Morgunblaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2014
✝ IngibjörgKristín Péturs-
dóttir fæddist á
Skagaströnd 1.
september 1921.
Hún lést á Hjúkr-
unarheimilinu Eir
29. desember 2013.
Faðir Ingibjarg-
ar var Pétur Stef-
ánsson frá Höfða-
hólum, f. 29.6.
1878, d. 28.6. 1962,
sjómaður og verkamaður á
Lækjarbakka á Skagaströnd.
Móðir hennar var Marta Guð-
mundsdóttir frá Torfalæk, f.
22.1. 1885, d. 31.5. 1957. Syst-
kini: Samfeðra: Sigurbjörg, f.
1906, d. 1993. Einar, f. 1908, d.
1908. Alsystkini: Guðmunda, f.
1914, d. 2001. Margrét, f. 1915,
d. 2013. Jóhann, f. 1918, d. 1999.
Elísabet, f. 1919, d. 2006. Ófeig-
ur, f. 1928. Uppeldissystkini:
Guðmundur f. 1902, d. 2002.
Björn Leví, f. 1904, d. 1979. Jó-
Pálsson, eiga þau þrjú börn.
Ingibjörg Marta, maki Jón Þór
Ragnars, eiga þau tvö börn. Ás-
geir Pétur, maki Eyrún Ellý
Valsdóttir, eiga þau tvö börn. 4)
Pétur, f. 1955. Maki Málfríður
Gestsdóttir, f. 1953. Barn Ingi-
björg Hrefna. Stjúpbörn Péturs:
Heiðar Karlsson, hann á tvö
börn. Guðrún Karlsdóttir, hún á
þrjú börn. Örvar Karlsson, hann
á eitt barn.
Ingibjörg ólst upp á Torfalæk
hjá hjónunum Jóni Guðmunds-
syni, móðurbróður sínum, og
Ingibjörgu Björnsdóttur konu
hans. Hún stundaði nám við
Kvennaskólann á Blönduósi vet-
urinn 1939-40. Var ráðskona á
Sjúkrahúsinu á Blönduósi 1947-
48. Síðan heimavinnandi hús-
móðir um skeið en starfaði
lengst af við umönnun og fleira
á Héraðshælinu á Blönduósi.
Ingibjörg hafði yndi af alls kyns
handavinnu og föndri, einnig
hafði hún mikla ánægju af
blómarækt og garðyrkju. Þau
Jósafat bjuggu á Blönduósi
mestallan sinn búskap.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 9.
janúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 13.
hann Frímann, f.
1904, d. 1980. Jónas
Bergmann, f. 1908,
d. 2005. Ingimund-
ur, f. 1912, d. 1969.
Torfi, f. 1915, d.
2009. Sigrún Ein-
arsdóttir, f. 1929.
Ingibjörg giftist
8. apríl 1944 Jósa-
fat Sigvaldasyni frá
Hrafnabjörgum í
Svínadal, f. 21.10.
1912, d. 6.4. 1982. Þeirra börn
eru: 1) Jón Ingi, f. 1944. Maki
Alda Sigrún Sigurmarsdóttir, f.
1946. Börn: Guðrún Helga, maki
Ólafur Unason, eiga þau tvö
börn. Stefán Páll. 2) Sigvaldi
Hrafn, f. 1948. Maki Guðfinna
Jóna Eggertsdóttir, f. 1944.
Börn: Þorkell. Edda Guðrún,
maki Ásbjörn Þorvaldsson, eiga
þau tvö börn. 3) Jónína Guðrún,
f. 1950. Maki Bjarni Benedikt
Arthursson, f. 1949. Börn: Ragn-
heiður Dagný, maki Páll Gauti
Ég kynntist tengdamóður
minni fyrir rúmum 40 árum,
þegar ég kom fyrst á heimili
hennar og tengdapabba, Jós-
afats Sigvaldasonar eiginmanns
hennar, og var mér alltaf tekið
opnum örmum af þeim báðum.
Það einkenndi hana hvað hún
hafði óskaplega gaman af því að
taka á móti gestum, þá lék hún á
als oddi á sinn hátt.
