Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
✝ Rúnar KetillGeorgsson
fæddist í Reykjavík
14. september
1943. Hann lést á
líknardeild LSH 30.
desember 2013.
Foreldrar Rún-
ars voru George
Gomez og Guðlaug
Björg Sveinsdóttir,
f. 16.2. 1920, d. 7.5.
2004. Fyrri
eiginmaður Guðlaugar var Jón-
as St. Lúðvíksson, f. 6.3. 1919, d.
2.5. 1973. Þau skildu 1958. Börn
þeirra, hálfsystkin Rúnars, eru
Lúðvík Per Jónasson, f. 16.2.
1948, d. 27.9. 2006 og Soffía
Jónasdóttir, f. 23.12. 1951.
Seinni eiginmaður Guðlaugar
og stjúpfaðir Rúnars var Árni
G. Sveinsson, f. 3.11. 1923, d.
12.8. 2008. Rúnar var tvíkvænt-
ur. Fyrst Maríu K. Thoroddsen,
f. 26.6. 1939. Þau skildu 1971.
Seinni eiginkona Rúnars er
Helga Markúsdóttir, f. 10.3.
1951. Þau skildu 2002. Eftirlif-
andi sambýliskona og unnusta
Rúnars er Arndís Jóhanns-
dóttir, f. 12.10. 1956. Barn Rún-
ars og Maríu er Björg, lögfræð-
ingur, f. 15.4. 1962, gift Sigurði
Erni Hektorssyni, lækni, f.
á hljóðfæri opinberlega, fyrst á
munnhörpu sex ára gamall í
heimabæ sínum, Vestmanna-
eyjum, og síðan á trompet. Um
það leyti sem hann flutti til
Keflavíkur, fimmtán ára gamall,
skipti hann yfir í saxófón og hóf
fljótlega að leika opinberlega á
hann. Flautuleik nam Rúnar síð-
an á fullorðinsárum og spilaði
eftir það jöfnum höndum á þver-
flautu og saxófón. Þekktastur
var Rúnar sem einn fremsti
saxófónleikari landsins. Hann
varð atvinnuhljóðfæraleikari
aðeins fimmtán ára gamall og
spilaði ýmsar tegundir tónlistar
á ferli sínum, með íslenskum og
erlendum tónlistarmönnum og
hljómsveitum. Fyrst og fremst
var Rúnar jazzleikari og kom
fram sem slíkur á fjölda jazz-
tónleika um ævina. Hann lék inn
á fjölda hljómplatna á ferli sín-
um, spilaði kvikmyndatónlist og
kom fram í útvarps- og sjón-
varpsþáttum. Þá gaf hann sjálf-
ur út hljómplötuna „Til eru fræ“
ásamt Þóri Baldurssyni. Loks
kenndi hann saxófónleik við
a.m.k. fjóra tónlistarskóla og
jafnframt kenndi hann við jazz-
deild FÍH á fyrstu árum deild-
arinnar. Samhliða tónlistinni
starfaði Rúnar um árabil sem
sölumaður, einkum við sölu
trygginga og bóka. Hann hlaut
einkaflugmannsréttindi 1966.
Rúnar verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
9. janúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
12.11. 1954. Dætur
þeirra eru Árný
Björk, hásk.nemi, f.
5.12. 1982 og María
Kolbrún,
hárgreiðslu-
meistari, f. 26.07.
1983. Samb.maður
Maríu er Sævar
Ólafsson, há-
skólanemi, f. 1.3.
1982. Börn Maríu
eru Arna Björg
Reynisdóttir, f. 12.12. 2001 og
Sigurður Erling Ásgeirsson, f.
8.4. 2008. Barn Rúnars og Lis-
beth Westerberg-Franzén, f.
12.7.1948, er Ketill Niclas,
tölvutæknir í Svíþjóð, f. 13.6.
1971. Sambýliskona Ketils er
Teresa Payne, hjúkrunar-
fræðingur, f. 1.6. 1968. Dætur
þeirra eru Emelie, f. 11.1. 2006
og Klara, f. 9.9. 2007. Barn Rún-
ars og Helgu er Elfa Björk,
fiðluleikari og háskólanemi, f.
