Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
✝ Jóhanna Sig-urbjörg Að-
alsteinsdóttir,
Nanna eins og hún
var kölluð, fæddist
á Vígholtsstöðum í
Dalasýslu 20. maí
1931. Hún lést á
dvalarheimilinu
Grund 30. desem-
ber 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Steinunn
Vilhelmína Sigurðardóttir, f.
11.5. 1884, d. 21.9. 1973 og Að-
alsteinn Guðmundsson, f. 10.4.
1890, d. 14.4. 1961. Alsystur
Nönnu eru Margrét Valgerður
Aðalsteinsdóttir, f. 12.12. 1922,
d. 28. 4. 2012 og Sigríður
Helga Aðalsteinsdóttir, f. 16.2.
1927. Hálfsystkini sammæðra
eru Sigurður Guðmundsson, f.
15.11. 1904, d. 14.10. 1976,
Guðmundur Guðmundsson, f.
6.1. 1906, d. 6.12. 1977, Ásgeir
Helgi Guðmundsson, f. 27.12.
1907, d. 23.4. 1989, Jóhann
Þórarinn Guðmundsson, f. 8.1.
1911, d. 30.10. 1929 og Guðrún
Guðmundsdóttir, f.29.5. 1917,
d. 19.8. 1986. Eig-
inmaður Nönnu
var Jón Símon
Magnússon frá
Siglufirði, f. 15.8.
1931, d. 26.8. 1996.
Þau giftust 26.5.
1958 og voru barn-
laus.
Nanna ólst upp á
Vígholtsstöðum til
8 ára aldurs, þá
flutti fjölskyldan í
Búðardal. Eftir barnaskólanám
vann hún við heimilisstörf í
Búðardal og víðar.
Um tvítugt flutti hún til
Reykjavíkur, þar vann hún ým-
is störf, lengi við fiskvinnslu en
síðast í mötuneyti starfsmanna
Skeljungs.
Við andlát föður hennar bjó
móðir hennar hjá þeim hjónum
og naut umönnunar þeirra til
dánardags. Síðustu árin bjó hún
á dvalar- og hjúkrunarheim-
ilinu Grund, áður að Fellsmúla
2.
Útför Nönnu fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 9. janúar 2014, og
hefst athöfnin kl. 13.
Hve ljúft og gott að sofna í sælli trú
á sigur þess er firrir lífið grandi.
Ég veit að einmitt þannig kvaddir þú
- þín þrá var eins og morgunn yfir
landi.
Og ég sé best í húmi haustsins nú
hve heiðríkur og fagur var þinn andi.
Þitt orð var heitt – því hjartað sló þar
með
sem harpa stillt á gleði allra tíða.
Í bliki augans bjó þitt mikla geð
og brann af kvöl með öllum þeim
sem líða.
Og þinni ást það yfirbragð var léð
sem Íslands bestu dætur þykir prýða.
Ég kveð þig eins og frjálsa söngva-
sveit
á sumardaginn fyrsta úti í haga.
Hvert vorsins fuglar fljúga enginn veit
- en framtíðin er þeirra mikla saga.
Þú bæði komst og fórst sem fyrirheit
og fyrirheitið lifir alla daga
(Jóhannes úr Kötlum)
Takk fyrir samfylgdina, elsku
Nanna. Þínar frænkur,
Nanna Margrét
og Rósa Björg.
Það eru margar minningar
sem streyma fram þegar ég
hugsa til Nönnu frænku.
Hún var yngsta systir pabba
og var flutt til Reykjavíkur þeg-
ar ég man hana fyrst. Seinna
flutti ég í nágrenni við hana og
Jón en þá bjó amma mín hjá
þeim og naut þeirra hlýju um-
hyggju sín síðustu ár. Ég var
tíður gestur á þeirra heimili og
til þeirra var gott að leita, þar
var öryggi og skjól. Þau voru
samrýmd hjón, ferðuðust saman
um landið á sumrin og áttu sam-
eiginlegt áhugamál sem var að
spila, þau spiluðu félagsvist á
ýmsum stöðum og við vini
heima.