Það er sagt að þar sem er nóg
hjartarúm þar er líka nóg hús-
rúm. Þetta átti sannarlega við
um hana, því það kom fyrir að
þegar við vorum öll mætt til
hennar þá var jafnvel sofið á
eldhúsgólfinu.
Fljótlega eftir að ég kom til
hennar fyrst átti hún fimmtugs-
afmæli og var búin að bjóða
systkinum sínum og fleira fólki í
veislu heima hjá sér. Þá skellti
hún mér í að skreyta tertur og
sýnir það vel hvað hún treysti
fólki alltaf vel, því ekki hafði hún
hugmynd um hvort ég gæti innt
þetta sómasamlega af hendi. „
Þú gerir þetta örugglega betur
en ég,“ sagði hún bara.
Hún var að mínu mati alltaf
mjög lítillát þegar henni var
hrósað fyrir allar hannyrðirnar,
föndrið og annað fínirí sem hún
gerði. Það var ekki hennar stíll
að hreykja sér. En það er gam-
an að fá að njóta verkanna henn-
ar um ókomin ár.
Barnabörnin voru líka hennar
líf og yndi og minnist ég þess að
þau fóru yfirleitt öll með henni í
Kaupfélagið að versla, því þau
vildu bera pokana fyrir hana
eins og þau sögðu. En mig grun-
ar að þeim hafi ekki fundist leið-
inlegt að fara með henni því hún
keypti alltaf ís að eigin vali
handa þeim eða eitthvað annað
skemmtilegt.
Þrátt fyrir sína hæversku gat
hún verið ákveðin, þegar svo bar
undir. Því að þegar Jósafat féll
frá var hún orðin sextug og dreif
sig þá í að læra á bíl. „Nú, ég get
ekki haft bílinn óhreyfðan inni í
bílskúr,“ sagði hún. Hún keyrði
að vísu bara innanbæjar á
Blönduósi, sem var alveg nóg
fyrir hana. Hún fór reyndar einu
sinni í ökuferð til Skagastrandar
með systur sína. Ef hún vildi
fara eitthvað annað í einkabíl
hafði hún Ellu vinkonu sína og
skrapp með henni til Akureyrar.
Hún hafði líka yndi af blóma-
og trjárækt og kom sér upp
gróðurhúsi sem hún kallaði elli-
heimilið sitt. Þar ræktaði hún
rósir af mikilli alúð, auk þess
sem hún var með stóran garð
fullan af allskonar plöntum. Í
garðinum undi hún sér löngum
stundum.
Þar sem lífið lagði á hana
ýmsar byrðar, sem hún stóð af
sér eins og hetja, held ég að hún
hafi notið þess vel að geta látið
ýmislegt eftir sér þau ár sem
hún hafði getu til þess. Eftir að
hún hætti að vinna var hún mjög
virk í öllu sem boðið var upp á
fyrir eldri (heldri) borgarana á
Blönduósi og var hún mjög ötul
að prófa allt sem boðið var upp á
þar. Hún fór í ótal ferðir bæði
innan lands og utan með eldri
borgurum og naut þess vel.
Ég vil með þessum fátæklegu
línum þakka fyrir að hafa fengið
að kynnast henni og eiga með
henni samleið í rúm 40 ár. Ég er
sannfærð um að nú líður henni
vel. Blessuð sé minning tengda-
mömmu.
Guðfinna Jóna
Eggertsdóttir.
Það fór ekki mikið fyrir henni
Ingibjörgu Pétursdóttur, eða
Immu eins og vinir og fjölskylda
kölluðu hana jafnan. Samt sem
áður eru sumir kaflar í lífsbók
hennar afar athyglisverðir og
ekki víst að samferðamenn
hennar hafi gert sér grein fyrir
hvaða verkefni hún tókst á við í
upphafi lífsgöngunnar. Þegar
Imma var aðeins hálfs annars
árs gömul kom móðurbróðir
hennar, Jón Guðmundsson
bóndi á Torfalæk, að tali við
Mörtu móður hennar sem bjó á
Skagaströnd og falaðist eftir að
fá yngstu dóttur hennar og Pét-
urs til uppeldis á Torfalæk, en
Jón langaði alltaf til að eignast
dóttur. Varð það að samkomu-
lagi að Jón fengi Immu til upp-
eldis og færi með hana að Torfa-
læk. Ólst hún þar upp til
fullorðinsára. Voru samfundir
Immu og foreldra hennar stop-
ulir. Vegna þessa náði Imma
ekki að kynnast systkinum sín-
um fyrr en á fullorðinsárum.