7.8. 1978. Synir Elfu eru Aron
Ben, f. 3.6. 2004 og Daníel Ben,
f. 17.8. 2007, Daníelssynir. Synir
Arndísar og stjúpsynir Rúnars
eru tvíburarnir Fróði og Guð-
mundur Guðmundssynir,
menntaskólanemar, f. 7.12.
1995.
Rúnar hóf barnungur að leika
Er ég kynntist Rúnari tengda-
föður mínum fyrst var hann tæp-
lega fimmtugur en leit út fyrir að
vera á þrítugsaldri; ekki aðeins
unglegur, heldur ungur í anda –
lífsglaður, glettinn og gáskafull-
ur. Þægileg nærvera hans létti
mér mjög að tengjast honum
vinaböndum þegar við fyrstu
kynni. Þótt hann hafi á þeim tíma
að mestu lokið fastri atvinnu-
mennsku sem hljóðfæraleikari,
eignaðist ég að tengdaföður ein-
hvern besta jazzsaxófónleikara
sem Ísland hefur átt. Það var því
hreykinn verðandi tengdasonur
sem vaknaði árla morguns á af-
mælisdegi sínum vestur í bæ, er
inn um gluggann barst óvænt og
óviðjafnanleg úfærsla af „Afmæl-
issöngnum,“ impróvíseruð á saxó-
fón. Úti fyrir stóð saxófónleikar-
inn Rúnar, klæddur
stífpressuðum kjólfötum og þeytti
lúðurinn af slíkum krafti að undir
tók í nærliggjandi húsum. Jafn-
framt því að gleðja tengdasoninn
tilvonandi ógleymanlega, vann
Rúnar jafnskjótt hug hans og
hjarta. Þegar Rúnar uppgötvaði
að ég hafði leikið á blásturhljóð-
færi í æsku, komst á taug á milli
okkar sem aldrei slitnaði. Rúnar
opnaði strax eyru mín fyrir góðri
jazztónlist og gerði hana að mínu
helsta áhugamáli æ síðan. Á síðari
árum varð hvatning hans svo
sterk, að ég tók að blása í mitt
gamla hljóðfæri. Ekki stóð á
Rúnari að miðla tónlistarefni við
hæfi og leiðbeina í hvívetna, enda
var hann reyndur og góður kenn-
ari. Hápunkturinn var svo að fá að
blása af og til með Rúnari í bíl-
skúrnum mínum. Það samspil
reyndi ugglaust vel á taugar hans
og tóneyra en varð mér ómetan-
legt tækifæri, enda þótt himinn
og haf væri á milli þess snillings
sem hann var og nýgræðingsins
sem þóttist vera að spila jazz með
Rúnari Georgssyni. Rúnar átti
virðingu mína og væntumþykju
óskipta, allt þar til yfir lauk. Enda
var Rúnar maður mér að skapi;
lítillátur, ljúfur, kátur. Hann lað-
aði að sér ógrynni fólks frá upp-
hafi vega tónlistarferils síns á
sjötta áratugnum. Veit ég til þess
að hann á sér enn fjölmennan
aðdáendahóp sem fagnaði í sér-
hvert skipti er hann birtist á svið-
inu og þeytti lúðurinn af inn-
blæstri í óviðjafnanlegri sveiflu –
eða lék undursamlega á þver-
flautuna. Rúnar lét lítið fyrir sér
fara dagsdaglega og gerði í raun
ekkert sjálfur til að koma sér á
framfæri. Á síðustu fimm æviár-
unum fór þrek hans minnkandi,
eftir að hann kenndi sér þess
meins er dró hann til dauða fyrir
aldur fram. Mörg undanfarin ár
lét hann fyrir vikið æ sjaldnar til
sín heyra á opinberum vettvangi.
Það var Rúnari mikið lán að fá að
njóta samveru Dísu sambýliskonu
sinnar, Arndísar Jóhannsdóttur,
listhönnuðar, undanfarin 11 ár.
