Monitor - 09.01.2014, Síða 3

Monitor - 09.01.2014, Síða 3
Fyrir Hláturmilda Á föstudagskvöldið frumsýnir uppi- standshópurinn Mið-Ísland glænýja sýningu sem ber nafnið Áfram Mið-Ísland ! Óhætt er að segja að sýningin mun vera full af gríni og glensi en meðlimir Mið- Íslands munu fjalla um hluti eins og barna- uppeldi, mataræði, misskilning í fjölskylduboðum og margt fleira. Sýningin, sem er í Þjóðleikhúskjall- aranum, hefst kl. 20 og hægt er að kaupa miða á miði.is. Monitor mælir með þessari sýningu fyrir alla þá sem vilja fara hlæjandi inn í helgina. Fyrir íslendinga Á sunnudaginn fer fram fyrsti leik- ur „strákana okkar“ á Evrópumótinu í handbolta. Hefst leikurinn klukkan 15 á RÚV og mætir íslenska liðið frændum okkar frá Noregi. Ísland á við ofurefli að etja á þessu móti en liðið var dregið í erfiðasta riðilinn samkvæmt sérfræðingum. Að sjálfsögðu er Íslandi þó spáð sigri á sunnudaginn. Monitor mælir með því að allir Íslendingar leggist á eitt og styðji strákana okkar á sunnu- daginn. Einnig er það mikilvægt ætli maður að vera með í samræð- um á kaffistofum og mötuneytum landsins daginn eftir. Elsti köttur sem vitað er um að hafi lifað varð 38 ára og lifði aðallega á beikoni, eggjum, brokkólí og kaffi. fyrst&fremst 3fimmtudagur 9. janúar 2014 Monitor b la ð ið í t ö lu M áramótheit sem þú munt klúðra má finna á síðu 16. 5 þúsund notendur og rúmlega það nota einkamál.is. bréf hefur Saga Garðars skrifað til forsætisráðherra. 4 Þegar ég sölsaði undir mig ritstjórastólinn(af því að Jón fór í fæðingarorlof) hóf ungur herramaður að nafni Hersir Aron störf á Mon- itor. Hersir þessi reyndist vera ágætur drengur og jafnvel fengur (5 stig fyrir rím) fyrir þennan ágæta fjölmiðil. Hersir hefur borið ábyrgð á flestum forsíðu-viðtölum síðustu blaða auk þess sem hann hefur tekið að sér að kafa í ýmis áhugaverð málefni sem við koma ungu fólki. Ég veit ekki hvar ég hefði verið fyrstu vikurnar ef ég hefði ekki haft þennan kokhrausta, atorkusama og sniðuga gæja mér við hlið enda var hann manna duglegastur að peppa mig upp ef ég efaðist um einhverja ákvörðun. Svo er ekki hver sem er sem vippar sér úr að ofan í myndatöku með Hafþóri Júlíusi. Það skal þó tekið fram að hann er ekkert allt-af frábær. Mér er enn í fersku minni þegar hann kláraði helminginn af sjálfsalanamminu mínu án leyfis auk þess sem hann er óþarflega oft fyndinn á minn kostnað. Nú er Hersir að yfirgefa svæðið. Afhverju?Jú , af því að hann er ungur og hressog getur auðveldlega hlaupið af stað að kanna heiminn (grábölvaður). Vonandi fá lesendur að fylgjast eitthvað með ævintýrum hans en þó er ekki ólíklegt að hann verði of upp- tekinn við að lifa lífinu til að senda okkur tölvupósta. Kannski ég geri þetta einhverndaginn. Hoppa upp í flugvél og finn æskuna streyma um mig meðan ég kanna frumskóga Suður- Ameríku eða læri á brimbretti. Eins og stendur er ég þó með rosalegt skordýraofnæmi, viðkvæma húð og ofsahræðslu við sjóinn auk þess sem ég aulaðist í pole-fitness í gær og get ekki lyft upp höndunum. En kannski seinna. Góða ferð Hersir Anna Marsý mOnitOr@mOnitOr.is ritstjórar: Anna Marsibil Clausen (annamarsy@ monitor.is), Jón Ragnar Jónsson (jon- ragnar@monitor.is) (Í fæðingarorlofi) Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Rósa María Árnadóttir, Her- sir Aron Ólafsson, Auður Albertsdóttir, Lísa Hafliðadóttir (í fæðingarorlofi) Forsíða: Þórður (thordur@mbl.is) umbrot: Monitorstaðir auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl. is) myndvinnsla: Ingólfur Guðmunds- son Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent sími: 569 1136 ga Monitor Efst í huga Monitor Efst í huga Monitor Efs Blessibless Hersir mælir með... www.facebook.com/monitorbladid Vikan á facebook 30 Árni Már Þrastarson Stelpur, munið að taka hópmynd, annars gleymi ég að þið eruð vinkonur. 