Það var mikið áfall fyrir
Nönnu við skyndilegt fráfall
Jóns árið 1996, en hún gekk
áfram sinn veg og þá var gott að
stunda félagsvist og hitta sam-
ferðafólk og vini. En svo kom að
því að heilsu hennar tók að
hraka, það varð erfiðara að tak-
ast á við daglegt líf og í maí árið
2009 flutti hún á dvalarheimilið
Grund. Ég vil þakka öllu starfs-
fólki sem annaðist hana þar.
Nanna kvaddi þetta líf 30.
desember, orðin þreytt og þráði
hvíldina. Ég kveð hana frænku
mína þakklát fyrir allar góðu
stundirnar í gegnum árin.
Steinunn Sigurðardóttir.
Hugurinn reikar til bernsku-
áranna, er ég sá þig fyrst, tíu
ára að aldri. Þú, Nanna mín,
eins og þú varst jafnan kölluð,
varst þá ráðskona í Keflavík fyr-
ir sjómenn er þaðan réru og
þangað fór ég í páskaleyfi mínu
að heimsækja föður minn er þar
starfaði. Það var mikið lán fyrir
þig að þar kynntust þið Jón
Magnússon er varð síðar eig-
inmaður þinn.
Þið reistuð ykkar fyrsta bú að
Skipasundi 13 hjá foreldrum
mínum. Allt frá þeirri tíð á ég
margar góðar og skemmtilegar
minningar er nú leita á hugann.
Minningar um góða konu lifa
áfram í hjörtum okkar er þekkt-
um þig og unnum sem og þíns
ágæta manns. Þú varst ljúf, hlý,
glaðleg í fasi og rösk til allra
verka. Eftir var tekið hversu
glæsileg hjón þið Jón voruð.
Heimilið var ykkar griðastaður
þangað var gott að koma en þið
bjugguð lengst að Fellsmúla 2 í
Reykjavík. Þar ríkti snyrti-
mennska, fágun, glaðværð og
hjartahlýja húsráðenda beggja.
Ég vil einnig þakka þér, Nanna
mín, og þínum ágæta manni fyr-
ir vináttu og ræktarsemi er
aldrei bar skugga á, sem og til
foreldra minna.
Umhyggja og hjálpsemi ykk-
ar í minn garð, barns að aldri,
gleymist eigi, né góðvild og þol-
inmæði að hlusta á og trúa
litlum snáða. Eins þökk fyrir
spilamennskuna og allar
skemmtilegu stundirnar er við
áttum saman við spilaborðið
gegnum árin.
Lífið gengur sinn vanagang,
menn koma og fara, en sumir
eru birtugjafar hlaðnir ein-
hverju dularfullu ljósmagni sem
yljar og gleður alla er umgang-
ast þá. Þú barst slíkt með þér
hvert sem leið þín lá. Boðberi er
skærast skín.
Nú ertu horfin sjónum okkar
yfir móðuna miklu. Farin til
Jóns þíns og þinna niðja, þangað
sem allir hverfa fyrr eða síðar.
Ljósgeisli augna þinna er
slokknaður. En megi það ljós er
þú tendraðir í brjóstum vina
þinna og samferðamanna verða
að gróðursprota fyrir betra lífi á
þessari jörð. Kær vinkona er
kvödd og verður minnst dag
hvern með þakklæti og virðingu.
Systur þinni Sigríði og öðrum
aðstandendum öllum sendum við
Helga okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Hún á góða heim-
komu vísa. Hvíl í friði, mæta
vinkona.
Þinn vinur,
Eyjólfur Magnússon
Scheving.
Jóhanna Sigurbjörg
Aðalsteinsdóttir✝ Jón Gunn-arsson fæddist
22. desember 1933
á Morastöðum í
Kjós. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 29. desem-
ber 2013.
Foreldrar hans
voru Gunnar Ein-
arsson, bóndi á
Morastöðum í Kjós,
f. 16. desember
1904 í Hvammsvík í
Kjós, d. 16. desember 1987, og
Aðalheiður Ingveldur Jónsdóttir
húsmóðir, f. 5. janúar 1911 á
Sunnuhvoli í Grindavík, d. 7.
október 1991. Jón var annar í
röðinni af ellefu systkinum.