Dísa hafði betri skilning en flestir
aðrir á þeim einstaka karakter
sem Rúnar var og laðaði fram
hans bestu eðlisþætti. Fóru þar
saman tveir listamenn sem náðu
saman af gagnkvæmri ást og virð-
ingu hvort fyrir öðru. Gaf Dísa
Rúnari það besta ævikvöld sem
hægt er að hugsa sér í veikindum
hans og annaðist hann af sinni
miklu ást og umhyggju allt þar til
yfir lauk. Dísu og tvíburunum
þökkum við Björg ástúð þeirra og
tryggð. Með trega kveð ég og
þakka Rúnari samfylgdina.
Sigurður Örn Hektorsson.
Syngdu mér söngva frá viðkvæmum
vörum
um vindanna klökkva og regnsins tár,
syng mér lyng og tún með tveggja spor-
um
í tindrandi dögg um morgunsár.
Syngdu mér í rökkrinu aftur þær ungu
undraljúfu sorgir, er hjartað bar,
syng mér allra hjartna, hinna þreyttu og
þungu,
þrá til þess ljóss, er áður var.
(Sigfrid Siwertz)
Í dag kveðjum við góðan vin
okkar til margra ára, Rúnar
Georgsson. Rúnar var mikill
gleðigjafi og hélt í húmorinn og
hugrekkið fram á síðustu stundu.
Þegar við sátum hjá honum á jóla-
dag, ásamt ástinni hans, henni
Dísu, var hann að gantast með
alla matreiðsluþættina sem hann
var búinn á horfa á undanfarið og
þótt matarlystin væri farin þyrfti
hann að horfa á hvern matreiðslu-
þáttinn á eftir öðrum þar sem
ekkert annað væri í sjónvarpinu.
Það hefur myndast tómarúm
við brottför Rúnars en við vitum
að nú líður honum betur og er laus
undan verkjunum. Í kínversku
spakmæli segir „Fylgdu vini þín-
um þúsund mílna leið en á end-
anum þarftu þó að kveðja“. Við
kveðjum hann nú í bili í dag en við
ætlum þó að hitta hann síðar í
Sumarlandinu, hressan og kátan
með saxófóninn innan seilingar.
Ekki er hægt að minnast Rún-
ars öðruvísi en að saxófónn komi
við sögu. Hann gladdi okkur með
lifandi tónlist margoft. Alltaf var
hann tilbúinn að gefa af sér og
spila við ýmsa atburði í okkar lífi.
Hann spilaði við brúðkaup dætra
okkar, málverkasýningar svo ekki
sé talað um einkatónleikana sem
oft voru á heimili okkar.
Rúnar var einstaklega bóngóð-
ur og hjálpsamur. Hann hjálpaði
okkur oft við viðhald á húsinu,
málaði þakið hjá okkur og fleira í
þeim dúr. Hann var einstaklega
gjafmildur og vildi alltaf vera að
gefa frá sér ýmsa hluti. Hann var
ekkert fyrir það að sanka að sér
jarðneskum hlutum eins og
háþrýstigræjum fyrir bíla. Taldi
þær betur komnar í bílskúrnum
hjá okkur.
Við þökkum Rúnari fyrir allar
skemmtilegu stundirnar í Gríms-
nesinu, Skammadal og víðar bæði
til sjós og lands. Við þökkum öll
hlátrasköllin, matarboðin og
heimsóknirnar í gegnum tíðina.
Megi ljós og kærleikur umvefja
Rúnar og hans ástvini.
Halla Snorradóttir og
Theodór Hallsson.
Útvarpssalurinn gamli á
Skúlagötu 1963. Upptöku á laginu
„Ég hef aldrei nóg“ líklega lokið.
Þetta á að verða fyrsta alíslenska
ekta rokklagið sem gefið er út á
plötu og á lýsa því þegar fólk
„fríkar út“ í algeru hömluleysi.
Hefði átt enn betur við árið 2007.
Hinn kornungi Lúdó-sextett skal
fara hamförum sem og rokk-
söngvarinn og bakraddapíurnar.