Imma naut ástríkis af hálfu
fósturforeldra sinna og minntist
hún þeirra með miklum hlýhug
og virðingu allt fram á sinn síð-
asta dag. Við fráfall Ingibjargar
á Torfalæk, þegar Imma var 19
ára, tók hún fyrst um sinn við
húsmóðurstörfum á Torfalæk en
fljótlega tók tengdadóttir
hjónanna við húsmóðurhlutverki
á bænum. Um svipað leyti kynn-
ast Imma og Jósafat og ganga í
hjónaband 1944. Hugðust þau
setjast að á Skagaströnd og
byrja að leggja fyrir fé til hús-
byggingar. Tveimur árum síðar
veiktist Jósafat af lömunarveiki
og þurfti að senda hann til
Reykjavíkur með sjúkrabíl.
Neituðu sjúkraflutningamenn
að færa hann í bílinn fyrr en
hann hafði greitt fyrir flutning-
inn suður. Fór þar sparifé það
sem ganga átti til húsbyggingar.
Þegar Jósafat snéri aftur til
Blönduóss hálfu ári síðar, þá
með máttlausan hægri fót, leist
forsvarsmönnum sveitarfé-
lagsins ekki á framtíð ungu
hjónanna og óttuðust að þau
mundu lenda á framfæri sveitar-
félagsins. Var þeim gerð grein
fyrir að ekki væri ætlast til að
þau byggju bæði í íbúðinni sem
Imma bjó í.
Gerðu þeir kröfu um að þau
væru flutt í sína heimasveit svo
Blönduóshreppur þyrfti ekki að
bera framfærslu þeirra. Þrátt
fyrir afstöðu forsvarsmanna
sveitarfélagsins settust þau að
til frambúðar á Blönduósi og
höfðu þau alla tíð nóg að starfa.
Imma starfaði lengst af við Hér-
aðshælið á Blönduósi þar til hún
þurfti að hætta störfum sökum
aldurs.
Þó að fyrstu búskaparár
Immu og Jósafats hafi verið
þeim hjónum afar mótdræg átti
hún góð efri ár og síðustu árin
naut hún návista við börn og
barnabörn eftir að hún flutti á
hjúkrunarheimilið Eir.
Nú þegar lífsgöngu tengda-
móður minnar er lokið vil ég
þakka henni fyrir mikinn hlýhug
í minn garð og einnig fyrir allt
það sem hún var börnum okkar
Jónínu. Hún var sönn amma
með stórum staf. Fátt var eins
spennandi í æsku barnanna eins
og að fá að fara í heimsókn til
ömmu, einkum ef þau fengu að
vera ein með henni. Þá virtist
eins og giltu önnur mörk en
giltu heima.
Bjarni Arthursson.
Amma Ingibjörg var róleg,
hógvær og með eindæmum gest-
risin. Litla húsið hennar á
Blönduósi var viðkomustaður
margra ferðalanga. Allir voru
velkomnir og alltaf var til nóg af
dýnum ef fólk vildi gista. Barna-
börnin komu gjarnan í skólafrí-
um og fengu að gista nokkrar
nætur. Amma gerði vel við börn-
in með því að kaupa pítsu í
Kaupfélaginu og bauð upp á
ískalda mjólk með. Ef það var
ekki mjólk þá var það Blanda í
litlum grænum fernum. Heima
hjá ömmu var nóg að gera.
Börnin fengu að hjálpa til í garð-
inum, leika með kassabílinn sem
afi hafði smíðað eða fótboltann
og önnur leikföng sem amma
hafði geymt frá sínum eigin
börnum. Fyrir svefninn var und-
antekningarlaust boðið upp á
kvöldkaffi, mjólk og kex fyrir
svefninn.
