Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
STOFNAÐ1987
M
ál
ve
rk
:
Ú
lf
ar
Ö
rn
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s
Fyrsta sýning ársins í Eiðisskeri,
sýningarsal Seltirninga á Eið-
istorgi, verður opnuð í dag kl. 17 og
ber hún yfirskriftina Draumkennd
rými. Á henni sýna listmálararnir
Fabienne Davidsson og Ingunn Sig-
urgeirsdóttir sem stundað hafa
nám við Myndlistaskóla Kópavogs í
frjálsri málun sem byggist á ein-
staklingsmiðaðri kennslu og
áhersla lögð á gagnrýna nálgun lita
og forma, málunaraðferða og pens-
ilskriftar, eins og segir í tilkynn-
ingu. Fabienne stundar nú nám við
Université Paris-1 Pantheon-
Sorbonne í Frakklandi. Á sýning-
unni gefur að líta valin abstrakt-
verk sem Fabienne og Ingunn unnu
í fyrra. Þær hafa áður tekið þátt í
samsýningum á vegum Félags frí-
stundamálara og samsýningu nem-
enda Myndlistaskólans í Kópavogi
sem haldin var í Gerðarsafni í til-
efni 25 ára afmælis skólans.
Abstraktverk Fabienne og Ingunn.
Draumkennd
rými í Eiðisskeri
Guðrún Harð-
ardóttir, sér-
fræðingur við
húsasafn Þjóð-
minjasafns Ís-
lands, heldur
fyrirlestur í dag
kl. 16.30 í Árna-
garði, stofu 423.
um myndheim ís-
lenskra klaust-
urinnsigla. Fyr-
irlesturinn ber yfirskriftina „Hvað
segja innsiglin? Myndheimur ís-
lenskra klausturinnsigla“. Fyrir-
lesturinn er hluti af fyrirlestraröð
Miðaldastofu um klausturmenn-
ingu á Íslandi og Norðurlöndum á
miðöldum.
Um fyrirlesturinn segir m.a. á
vef Miðaldastofu. „Innsigli voru
mikilvægur þáttur í menningu
miðalda og sem slík heimild um
sjónmenningu þessa tíma. Ætla má
að myndefni innsigla sé að stórum
hluta táknrænt og í því felist ein-
hver tjáning á sjálfsmynd eigenda
þeirra. Í fyrirlestrinum verður
sjónum beint að íslenskum klaust-
urinnsiglum. Skoðað verður hvort
áberandi munur sé milli innsigla
klausturreglnanna tveggja sem
störfuðu á Íslandi, benediktína og
ágústína. Einnig hvort myndirnar
birta almennar hefðir viðkomandi
klausturreglu eða hvort um ein-
hver „séríslensk“ afbrigði sé að
ræða.“
Hvað segja
innsiglin?
Guðrún
Harðardóttir
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Leikstjórinn Marteinn Þórsson fer
óvenjulegar leiðir við gerð nýjustu
myndar sinnar, Á morgun verðum
við eitt. Ekkert handrit er að
myndinni og, það sem meira er,
engir peningar til að framleiða
hana. Myndina vinnur hann í frí-
tíma, en Marteinn hefur áður gert
myndirnar Rokland og XL.
„Mig langaði að gera þetta,“ seg-
ir Marteinn þegar hann er spurður
að því hvað hafi fengið hann til að
gera myndina með þessum hætti.
„Ég veit ekki hvernig ég get út-
skýrt það betur. Ég nenni allavega
ekki að bíða eftir þessum hefð-
bundnu leiðum til að fjármagna
myndina, miklu betra er að búa sér
til eitthvað að gera,“ segir Mar-
teinn.
Hann segir nútímatækni hjálpa
kvikmyndagerðarmönnum mikið
við að gera myndir með litlum til-
kostnaði. „Ljósnæmar myndavélar
sem geta tekið í kvikmyndaformi
breyta þessu. Ef maður kann að
taka sjálfur getur maður unnið
þetta svona. Svo setur maður sér
einhver ákveðin mörk. Þú vinnur
svona mynd ekki á hefðbundinn
hátt. Þetta getur að mörgu leyti
frelsað þig undan þeim takmörk-
unum sem venjuleg kvikmyndagerð
setur þér.“
Marteinn segir um að gera að
nýta þann aðgang sem íslenskir
kvikmyndagerðarmenn hafa að
leikurum. Kvikmyndageirann segir
hann færast nær og nær því að vera
iðnaður, þar sem tæknilega hliðin
fái meiri athygli en leikarar og leik-
stjórar. „Fólk þarf að fá að gera
eitthvað. Iðnaðarhliðin á kvik-
myndagerðarmönnum fær mikið að
gera, til dæmis í Hollywood. En
leikarar og leikstjórar og handrits-
höfundar fá minna að gera.“
Hlúa að skapandi hliðinni
„Það þarf að hlúa að skapandi
hlið bransans. Kanadamenn lentu í
því að þeirra skapandi iðnaður
hvarf eiginlega, því skapandi hluti
hans var allur farinn til Los Angel-
es,“ segir Marteinn.
