Monitor - 09.01.2014, Síða 20

Monitor - 09.01.2014, Síða 20
20 Monitor fimmtudagur 9. janúar 2014 Nú á tímum, þar sem veraldarvefurinn er stöðugt að verða stærri partur af lífi fólks, hafa ýmsar stefnumótasíður og samfé- lagsmiðlar tekið við af gömlu góðu einkamálaauglýsingum dagblað- anna þegar kemur að makaleit á Internetinu. Ástin á tímum internetsins Monitor hafði samband við ungan mann sem kynntist kærustunni sinni í gegnum einfalt „grín-poke“ á Facebook, en þau hafa nú verið saman í þrjú ár og ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Hvernig kynntist þú núverandi ástkonu? Ég var í jólafríi, opnaði tölvuna mína og fór á Facebook. Þar voru nokkur notafications og sá ég að ég var með Poke og Friend Request frá sömu dömunni. Ég er nú ekki vanur að skoða svona random poke, því ég hafði aldrei áður séð þessa stelpu. En ég semsagt sé profile-myndina og hugsa með mér hvað hún sé nú falleg og prófa að senda á hana línu til þess að gá hvort við þekktumst eða hvort ég væri um svokallað Face-rape að ræða.Við byrjum að spjalla og þá kemur í ljós að hún sé nýkomin úr sambandi og að vinkona hennar, sem ég þekkti þá til, hafi farið í óleyfi inn á Facebook-ið hennar og fundið nokkra stráka til að senda Friend Request og Poke-a svona í einhverju djóki. En við byrjum semsagt að tala saman upp úr því og eigum sameiginleg áhugamál og fleira. Tveim dögum seinna fæ ég skilaboð í símann minn að hún og umrædd vinkona séu á leið í bæinn til að gera eitthvað og var að athuga hvort ég væri til í að koma og hitta þær. Ég hringi í besta vin minn og við förum fjögur saman í keilu og ísbíltúr. Upp úr þessu kvöldi byrjuðum við að hittast og höfum verið saman í þrjú ár. Finnst ykkur skrýtið að segja frá því að þið hafið kynnst „í gegnum Facebook“? Stundum í byrjun fannst mér það, en mér finnst það eigilega bara fyndið í dag vegna þess að við höfðum aldrei áður séð hvort annað og svo erum við ennþá saman í dag. Hefurðu einhverntímann notað miðla tengda facebook eins og Taggalicious/Compare Hotness o.s.frv.? Ekki í þeim eina tilgangi til að finna mér einhverjar stelpur. En ég notaði á sínum tíma Compare Hotness eins og flestir aðrir jafnaldrar mínir, mestmegnis í gríni samt. Hvað finnst þér um síður eins og Einkamál. is? Heldurðu að ungt fólk sé almennt mikið á slíkum síðum? Ég held að ungt fólk leiti ekki mikið þangað til að leita að ást lífsins, heldur frekar fyrir fólk sem er að leita sér að ákveðinni tegund af ástarsambandi eða þá eldra fólk sem er einmana og vantar félaga á sama róli og þau í lífinu. Aldrei hef ég hinsvegar heyrt af fólki á tvítugsaldri sem er í sambandi og segir “já, við kynntumst bara á einkamal.is”. Fyndist þér furðulegt ef vinur þinn væri að kynnast fólki á einkamál.is? En fullorðinn ættingi? Ég held ég myndi vera mjög hissa á því allaveganna. Minna ef það væri kannski eldri frændi sem væri nýbúinn að missa konuna og vantaði einhvern til að eyða með sér tíma eða eitthvað álíka. Því eldra fólk á erfiðara með að fara bara á Facebook og finna einhvern “random” sem þau geta kynnst. Þetta er ákveð- inn gluggi fyrir fólk til að leita að sameigilegum eiginleikum. Hvernig finnst þér „deitmenningin“ vera á Íslandi miðað við útlönd? Er einhver deit- menning hérlendis? Ég meina, nú veit ég ekki alveg hvernig þetta er á Íslandi almennt. Það er að segja hvort strákar séu að bjóða stelpum út að borða á fyrsta deit en ég fór allaveganna fyrst á umrætt deit og tveim dögum seinna bauð ég henni út að borða og í bíó. Ég veit að margir af félögum mínum fara oftast bara heim með stelpum af djamminu, en kannski finnst þeim nóg að fara á “deit” á Pizza Royal klukkan 4 á laugardagskvöldi meðan beðið er eftir taxanum. Í útlöndum held ég að það fari rosalega eftir aldri og landi sem fólkið býr í. Norðurlöndin eru svipuð og Ísland í þessum málum en Banda- ríkin kannski aðeins formlegri vegna þess hve trúaðir margir eru þar og að sofa saman eftir fyrsta stefnumót er ekki algengt þar. Hvort er ástin meira eins og banani eða gúrka? Ég myndi segja að ástin sé eins og margir bananar í röð, raðað þannig að bananinn sé fyrst eins og broskall og síðan eins og fýlukall. Semsagt í einskonar bylgju. Því ástin er alltaf

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.