Alls konar prjóna- og sauma-
skapur lék í höndunum á ömmu
en alltaf talaði hún um allt sem
hún gerði eins og þetta væri
ósköp ómerkilegt. Þegar hún
var ekki að sinna handavinnu
var hún á hnjánum úti í garði að
sinna gróðrinum sínum. Á vet-
urna kom fyrir að það snjóaði
það mikið að húsið fór nánast á
kaf. Amma beið róleg inni og
saumaði ef til vill út eða prjónaði
vettlinga, þangað til einhver
kom og mokaði snjóinn svo hún
kæmist út. Þetta var ekkert til
að æsa sig yfir.
Amma vildi hvergi annars
staðar vera en á Blönduósi, jafn-
vel þó að öll börnin og barna-
börnin væru fyrir sunnan. Þegar
farið var að draga af henni
ákvað hún að koma til höfuð-
borgarinnar og vera nálægt fjöl-
skyldunni en nú loksins getur
hún haldið aftur norður. Blessuð
sé minning hennar.
Edda Guðrún Sigvaldadóttir.
Elskuleg fóstursystir föður
míns, Ingibjörg Pétursdóttir,
Imma mín, er látin. Ég á margar
góðar minningar um Immu frá
Torfalæk þar sem hún var alin
upp hjá ömmu minni og afa,
Ingibjörgu Björnsdóttur og Jóni
Guðmundssyni, þar sem ég var í
sumardvöl mörg ár og eftir lát
ömmu minnar 1940 í umsjá
Immu og Sigrúnar, annarrar
uppeldissystur pabba og þeirra
bræðra. Svaf í baðstofunni í
rúmi með annarri hvorri þeirra
til skiptis og man þegar Imma
var sett til að koma mér í rúmið
og tafðist vegna þessa við að
komast á fund kærastans, hans
Jósa. Það er mér minnisstætt þó
ung væri. Síðar á ævinni heim-
sóknir til Immu og Jósafats á
Blönduós, 80 ára afmæli Immu á
Ósnum og heimsókn til hennar á
Eir. Þó veik væri á Eir rifjaði
hún upp atvik frá bernskudög-
um mínum frá Torfalæk sem var
henni minnisstætt. Það snerti
mig djúpt. Nú er hún búin að fá
hvíldina og ég óska henni góðrar
ferðar og góðrar heimkomu í
sumarlandið með hjartans þökk
fyrir allt sem hún var mér.
Það sem mér fannst alltaf ein-
kenna Immu var æðruleysi.
Fannst hún aldrei haggast þrátt
fyrir ýmsa erfiðleika á ævinni
eins og erfið veikindi Jósafats á
sínum tíma, en þá dvöldu þau
um stund hjá foreldrum mínum
á Mánagötunni. Eftir því sem
árin líða hef ég meira og meira
dáðst að þessum eiginleika
Immu.
Sigrún Einarsdóttir, uppeld-
issystir Immu og bræðranna á
Torfalæk, minnist áranna þeirra
saman, þakkar henni af alhug
samfylgdina, öll góðu árin þeirra
og óskar henni góðrar heim-
komu. Sömuleiðis þakkar Ragn-
ar, maður Sigrúnar, fyrir góðu
stundirnar. Þau senda innilegar
samúðarkveðjur til barna Immu
og fjölskyldna þeirra.
Guðmundur bróðir minn og
hans fjölskylda kveðja Immu
með þakklæti fyrir samveruna.
Innilegar samúðarkveðjur okk-
ar allra til barna Immu og
þeirra fjölskyldna.
Vertu kært kvödd, elsku
Imma mín, og ég veit að ég tala
fyrir hönd þeirra í Torfalækj-
arfjölskyldunni sem nutu gæsku
þinnar og nærveru. Blessuð sé
minning Immu minnar.
Ingibjörg Björnsdóttir.