Systkini Jóns eru Bergmann,
Jón vann ýmis störf um ævina,
aðstoðaði við bústörfin á Mora-
stöðum, vann síðan á togurum
og vertíðarbátum í Grindavík.
Þá hóf hann störf við mjólk-
urflutninga ásamt öðrum flutn-
ingum hjá Flutningafélagi Kjós-
arhrepps í kringum 1950. Hans
aðalstarf var að keyra mjólk-
urbíl fyrir bændur í Kjósinni.
Jón keypti jörðina Út-
skálahamar í Kjós og ræktaði
upp fjárstofn með góðum ár-
angri samhliða akstri mjólk-
urbílsins. Síðustu árin vann hann
hjá Mjólkursamsölunni í Reykja-
vík. Jón byggði sér sumarbústað
í landi Morastaða og ræktaði þar
upp mikið af fallegum trjágróðri
og átti þar margar góðar stund-
ir.
Útför Jóns fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag, 9. janúar 2014,
og hefst athöfnin kl. 15.
f. 18.1. 1932, kvænt-
ur Sigþrúði E. Jó-
hannesdóttur, Stella
Elsa, f. 30.6. 1935,
Björg, f. 2.2. 1937,
Ingibjörg, f. 7.7.
1938, gift Bjarna E.
Gunnarssyni, Gróa,
f. 19.8. 1940, gift
Ragnari Þ. Hall-
dórssyni, Páll Ragn-
ar, f. 12.9. 1941,
giftur Helgu Dís
Sæmundsdóttur, d.
21.2. 2007, Sveinn. f. 26.2. 1943,
kvæntur Hólmfríði Friðsteins-
dóttur, Sigríður, f. 24.3. 1946,
gift Þorsteini Gíslasyni, Guðrún,
f. 6.2. 1950, gift Pétri HR Sig-
urðssyni og Hallbera, f. 29.6.
1952, gift Kristni E. Skúlasyni.
Kæri bróðir og mágur, nú er
komið að kveðjustund. Ekkert
nema ljúfar minningar koma upp í
hugann, hvort sem það voru heim-
sóknir á Hjarðarhagann, sum-
arbústaðinn eða á Hrafnistu. Þú
varst alltaf tilbúinn með kaffi og
meðlæti og ekkert annað kom til
greina. Að ógleymdum veiðiferð-
um okkar eða bara í berjamó í
sveitinni þinni, alltaf var gott að
koma til þín.
Þín verður sárt saknað. Takk
fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Hallbera og Kristinn
(Haddý og Diddi).
Jón Gunnarsson, eða Nonni
eins og hann var kallaður af vin-
um, fæddist á Morastöðum í Kjós
22.12. 1933, annað barn foreldra
sinna en börnin urðu 11. Þegar
Nonni var að alast upp var ekki
sími á bænum eða rennandi vatn
eða annar lúxus, sem okkur finnst
sjálfsagður í dag og flest störf
voru unnin með höndum. Börnin
voru fljótt látin hjálpa til við úti-
verk, s.s. að snúa heyi heilu dag-
ana og sinna skepnum en það var
mjög erfið vinna fyrir börn.
Nonni var greindur og hafði
yndi af lestri góðra bóka en hann
átti sjálfur margar bækur. Áhuga-
mál hans voru af ýmsum toga, t.d.
var hann duglegur að planta trjám
og átti margar fallegar plöntur, í
lundinum í kringum sumarbústað
sinn. Um tíma átti hann ásamt
föður sínum Útskálahamar í Kjós
og hélt hann þar fé en hann var
einstaklega laginn og glöggur á fé
og átti marga verðlaunahrúta og
verðlaunaskildi og vildu margir fá
hrúta frá honum til undaneldis.
Aðalástríða Nonna var þó lax-
og silungsveiði og á vetrum dund-
aði hann sér við að hnýta flugur
sem hann notaði svo sumarið á eft-
ir. Hann veiddi víða í stórum ám,
s.s. í Laxá í Kjós og Norðurá, og
nutu margir vina hans þess að fara
með í veiðiferðir.