En það vantar enn einhvern
herslumun. Ég horfi á Rúnar
Georgsson, sem á að blása villta
saxófónsóló af fingrum fram og
stendur andspænis mér. „Strák-
ar,“ segi ég. „Eigum við ekki að
taka þetta einu sinni enn og gefa
allt í botn á útopnu? Láta allt
vaða?“ Við Rúnar horfumst í
augu, hristum rauðu hausana
okkar og lafandi ullandi tungurn-
ar hvor framan í annan, hann rek-
ur upp skaðræðis nístandi 120
desibela öskurbaulið, sem enginn
annar getur leikið eftir, og síðan
er vaðið af stað. Úr rámum saxó-
fóninum ryðst algerlega ný, ær-
andi og snargeggjuð sóló, svo
ótrúlega mikil útrás taumlausrar
lostafullrar gleði en samt með svo
sárum rifnum tóni í miðkaflanum.
Hvílík túlkun, hvílíkt rokk,
ógleymanlegt atvik, eitt af ótal
slíkum sem hægt er að ylja sér við
að leiðarlokum, þegar þessi mikli
gleðigjafi og lífsnautnamaður er
kvaddur að lokinni jarðvist sinni.
Það var ekki furða að Rúnar fór
fljótlega af trompetinum yfir á
saxófóninn sem gaf svo miklu
meiri möguleika til túlkunar á
villtri lífsgleði en líka á fegurð og
yndi ef svo bar undir. Og af ljúfum
tónum gat hann líka ausið af ör-
læti með því að leika eins og engill
á flautuna. Já, Rúnar Georgsson
gaf mikið af sér, bæði mér og öðr-
um í kynnum okkar og samvinnu
með Lúdó-sextett og síðar í Sum-
argleðinni. En öll þessi mikla út-
rás fyrir gleði og lífsnautn tók líka
sinn toll sem hann varð að greiða.
Textinn „Ég hef aldrei nóg“ var
dálítið mikill Rúnar og þess vegna
sit ég hrærður þegar hann er far-
inn, þakka fyrir ógleymanlegar
stundir með honum og blessa
minningu hans meðan ég lifi.
Ómar Ragnarsson.
Þegar við djassspírurnar í
Nýja Kompaníinu skipulögðum
tónleika upp úr 1980 og vildum
hafa mikið við buðum við saxófón-
leikaranum Rúnari Georgssyni að
spila með okkur. Okkur fannst
hann ótrúlega svalur, hvernig
hann spilaði og líka hvernig hann
bar sig á sviðinu. Sögurnar stað-
festu töffaraímyndina: hann hafði
verið kortér á mótorhjóli frá
Keflavík til Hafnarfjarðar ein-
hverja nóttina. Seinna hnikaði
hann til trúlofun sinni um stund
og bjó í herbergi í Hlíðunum. Ég
spurði hann hvort hann hefði eld-
unaraðstöðu? Nei, en það var allt í
lagi, hann var með poka af kart-
öflum og át þær hráar þegar hann
var svangur. Svo var hann aftur
kominn í sambúð og flippinu lok-
ið; þá hljóp hann í klukkutíma á
hverjum morgni, unglegri en
nokkru sinni fyrr. Rúnar var
nefnilega allt í senn djammbolti,
andlega þenkjandi heilsurækt-
andi og óforbetranlegur prakkari.
Það síðastnefnda fékk ég að reyna
á sjálfum mér í djassklúbbnum
Djúpinu við Hafnarstræti þegar
ég stóð þar saklaus við kontra-
bassann og fann skyndilega heit-
an blástur við bossann og heyrði
undradjúpan saxófónfrettón; þeg-
ar ég sneri mér við þá stóð Rúnar
þar og var meira en skemmt.
Rúnar spilaði á plötunni Þessi
ófétis jazz 1985 og tók svo kon-
unglegt sóló í titillaginu að að við
Eyþór, Friðrik og Gunnlaugur
Mezzofortemenn ákváðum að sú
taka færi á plötuna þótt við teld-
um okkur hafa spilað betur í
seinni tökum. Rúnar var nefni-
lega fyrstu atrennu maður, hon-
um leiddist endurtekningar. Það
gerði hann að erfiðum liðsmanni
þegar við spiluðum lagið í sjón-
varpsþætti; það þurfti mörg
rennsli til að kamerumenn væru
komnir í réttar stöður og þá var
áhugi Rúnars löngu horfinn. Auð-
vitað spilaði hann vel en þar var
ekki þessi elding frumleikans sem
laust niður í hann í fyrstu atrennu
og fékk menn til að hrista höfuð í
aðdáun og undrun. En þessi töff-
aralegi ævintýramaður gat líka
verið viðkvæmur og óöruggur.
