Monitor - 09.01.2014, Síða 6

Monitor - 09.01.2014, Síða 6
6 Monitor fimmtudagur 9. janúar 2014 stíllinn Framhald AÐAL-trEnDin 2013 Dragtirnar → Eins og svo margt annað þá er dragtar-trendið eitthvað sem ætlar að halda áfram á nýju ári og verður eflaust meira áberandi með tímanum. Það verða ekki einungis skrifstofukonurnar sem klæðast drögtum heldur hin almenna kona. Stíllinn skorar á stúlkur landsins til að finna sér fallega dragt sem er flott í sniðinu en ekki myndi skemma fyrir að hún væri munstruð, til dæmis köflótt. ← BomBer- jakkarnir Þessir svokölluðu bomb- erjakkar hafa verið mjög vinsælir á liðna árinu, það mætti segja að þeir séu „unisex“ en einnig hafa þeir verið til meira aðsniðnir fyrir dömurnar. Jakkarnir eru frekar hversdagslegir og eru flottir yfir hettupeysu til dæmis. Hlunkaskórnir og stígvélin ↑ Skótískan í ár hefur verið frekar vígaleg, mjög grófir og hlunkalegir skór hafa verið einkennandi. Stígvélin voru líka að stimpla sig inn í lok árs og þá sérstaklega upphá stígvél en það eru ekki allir sem þora í þau. Uppháu stígvélin minna einstaklega mikið á stígvélin sem Julia Roberts klæddist í Pretty Woman og það vita allir hvað það þýðir. Þess vegna þarf að vara sig í hverju maður klæðist við slík stígvél. Annars er Stíllinn einstaklega ánægður með skótískuna í ár. gegnsætt og kreisí ↑ Það er eitthvað svo kynþokkafullt og fínlegt við gegnsæju efnin sem hafa verið vinsæl síðustu ár, málið snýst um að gera þetta rétt. Ef þú átt fallegan og þekjandi brjóstarhaldara sem sýnir ekki of mikið þá getur þú komist upp með það að vera í gegnsærri flík yfir. Það eru bara módelin sem mega vera berbrjósta undir gegnsærri flík. Hvítt ↓ Hvítt frá toppi til táar var áberandi á sýningarpöllunum síðastliðið haust og þykir Stílnum þetta einstaklega fallegt og smekklegt trend. Því miður var það ekki eins áberandi hérlendis en við getum bætt úr því á nýju ári, hvítt er alltaf klassískt. ljósu enDarnir ↓ Ljósu endarnir héldu áfram að vera heitt trend þetta árið en það fer þeim sem eru með liðað hár langbest. Líklegt er þó að trendið muni ekki vera jafn áberandi á nýju ári og heillitur muni taka alfarið við. En þetta fer þó þessum dömum sem eru á meðfylgjandi myndum einstaklega vel. rúllu- kraginn ↑ Rúllukraginn er ekki fyrir alla en Stíllinn er voða skotinn í honum. Það er eitthvað svo haust/vetrarlegt við hann og á réttu manneskjunni er hann fullkominn við hátt pils, fallega kápu og hæla. Þykkar og miklar rúllukragapeysur eru líka guðdómlegar og fullkomnar á Íslandinu. rönDótt Röndótt er alltaf inn að mati Stílsins en mikið var um röndóttar línur hjá helstu hönnuðunum og þá voru dressin yfirleitt röndótt frá toppi til táar. Erfitt er fyrir hvern sem er að „púlla“ slíkt dress en það má þó reyna. Annars er alltaf gott að hafa regluna „less is more“ í huga þegar um röndótt er að ræða, röndótt skyrta eða röndóttur bolur er alltaf töff undir látlausum jakka. ←

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.