjá prestinum og engin
furða að hún kom síðar á lífsleið-
inni að fararstjórn, m.a. í ferðum
eldri borgara um heiminn; sann-
kölluð heimskona. Margrét tók
vel á móti mér þegar ég gekk í
Eldborgarkórinn.
„Hér skalt þú sitja við hliðina á
mér,“ sagði hún og hvatti mig til
dáða. Nokkru seinna varð ég
þeirrar ánægju aðnjótandi að ger-
ast samfylgdarkona Margrétar í
spilamennskuna á Nesvöllum.
Þar var hún í essinu sínu og oftar
en ekki stigahæst þrátt fyrir að
vera með þeim elstu í hópnum.
Hún naut sín þar vel og aðrir nutu
góðrar návistar hennar.
Margrét var mjög vel að sér,
hafði sterkar skoðanir í pólitík,
var hreinskiptin og létt í lund. Það
var gaman að spjalla við hana um
heima og geima og átti hún það til
að draga augað í pung þegar
ígrunda þurfti málin. Oft var hleg-
ið dátt og stutt í grínið. Harm-
ónikkuballið á Hrafnistu í nóvem-
ber sl. þar sem við Margrét
sveifluðumst saman í góðum takti
mun seint gleymast.
Ég þakka Margréti samfylgd-
ina, umhyggjusemi fyrir mér og
mínum og kæra vináttu. Blessuð
veri minning hennar.
Birna Jakobína
Jóhannsdóttir.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
Það var ekki hægt að hugsa
sér betri ömmu en hana Bryn-
Brynhildur Maack
Pétursdóttir
✝ Brynhildur Maack Péturs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 18. sept-
ember 1945. Hún
varð bráðkvödd á
bráðadeild Land-
spítalans í Fossvogi
7. desember 2013.
Útför hennar fór
fram frá Fossvogs-
kirkju 20. desember
2013.
hildi. Það var alltaf
svo gott að koma
til hennar og afa
upp í Rauðahjalla.
Þar var svo rólegt
og gott andrúms-
loft. Við eigum
ótrúlega margar
góðar minningar
um ömmu Bryn-
hildi. Ein þeirra
var þegar við gist-
um hjá henni þeg-
ar við vorum yngri. Þá elduðu
amma og afi hafragraut í morg-
unmat og við horfðum saman á
Tomma og Jenna. Við eigum
líka mjög góðar minningar um
ömmu saman uppi í sumarbú-
stað. Amma var alltaf í góðu
skapi þegar við komum til henn-
ar og það var svo gott og þægi-
legt að tala við hana. Andlát
hennar var okkur mikið áfall
þar sem við litum alltaf á hana
sem unga og hressa ömmu sem
ætti eftir að vera með okkur í
mörg ár í viðbót. Við söknum
hennar sárt en vitum þó að hún
er enn með okkur og fylgist
með okkur.
Elsku amma, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkur og
gafst okkur.
Brynja, Logi og Hlini.
Að morgni 8. desember sl.
hringdi síminn og okkur barst
þessi sorgarfregn. Brynhildur
er farin, hún er dáin. Að kvöldi
7. desember hafði hún sofnað
svefninum langa. Síðustu sjö
árin hafði hún glímt við sífellt
áreitnari veikindi, en ekkert
okkar bjóst samt við að dauð-
ann bæri að svo brátt að sem
raun varð á. Þrautseigja Bryn-
hildar og æðruleysi var slíkt að
henni tókst að halda von okkar
vakandi um að batinn væri á
næsta leiti.
Kynni okkar Brynhildar hóf-
ust þegar ég réð mig hjá Skil
sf. um 1980, og hefur vinátta
okkar ekki bara haldist, heldur
aukist og vaxið æ síðan, svo og
vinátta eiginmanna okkar.
Margar ljúfar og góðar
minningar sækja á hugann við
þessi tímamót. Brynhildur var
hinn fullkomni leiðbeinandi
með allt sem að starfinu laut,
ætíð hjálpandi, aldrei dæmandi
þótt öðrum yrði eitthvað á,
heldur jákvæð, réttsýn og
hjálpsöm. Við hjónin eigum
margar góðar minningar frá
samveru okkar Brynhildar og
Ægis, bæði á heimili þeirra og
sem ferðafélagar víða um Evr-
ópu.