Nonni vann ýmislegt um ævina,
bæði til sjós og lands, en á unga
aldri var hann til sjós bæði í
Grindavík eða Sandgerði. Um
tíma átti hann sinn eigin vörubíl
en megnið af ævinni keyrði hann
fóðurbíl og síðan mjólkurbíl.
Við sjáum á eftir úrvalsmanni,
hjálpsömum og tryggum. Við átt-
um margar góðar stundir í laut-
inni hans Nonna og í kúlunni okk-
ar.
Þökk fyrir allt, kæri vinur og
bróðir.
Ég lék mér eins og lax, sem klýfur
strauminn,
og loksins fann ég aftur gamlan hyl.
En að mér sækir draumurinn um
drauminn,
þó dauðinn læðist upp við klettaþil.
Ég eygi foss og flúð á hamrastöllum,
og frelsi kýs ég laxahjónum öllum
í ánni, þar sem ættin verður til.
En kærast er mér kvik í litlum ugga,
sem klýfur strauminn – framhjá mínum
skugga.
Sigþrúður og Bergmann
(Dúa og Beggi).
Þegar ástvinur fellur frá eru
minningarnar dýrmætar og verða
skýrari í hugum okkar.
Kær bróðir, mágur og frændi
barnanna okkar er fallinn frá.
Jón var mikið ljúfmenni og var
hann góður við menn og málleys-
ingja.
Yndi hans var uppbygging
sumarbústaðarins sem hann
byggði í Kjósinni og gróðursetn-
ing trjáa og blóma. Ég held að
hann hafi munað hvaða ár eða
mánuð trén voru gróðursett eða
hvort þau voru sjálfsprottin enda
var umhyggja hans mikil fyrir
gróðrinum, landinu og ekki síður
fyrir fólkinu sem stóð honum
næst.
Fyrsta flugferðin þín árið 1983
sem þú lagðir á þig til að heim-
sækja okkur fjölskylduna á Ísa-
fjörð, sýndi festu þína og elsku.
Ekki má gleyma ferðum okkar um
landið, t.d. veiðiferðir, fjallgöngur
og ýmislegt skemmtilegt sem þá
var brallað.
Góðar stundir viljum við þakka
þér.
Megi minning þín lifa.
Svo viðkæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Guðrún, Pétur og fjölskylda.
Ég á margar og góðar minn-
ingar um þig, elsku frændi. Ég var
um 10 ára gamall þegar ég fór
mína fyrstu ferð með þér á mjólk-
urbílnum upp í Kjós. Ég man að
dagana fyrir brottför svaf ég varla
neitt af spenningi. Ég lagði af stað
með rútunni frá Grindavík niður á
BSÍ og labbaði svo þaðan til
ömmu, afa og þín, þetta var mikið
afrek fyrir mig. Það var yndislegt
að koma á Hjarðarhagann. Ég
man þú varst að hnýta flugur þeg-
ar mig bar að garði og að sjálf-
sögðu fékk ég að hnýta eina sem
líktist helst agnarsmárri rottu, þú
talaðir um að við myndum prófa
hana við tækifæri.
Mér fannst sveitin sveipuð
töfraljóma þegar þú fræddir mig
um allt í kringum okkur í fyrstu
ferðinni, en fljótlega komst þú
ekki að fyrir masinu í mér, ég tal-
aði og talaði um heima og geima,
um skólann í Grindavík og hvað ég
gerði í mínum frítíma. Ég held að
þú hafir haft lúmskt gaman af því
að skyggnast inn í líf mitt, a.m.k.
gafstu mér alltaf eyra og tíma til
að segja þér frá.
Við ræddum mikið um veiðar
og óþrjótandi voru veiðisögurnar
þínar sem ég hlustaði á af mikilli
athygli. Ferðirnar mínar til þín í
sveitina urðu allnokkrar og alltaf
bættust við fleiri minningar og
góðar samverustundir.