Imma frænka, eins og hún
var ávallt nefnd í mínu ungdæmi
hér á Torfalæk, var tekin í fóst-
ur í barnæsku af Ingibjörgu
ömmu og Jóni afa, en hún var
systurdóttir afa. Föðurbræður
mínir töluðu ávallt um fóstur-
systur sína. Imma giftist Jósafat
Sigvaldasyni og voru þau alltaf
nefnd í sömu andránni, Imma og
Jósi. Þau bjuggu lengst af í öðr-
um endanum í Pétursborg á
Blönduósi, einu af elstu húsun-
um í gamla bænum, alveg niður
við ósa Blöndu. Það var búið
þröngt í Pétursborg og ekki
mikið veraldlegt ríkidæmi hjá
þeim Immu og Jósa, fremur en
hjá svo mörgum fjölskyldum um
miðja síðustu öld. Börn þeirra
fjögur komust samt til mennta
og hafa tekið virkan þátt í að
efla og bæta þjóðfélag okkar
eins og hugur þeirra stefndi til.
Jósi hafði fengið lömunarveiki
og var ekki fær til allrar vinnu. Í
gamla daga kom hann stundum
til að mála á Torfalæk og í hans
höndum sá ég fyrst málningar-
rúllu. Hann klippti líka stráka
og karla og þá var oft komið í
eldhúsið til Immu sem reiddi
fram mjólk og köku að lokinni
hársnyrtingu.
Þessi hægláta frænka var
kona sem lítið fór fyrir en mikið
munaði um. Hún var prúð og
fáguð í framkomu, en líka föst
fyrir og þrautseig, hélt fast á
sínum hlut.
Eftir að börnin uxu úr grasi
og Jósafat var fallinn frá tók
Imma virkari þátt í ýmsum fé-
lagsstörfum, hún var tiltæk og
virk þegar kallað var eftir. Það
er hinn eðlilegi gangur lífsins að
öldruð manneskja kveðji. Minn-
ingar um samvist og samskipti
rifjast upp. Hún hafði þessa
hljóðu og gefandi nálægð.
Við Ella ásamt Jóni bróður og
Siggu þökkum langa samfylgd
og góðan hug alla tíð og sendum
fjölskyldunni hlýjar samúðar-
kveðjur.
Jóhannes Torfason.
Ingibjörg K.
Pétursdóttir
Elsku amma mín, mikið er ég
fegin og glöð að ég náði að
kveðja þig áður en þú fórst frá
okkur. Ég ætlaði að vera löngu
búin að heimsækja þig en hafði
ekki komið mér í það.
Þegar ég hugsa til baka og
um minninguna um þig, þá sé
ég fyrir mér fransbrauð með
hnetusmjöri í litlum bitum, ótal
áramótaskaup á videóspólum,
flóamarkaðinn þar sem ég
skemmti mér alltaf vel við að
gramsa eða fela mig í krókum
og kimum, gamalt PK tyggjó
sem þú áttir óendanlegar birgð-
ir af, ferðirnar á karnivalið í
Keflavík, risastóra skartgripi,
fallegu uglurnar þínar og ekki
má gleyma sameiginlegum
áhuga okkar á kisum. Ég held
nefnilega að við höfum aðallega
náð að tengjast í gegnum þann
áhuga en mér fannst alltaf pínu
Sigrún
Stefánsdóttir
✝ (Aðalbjörg)Sigrún Stef-
ánsdóttir fæddist í
Bakkakoti, Lýt-
ingsstaðahreppi í
Skagafjarðarsýslu,
11. ágúst 1930. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Sól-
túni 26. desember
2013.
Sigrún var jarð-
sungin frá Foss-
vogskirkju 3. janúar 2014.
skondið að þegar
við heyrðumst eða
sáumst spurðir þú
alltaf fyrst um
hvernig Posi minn
hefði það og hvað
væri að frétta af
honum. Mér hefur
mikið orðið hugsað
til þín í haust en ég
var að lesa um
hvernig mannlífið
var á Íslandi á upp-
vaxtarárum þínum og afa. Ég
setti þig alltaf inn í þær að-
stæður sem ég las um og
ímyndaði mér allar breyting-
arnar og erfiðu tímabilin sem
þú hefur lifað. Þú varst mjög
litríkur og skemmtilegur per-
sónuleiki, mér þykir afar vænt
um þig og ég á eftir að sakna
þín.