Ferðalögin okkar urðu mörg
um m.a. Svíþjóð og Danmörku,
en sérstaklega minnisverð er
ferðin okkar til Helsingfors í
Finnlandi í tilefni sextugsaf-
mælis Brynhildar, sem Pétur
bróðir hennar og Margrét kona
hans fóru líka með okkur. Við
ferðuðumst einnig um Þýska-
land, fórum saman til Parísar
og í sólarferðir til Mallorca.
Þegar við Heimir komum og
gistum hjá Brynhildi og Ægi
fórum við oft í ferðir saman, nú
síðast í sumar, þegar við ókum
um Fljótshlíðina og nutum síð-
sumarsfegurðarinnar, eða þeg-
ar við fórum Uxahryggjaleið og
áðum á heiðinni og nutum út-
sýnisins. Ekki grunaði mig þá
að þetta yrðu síðustu stund-
irnar sem við ættum eftir að
eiga saman.
Kæra vinkona, þín er og
verður sárt saknað, ekki síst
af vinum þínum. Sárastur
verður þó alltaf söknuður ást-
vinanna. Kæru Ægir, Ásgeir,
Sigrún og barnabörnin þrjú
sem Brynhildi þótti svo vænt
um og var svo stolt af, hug-
urinn hefur verið og er hjá
ykkur, góður Guð styrki ykkur
í sorg ykkar.
Guðrún S. Frederiksen,
Heimir Svavarsson.
✝ Vilborg IngaGuðjónsdóttir
fæddist á Gaul,
Staðarsveit, þann 1.
maí 1950, hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 29.
desember 2013.
Foreldrar hennar
voru Una Jóhann-
esdóttir, fædd 12.
september 1908, dá-
in 21. janúar 1996
og Guðjón Pétursson, fæddur 6.
maí 1894, dáinn 7. ágúst 1968,
þau voru bændur á Gaul í Stað-
arsveit. Vilborg var yngst 12
systkina en 7 af þeim eru enn á
lífi. Eftirlifandi maki er Finnbogi
Þórarinsson, fæddur á Blönduósi
13.3. 1975 og Lára Bogey Finn-
bogadóttir f. 31.1.1984.
Vilborg ólst upp á Gaul og bjó
þar þangað til hún fór á Kvenna-
skólann á Blönduósi 1967 og
kláraði hún nám sitt þar en þar
kynntist hún eiginmanni sínum
og hófu þau að búa saman á
Blönduósi 1967. Þaðan fluttu þau
svo á Akranes í ágúst 1970 og
voru þau búsett þar alla sína bú-
skapartíð.
Vilborg byrjaði að vinna á
Akranesi hjá Haraldi Böðv-
arssyni og var þar í nokkur ár,
þaðan fór hún í Blómaríkið og
var hún þar í mörg ár en blóm og
skreytingar voru hennar líf og
yndi. Þegar hún fór þaðan þá lá
leiðin í þvottahúsið á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu Höfða en þar
vann hún hvað lengst og undi sér
vel þar en hún hætti þar 2011
vegna veikinda.
Útför Vilborgar fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 9. janúar
2014, og hefst athöfnin kl. 14.
16.11 1949, börn
þeirra eru Guðjón
Sæberg, f. 31.1.
1969, maki hans er
Oddný Garð-
arsdóttir, börn
þeirra eru Vilborg
Inga, f. 29.7. 1988,
maki hennar er
Gísli Líndal, f. 27.2.
1988 og sonur
þeirra er Styrmir
Líndal, f. 7.6. 2011.
Kolbrún Líndal Guðjónsd., f.
29.5. 1990, maki hennar er Óttar
Ágústsson, f. 17.2. 1986 og er
sonur þeirra Kristján Bogi, f.
11.8. 2012 og Guðjón Reynir
Guðjónsson, f. 29.4, 1994, Þór-
arinn Kristján Finnbogason, f.
Mér er orða vant að koma vel
til skila að kveðja hana litlu mág-
konu mína, litlu segi ég því að hún
var yngst af 12 börnum hjónanna
á Gaul og því voru börnin okkar
Péturs á líku reki og hún. Ég hefi
þekkt hana frá fæðingu og gerði
mér til gamans að prjóna á hana
peysur og húfur eins og á dóttur
mína. Ég á henni mikið að þakka.
