Monitor - 09.01.2014, Qupperneq 22
Hollywoodmyndin The
Secret Life ofWalter
Mitty ætti ekki að hafa
farið framhjá neinum
Íslendingi, umfjöllun
um myndina hefur verið
gríðarlega mikil enda er
hún að mestu leyti tekin
upp á Íslandi og leika
nokkrir Íslendingar ágætis rullu
í henni.
Ben Stiller ætti að vera flestum
kunnur eftir fjöldamargar
stórmyndir en hann leikstýrir
einmitt sjálfum sér í þessari
mynd líkt og hann gerði í Tropic
Thunder og Zoolander. Myndin
fjallar umWalter Mitty sem lifir
frekar látlausu lífi en kryddar
það með fjörugu ímyndunarafli.
Hann virðist ekki hafa gert neitt
í gegnum tíðina og vinnur bara
sína vinnu, við myndvinnslu
fyrir tímaritið Life. Þegar ein
mynd týnist og starfWalters
og vina hans er í hættu horfist
hann í augu við lífið og leggur
upp í svakalega leit sem dregur
hann um víðan völl, þar á meðal
Íslands.
Ben Stiller er frábær í hlutverki
hins sérkennilegaWalters Mitty
og fer hreinlega á kostum. Kirst-
enWiig er aftur á móti
frekar flöt og tókst
ekki að heilla sem
Cheryl, stelpan
semWalter er
ástfanginn af í
laumi. Shirley
MacLaine var
virkilega góð sem móðirWalters
og Sean Penn eitursvalur sem
hin dularfulli Sean O’Connell.
Ólafur Darri og Gunnar Helgason
voru líka skemmtilegir í sínum
hlutverkum, þá sérstaklega
Ólafur Darri. Ben Stiller hélt samt
þessari mynd uppi, bæði með
leik sínum og úr leikstjórastóln-
um.
Þetta var einstaklega góð og
skemmtileg mynd, fyndin, falleg
og spennandi, allt í einu. Eflaust
gefur það myndinni aukið vægi
fyrir okkur Íslendinga að sjá
fallega landið okkar á stóra
skjánum svona augljóslega og
svo eru nokkrir brandarar inná
milli sérstaklega fyrir okkur.
Þið sem haldið að búið sé að
upphefja The Secret Life ofWalt-
er Mitty á Íslandi vegna tengsla
við landið eruð á villigötum. Hún
á allt það hrós sem
hún hefur fengið
fyllilega skilið. Tel ég
að enginn Íslending-
ur eigi að láta hana
framhjá sér fara.
Draumar verða
að veruleika!
kvikmynd
The secreT life
ogwalTer miTTy
ívar
orri
monitor.is
KíKtu í heimsóKn
Eitursnjall atvinnusvindlari neyðist til
að hjálpa alríkislögreglunni við rann-
sókn spillingarmáls sem snertir bæði
mafíuna og háttsetta embættismenn
bandarískrar stjórnsýslu.
American Hustle er nýjasta mynd
leikstjórans Davids O. Russell sem á
m.a. að baki verðlaunamyndirnar Silver
Linings Playbook, The Fighter og Three
Kings.
Christian Bale leikur hér blekkinga-
meistarann Irving Rosenfeld sem ásamt
aðstoðarkonu sinni og ástkonu, Sidney
Prosser (Amy Adams), hefur lengi leikið
lausum hala röngum megin við laganna
strik. Það kemur hins vegar í bakið á
honum þegar alríkislögreglumaður að
nafni Richie DiMaso neyðir þau Sidney
til að aðstoða sig við að spenna gildru
fyrir mafíuna í Jersey í því skyni að
koma upp um alvarlegt spillingarmál.
Inn í aðgerðina blandast síðan stjórn-
málamaðurinn Carmine Polito (Jeremy
Renner), sem veit ekki í hverju hann er
lentur, og eiginkona Irvings, Rosalyn
(Jennifer Lawrence), sem er búin að fá
nóg af framhjáhaldi eiginmannsins og
hyggst grípa til sinna ráða.
skjámenning
Frumsýning helgarinnar
american hustle
They’re *in* the computer?
Hansel -Zoolander
22 monitor fimmtudagur 9. janúar 2014
aðalhlutverk: Christian Bale,
Bradley Cooper, Jennifer
Lawrence, Amy Adams,
Jeremy Renner, Robert De
Niro og Louis C.K.
Leikstjórn: David O. Russell
Sýningarstaðir: Samb-
íóin Álfabakka, Egilshöll,
Kringlunni, Keflavík, Akureyri,
Ísafjarðarbíó, Selfossbíó og
Bíóhöllin Akranesi
aldurstakmark: 12 ára
viLtu
vinna
miða?
facebook.com/monitorbladid
Nú styttist í PlayStation 4-tölvuna frá Sony, en hún
lendir hér á landi í lok janúar. Á sama tíma dettur
inn hellingur af leikjum og þeirra á meðal er skotleik-
urinn Killzone: Shadow Fall frá Sony.
Leikurinn gerist 30 árum eftir Killzone 3, en heimur
Killzone hefur á þeim tíma breyst mikið. Leikmenn
fara í hlutverk Lucasar Kellan og er það hans
hlutverk að setja tappann í atburðarás sem gæti eytt
heimahögum hans.
Killzone: Shadow Fall er fyrstu persónu skotleikur
og mjög klassískur sem slíkur. Leikmenn vaða um
fjölbreytt svæði með ýmis vopn við höndina og þurfa
að ganga frá heilu herjunum af Helghast-illmennum,
en þeir eru óvinir leiksins og minna óneitanlega
töluvert á nasista Hitlers.
Til að hjálpa leikmönnum í gegnum torfur óvina
er lítið fljúgandi vélmenni sem leikmenn geta gefið
skipanir, en þær eru meðal annars að ráðast á óvini,
mynda skjöld, senda frá sér rafstraum til að aftengja
allskyns varnir og búa til reipi sem leikmenn geta
notað til að komast á milli staða.
Flest borð leiksins eru dæmigerð fyrir fyrstu per-
sónu skotleiki þar sem lítið er um val, en inná milli
koma borð þar sem leikmenn þurfa að fara um opin
svæði og ráða hvernig þeir ráðast í verkin. Þetta er
skemmtileg tilbreyting sem gerir mikið fyrir leikinn.
Stýringin í leiknum er mjög góð og spilar þar nýi
Dual Shock 4 stýripinninn mikið inní, en hann er
einstaklega þægilegur og gerir spilun skotleikja mun
auðveldari.
Fyrir utan söguþráð leiksins sem spannar í kringum
8 tíma í spilun, inniheldur leikurinn fullkomna
netspilun sem virkar mjög vel og gerir heilmikið fyrir
leikinn.
Grafíkin er einstök í leiknum og sýn-
ir hann svo um munar hversu öflug
tölva PlayStation 4 er þegar kemur
að grafík, en leikurinn keyrir í fullri
háskerpu án þess að hósta.
Ég hefði viljað sjá aðeins meiri
fjölbreytni og nýjungar í þessum
nýjasta Killzone-leik, en hann
sýnir svo um munar hversu
öflugan vélbúnað PlayStation 4
tölvan hefur undir húddinu og
verður spennandi að sjá næstu
leiki sem koma út á vélina.
Tegund:
Skotleikur
Pegi merking: 18+
Útgefandi:
Sony Computer
dómar:
7 af 10 – Gamespot
8 af 10 – IGN.com
7 af 10 – Eurogamer.net
killzone:
shadow fall
ÓLafur þÓr
jÓeLSSon
Tölvule ikur
Framtíðar nasistar