5. janúar kl. 20:35 Þrátt fyrir að hafa unnið saman í nokkurn tíma í útvarpi er hér um að ræða frumraun strák- anna saman á skjánum. Í morgunþættinum Svala og Svavari hafa þeir farið um víðan völl og slegið á létta strengi en í nýju sjónvarpsþátt- unum verður viðfangsefnið mun afmarkaðra. „Rauði þráðurinn er heilsan og lífsstíll al- mennt.Við verðum alltaf með tvö stærri viðtöl á setti í þættinum við sérfræðinga, afreksmenn og svo venjulegt fólk sem hefur skemmtilegar sögur að segja frá sínum fyrstu skrefum í breyttum lífsstíl,“ segir Svali „Við verðum líka með Hilla vin okkar með okkur, en hann mun koma í ýmsar tilraunir og prófa allt mögulegt sem er í boði fyrir okkur. Síðan kíkjum við heim til fólks og skoðum hvað því finnst algjört möst að eiga í ísskápnum, fáum að vita allt milli himins og jarðar um að kaupa mat, borða mat og elda mat. Auk þess verðum við með heimaleikfimi þar sem við látum fólk fá æfingu vikunnar sem það getur gert heima. Allt einfalt og skemmtilegt,“ segir Svavar. Svali segir þáttinn henta öllum þó áherslan sé kannski mest á þá sem hyggja á lífsstíls- breytingu. „Rétt eins og við tveir erum ólíkir þá ættum við samt að finna eitthvað sem okkur báðum – og öllum, finnst áhugavert og skemmtilegt.“ Svali og Svavar hafa báðir verið áberandi í fjölmiðlum í mörg ár, en Svali hefur þó lítið komið nálægt sjónvarpi. „Ég hef verið töluvert í sjónvarpi í gegnum tíðina, tekið innslög fyrir Ísland í dag, Idol- stjörnuleit, Borð fyrir fimm og fleira í þeim dúr. Svali hefur aftur á móti minna verið í sjónvarpi og látið sér útvarpið nægja og er þetta því nánast frumraun hjá honum,“ segir Svavar. Útvarpið er ennþá í aðalhlutverki Morgunhanar ættu ekki að örvænta, en til- koma sjónvarpsþáttarins mun engu breyta um tilvist morgunþáttarins Svala og Svavars. „Við erum hvergi nærri hættir með morgunþáttinn, fókusinn er fyrst og fremst á útvarpinu áfram. Það er hörkuvinna að halda úti morgunþætti fimm daga vikunnar, en jafnframt ofsalega gaman.Við erum rétt að byrja.“ En skyldu félagarnir aldrei verða leiðir á fjölmiðlastörf- um? Hvað verður að gerast í lífinu eftir 20 ár? „Fjölmiðlar eru eins og endalaus flensa og það er ekki svo auðvelt að losna við þá bakteríu.Við erum ekkert farnir að plana starfslokin. Svavar er hins vegar ekkert á leiðinni í að hætta í hár- greiðslunni, hann klippir alla daga á Senter og verður líklega ennþá að því eftir 20 ár. „Ég gæti verið með útsendingar af hálendinu, veðrið í beinni kannski,“ segir Svali að lokum. Félagarnir svali og svavar hafa stýrt útvarpsþætti á K100,5 undanfarin misseri en fyrsti sjónvarpsþáttur þeirra fer í loftið á Skjá Einum í kvöld. fjölmiðlar eru eins og endalaus flensa M yn d/ Þó rð ur Sérfræðingar veita þér ráð á síðu 8. 8 Sunna Ben Mhmm kötturinn klóraði mig til blóðs á tveimur stöðum í andlitinu, það er vont og mér blæðir enn. Note to self: ekki baða köttinn. Sama hversu skítugur hann er. 7. janúar kl. 16:50 svavar Fyrstu sex: 220274 Besti spjallþáttastjórnandi: Grayham Norton uppáhalds grænmeti: Dökkt súkkulaði svali Fyrstu sex: 290474 Besti spjallþáttastjórnandi: Jimmy Kimmel uppáhalds grænmeti: Brokkolí Björn Bragi Arnarsson Charlie bit my finger krakkinn er í Mjóddinni. 30 látnir þar... 5. janúar kl. 18:02 Saga Garðarsdóttir Undir hvaða sálfræðikenn- ingu fellur það að skrifa ítrekað: „ég er til” sem lykilorð þegar það er alls ekki lykilorðið manns og maður er augljóslega til? 6. janúar kl. 18:35

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.