Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.02.2014, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  35. tölublað  102. árgangur  LEITAST VIÐ AÐ SKAPA TÖFRA FLYTUR INN 200 HRAÐHLEÐSLU- STÖÐVAR HIMNESK UPPLIFUN Í NÁTTÚRUNNI BÍLAR GÖNGUHÓPUR 10HÖGNI Á SÓNAR 32  Nokkur fjöldi bíla með tækni- og öryggisbúnað sem „les veginn“ hef- ur verið fluttur inn. Tilgangur bún- aðarins er að láta ökumann vita ef hann ekur yfir miðlínu vegarins eða kantlínuna og koma þannig í veg fyrir árekstur eða útafakstur. Þessi búnaður virkar ekki sem skyldi á vegum hér á landi vegna lé- legra yfirborðsmerkinga skv. at- hugun bílablaðs Morgunblaðsins og FÍB. »Bílar Nýr búnaður í bílum les ekki veglínurnar Morgunblaðið/Malín Brand Baldur Arnarson Viðar Guðjónsson Áætlaður kostnaður við fyrirhug- aðan íbúðaturn og hótel sem Eykt áformar að reisa við Höfðatorg er samtals um 12 milljarðar króna. 200-300 manns munu vinna að staðaldri við hótelið sem nú er byrjað á og 80 manns til viðbótar munu vinna við fjölbýlishúsið. Eykt áformar að hefja fram- kvæmdir við 12 hæða íbúðaturn við Höfðatorg næsta haust. Á bilinu 70 til 75 íbúðir verða í turn- inum og er áætlað að framkvæmd- um ljúki síðla árs 2016. Pétur Guð- mundsson, forstjóri Eyktar, segir að um 5 milljarða króna fram- kvæmd sé að ræða, og telur að markaður sé fyrir íbúðir og at- vinnuhúsnæði á Höfðatorgi. Þjónusta á jarðhæð Unnið er að hönnun íbúðaturns- ins sem verður um 12 þúsund fer- metrar að flatarmáli, ofanjarðar. Á jarðhæð verður þjónustustarfsemi og bílakjallari undir. Eykt hefur mikla trú á Höfðatorgi. „Við telj- um að það sé markaður fyrir íbúð- ir og atvinnuhúsnæði á Höfðatorgi. Þetta er mjög vinsælt svæði. Það er búið að leigja um 20 þúsund fer- metra af atvinnu- og skrifstofu- húsnæði eftir hrun og gera samn- inga um að reisa stærsta hótel á landinu,“ segir Pétur og getur þess að allt húsnæði á reitnum sé nú leigt út. MReisa 12 »2 og 4 12 milljarðar í Höfðatorg  Eykt hyggst reisa tólf hæða íbúðaturn við hlið hótels og skrifstofuturns  Hundruð fá vinnu við framkvæmdir Morgunblaðið/Ómar Veitingar Austurstræti 22 er tómt en verður líklega ekki lengi í viðbót. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Átján veitingastaðir og barir eru nú reknir í Austurstræti og þrír til við- bótar verða líklega opnaðir fyrir árs- lok. Lítið er um aðra þjónustu fyrir gesti og gangandi enda gatan ekki löng, nær frá Veltusundi austur að Lækjargötu í miðbæ Reykjavíkur. Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur segir að Austurstræti hafi ver- ið þekktasta verslunargata Reykja- víkur áður fyrr en nú séu fyrst og fremst veitingahús og barir við göt- una, bankarnir séu meira að segja að hverfa. „Það var kannski á milli 1970 og 1980 sem Kvosin dó meira og minna. Verslunin hvarf þaðan mjög hratt og kaffihúsin áttu mjög undir högg að sækja. Um 1990 fer aftur að færast líf í þetta svæði og eykst mjög hratt eftir það, svo ég tali nú ekki um allra síðustu ár. Það hefur orðið gjörbreyting,“ segir Guðjón. Verslunar- og veitingamenn við Austurstræti væru þó til í að sjá að- eins meiri fjölbreytni við götuna, sérstaklega meira af almennum verslunum. »6 Veitingaþorp í Austurstræti  Átján veitingastaðir og barir reknir við götuna og mun fjölga Himbrimi gæðir sér á dýrindis rauðsprettu í smábátahöfninni á Fáskrúðsfirði. Fjöldi him- brima, sem eru nú í vetrarbúningi, hefur verið þar undanfarið enda nægt æti að finna. Him- briminn dvelur á veturna við strendur landsins en á sumrin verpir hann við vötn og tjarnir með silungi, frá sjávarmáli upp í 600 metra hæð. Að meðaltali verpir hann tveimur eggjum. Hann er stór, sterklegur og rennilegur vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðavatna. Hann er fimur sundfugl, mikill kafari og djúp- syndur en þungur til flugs. Rauðsprettan rann ljúflega ofan í himbrimann Ljósmynd/Jónína Óskarsdóttir  Ný samantekt á fjárhagsáætl- unum sveitarfélaganna sýnir að ný- fjárfestingar aukast á þessu ári í samanburði við árið í fyrra. Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga, segir að ákveðin þörf fyrir fjárfestingar hafi komið í ljós í þeim sveitarfélögum þar sem íbúar eru flestir. Enn glíma mörg sveitar- félög við mikinn skuldavanda. »15 Nýfjárfestingar aukast á þessu ári Lífeyrissjóðir ráða yfir að minnsta kosti 44% hlut í Skeljungi og 55% hlut í N1, samkvæmt fyrirliggjandi hluthafaupplýsingum. Mögulega eiga þeir meira, t.d. í gegnum fjárfesting- arsjóði eða hlutafjáreign þeirra birt- ist ekki á lista yfir helstu hluthafa. Nýir hluthafar tóku við Skeljungi í janúar og N1, þar sem Framtaks- sjóður Íslands á stærsta hlutinn, var skráð á hlutabréfamarkað í desem- ber. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október að Olís væri til sölu. Ef af sölunni verður munu lífeyrissjóðir eflaust vera á meðal nýrra hluthafa. Aðkoma lífeyrissjóða að eignarhaldi fyrirtækja hefur vaxið hröðum skref- um á sama tíma og eignar- hald banka og skilanefnda á rekstrarfélögum hefur dregist saman. Samkeppniseftirlitið segir að vaxandi eignarhlutur lífeyris- sjóða, m.a. í gegnum framtakssjóði, kalli á umræðu um aðkomu þeirra að slíku eignarhaldi og með hvaða hætti nauðsynlegt er að standa vörð um virka samkeppni við þær að- stæður. »16 Lífeyrissjóðir með um helming í olíufélögum  Víglundur Þor- steinsson hefur sent stjórnskip- unar- og eftirlits- nefnd Alþingis bréf, þar sem hann fer þess á leit að hún upp- lýsi þjóðina um það ferli sem leiddi til þess að erlendir kröfu- hafar eignuðust tvo ríkisbanka. Segir hann að klippt hafi verið á neyðarlögin til þess að koma þeirri niðurstöðu í kring. »4 Segir að klippt hafi verið á neyðarlögin Víglundur Þorsteinsson Gengið hefur verið frá sölu fyrsta byggingarkranans frá því fyrir efnahagshrun. Eykt kaupir kranann. Framkvæmdastjóri Hýsis-Merkúrs, sem selur kran- ann, segir viðskiptin til marks um að betri tímar séu í vændum í byggingageiranum. Kranarnir sem keyptir voru fyrir hrun voru flestir seldir úr landi. Betri tímar framundan FYRSTI KRANINN SELDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.