Monitor - 09.01.2014, Side 9

Monitor - 09.01.2014, Side 9
9fimmtudagur 9. janúar 2014 Monitor í nýtt ár Ofneysla á sykri, vöntun á D-vítamíni og klamydía eru algeng vandamál á Íslandi og hafa áhrif á heilsu margra. Að minnka sykurneyslu, taka inn D-vítamín og nota smokk er eitthvað sem allir geta tileinkað sér og þannig stuðlað að bættri heilsu og lífsgæðum. Hvað varðar samskiptamiðlana þá þarf fólk að vera meðvitað um hvað er við hæfi - passa hvaða fréttir er verið að læka, deila og dreifa til svokallaðra Facebook-„vina“ sinna, varast sleggjudóma og yfirlýsingagleði í commentum. Klisjan „Netið gleymir aldrei” er bara svo ofboðslega sönn og allt hefur þetta áhrif á það hvernig fólk upplifir þig og þína persónu á netinu. Án þess þó að reyna of mikið að skapa sér einhverja ákveðna ímynd, oft og tíðum óraunverulega, í gegnum grímu Facebook þá tel ég einlægni vera mikilvægasta. En þetta er vandmeðfar- ið því enginn þolir of-hreinskilna-fólkið sem í einu og öllu lifir lífi sínu aðeins of opinskátt á Facebook og leyfir okkur hinum að taka þátt í öllu drama og gleði sem þar gerist, þar sem virði sjálfsins virðist vera metið út frá lækum og commentum á jafn grunn- hyggnum vettvangi eins og samfélagsmiðlarnir geta verið. Atvinnuveitendur eru m.a. farnir að skoða Face- book-síður umsækjenda til að átta sig betur á hvaða mann þeir hafa að geyma, kennarar sömuleiðis skoða nemendur sína og því skal varast stórhættu- legt landsprengjusvæði samfélagsmiðla.Verið einlæg en meðvituð og aldrei gleyma að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Hreyfing á að vera hluti af lífsstílnum! Það þýðir ekki bara að hugsa um það að fara í ræktina, þú verður að koma þér af stað því það er byrjunin. Taktu eitt skref í einu og byrjaðu rólega, það þýðir ekki að keyra á stuð á fullum krafti og gefast síðan upp að lokum. Þú nærð ekki árangri á einum degi, þetta tekur allt sinn tíma og þolinmæði er það sem gildir. Hafðu hreyfingu sem hluta af þínum degi, lágmark 30 mínútur á dag kemur skapinu í lag. Sjálf- stjórnun er oft vandamál, ég ráðlegg þér því að hafa samband við íþróttafræð- ing eða einkaþjálfara og fá aðstoð til að byrja. Fyrir alla er gott að hafa áætlun til að fara eftir og vita hvað eigi að gera á hverri æfingu til að viðhalda áhuganum og ná meiri afköstum. Að hafa æfingafélaga getur verið mjög gott og jákvætt. Að fara saman á æfingu og hvetja hvern annan áfram er nauðsynlegt. Hafðu fjölbreytnina í fyrirrúmi. Ekki vera alltaf í sama gamla farinu, breyttu til og gerðu eitthvað annað, sérstaklega ef þú ert komin með leiða á því sem þú ert að gera. Það getur oft verið gott að breyta til og prófa eitthvað alveg nýtt. Í dag er ótrúlega margt í boði og því um að gera að finna eitthvað við sitt hæfi. Að fara í ræktina og stunda hreyfingu á að vera skemmtilegt og þú átt að hlakka til að mæta á æfingu. Orð sem eiga alltaf að fylgja hreyfingu: Skemmtun – vellíðan – fjölbreytni – gleði – bætt heilsa – heilbrigður lífsstíll. Það eru margir þættir sem þarf að hugsa um til að stuðla að vellíðan og ekki bara hægt að hugsa um eitt atriði. Þau helstu eru sennilega þau sem við heyrum oftast, að borða hollt, hreyfa sig reglulega og sofa vel. Það sem gleymist oft er að það skiptir líka máli að mynda tengsl og rækta tengsl við þá sem okkur líður vel með og þá getur verið gott að hitta vini og ættingja reglulega. Einnig er mjög gott að stunda áhugamálin sín eða finna sér skemmtileg áhugamál og vera jákvæður og opinn fyrir að prófa eitthvað nýtt öðru hvoru. Það þarf ekki að vera flókið, t.d. að fara í göngutúr í nýju umhverfi, skrá sig á námskeið, gerast sjálfboðaliði eða prófa nýja íþrótt. Ef maður býður vinum sínum með er þetta líka allt atriði sem hægt er að nýta til að rækta sambandið við fólkið í kringum sig og geta einnig hitt nýtt fólk og myndað ný tengsl. Steinunn Þyri ÞórarinSdóttir Sálfræðingur og forstöðumaður unglingasmiðjanna Stígs og Traðar. ragna BaldvinSdóttir Íþróttafræðingur hjá Háfit Jón gunnar geirdal Landsstjóri Yslands KriStín María tóMaSdóttir Læknir

x

Monitor

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.