Ég veiddi maríulaxinn minn í
Rangá með þér, við fórum á hand-
boltaleiki saman og ég fékk að
hjálpa þér að smíða uppi í bústað.
Fyrstu laxveiðistöngina fékk ég
frá þér og því gleymi ég seint. Þú
gafst mér líka riffil sem pabbi
hafði í sinni vörslu þangað til ég
fengi byssuleyfi. Ég á riffilinn
ennþá en hann er kominn í frí frá
veiðum.
Ég vona að þér liði vel og að þú
sért að veiða á fallegum stað með
ömmu og afa þér við hlið. Ég
þakka þér allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Hvíl í friði
elsku frændi, við sjáumst aftur
seinna.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þinn bróðursonur,
Valdimar Sveinsson
og fjölskylda.
Elsku besti frændi minn.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund þá hrannast upp allar góðu
minningarnar sem ég á um þig. Þá
eru mér helst minnisstæðar
stundirnar sem við áttum saman
þegar við þeyttumst um Kjósina í
mjólkurbílnum góða. Eins voru
ferðirnar upp í sumarbústaðinn
yndislegar og munu seint gleym-
ast. Eftirminnilegast var þó þegar
ég fékk að koma með þér í veiði-
ferðirnar í Laxá í Kjós.
Takk fyrir allt, elsku frændi
minn, og megi guð geyma þig að
eilífu.
Skúli.
Elsku Nonni minn.
Það er mér mikil huggun að
hugsa til þess að þú sért nú umvaf-
inn hlýju og ást hjá foreldrum þín-
um sem þú elskaðir svo mikið. Það
eru ótalmargar minningar sem
koma í hugann þegar ég hugsa um
þig og allt eru þetta yndislegar og
góðar minningar. Þú varst ein-
staklega hjartahlýr og góður mað-
ur, Jón, og þú varst alltaf tilbúinn
að gera allt fyrir alla.
Mér eru minnisstæðar þær tíðu
heimsóknir okkar systkina til þín
á Hjarðarhagann þar sem alltaf
var tekið vel á móti okkur. Þú
hugsaðir svo vel um okkur, varst
svo barngóður og skemmtilegur.
Það væri fróðlegt að telja saman
þær ferðir sem við systkinin fór-
um í ísbúðina góðu og keyptum
okkur ís í brauðformi í boði þínu
eða mömmu. Þá var alltaf svo
skemmtilegt og ævintýralegt að
koma í sumarbústaðinn þinn í
Kjósinni sem þú byggðir. Annan
eins gróður hef ég sjaldan séð á
einu sumarbústaðarlandi og sýnir
það hversu vel þú hugsaðir um það
sem þér þótti vænt um.
Ég er svo glöð að þú og Snædís
dóttir mín hafið hist í sumar og
mun ég segja henni sögur af þér,
elsku frændi, þegar hún verður
stærri. Ég vil þakka þér fyrir allt,
elsku Nonni minn, þú varst svo
sannarlega gull af manni og ég er
þakklát fyrir allar hlýju minning-
arnar sem þú skilur eftir þig.
Hvíl í friði, elsku frændi minn.
Þín frænka,
Íris.
Jón E. Gunnarsson HINSTA KVEÐJA
Þegar einhver fellur frá
fyllist hjartað tómi
en margur síðan mikið á
í minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
sem tíminn ekki svæfir.
(K.H.)
Ég kveð þig, kæri bróðir,
Guð geymi minningu um
góðan dreng.
Stella Gunnarsdóttir.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS GUÐGEIRSSONAR
læknis,
Brúnavegi 9,
Reykjavik.
Við viljum sérstaklega færa starfsfólki lungnadeildar
Landspítalans þakkir fyrir hlýja og góða umönnun.
Ása Jónsdóttir,
Guðgeir Jónsson, Guðrún A. Árnadóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Ingvar Stefánsson,
Jóhannes Heimir Jónsson, Agnes Benediktsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vinsemd og hlýju
vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu
minnar,
SIGÞRÚÐAR DÚU GUNNARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis-
stofnunar Vestfjarða á Ísafirði fyrir einstaklega
góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Jón Rafn Oddsson.