Monitor - 09.01.2014, Síða 14

Monitor - 09.01.2014, Síða 14
14 Monitor fimmtudagur 9. janúar 2014 Kryddsíldinni á dögunum þar sem Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson voru viðstaddir meðal annarra, þar fluttir þú lag um óskir þjóðarinnar til ráðamanna, fékkstu einhver viðbrögð við óskunum? Það urðu einhverjar umræður í þættinum sjálfum. Mér fannst svolítið leiðinlegt að þeir reyndu að afgreiða þetta sem eitthvert „lista- mannspopp“. Það fær mann til að spyrja sig hvort það sé þá almennt ekki mark takandi á listamönnum? Eða popparar, hafa þeir enga rödd? Eins og ég segi er ég aldrei alvarlegri en í mínu gríni og þó að maður geti alltaf fundið því einhvern fallegan eða fyndinn búning er alltaf einhver undirtexti. Hver finnst þér mikilvægasta óskin? Að senda Vigdísi Hauks og Brynjar Níelsson á kurteisisnámskeið. Þau þurfa á því að halda. Svo finnst mér mikilvægt að færri kvótaflón reyni að skjóta Sjón og að stutt sé af rausnarskap við menningu og listir. Ég hélt að það ríkti almennt samþykki um það að það væri gott að vera menningarþjóð. Það sem við montum okkur af þegar við förum út í heim er alltaf listafólkið okkar. Við segjum aldrei (setur sig í stellingar): „Svo erum við með alveg geeeðveikt álver hér og nokkur uppistöðulón uppi á heiði, nei í alvöru það er alveg frábært. Og þið ættuð að sjá Kára- hnjúkavirkjun, we have this great great factory up there in the middle of the land and it‘s just like totally ugly but its really big“. Mér finnst svo mikið afturhvarf til fortíðar að láta eins og listafólk hafi ekki sannað gildi sitt. Annars fannst mér líka mjög skemmtileg hugmynd að allir Íslendingar færu saman í hópferð til Tortola. Þú fékkst mynd með þeim félögum Sigmundi og Bjarna ekki satt? Jú, ég fékk mynd. En svo þurfti ég bara að róta minni ruggukind og svo þurfti ég að fara með karlakórinn minn afsíðis, karlakór fyrrum elskhuga minna, og Sigmundur og Bjarni þurftu að flýta sér eitthvert að taka slæmar pólitískar ákvarðanir. Svo þú hafðir ekki færi á að spyrja Sigmund út í svarleysið? Nei, þegar ég var að koma mér fyrir fyrst kom hann með einhverja svona athugasemd við karlana við borðið: „Er þetta, þessi þarna stelpa...“. Ég sneri mér við og sagði hvasst: „Ég heiti Saga!“ Mér fannst þetta eitthvað svo andstyggilegt diss af hans hálfu að ég gat ekki einu sinni sagt: „Gaman að hitta þig loksins“. Ég hefði viljað hitta hann í meiri auðmýkt og hlýju, kannski eigum við það eftir. Þú ert með heldur óvenjulega en skemmtilega prófílmynd á Facebook, hvernig fær maður mynd af sér með fótlegginn vafinn utan um forseta Íslands? Ég verð sko að segja að Facebook-síðan mín er með ákveðna fullkomnun í gangi núna. Cover- myndin með Sigmundi og Bjarna og prófílmynd- in með forsetanum. Ég mun aldrei gera betur. Til þess að ná svona mynd þarf maður annaðhvort að vera Marilyn Monroe eða ógeðslega frökk. Þetta var tekið á Eddu-hátíðinni þar sem ég var búin að hneyksla alla með að fara í sleik við Steinda og var alveg hýperhress. Ég spyr forsetann hvort ég megi fá mynd með honum og þegar við erum að stilla okkur upp segi ég: „Við getum haft myndina svona“ og rétt áður en hann nær að segja nei og ég næ að segja djók er smellt af og ég er í þessari stellingu. Myndin er úr fókus, ég á aðra voða prúða og fína með honum en þessi er bara svo stórkostleg. Hvað er framundan hjá þér á nýju ári? Framundan eru einhver skrif. Ég ætla að halda áfram að skrifa bakþanka og svo langar mig mikið að skrifa eitthvað fyrir sjónvarp. Og auðvitað eitthvað fyrir mig sjálfa, ég skrifa best fyrir sjálfa mig í einhverju rugli, til að hrista upp í hlutunum og orða þá beint á sviði eða bara í partýi. Það er fyndið hvað maður er kröfuharður á sjálfan sig. . Stundum dreg ég mig niður fyrir að hafa aldrei skrifað bók, ekki leikið burðarrullu á stóra sviði Þjóðleikhússins eða verið með uppistand í Eldborg. Maður er svo fljótur að tala sigrana sína niður þú veist. Svo á næsta ári ætla ég að sætta mig við smásigrana. Þetta var sennilega erótískasta Eddan frá upphafi og mér finnst mikill heiður að hafa verið hluti af því. SíðaSt en ekki SíSt Síðasta borg sem ég heimsótti utan landssteinanna: Marakess, en svo er ég líka að fara til Akureyrar um helgina. Síðasti veitingastaður sem ég borðaði á: Borgin, með vini mínum Jóni Ársæli. Síðasti hlutur sem ég keypti mér: Ljóðabókin Heimsendir fylgir þér alla ævi eftir Evu Rún Snorradóttur. Síðasta bíómynd sem ég horfði á: Frances Ha. Síðasti aðili sem ég knúsaði: Kvensjúkdómalæknirinn minn.

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.