Þegar ég ætlaði að fá þá saman í
blásarafront á plötunni Hinsegin
blús, Rúnar og danska trompet-
leikarann Jens Winther, hringdi
Rúnar í mig eldsnemma að
morgni upptökudags, þá búandi í
Borgarnesi. Hann sagðist ekki
vera laus við kvef og það væri
örugglega hálka í Hvalfirði, hvort
hann gæti ekki bara spilað þetta
inn seinna í vikunni? Það tók mig
andartak að fatta hvað hann
meinti, Jens var þá skærasti
trompettalent í Danaveldi og
hljómarnir í lögunum mínum ekki
eins og Rúnar var vanastur. Hann
langaði sem sé ekki í músíkleg
áhættuatriði. Þegar ég fékk hann
svo síðar í Nótublúsinn á disknum
Landsýn var engin ytri áhætta
sem gat stíflað flæðið. Og þá kom
líka sóló sem innihélt glæsilegan
tenórtón, hægan og seigan ryþma
að hætti Dexters Gordon, réttar
þagnir og dramatískan hápunkt.
Og þetta óvænta sem gerði hann
að svo skemmtilegum manni og
frjóum músíkant.
Tómas R. Einarsson.
Rúnar Ketill
Georgsson
✝
Okkar ástkæra
INGIBJÖRG KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR
frá Blönduósi,
sem lést sunnudaginn 29. desember
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju í
Reykjavík fimmtudaginn 9. janúar kl. 13.00.
Jón Ingi Jósafatsson, Alda Sigrún Sigurmarsdóttir,
Sigvaldi Hrafn Jósafatsson, Guðfinna Jóna Eggertsdóttir,
Jónína G. Jósafatsdóttir, Bjarni Benedikt Arthursson,
Pétur Jósafatsson, Málfríður Gestsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Móðir okkar,
GUÐRÚN HOFFMANN,
lést þriðjudaginn 17. desember.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Synir.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og
mágkona,
ARNA BJÖRK HJÖRLEIFSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 6,
Reykjanesbæ,
lést þriðjudaginn 31. desember.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn
13. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á framkvæmdasjóð Keflavíkurkirkju,
reikn. nr. 0142-15-530036, kt. 680169-5789.
Magnús Ingi Gunnlaugsson,
Hjörleifur Svavar Högnason, Lilja Traustadóttir,
Sigríður Árnadóttir,
Ingvi Þór Sigríðarson, Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir,
Halldór Hagalín Hjörleifsson,
og systkinabörn.
✝
Okkar ástkæri
KARL GUÐMUNDSSON
frá Kvígindisfelli,
Tálknafirði,
síðast til heimilis að Hrafnistu
í Reykjavík,
lést föstudaginn 20. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Bestu þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Þ. Sigurðardóttir,
Þorsteinn Karlsson,
Hallfríður Karlsdóttir, Hafsteinn Valsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
ÓLAFUR GUNNARSSON,
Berjarima 4,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 2. janúar.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
miðvikudaginn 15. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hins látna er bent á Hjartaheill.
Svanlaug H. Árnadóttir,
Kristín Helga Ólafsdóttir, Hafþór Freyr Sigmundsson,
Guðrún Halldóra Ólafsdóttir, Kjartan Jónsson,
Árni Baldvin Ólafsson, Bryndís Eva Sverrisdóttir
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
SIGRÍÐUR ERLA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Edda,
Rofabæ 31,
lést þriðjudaginn 7. janúar á Landspítalanum
í Fossvogi.
Katrín Ásgeirsdóttir, Guðmundur Ólason,
Lára Ásgeirsdóttir, Brandur Einarsson,
Hólmfríður Ásgeirsdóttir,
Magnús Guðmundsson,
Lára G. Nielsen,
barnabörn og barnabarnabörn.