Ég bið Guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín:
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Birgitta Bjarnadóttir.
Við Sigrún kynntumst í gegn-
um dýravernd. Við vorum í hópi
kvenna sem rak flóamarkað í
tvo áratugi til ágóða fyrir dýra-
vernd. Þessi flóamarkaður var
fyrstu tvö árin á Bókhlöðustíg 2
en síðan í kjallaranum í Hafn-
arstræti 17. Þetta var sannkall-
aður ævintýraheimur og við-
skiptavinir okkar voru þversnið
af samfélaginu. Sumir komu af
því að það var sniðugt. Aðrir af
nauðsyn. Á fyrstu árunum var
Björk einn af okkar viðskipta-
vinum og í kjölfarið komu stelp-
ur sem vildu fá kjól eins og
Björk hafði klæðst á tónleikum.
Við, konurnar sem skiptumst á
að vera við afgreiðslu, kölluðum
okkur flærnar og Sigrún var
okkar yfirfló. Hún stjórnaði
okkur og rak þennan flóamark-
að sem væri hann hennar einka-
fyrirtæki.
Við kynntumst vel, þessi hóp-
ur og þótti gaman að hittast
öðru hverju og fá okkur kaffi-
sopa og spjalla. Þá voru það
sögurnar af flóamarkaðnum
sem bar hæst og sumar rifj-
uðum við upp ár eftir ár.
Ógleymanleg atvik. Sum svo
fyndin en önnur sorgleg.
Sigrún lagðist í ferðalög. Og
það voru engin smáferðalög.
Þau eru ekki mörg löndin sem
hún hefur ekki komið til. Þrisv-
ar til Kína. Hún sagði mér
ástæðuna fyrir því að hún tók
upp á því að ferðast svona mik-
ið. Ég fékk krabbamein í
brjóstið, sagði hún, og þegar
það var batnað sá ég að ég vildi
sjá heiminn og notaði minn
móðurarf til þess. Og það var
næstum eins og að fara sjálf í
þessi ferðalög að hlusta á Sig-
rúnu segja frá þeim og skoða
myndaalbúmin eftir hverja ferð.
Hún vissi nákvæmlega hvar hún
tók hverja mynd og sagði sögu
staðarins. Hún keypti einnig
ógrynni af minjagripum og
sagði frá hverjum og einum.
Velferð dýra var okkur auð-
vitað hugleikið umræðuefni. Og
því málefni tengist frásögn sem
aldrei líður mér úr minni. Sig-
rún var hissa á hvernig ég hafði
allt á hornum mér þegar hún
lýsti því hve gaman henni þætti
að fara í dýragarðinn í London.
En svo eitt sinn sagði hún að nú
skildi hún andúð mína á dýra-
görðum. Hún var þá nýkomin
frá Afríku, hafði farið í safarí-
ferð um stóran þjóðgarð.
Ferðalangarnir komu þar að
sem ljón höfðu drepið fílsunga.
Fílahópurinn stóð í kringum
dána ungann, þeir stöppuðu nið-
ur framfótunum, ráku ranann
upp í loftið og öskruðu. Síðan
gekk hópurinn burt en ljónin,
sem höfðu beðið álengdar,
komu og fengu sinn mat.
Fyrir rúmum áratug veiktist
Sigrún illa og fór í mikla hjarta-
aðgerð. Við ræddum það í mín-
um síðustu heimsóknum til
hennar hve dásamlegt það hefði
verið að fá þennan bata og Sig-
rún bætti því við að hún hefði
meira að segja getað ferðast til
útlanda. Við hefðum báðar þeg-
ið það, Sigrún og ég, að hún
hefði lifað nokkur ár enn og
notið dvalarinnar í Sóltúni og
ég haldið áfram að koma í heim-
sókn með hundinn Spesíu. Það
varð ekki.
Sigrún var heilsteyptasta
manneskja sem ég hef kynnst.
Skarð hennar verður ekki fyllt
en við flærnar sem enn lifum
munum geyma minninguna um
Sigrúnu og gleðjast yfir því að
hafa fengið að kynnast henni.
Jórunn Sörensen.