Myndin sem hann vinnur nú að
fjallar um sambönd, hvernig fólk
hittist og verður ástfangið og löng-
unina til að vera með annarri mann-
eskju. „Grunnhugmyndin er þessi
klassíska, strákur hittir stelpu, þau
byrja saman, þau hætta saman en
byrja svo aftur saman. Það er
grunnþráðurinn. Svo vinnum við
bara út frá því og sjáum hvert sag-
an tekur okkur. Sagan er í rauninni
mjög einföld og eitthvað sem allir
geta tengt við,“ segir Martinn.
Hann gerir ráð fyrir að leik-
ararnir muni eiga stóran þátt í að
móta hvaða stefnu myndin tekur.
„Við fylgjum því sem kemur sterk-
ast út. Það er alltaf einhver „editer-
ing“ í gangi, nema hvað hún er ekki
í tölvu eða ritvinnsluforriti, heldur
bara með kvikmyndatökuvél, ljósi
og klippingu.“
Marteinn segir að myndin muni
sennilega taka eitt til þrjú ár í tök-
um, ekki ósvipað því sem tekur að
skrifa handrit að mynd, taka, klippa
og vinna. „Þetta er bara aðeins
öðruvísi vinnsla. Þetta er í sjálfu sér
ekkert nýtt, það eru leikstjórar sem
hafa unnið svona, en þá yfir styttri
tíma. David Lynch gerði til að
mynda Inland Empire án þess að
hafa handrit.“
„Handrit eru heimskuleg“
Ungverski leikstjórinn Béla Tarr
sagði við mig þegar hann var á
kvikmyndahátíð hérna í Reykjavík:
„Kvikmyndahandrit eru heimsku-
leg, ég er að búa til kvikmynd (e.
Screenplays are stupid, I’m making
a movie).“ Hann vinnur allt hand-
ritslaust. Það á að skrifa kvikmynd-
ir með tökuvél, ekki penna,“ segir
Marteinn og hlær. „Þetta er mikil
áskorun fyrir mig því ég er svolítið
íhaldssamur sjálfur, ég vil handrit
og hafa hlutina í föstum skorðum,
plana tökurnar og hafa æfingar.
Þarna stekk ég hins vegar í djúpu
laugina. Maður þarf að gera það
öðru hverju, annars staðnar maður
bara.“
Marteinn telur íslenskan kvik-
myndaiðnað ekki vera í vanda. „Það
er margt spennandi að gerast. Ég
myndi ekki hafa áhyggjur af því, en
kannski ættum við að leyfa okkur
að gera meira rými fyrir kvik-
myndagerðarmenn. Þá kemur
kannski íslensk nýbylgja á borð við
t.d. dönsku dogma-myndirnar.
Svona bylgja hefur lengi verið í
gangi í íslenskri tónlist og bók-
menntum. Það væri gaman að sjá
þetta líka í kvikmyndum.“ Marteinn
grípur hverja lausa stund til að
vinna að kvikmyndinni, en hann
starfar sem áfengis- og vímuefna-
ráðgjafi hjá SÁÁ. „Maður grípur
vaktafríin og helgarnar.“
Losnar ekki við Ólaf Darra
Marteinn tekur sjálfur upp hljóð
og mynd, en fær aðstoð við hljóð-
vinnslu. „Allir eru þarna upp á pró-
sentur. Ef það koma inn einhverjir
peningar í eftirvinnslunni fær fólk
borgað, en ef ekki, þá fær það ekki
borgað. Leikararnir hafa samt ekki
eytt svo miklum tíma í þetta, þannig
að þú tapar í sjálfu sér engum pen-
ingum en færð heilmikla reynslu.“
Meðal leikara í myndinni er Ólafur
Darri Ólafsson. „Ég losna ekkert
við hann,“ segir Marteinn og hlær,
en Ólafur Darri lék bæði í Roklandi
og XL. „Hann er minn DiCaprio.
Ég er heldur ekki búinn að þjálfa
hann nóg, hann á smá eftir þangað
til hann verður almennilegur,“ segir
Marteinn og hlær enn meira.
Kvikmynd með engu
handriti og engu fjármagni
Gerir nánast allt sjálfur í frítímanum Á enn eftir að slípa Ólaf Darra til
Ljósmynd/Nanna Dís
Þúsundþjalasmiður Marteinn hefur áður gert myndirnar Rokland og XL.
Á setti Leikarar kvikmyndarinnar fá ekki greitt fyrir vinnu sína nema peningar komi inn í eftirvinnslu.