Þegar við Pétur bróðir hennar
fórum með Arnór son okkar til
Danmerkur á endurhæfingar-
hæli eftir mikið slys, því þá var
engin Grensásdeild hér, þá flutti
hún með sína fjölskyldu heim til
okkar og sá um heimilið og syni
okkar þrjá á meðan við vorum í
Danmörku. Einnig var hún
yngsta syni okkar sem þá var 10
ára sérstaklega góð og fór hann
alltaf til hennar ef ég þurfti að
dvelja í Reykjavík hjá Arnóri á
Landspítalanum. Hún var mikið
listræn, saumaði út fögur verk,
málaði og skar út, einnig nokkur
ár skreytti hún fallega grein fyrir
mig á leiði Péturs og Sigurjóns,
bræðra sinna. Fyrir tveimur og
hálfu ári veiktist hún af krabba-
meini og gekkst undir erfiða með-
ferð. En alltaf var hún hress og
glöð og sagðist hafa það ágætt.
Ég læt fylgja lítið ljóð sem segir
hug minn betur en ég get gert.
Sárt er vinar að sakna.
Sorgin er djúp og hljóð.
Minningar mætar vakna.
Margar úr gleymsku rakna.
Svo var þín samfylgd góð.
Daprast hugur og hjarta.
Húmskuggi féll á brá.
Lifir þó ljósið bjarta,
lýsir upp myrkrið svarta.
Vinur þó félli frá.
Góða minning að geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma.
Þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Vilborg mín, þakkir fyrir allt.
Þín mágkona,
Sigrún Clausen.
Það var árið 1983 að ég fór á
fund þeirra Villu og Finnboga og
bað þau að leigja mér lítið versl-
unarpláss sem þau höfðu í kjall-
aranum hjá sér. Þau voru meira
en til í það og þar opnaði ég
Blómaríkið nokkrum vikum síð-
ar. Þetta voru mín fyrstu kynni af
Villu. En nokkrum árum síðar
þegar ég var flutt með búðina upp
á Kirkjubraut kom Villa til mín
og spurði hvort mig vantaði ekki
aukavinnukraft fyrir jólin. Jú,
mig vantaði hann og réð hana á
staðnum. Hún vann svo hjá mér
þennan desembermánuð og sum-
arið eftir leysti hún okkur af með-
an við hinar fórum í frí. Hún kom
eins og kölluð með allri sinni glað-
værð og var einstaklega vel liðin
bæði af þeim sem áttu eftir að
vinna með henni og ekki síður
viðskiptavinunum. Hún var sér-
lega listræn og fljót að læra allt í
sambandi við blómin. Blóma-
skreytingar lágu sérlega vel fyrir
henni. Mér er svo minnisstætt að
ég bauð henni að fara á blóma-
skreytinganámskeið í Garðyrkju-
skólann í eina viku.
Það var ótrúlegt hvað hún
lærði mikið á þessum stutta tíma.
Ég gat treyst henni fullkomlega
fyrir búðinni ef ég þurfti að fara
eitthvað í burtu. Ég man eftir
einu skipti að ég fór til Danmerk-
ur í nokkra daga. Á meðan sá hún
um skreytingar fyrir tvö brúð-
kaup, ég leiðbeindi henni svolítið í
gegnum síma, svo leysti hún þessi
verkefni eins og hver annar
meistari. Stundvísari manneskju
hef ég ekki kynnst. Þegar Villa
gekk upp tröppurnar á Blómarík-
inu vantaði klukkuna tíu mínútur
í eitt. Þegar ég svo hætti rekstri
og seldi búðina þótti mér verst að
þurfa að segja henni upp. Ég
saknaði hennar líka mikið þegar
við hittumst ekki lengur daglega
enda vorum við þá búnar að
starfa saman í átta ár. En við
héldum alltaf sambandi, ég naut
þess að kíkja á Sunnubrautina til
þeirra hjóna, drekka kaffi og
skoða fallega garðinn þeirra sem
Villa var búin að fylla af rósum og
öðrum blómum og Finnbogi bú-
inn að byggja allskonar hús og
gróðurhús og margt annað. Kæra
vinkona, ekki datt mér í hug þeg-
ar þú komst inn í Blómaval á Þor-
láksmessukvöld að það yrði í síð-
asta sinn sem ég hitti þig. Ég
spurði þig: hvernig hefur þú það?
Þú svaraðir: Ég hef það fínt, það
er ekkert að mér. En ég veit að
hann Kiddi hefur tekið á móti þér
þegar þú komst á leiðarenda og
allir sem þekktu ykkur bæði vita
hvernig þið hafið látið þá. Ég
sendi Finnboga og fjölskyldunni
allri mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kirstín Benediktsdóttir.
Vilborg Inga
Guðjónsdóttir